Gunnar í Krossinum sagður hugsjúkur

Gunnar ÞorsteinssonÁ bloggi  Margrétar St Hafsteinsdóttur  lýsir Svanur Sigurbjörnsson læknir því yfir í að Gunnar Þorsteinsson oft kallaður Gunnar í Krossinum sé hugsjúkur. Hugsýki (neurosis) er samkvæmt skilgreiningu vísindavefs Háskóla Íslands tegund af vægum geðsjúkdómi. Svanur Læknir greinir líka eðli geðsjúkdómsins og segir hann stafa af "bókstafstrú í bland við mikilmennskuóra".

Nú veit ég ekki hvort Gunnar er skjólstæðingur (sjúklingur) Svans en ef svo er efast ég ekki um hæfni læknisins til að sjúkdómsgreina Gunnar. En þá skýtur upp spurningunni hvort rétt sé að Svanur læknir tjái sig um geðheilsu sjúklings síns á opinberum vettvangi. Sé Gunnar aftur á móti ekki skjólstæðingur Svans, er erfitt að sjá hvaða læknisfræðilegar forsendur liggja að baki þessari greiningu.

Á umgetinni síðu Margrétar hafa margir tjáð sig um persónu Gunnars og að mínu viti jaðra mörg ummælin við brot á meiðyrðalöggjöfinni, hvort sem hún er túlkuð vítt eða þröngt. En það má virða það sumum til vorkunnar að þeir telja sig nokkuð örugga þegar þeir eru aðeins að enduróma skoðun læknis.

Svanur SigurbjörnssonNú kann vel að vera að athugasemd (49) Svans Sigurbjörnssonar hafi verið skrifuð af kappi frekar en forsjá. Og e.t.v. var hann ekki að nota orðið hugsýki sem læknisfræðilega skilgreiningu.  

Þegar verkfræðingur tjáir sig um styrkleika byggingar er á hann hlustað. Í krafti þekkingar verkfræðinga standa hús eða falla. Þegar að læknar tjá sig um heilbrygði eða veikindi, er tekið mark á orðum þeirra. Það geri ég alla vega.

Ég hefi oft á mínu bloggi talað gegn "bókstafstrú" og talið hana undirrót margra af heimsins meinum. Ég hef líka talað á móti persónuníði í athugasemdum mínum, þótt ég sé alls ekki sammála þeim sem fyrir því verður á neinn hátt, líkt og er í þessu tilfelli.

En af því ég er "trúaður" og af því að það gæti hæglega einhverjum dottið í hug að kalla trú mína "bókstafstrú" leiði ég hugann að því hvenær ég verð kallaður hugsjúkur af því tilefni.

PragÉg heimsótti einu sinni gamla konu sem hét Júlía og átti heima í Prag. Þetta var á þeim tímum þegar kalda stríðið var upp á sitt besta og Tékkóslavía var öllu jöfnu lokað land. Ástæða heimsóknarinnar var að Júlía hafði verið leyst úr haldi eftir 15 ára vist á geðveikrahæli sem í sjálfu sér var ekkert annað en fangelsisvist. Hennar geðveila var að hún hafði tekið Bahai trú.

Ég gleymi aldrei æðruleysi hennar og ánægjunni sem skein úr gráum augum hennar yfir að sjá einhvern sem hugsaði svipað og hún. Hún ræddi við mig á slæmri ensku en mest brosti hún bara og sýndi mér gamlar myndir frá því að hún var ung kona. 

Ég mátti aðeins vera í þrjá daga í Prag og hvar sem ég fór um var ég stöðvaður af lögreglu og beðin um skilríki og skýringu á veru minni í landinu. Skömmu eftir að ég var kominn heim aftur bárust þær fregnir að Júlía hafði verið aftur flutt á geðveikrahælið aftur þar sem síðan lést þremur árum seinna,nokkrum mánuðum áður en kalda stríðinu síðan lauk og Sovétríkin hrundu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Fyrst þú kýst að ráðast að starfsheiðri nafna þíns, þá skalltu í leiðinni athuga hvað annar læknir Guðmundur Pálsson hefur látið út úr sér hér á bloggsíðum og í blaðagreinum undanfarin ár.  Guðmundur þessi, trúbróðir Gunnars á Kamrinum, hefur m.a. talað um samkynhneigð sem sjúkdóm.

Það eru margir sjúkdómarnir Svanur sem herja á mannfólkið - bókstafstrú, sama hvaða nafni hún nefnist, er að mínu mati veruleikafyrring og þar af leiðandi sannarlega ein byrtingarmynd hugsýki.

Miðað við allan sorann sem Gunnar hefur í áraraðir látið út úr sér um samborgara sína, þá hækkar þú ekki í áliti hjá mér fyrir það að verja hann - og það sem hann sagði í útvarpsviðtali því sem Margrét talar um í sinni grein.

En megi Bahái þinn vera með þér góði minn og vonandi að þú lendir nú ekki á hæli eins og vinkona þín í Prag.  

Róbert Björnsson, 25.1.2009 kl. 20:19

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka þér þetta Róbert. Ég þekki ekkert til Guðmundar Pálssonar en árétta að ein mistök, að ekki sé talað um afglöp, réttlæta ekki önnur. Starfsheiður Svans er ekki til umræðu hér en ég bendi á það í grein minni að það fylgir því ábyrgð að tala um heilsu manna ef þú ert læknir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 20:30

3 identicon

Svanur minn, auðvitað ertu bókstafstrúar eins og Gunnar ... og ég. Kristinn maður trúir á Guð, trúir því að Jesú sé lifandi í dag og að Biblían sé lifandi orð Guðs og eina leiðin til að þekkja Guð er að þekkja ORÐIÐ og nálgast Guð í gegn um það. Væntanlega er það eins í þínum trúarbrögðum. Ef við reynum að breyta Orði Guðs og aðlaga það okkar hentisemi í lífini, þá höfum við með þeirri gjörð sett okkur í sæti Guðs og það er brot gegn vilja Guðs. Svanur læknir er trúlaus og trúir ekki að Guð sé til. Hann skýrir allt með vísindum og virðist ekki gera ráð fyrir að við séum ekki búin að uppgötva allt sem við þurfum til að skilja lífið og tilvist okkar hér. Þ.e. ef vísindin hafa ekki svarið - þá er ekkert svar og vandamálið er hugarburður. Gunnar í krossinum er trúfastur Guðs maður - og sterkur málsvari hans. Auðvitað blandast hans persónulegur skoðanir þeim skýringum sem hann gefur á mannanna gjörðum og þrátt fyrir að hann sé trúaður er ekki víst að hann hafi alltaf réttu skýringarnar. Þess utan fer sannleikurinn oft fyrir brjóstið á manninum - og ekki skrýtið að beinskeyttar trúarskoðanir hans fari í taugarnar á fólki. Gunnar má þó eiga það að hann er samkvæmur sjálfum sér og stendur alltaf með Guði, hvað sem á dynur. Við erum ekki öll jafn auðmjúkir þjónar Guðs og vinkona þín hún Júlía heitin - og spurning er hversu sterk við værum á svellinu þegar við stæðum frammi fyrir því að standa með Guði og fórna frelsi okkar í staðinn. Ég held að mörg okkar sem teljum okkur "trúuð" mættum taka trúfesti Gunnars til fyrirmyndar, hvort sem okkur líkar samskiptastíll hans vel eða miður. Takk fyrir góðar ábendingar. Ég vona að Magga Hafsteins þurfi ekki að mæta Gunnari í útvarpi. Ég tel það nokkuð víst að Gunnar myndi mala hana í orðræðu, skynsemi og vitsmunum. kv. GuggaP

guggap (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 21:44

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Gugga og þakka þér athugasemdina.

Hefðbundin skýring á "bókstafstrú" er að álíta allt sem er að finna í hinum helgu ritum sé bókstaflega satt eins og frá því er skýrt. Þetta þýðir að helgiritin eru m.a. tekin sem nákvæm söguleg heimild, sem og raunsönn lýsing á umheimi okkar. Þótt "sagan" sé auðljóslega dæmisaga er hún bókstaflegt gildi hennar tekið fram yfir hið andlega.  

Þannig trúir  bókstafstrúarfólk því að Eva hafi verið gerð úr rifi Adams. Því t.d. trúi ég ekki.

Það t

Mér finnst persónulega það skipta miklu máli við hvað trúfesti er bundin þótt dyggðin trúfesti geti verið aðdáunarverð. Hún verður fljótt að skrumskælingu þegar farið er að krefjast fordæmingar á fólki vegna þess að það hefur ekki sömu skoðanir og þú og í kjölfar fordæmingarinnar...ofbeldis.

Bókstafstrúarfólk trúir því að jörðin hafi raunverulega verið sköpuð á 6 dögum, í besta falli á 6000 árum. Því  trúi ég ekki.

Þannig gæti ég haldið áfram, en þú sérð af þessu hvað ég meina. Ég hafna því að í þessum skilningi sé ég bókstafst´ruarmaður, þótt að ég trúi því að í orðum og þar af leiðandi bókstöfum, geti fylgt kraftur, umfram augljósa merkingu þess.

Þetta kannast allir ljóðaunnendur við, sem dæmi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 22:11

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nafni þinn er jú læknir og veit kannski sínu viti. Það ætti að vera gleðiefni fyrir Gunnar að fá svona ókeypis greiningu. Hann gæti þá komist í meðferð við þessu áður en þetta verður honum og öðrum að voða. Hugsýki getur smitað illa út frá sér, eins og sjá má í trúarbragðaheiminum.

Ég sem leikmaður hefði gefið honum alvarlegri greiningu, en læt hana liggja milli hluta til að forðast árásir og málsóknir málfrelsismorðingja, sem vilja að allur heimurinn hugsi eftir sinni línu og sinni sannnfæringu um að ímyndunin vegi þyngra en staðreyndirnar. Óskhyggjan þyngra en veruleikinn.

Móðgun er besti vitnisburður um að sá sem móðgar hafi eitthvað til síns máls. It's a victimless crime.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2009 kl. 22:12

6 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Ef þú iðkar það að berja mann og annan, þá ert þú skilgreindur obeldishneigður, það þarf enga sérfæðinga til að finna það úr. Andlegt ofbeldi má skilgreina á hliðstæðann hátt, það þarf enga sérfræðinga til, þolendur eru ágætis vitnisburður!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 25.1.2009 kl. 22:31

7 Smámynd: egvania

 Halló drengir mínir ég er kristin og trúi á Guð minn ég trúi því að við trúum öll á sama Guðinn en köllum hann mismunandi nöfnum.

 Hvað Gunnar í krossinum varðar þá lít ég á þann mann sem eitt stórt 0 og varla þess virði að nefna nafn hans, en hann hefur rétt á að tjá sig eins og við því miður og við getum ekkert við því gert.

Ásgerður Einarsdóttir

egvania, 25.1.2009 kl. 23:33

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Svanur:  Hefur þú eitthvað kynnt þér það sem öfgatrúaðir hafa látið út úr sér um samkynhneigða sem dæmi?   Það vegur ansi létt það sem er sagt á minni síðu um Gunnar og hans líka miðað við það.

Þú skrifar eins og þú sért sá sem allt veit, með hálfgerðum vandlætingartón og eins og þú sért einhver gúddí gæi sem hefur skilning ofar öðrum.  Þín réttlætistilfinning sé eitthvað æðri og betri heldur en mín sem dæmi og þeirra sem kommenta hjá mér.  Það má meira að segja finna hroka í þínum skrifum.

Ég gæti sagt þér sögur af geðsjúkum sem hafa orðið trúarofstæki að bráð og látið lífið vegna þess ------- hér á landi.

Ég hugsa að hann Svanur læknir, bloggvinur minn hafi nokkuð til síns máls, enda maður sem er greinilegt að vill setja mannúð og þekkingu ofar öllu og að það sé hlúð að þeim sem þurfa á því að halda í samfélaginu. Hann bendir á meinsemdir samfélagsins oft og tíðum í sínum skrifum og ég þakka honum heilshugar fyrir að styðja það sem hann vill skv. sinni réttlætistilfinningu og þekkingu.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 26.1.2009 kl. 01:53

9 identicon

Í 1. kafla 1. Mósebókar segir að í upphafi var jörðin auð og tóm. Það segir ekkert til um það hversu marga daga (dagur = 1000 ár) tók Guð að komast þangað. Síðan virðast hafa liðið 6000 ár (6 dagar) þar til ljós og líf var komið á jörðinni. Ekki er bókstaflega hægt að sjá hvenær maðurinn var skapaður í Guðs mynd. Ekki heldur hvort líf hafi verið á jörðinni áður en hún var auð og tóm. Ég veit að sköpunarsagan virðist í ljósi vísindanna og nútímaþekkingar vera krúttleg saga. Ég trúi þó að þegar allir leyndardómarnir verði uppluknir þá komi augljós bókstafs skýringin í ljós. Fram að því munu menn rífast um daga, ár, mold og rifbein. En einn daginn munum við segja: "Já, auðvitað var þetta svona"

En ég geri ráð fyrir því að þín trú útskýri það bókstaflega (hvers vegna þetta er sett svona fram í Biblínunni) og þú væntanlega trúir þeim útskýringum bókstaflega - eða hvað? Við vitum bæði að Biblían er ekki bókstafsrit - heldur andlegt rit Guðs. Og hana ber að taka sem slíka. Í henni eru margir leyndardómar fólgnir og ennþá hefur sá tími ekki enn komið þar sem öllum hennar leyndardómum er upplukið. Ég geri þó ráð fyrir því að þar séum við ekki sammála og að þú teljir að Bahá´u´lláh hafi lokið þessum leyndardómum upp. Er eitthvað í trúarritum Bahái trúarinnar sem þú ekki trúir bókstaflega? Eitthvað sem þú telur að þurfi betri útskýringar í ljósi einhvers sem vísindin eða andlegir kraftar hafi afsannað?

Það getur ekki kallast trúfesti að fordæma - því bókstafurinn segir að Guð einn hafi rétt til að dæma og með því að fordæma, dæmir maðurinn sig sjálfur. Það er því dyggð og trúfesti fólgin í því að tala máli Guðs við aðra menn, án þess að setja sig persónulega í sæti Guðs.

Erum við t.d. ekki bæði sammála því að Guð er kærleiksríkur Guð? Erum við ekki líka sammála því að samkynhneigð fer gegn vilja Guðs og er ekki blessuð af honum? Erum við ekki líka sammála því að þótt við höldum þessu fram, þá er það ekki okkar að dæma þá sem eru samkynhneigðir þótt við getum ekki samþykkt það að trúhreyfing okkar leggi blessun sína yfir samkynheigð og með því að gera það brjóti hún gegn vilja Guðs? Þetta er það sem Gunnar í Krossinum, ef ég skil hann rétt, heldur hástöfum fram. Sumum finnst kanski óþægilegt að heyra það. Og "kirkjunnar" menn hafa tekið fram fyrir hendurnar á Guði og vilja Guðs með því að "blessa" slík sambönd eins og um heilagt hjónaband sé að ræða. það er rangt. En ég get hvorki dæmt Gunnar fyrir háreysti og háværar skoðanir - né þessa kirkjunnar menn fyrir að brjóta gegn vilja Guðs. Það gerir Guð.

Orðum og bókstöfum fylgir kraftur og það á við hvort sem þeim er haldið fram í krafti Guðs eða einhvers annars. Regnið fellur jafnt yfir réttláta sem rangláta. Og það geta ranglátir nýtt sér - til að afvegaleiða lýðinn. Það verður aldrei auðvelt í þessum heimi að átta sig á hver hinn sönnu orð eru, því orðagjálfrið er svo mikið. Og breyskleiki mannsins veldur því að honum finnst þægilegt að trúa því sem hentar honum hverju sinni. Hvort sem það augljóslega stríðir gegn vilja Guðs eða ekki. Vegurinn til Guðs er þröngur, ekki breiður. Þannig hefur það alltaf verið og verður alltaf.

 En er eitthvað í trúarritum Bahái trúrarinnar sem ekki er hægt að trúa bókstaflega? Eitthvað sem er orðið úrelt og vitlaust?

guggap (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 01:55

10 identicon

Margrét, það verður enginn trúarofstæki að bráð. Hvorki geðsjúkir né heilbrigðir. Guð gaf manninum frjálsan vilja - og um leið að velja Guð eða heiminn. Við erum öll jafnábyrg fyrir því hvað við veljum og munum hvert og eitt þurfa að svara fyrir það á hinum hæsta degi. Það er margt og margir sem táldraga aðra. Prédikarar, stjórnmálamenn, peningamenn, miðlar, læknar .... og annað "kærleiksríkt" fólk. Sumir gegn betri vitund - og aðrir bara vita ekki betur. Það er svo margt sem glepur auðtrúa huga sem leita svara og skýringa. En þegar upp er staðið er það í valdi okkar hvers og eins að velja hvað við viljum og gerum með okkar líf í þessum heimi og þurfum að svara fyrir það. Svanur læknir hefur margt til síns máls en hann er ekki alvitur og það eru vísindin sem hann aðhyllist heldur ekki. Þau hafa ekki og munu aldrei skýra "ALLT".

guggap (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 02:07

11 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

guggap.........ég kann ekki við það að það sé talað niður til mín eins og þú gerir. Þú hefur ekkert kynnt þér mín skrif og hver ég er og hvað ég stend fyrir.  Ég hef ástæðu til að fjalla um þau mál sem ég fjalla um. Að halda því fram að enginn verði trúarofstæki að bráð er algjör firra og það lætur enginn út úr sér eða skrifar um það nema sá sem lítið veit um málið.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 26.1.2009 kl. 02:13

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gugga. Það er margt sem við erum sammála um og líka margt sem við erum ósammála um og það er í fínu lagi.  Jörðin, heimurinn, hvaða hluti af honum sem þér þóknast að fella undir sköpunarsögu GT urðu ekki til á einum, sex eða sex þúsund árum og konan var ekki gerð úr rifbeini.  Til að svara síðustu spurningu þinni beint, þá er svarið nei og til þess kemur aldrei því "þetta er dagurinn sem ekki mun nótt fylgja" :)

Margrét; þér er fullkomlega heimilt að hafa hvað skoðun sem þú villt á mínum skrifum og persónu minni og tjá þær hérna svo fremi sem þú gætir velsæmis.  Þú virðist hafa móðgast við það að mér þóttu skrifin á síðu þinni ekki boðleg. Kannski þú ættir að líta á það sem Jón Steinar Skrifar hér að ofan, eða; "Móðgun er besti vitnisburður um að sá sem móðgar hafi eitthvað til síns máls."

Sigfús; Málið fjallaði aldrei um hvort Gunnar væri sekur af því sem um hann er sagt og hvort hann væri eins og fólk lýsir honum, heldur hvort það sé við hæfi að það sé sagt  í fullyrðingum áborð við þessar;

...einhver ógeðfelldasti maður, í samtíma okkar.

maðurinn er helvítis lygahundur, ómerkilegur með afbrigðum

yfirlætislega óheiðarlega fífl og himpigimpi.

Hann er ekki bara grimmur og kaldlyndur, hann er líka idjót.

Gunnar er brjálaður maður!

Gunnar er hugsjúkur maður og sýkin heitir bókstafstrú í bland við mikilmennskuóra. 

 Ótýndur glæpamaður í mínum huga, sem ætti helst að vera læstur inni í sínum klefa 23 tíma dagsins.

Gunnar er veikur í höfðinu, og þið megið ekki vera svona vond við hann..

Mér eins og öðrum hlýtur er leyfilegt að hafa og tjá skoðanir mínar á því hvað mér finnst um slíkar persónuárásir, án þess að vera brigslað um hroka og yfirlæti, og það hefi ég gert.

Þakka þér svo egvania fyrir góða athugasemd.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 02:44

13 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er ekki móðgunargjörn manneskja, svo ég er ekki móðguð, heldur óhress með það að þú skulir nota skrif mín og orð Svans bloggvinar míns í athugasemd við  minn pistil til að slá upp á þann hátt sem þú gerir.

Þetta sagði SvanurS m.a. orðrétt:

Gunnar er hugsjúkur maður og sýkin heitir bókstafstrú í bland við mikilmennskuóra.  Maðurinn er vel gefinn og mjúkmáll en boðskapurinn er aldagamall og úreltur, heimskur og hættulegur.

Þarna líkir hann bókstafstrú við hugsýki en það er álit margra lækna á bókstafstrú.  

Og það sem hann segir tek ég heilshugar undir.  Mér finnst hann bara skynsamur.

En ert þú móðgaður vegna þess sem ég hef skrifað hér?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 26.1.2009 kl. 02:54

14 identicon

Heill og sæll; Svanur Gísli, minn forni spjallvinur !

Svanur ! Ég; persónulega, get vottfest það, að frændsystkini mín, frá Haugi í Gaulverjabæjarhreppi, og þar með talin, mín kæra frænka, Margrét Steindóra Hafsteinsdóttir, eru skrumlaust fólk, og all seinþreytt, til vandræða mikilla.

Margrét er; einhver sú einarðasta manneskja, hverja samkynhneigt fólk hefir, til sinna málsvarna allra, og liggur stundum við, að ég skammist mín, oftlega, fyrir hönd okkar gagnkynhneigðu, hversu hraksmánarleg viðhorf ríkja enn, í ranni margra, í garð baráttusystkina Margrétar, þókt komið sé, inn á 21. öldina.

Þessi unga kona; frænka mín, hefir vaxið, í áliti mínu, sem margra annarra, sökum öfgalausrar framsetningar ýmissa viðfangsefna, og ber ég því fyllstu virðingu, fyrir henni, að öllum öðrum ólöstuðum, innan frændgarðs, sem utan.

Ályktun mína; í grein Margrétar, um Gunnar í Krossinum (no. 1 á hennar síðu), mun ég standa við, svo lengi, sem lífsanda dreg, Svanur minn.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason (þremenningur við Hafstein - föður Margrétar)   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 03:05

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er ekki snúið á neinn hátt út úr orðum Svans Sigurbjörnssonar í grein minni Margrét. Ég skýri í niðurlagi greinarinnar með lítilli sögu úr mínu lífi, hvers vegna mér finnist það orka tvímælis að "álíta" bókstafstrú hugsýki. 

Og það rétt sem þú skrifar að það er greinilega álit margra lækna að bókstafstrú sé hugsýki og ekki bara bókstafstrú heldur öll trú. Annars hefði Júlía alla vega ekki verið vistuð á geðveikrahæli né þúsundir trúaðra af ýmsum tegundum trúarbragða í fyrrum ráðstjórnarríkjum sovétríkjanna þar sem trú var skilgreind sem geðsýki.  

En það er samt nýlunda fyrir mér að heyra íslenskan lækni leggja svona til álit sitt á nafngreindum einstaklingum á opinberum bloggum út í bæ. Finnist þér það skynsamlegt eins og þú segir, þá þú um það. Mér finnst það orka tvímælis.

Og nei, ég er ekki móðgaður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 03:14

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll sjálfur Helgason. Mér finnst nú einkar sætt af þér Óskarminn að votta svona um heilindi frænku þinnar á þennan hátt sem þú gerir. Ef þú lest það sem ég hef skrifað sérðu að ég hef ekki vegið á nokkurn hátt að Margréti og fullyrði að það mun aldrei koma til. Ég staðhæfði hinsvegar að mér þættu mörg af ummælunum á blogginu hennar alls ekki vera við hæfi og gætu varðað við lög. Það mætti líta á það miklu frekar sem varnaðarorð en nokkuð annað.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 03:24

17 identicon

Og sæll; á ný, sjálfur, Svanur minn !

O; þókt svo varði við lög. Er ekki lagaleysa ríkjandi, hvort eð er, hér á Fróni, fyrir tilverknað skemmdarverka stjórnmálamanna, sem ýmissa annarra, einnig, Svanur minn ?

Munum Krukks- spá, forðum Svanur minn.

En; að þeim útúrdúr slepptum. Væri ekki; tilhlýðilegt, að skikka Gunnar í Krossinum, sem aðra hans líka til, að hætta; alfarið, skenzi sínu, sem skrumi, í garð fólks, hvert ekkert hefir, til þeirra lagt, eða annarra, þókt svo reglugerð eða laga fargan, kæmi ekki til ?

Bara; með vinsamlegri ábendingu - og kyrrð færðist yfir, þar með ?

Með beztu kveðjum, á ný /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 03:35

18 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta er merkilegt taktík sem þú notar Svanur.  Þú skrifar:

Á bloggi  Margrétar St Hafsteinsdóttur  lýsir Svanur Sigurbjörnsson læknir því yfir í að Gunnar Þorsteinsson oft kallaður Gunnar í Krossinum sé hugsjúkur. Hugsýki (neurosis) er samkvæmt skilgreiningu vísindavefs Háskóla Íslands tegund af vægum geðsjúkdómi. Svanur Læknir greinir líka eðli geðsjúkdómsins og segir hann stafa af "bókstafstrú í bland við mikilmennskuóra".

Svanur Sigurbjörnsson skrifar í athugasemd sinni þetta:

Gunnar er hugsjúkur maður og sýkin heitir bókstafstrú í bland við mikilmennskuóra.  (feitletrun - Matt)

Hann er semsagt ekki að tala um "Hugsýki (neurosis)" heldur bókstafstrú sem hann líkir við hugsýki.  Jafnvel læknar hafa rétt á því að líkja bókstafstrú við hugsýki, því eins og þú segir svo sjálfur.

Og e.t.v. var hann ekki að nota orðið hugsýki sem læknisfræðilega skilgreiningu.  

Það er ekkert "e.t.v.", hann var augljóslega ekki að nota orðið hugsýki sem læknisfræðilega skilgreiningu heldur til að lýsa bókstafstrú (og sýkin heitir).

Matthías Ásgeirsson, 26.1.2009 kl. 08:49

19 identicon

Ég verð að segja það að þeir sem segja Gunnar ekki hugsjúkan eru sjálfir hugsjúkir.
The end

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 09:51

20 identicon

Ég hef fulla trú á því að félagi SvanurG vakni upp einn góðan veðurdag og dömpi allri hjátrú og komi í hópinn með mannkyni.
Praise humanity, shun imaginary friends

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 10:09

21 identicon

Sæll Svanur,

Ég virðist detta af og til hérna inn hjá þér þrátt fyrir að hafa ekki enn sett þig á listann yfir þær síður sem ég heimsæki reglulega.

Mig langaði bara að segja að það er alltaf áhugavert að skoða það efni sem þú hefur birt hérna. Takk fyrir mig

Árný Ingveldur Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 11:17

22 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Ég hef nú þegar sett mína skoðun á blogg Margrétar. Ég tel Gunnar vera brjálaður og í raun hefur Nýja testamenntið aðvarað okkur fyrir svona mönnum of fólki eins og Gunnar er sem er ekkert annað en falsspámaður, enda lofar Gunnar meira Gamla Testamentið, en það Nýja.

En hér er það sem Biblían segir um menn eins og Gunnar;

Matteusarguðspjall 24:11 = Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu.

Markúsarguðspjall 13:22= Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn og þeir munu gera tákn svo að þeir gætu leitt hin útvöldu afvega ef það væri hægt.

Fyrsta Jóhannesarbréf 4:1= Þið elskuðu, trúið ekki öllum sem segjast hafa andann, reynið þá heldur og komist að því hvort andinn sé frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn.

Sveinn Hjörtur , 26.1.2009 kl. 12:00

23 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

SvanurG:  Mig langar að benda þér á eitt, að þegar þú skrifaðir athugasemdir við umræddan pistil minn, þá tókst þú á engan hátt undir áhyggjur mínar sem ég var að lýsa þar.  Hvers vegna?

Óskar Helgi frændi:  Það er gott að eiga svona frænda eins og þig Þú ert algjör dúlla

Margrét St Hafsteinsdóttir, 26.1.2009 kl. 12:31

24 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Matthías.

Þú segir ekkert e.t.v. og segist vita hvað Svanur Læknir er að hugsa. Hann notar sem sagt læknisfræðilegt hugtak yfir fyrirbæri til að lýsa því, en er ekki að meina það í merkingu orðsins sem er læknisfræðileg heldur einhverri annari merkingu.

Svanur læknir er sem sagt ekki að halda því fram að Gunnar sé haldin hugsýki (neurosis) og að sú hugsýki nánara skilgreind, heiti bókstafstrú í bland við mikilmennskuóra, (Megalomania).

Gott að það er komið á hreint af þinni hálfu Matthías

En hvað Svanur læknir á við er greinilega skilið á mismunandi hátt. Síðuhöfundurinn Margrét staðhæfir t.d. hér fyrir ofan að bókstafstrú sé skilgreind af mörgum læknum sem hugsýki, þannig í hennar huga er ótvírætt um læknisfræðilegt álit að ræða. Annars væri óþarfi að taka það fram að það væru læknar sem hafa þessa skoðun.  Jón Steinar talar líka um "ókeypis greiningu," þannig að það eru greinilega fleiri en ég sem taka þessu þannig að hægt sé að lesa læknisfræðilega merkingu út úr þessum orðum.

Sæll DoctorE.

Mér finnst þetta " við og þeir" og "ef þú ert ekki með okkur þá ertu á móti okkur og eins og óvinir okkar"  attitude  sem þú heldur hér á lofti vera mikið í ætt við fornra hætti trúarbragða.  Um leið og þarf auðvitað að afmennska óvininn og alla þá sem ekki eru tilúnir til að fordæma hann.

Hver er núna hættur að spyrja og byrjaður að alhæfa??  

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 12:31

25 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Margrét;  Ég tek tvisvar sinnum afstöðu til þess sem þú ert að segja í grein þinni með tilliti til boðskapar Gunnars eða orðrétt;

Ég vil taka það fram að ég er síður en svo einver aðdáandi Gunnars...

og aftur,

Eins og ég sagði í upphaflegu athugasemd minni er ég ekki að benda á þetta af því ég er svo sammála Gunnari eða sé hrifinn af málflutningi hans...

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 13:08

26 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Árný Ingveldur; Þakka þér sömuleiðis innlitin og þessa athugasemd.

Sveinn Hjörtur; Ég er sammála þér um að þessar tilvitnanir í NT geti átt við Gunnar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 13:13

27 identicon

Svanur - takk fyrir heiðarlegt svar,  bókstafstrúarmaður  og ég vona við verðum aldrei alveg sammála.

Margrét - ég var að fjalla um þetta blogg en ekki blogg á öðrum síðum. Þarf ekki að kynna mér þau til að geta bloggað hér í þessum umræðum eða hvað? Það er ekkert í mínum skrifum sem beinist að þér persónulega og ekki skrifað niður til neins. Það er trúfelsi og tjáningarfrelsi í þessu landi.

guggap (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:19

28 identicon

Sorry Svanur minn.. EN ég er að tala um mannkyn.. það er ekki US & Them... það eru VIÐ.... það sem slítur okkur í sundur eins og ekkert annað er ímyndaður (ó)vinur...

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:26

29 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Svanur Gísli, óttalegir útúrsnúningar eru þetta.  Ég er að benda þér á að nafni þinn útskýrir hvað hann á við með orðinu hugsýki og í útskýringu hans kemur ekki fram að hann sé að tala um neurosis.   Það eru þín orð.

Gunnar er hugsjúkur maður og sýkin heitir bókstafstrú í bland við mikilmennskuóra. 

 Gunnar er sjúkur í huga og sýkin heitir bókstafstrú í bland við mikilmennskuóra.

Matthías Ásgeirsson, 26.1.2009 kl. 14:13

30 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hljóma þessar setning eitthvað betur eða öðruvísi þegar þú skrifar hana upp Matthías, aftur og aftur, en þegar ég skrifa hana?

Í hverju felst útúrsnúningur minn???

Hvernig þýðir þú annars neurosis??

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 14:22

31 identicon

Dæmi um hugsýki Gunnars beint af Omega... Gunnar segir sögu af sætum hemönnum í ísrael sem vondir menn voru að elta..... hermennirnir koma að jarðsprengjusvæði sem hindrar flótta þeirra... nú voru góð ráð dýr... hvað gerist.. jú guddi lætur sandstorm koma og hann feykir sandinum ofan af öllum jarðsprengjunum... hallelúja 100% satt... skráið ykkur í krossinn..
úgga búgga

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 17:18

32 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hljóma þessar setning eitthvað betur eða öðruvísi þegar þú skrifar hana upp Matthías, aftur og aftur, en þegar ég skrifa hana?

Já, vegna þess að þú hundsar viljandi orðin "og sýkin heitir".

Með því að hundsa þau gefur þú orðum hans svo aðra merkingu en í þeim felst.

Matthías Ásgeirsson, 26.1.2009 kl. 19:07

33 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Matthías; Það síðasta sem ég skrifaði var;

Svanur læknir er sem sagt ekki að halda því fram að Gunnar sé haldin hugsýki (neurosis) og að sú hugsýki nánara skilgreind, heiti bókstafstrú í bland við mikilmennskuóra, (Megalomania).

Orðrétt er setningin svona

Gunnar er hugsjúkur maður og sýkin heitir bókstafstrú í bland við mikilmennskuóra. 

Hvar er orðið heitir hunsað?

Þú ert greinilega sjálfur haldinn einhverri bókstafsáráttu ef þú telur þetta vera útúrsnúning Matthías.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 20:19

34 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Matthías Ásgeirsson segir hér kjarna málsins. Ótrúlegt að menn skuli karpa um jafn augljósan hlut. Allt er þetta samt óþarflega mjög kurteislegt. Trúardella af stærðargráðu Gunnars í Krossinum er nefnilega ekki hugsýki heldur leiðinlegasta og hættulegasta tegund af klikkun sem til er. Sannkallað djöfulæði!

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.1.2009 kl. 00:44

35 identicon

Ok Svanur minn... horfðu á þetta og segðu svo að Gunnar sé ekki hugsjúkur...
http://www.youtube.com/watch?v=qadp_TIx6Fw

Þetta er ekkert miðað við bullið sem uppúr honum, mannskemmandi stöff

DoctorE (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 09:15

36 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kæri DrE. Þér er mikið í mun að sannfæra mig um hugsýki Gunnars. Það er algjör óþarfi. Ég hef margsinnis satðfest að ég er honum ekki sammála og fylgi honum ekki að málum.

Færsla mín og athugasemdir hjá Margréti fjölluðu um annað, eða hvort það sé rétt og löglegt að veitast að honum með þeim munnsöfnuði sem þar var og er viðhafður og að ég afaðist um að slíkar persónuárásir stæðust meiðyrðalöggjöfina.

Þessi pistill hér að ofan velti ég því upp,  hvað Svanur Sigurbjörns eigi við, þegar hann kallar Gunnar hugsjúkan, ekki hvort hann sé það í raun og veru eða ekki. 

Á því hvort hann sé það og hvað Svanur eigi við, er regin munur sem þér, og greinilega Sigurði Þór,ef dæma má af ummælum hans hér að ofan fatast að skilja.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 11:18

37 identicon

Þannig að það er í lagi að segja
Allir trúaðir eru hálvitar og skömm fyrir mannkyn...

Alveg eins og Gunnar dæmir heilu hópana.... útfrá gamalli heimskulegri bók.

Twisted

DoctorE (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:27

38 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

DoctorE;Mér finnst það alveg jafn óviðeigandi og ekki í lagi að segja "Allir trúaðir eru hálvitar og skömm fyrir mannkyn..." og að segja að allir þeir sem ekki eru trúaðir séu hálfvitar og skömm fyrir mannkyn. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 11:41

39 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll á nú Svanur! Eruð þið Margrét að setja allt bloggið á annan enda?

Merkilega áhugaverð umræða!

Sveinn Hjörtur , 27.1.2009 kl. 21:22

40 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nei það held ég ekki Sveinn. Ég sá á bloggi Margrétar að Gunnar hefur tekið áskorun hennar um að mæta henni í kappræðum og þá fær hún tækifæri til þess að segja honum meiningu sína augliti til auglitis. Það verða án efa fjörugar samræður, miklu fjörugri en þessar hér

Þakka annars innlitið :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 21:51

41 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Svanur Sigurbjörnsson er búinn að skrifa athugasemd við pistilinn minn sem hann beinir til þín og mín

Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.1.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband