Ísland brýtur enn og aftur blað í mannkynssögunni

200794104226_johanna_sigurdardottir_vefEins og kunnugt er völdu Íslendingar sér, fyrstir allra þjóða, konu fyrir þjóðhöfðingja í lýðræðislegum kosningum þegar Frú Vigdís Finnbogadóttir var kosin Forseti. Sú niðurstaða vakti verðskuldaða heimsathygli og þótti sigur fyrir kveinréttindabaráttuna almennt. Nú stefnir í að annað blað verði brotið í sögu mannkynsins þá Jóhanna Sigurðardóttir verður valin til að gegna embætti forsætisráðfrúar. Jóhanna er óumdeilanlega fyrsta opinberlega samkynhneigða persónan sem sest í slíkan valdastól í nútíma lýðræðisríki. Slíkt mun vekja athygli á mannréttindabaráttu samkynhneigðra um allan heim, enda er heimspressan þegar byrjað að skrifa um þennan þátt í gangi stjórnamála á Íslandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

damn er hún samkynhneigð

Óskar Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 16:10

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Já og sennilega erum við líka að brjóta blað í flugsögunni, því aldrei áður hefur Flugfreyja náð embætti Forsætisráðherra.

Nú hlýtur að komast á friður enda kröfum um fagfólk í forystu svarað.

Haraldur Baldursson, 27.1.2009 kl. 16:14

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Veistu - ég hafði ekki hugmynd um að jóhanna væri samkynhneigð - og mér er slétt sama. hún er glæsileg kona eingu að síður.

Arinbjörn Kúld, 27.1.2009 kl. 16:39

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ekki vissi ég neitt af því að hún væri samkynhneigð en ég ber til hennar fulls traust og það get ég ekki sagt um marga þingmenn þessa lands. Hefur alltaf verið svona Helen Suzman týpa í mínum augum. Strangheiðarlegur baráttumaður fyrir réttlæti.

Héðinn Björnsson, 27.1.2009 kl. 17:00

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jóhanna er í vissum skilningi svona OBAMA Íslands. Hún tilheyrir stærsta réttindabaráttuhópi á landinu (samkynhneigðum) , rétt eins og Obama gerir (svörtum)  út í USA. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 17:14

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Jóhanna er sú sem hún er burtséð frá kynhneigð. Þó, eins og þú segir réttilega, þetta verði fjöður í hatt samkynhneigðra. Held það veiti ekki af. Var að lesa annars staðar að hún sé hjúkrunarfræðingur og hafi unnið ma. í geðbatteríinu. Ætli hún þekki patana úr hópnum?

Hún á traust flestra, undan raða flokksins sem innan, vegna þess hvernig hún hefur starfað sem pólitíkus. Þessi umræða fer óendanlega í taugarnar á mér.

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 17:39

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvaða umræðu áttu við Rut mín kæra. Finnst þér það óviðeigandi að kynhneigð yfirleitt sé rædd þá sérstaklega þegar áfangasigri í baráttunni við fordóma af þeim toga er fagnað eins og fram kemur hjá talsmönnum 79 samtakanna?

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 17:44

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Bara almennt um kynhegðun fólks og hvern það elskar og deilir sínu lífi með. Það kemur það rassgat (kannski óheppilegt orð) bara engum við. Jóhanna er fullfær um að leggja fram sinn stuðning við Samtökin 78 (79?) eða bara hvað sem er.

Finnst þetta bara vera hvers og eins að ákveða hvort hann/hún vilji vekja athygli á þessu. Ég á barnabarn á ská ( eða átti öllu heldur ) sem er hommi, ég vissi það þegar hann var líkið barn. Það bara skiptir engu máli. Fólk er bara fólk.

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 18:07

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Eins og ég hef oft spurt sjálfa mig: Hvers vegna þarf að koma fram að viðkomandi sé samkynhneigð?? Aldrei er sagt : Hún hefur unnið ýmis góð og gagnleg mál  og er gagnkynheigð!  Hún er manneskja...hverju skiptir kynhneigð hennar????? Ég þoli ekki þessi mismunun á kynhneigð fólks. Samkynhneigt fólk er ekkert betra en gagnkynhneigt fólk, eða öfugt. Hví þarf í sífellu að segja að fólk sé samkynhneigt...ekki minnst á ef það er gagnkynhneigt?   Spyr sá sem ekki veit!

Annars er Jóhnna mín manneskja....mín framtíð..samkynhneigð sem gagnkynhneigð!!!

Rúna Guðfinnsdóttir, 27.1.2009 kl. 18:16

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta átti að sjálfsögðu að vera Samtökin 78 Rut.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 18:50

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svanur, minn gamli vin, ég er vön að láta gamminn geysa, þetta var engin persónuleg gagnrýni á þig. Mér finnst þessi umræða bara óviðeigandi. Í þessum töluðu orðum var RÚV að segja frá þessu sama, kannski förum við næst í að mæla typpalegd eða pjölluþrengd. Nei, segi nú svona.

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 19:26

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mér þykir það persónulega leitt ef einhver telur kynhneigð Jóhönnu henni til minnkunar á einhvern hátt. Þessi pistill minn var einmitt ætlaður að veki athygli á andstæðu þess, þeirri staðreynd að Jóhanna brýtur blað í sögunni líkt og Vigdís gerði á sínum tíma og er að því leiti Íslandi til sóma. Hvernig hægt er að leiða hjá sér slíka sögulega atburði eða telja að það eitt að á þá sé minnst, sé á einhvern hátt neikvæður dómur yfir Jóhönnu eða störfum hennar er mér ráðgáta. - Það er nú einu sinni þannig að samkynhneigðir hafa í gegnum tíðina þurft að verja sig fyrir allskyns persónuárásum vegna kynhneigðar sinnar og líkt og aðrir hópar samfélagsins sem stundum eru kallaðir minnihlutahópar, þurft að berjast fyrir eðlilegum mannréttindum sínum. Í Bandaríkjunum kom til valda fyrir nokkru maður sem er staðfesting fyrir milljónir manna þar í landi og reyndar um allan heim að e.t.v. séu kynþáttafordómar á undanhaldi. Ég sé Jóhönnu í sögulegu samhengi á sama hátt, nema að hún tilheyrir öðrum minnihlutahópi. Að horfa fram hjá þessu finnst mér eins og verið sé að hunsa mikilvægi þessa áfanga í mannréttinda og jafnréttisbaráttu samkynhneigðra.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 20:05

13 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hvaða fjandans máli skiptir kynhneigð Jóhönnu??? Daman er ekki bara stórglæsileg, hún er líka geypi vel gefin og hefur staðið sig stórkostlega í öllu því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur í gegnum árin.

Ég óska henni alls hins besta í nýju starfi og ég veit hún mun skila því með sóma.

Þráinn Jökull Elísson, 27.1.2009 kl. 21:21

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fljúgum hærra.

Jóhanna er vel að þessu komin.

Vigdís var fráskilin kona og einstæð móðir.

Kannski erum við Íslendingar ekki svo fordómafullir.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2009 kl. 00:49

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Reyndar var sett Íslandsmet í dag og það var í svartsýni

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2009 kl. 00:50

16 Smámynd: Eygló

Nú vil ég fá upplýsingar um alla frammámenn; hvernig þeir hegða sér innan fjögurra veggja með sínum ástvinum. Og eins kaffi/bjórtegundir þeirra drekka í baði.

Eygló, 28.1.2009 kl. 01:21

17 identicon

Svanur, varstu bara ekki að vonast eftir að Gunnar í Krossinum mætti á blogginu þínu. Hvað segja Bahæjar við þessu? Geta þeir stutt mannréttindi samkynhneigðra?

guggap (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 08:58

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gugga. Þú veist betur en að spyrja svona. Bahai trúin stendur vörð um mannréttindi allra manna, jafnvel Gunnars.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.1.2009 kl. 09:22

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hilmar Magnússon, hefur þetta um málið að segja á sínu bloggi.

Kynhneigð forsætisráðherra á auðvitað ekki að skipta neinu máli. Ekki fremur en húðlitur Bandaríkjaforseta. Í fullkomnum heimi myndu þessar breytur heldur ekki skipta neinu máli. Við búum hins vegar ekki í fullkomnum heimi.

Það hefur tekið hinsegin fólk á Íslandi áratugi að brjóta niður múra fordóma og þagnar til að fá að njóta sannmælis sem manneskjur. Sömu sögu er að segja um svarta í Bandaríkjunum. Og fleiri minnihlutahópa. Þessi barátta fyrir mannsæmandi lífi hefur svipt marga lífsviðurværinu, húsaskjóli og ærunni. Jafnvel lífinu.

Á Íslandi hefur baráttan skilað því að í dag þykir engu skipta hvort sjálfur forsætisráðherrann sé samkynhneigður eða ekki. Það er vel. En svona var þetta bara ekki fyrir 10-15 árum síðan. Og svona er þetta ekki víða um heim. Í 80 - 100 ríkjum heims er fólki hreinlega refsað fyrir samkynhneigð. Vægustu refsingarnar felast í tiltali og sektum.

Þær hörðustu í hengingum.

Það, að fréttir af kynhneigð íslensks forsætisráðherra (n.b. jákvæð umfjöllun) rati í fjölmiðla heimsins er því sannkallað gleðiefni. Það sýnir umheiminum að mannréttindi eru vonandi öllum tryggð í okkar landi. Og um leið getur það verið öðrum fyrirmynd og vonarneisti.

Án þess að ætla að gera Jóhönnu að einhverju átrúnaðargoði þá eru margir samkynhneigðir stoltir af því að búa í landi þar sem þetta virðist engu máli skipta lengur. Og fagna því auðvitað með réttu. Margir fullorðnir svartir karlmenn grétu við valdatöku Obama á dögunum. Af hverju? Af því að þeir trúðu ekki að þeir myndu nokkurn tíma upplifa þennan dag. Mörgu hinsegin fólki er þannig innanbrjósts þessa dagana. Og það greinilega víða um heim. Þið megið ekki taka þá gleði frá okkur.

Og fyrir þau ykkar sem af „fordómaleysi“ talið með vandlætingu (ég heyri tóninn) um að það komi ekki öðrum við hvað fólk geri inni í svefnherbergi: Ég er með fréttir handa ykkur! Kynhneigð snýst ekki bara um kynlíf. Það er einungis hluti af heildarmyndinni, þótt vissulega sé það gott.

Sem stjórnarmaður í Samtökunum 78 get ég líka vottað að félagið hefur ekkert verið að hamra á þessu máli. Né gefið út sérstakar fréttatilkynningar. Hið eina sem hefur birst er viðtal við framkvæmdastjóra félagsins á visir.is í dag. Fréttamanninum hefur væntanlega þótt þetta fréttnæmt. Svo það sé á hreinu þá munu samtökin berjast fyrir réttindum hinsegin fólks, hér eftir sem hingað til. En auðvitað tala þau aldrei fyrir hönd alls hinsegin fólks á Íslandi. Það er fólk fullfært um að gera á eigin spýtur. 

Jóhanna. Þinn tími er kominn. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.1.2009 kl. 10:22

20 identicon

Alltaf haft gaman af því þegar Íslendingar fleygja fram tali um lýðræði og vita svo til ekkert hvað lýðræði er. Það vill svo til að ég var bílstjóri fyrir frú Vígdísi í kosningum og studdi hana heilshugar. Ég var hins vegar ekki sáttur í kosningunum að hún fékk bara tæp 34% atkvæða en 66% af þeim sem kusu, tóku annan í kjöri fram fyrir Vigdísi. Þar sem væri lýðræði, hefði verið kosið á milli tveggja efstu, en okkar kosningalögjöf er svo úrelt, að þegar hún var samin 1943, þá var bara gert ráð fyri þvíð að tveir menn væru í framboði. Sama gerðist með Ólaf Ragnar, tæp 67% kusu hann ekki, og enn talar fólk um að forsetar okkar hafi verið kosnir af þjóðinni. Íslendingar hafa og vita ekkert hvernig virkt lýðræði virkar. En um hana Jóhönnu vill ég bara segja, hennar tími er kominn og ég er viss um að hún mun standa sig vel vegna hennar réttlætiskenndar og jafnræðissjónarmiða. Hennar kynhneigð kemur engum við og hún hefur aldrei verið að flíka því, en samtökin 78 voru fljót til að gera úr því frétt og ég efast ekki um að það hafi verið Jóhönnu ekki til geðs því hún hefur alla tíð viljað halda því fyrir sjálfa sig. Það hefur ekkert með fordóma að gera þegar fólk vill hafa sitt einkalíf útaf fyrir sig.

Sigurður Kristján (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband