Tveggja ára snáði í fangelsi

2Two_year_old_toddler_Kananelo_2Ríkisstjórn ZIMBABWE virðast engin takmörk sett í grimmd sinni.
Í 76 daga þurfti þessi tveggja ára snáði, Nigel Mupfuranhehwe, að dúsa við illan kost í einu af illræmdustu fangelsum landsins.
Hann var barinn og þurfti að horfa á foreldra sína barða og pyntaða en þeim var gefið að sök að vera á móti stjórn landsins og reyna að koma Mugabe forseta landsins frá völdum .

Athygli á örlögum Nigles var vakin fyrst af bloggara sem heitir  Denford Magora og skrifar frá Zimbabwe. Hann lýsti eftir drengnum 8. janúar en nú er hann fundinn og hefur verið látinn laus.
Foreldar hans eru að sjálfsögðu enn haldið í fangelsinu.
Ástandið í Zimbabwe heldur áfram að versna og alvarlegur matvælaskortur ríkir í landinu. Hjálparstofnanir segjast dreifa matvælum en myndir frá landinu sýna sveltandi fólk víðsvegar um landið sem eitt sinn var kallað matarkista Afríku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Úff. Mér varð illt við þetta. Hver fer að berja tveggja ára barn og láta það horfa á pyntingar? Af hverju er ekki löngu búið að ráða Múgabe af dögum? Á hann kannski enga olíu? Og þá er allt í lagi að lemja og pynta smábörn?

Djö... getur fokið í mig við svona ógeð.

Takk samt fyrir að vekja athygli á þessu.

Villi Asgeirsson, 26.1.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þvílíkar hörmungar sem fólk þarf að ganga í gegnum, 2 ára drengur. Grimmurst dýr veraldar: maðurinn.

Lögreglan hér tók 11 ára dreng þó ég sé ekki að bera þetta tvennt saman. Segi eins og ofanskrifaður, af hverju er ekki einhver búinn að taka þennan fauta út af registerinu, takk fyrir að vekja athygli á þessari svívirðu. 

Rut Sumarliðadóttir, 26.1.2009 kl. 14:48

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Vona að þetta sé ekki til.  Þetta er hræðilegt en maður hefur svo sem heyrt hræðilegar sögur þaðað.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 26.1.2009 kl. 16:03

4 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Rut: sammála þér. Mannskepnan er versta árásarveira sem jörðin hefur alið. Eins og George Carlin orðaði það - "the planet is fine, it's the people that are fucked".

Ofan á allt annað þá fjölgum við okkur hraðar en veirur líka.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 27.1.2009 kl. 00:24

5 identicon

Rut

Lögreglan okkar var að verja 11 ára drenginn.  Þeir handtóku hann ekki.   Þeir börðu hann ekki eins og kemur fram í fréttinni að lögreglan í Zimbabwe hafi gert við 2ja ára drenginn.  Zimbabwe er heimsþekkt fyrir pyntingar og morð af völdum yfirvalda. 

EE (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 00:26

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Drengurinn var í augsýn móður sinnar sem sakir gigtar sat á bekk. Lögreglan fór með hann að hennar eigin sögn ef mig misminnir ekki, sé ekki hvernig hún var að verja hann þar sem hann var með móður sinn, forráðamanninum. Ég tók það líka fram að ég væri ekki að bera þetta saman.

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 00:34

7 Smámynd: Eygló

Mér verður svo illt af því að þurfa að horfa aðgerðalaus upp á svona. Geta ekkert gert. Fá bara tár í augun.

Eygló, 27.1.2009 kl. 00:35

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það sem er sérstakt við sögu Nigels litla er því miður ekki að hann hafi verið settur í fangelsi, heldur að hann var leystur úr haldi... lifandi...og að einhver gerði sér ómak til að leita að honum.

Ástandið í Zimbabwe er hræðilegt. Kínverjar sem ausa í Mugabe peningum til að borga herjum hans og halda hlífðarskyldi yfir honum þegar kemur að ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna varðandi landið. Mugabe tapaði eins og kunnugt er löglegum kosningum en fullyrti fyrir skömmu við erlendan sendifulltrúa "að það mun ekki gerast aftur". Hann heldur réttkjörnum fulltrúum landsins frá stjórn í krafti hersins og ofsækir alla sem sýna honum ekki stuðning.-

Þakka ykkur athugasemdirnar :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 01:10

9 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Verð nú að segja að þessi 11 ára sem var tekinn hér á ekkert sameiginlegt með þessum littla dreng og svolítið skrýtið að sjá eitthvað samhengi þar. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 27.1.2009 kl. 06:28

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Enda er það sérstaklega tekið fram.

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband