Áttburar fæddir

Kona í Bandaríkjunum hefur fætt átta börn og er önnur konan í heiminum sem elur áttbura sem allir lifa fæðinguna. 

Sex drengir og tvær stúlkur komu í heiminn fyrir stundu og voru öll tekin með keisaraskurði á sjúkrahúsi í Los Angeles í Kaliforníu.

Börnun vógu á bilinu 820-1640 grömm og heilsast öllum vel.

Nafn móðurinnar hefur ekki enn verið gert opinbert. Þá kom fram að búist hafði verið við aðeins sjö börnum og að það áttaunda hafi því komið á óvart. Móðurinn hyggist brjóstfæða öll börnin sem einn fæðingarlæknanna segir "sparka og öskra af hreysti".

ÁttburarFyrstu áttburnair  í heiminum fæddust í Huston Í Texas fylki í USA árið 1998.

Einn þeirra dó viku seinna en sjö þeirra héldu upp á tíu ára afmælið sitt 10. des s.l.

Nkem Chukwu móðir þeirra segir að móðir hinna nýfæddu áttbura verði að njóta þessarar blessunar sem átta börn í einu séu.

 

Rockabyebaby

Ég man ekki betur en að fyrir margt löngu hafi verið gerð kvikmynd með Jerry Lewis þar sem hann eignaðist átta börn á einu ári. 

Gott ef  þessi mynd hét ekki einmitt " Átta börn á einu ári"  á Íslensku?

En hann átti þau ekki öll í einu, svo mikið man ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ótrúlega þungir áttburar en ég er fegin að eiga þá ekki

Hólmdís Hjartardóttir, 27.1.2009 kl. 03:35

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hjúkkit, ég líka!

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband