Rumpelstiltskin stjórnar

RumpelstiltskinÉg hef á stuttum tíma lesið ekki færri þrjár færslur um draumfarir bloggara sem allar fjalla um ástandið á landinu. Það kannski ekki nema von því raunheimur rúmar ekki lengur þessa vitleysu sem er í gangi á Íslandi í dag.

Potta og pönnu byltingin þar sem alþýðan var að sjálfsögðu potturinn og pannan fagnar árangri á meðan gömlu sótugu seiðkarlarnir koma sér fyrir til að lepja dreggjarnar úr kjötkötlunum.

Draumar Austurvallarindíánanna sem kröfðust þess að náhirðin viki, er orðin að þrefi um tæknilega útfærslu á hvernig má fróa litla græna dvergnum sem hefur hreðjatak á þjóðinni í krafti flokkskerfissins.

Er það að furða að fólk sé að fara á límingunum og þá sæki illir draumar um dimmmynta og glottandi menn og konur sem aftur sjá sér færi til að toga í spottana sem liggja beint inn í hjarta frama-Gosa litla. 

Einhver sagði að hann sæi eftir því að hafa eitt fimmtán undanförnum vikum í það að mótmæla.

Það hlýtur að vera sársaukafullt fyrir þreyttan potther með rámar raddir að horfa upp á sömu gömlu flokkadrættina gera "nýja Ísland" þannig að fólk vilji nú helst "flýja Ísland". 

Allt fer enn fram fyrir jafn luktum tjöldum og fyrr, sama loðna tungutakið er notað til að skaffa eitthvað í fyrirsagnirnar og sama gamla póli-tíkur pissufílan rís upp af hrossakaupssvæðinu og fyrr. 

það versta er að fólk trúir því raunverulega að þetta sé það besta sem við eigum völ á og þess vegna virka draumfaralýsingarnar eins fjarlægt andvarp. Ísland er besta baksvið í heimi fyrir líf, það vitum við öll. En leikritið sem er á fjölunum stinks.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er töluverð hætta á því að Framsókn steli senunni á síðustu mínútunum með einhverjum spilltum vef.. vef sem knýr fram þjóðstjórn undir stjórn GHH... en þá skal ég lofa þér því Svanur að potta og pönnu herinn mun verða öflugri en nokkru sinni fyrr..

Óskar Þorkelsson, 30.1.2009 kl. 23:21

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þá er einnig hætta á Óskar, að stjórnin verði að gera slíkar málamiðlanir til að komast að, að það sjáist ekki teljandi munur á henni og fráfarandi stjórn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.1.2009 kl. 00:29

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já það er líka raunveruleg hætta.. og Framsókn með þeirri aðgerð mundi bara líta ágætlega út fyrir sumum kjósendum...

Óskar Þorkelsson, 31.1.2009 kl. 00:32

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það sem er súrrealískt er að það hvarfli að ráðamönnum að þetta plott virki og það sem er líka súrrealískt er að það er fólk sem enn kaupir þetta bull. Mann langar að lemja það fólk í hausinn með ausu svei mér þá...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 10:39

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Held ég sé bara sammála öllum hér.

Rut Sumarliðadóttir, 31.1.2009 kl. 11:10

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Gerist það þá............................

Arinbjörn Kúld, 31.1.2009 kl. 11:36

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Byltingin er rétt að byrja.

Við komum ríkisstjórninni frá.

FME er fokið.

Svo er það stjórnlagaþingið.

Ég hef ekki trú á að hægt sé að breyta kerfinu innan frá.

Fólkið á að gera það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 15:56

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það eina sem getur breytt þessu er að leggja niður flokkakerfið og taka upp sama hátt við að kjósa til alþingis og við mundum nota til að kjósa til stjórnlagaþings, nema að allir væru í framboði og allir mættu kjósa.

Flokkakerfið er úrelt hafi það einhvern tíman þjónað einhverjum tilgangi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.1.2009 kl. 18:29

9 identicon

Helvítis Ný-framsóknarmafían !!!

Ef ad framsoknarmenn sja thetta ekki. Tha er theim ekki vid bjargandi.

Heill Gudni!!

David Kristjansson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband