Tvífari Obama

Tvífari ObamaHann heitir Ilham Anas, er 34 ára og er frægur á Jakarta, þar sem  Obama forseti Bandaríkjanna eitt sinn bjó. Og nú berst frægð hans víða um heiminn. 

Hann hefur komið fram í sjónvarpsþáttum, gert auglýsingar sem Obama og fengið ýmis gylliboð út á útlitið eitt. ´

Sjálfur er Anas fæddur og uppalinn í Bandung á vestur Jövu. Hann segist ánægður með að geta unnið sér inn peninga með þessum hætti en hann geri ekki hvað sem er.

_45398334_obamas"Ég tek öllum tækifærum sem mér bjóðast svo fremi sem þau stríða ekki gegn samvisku minni og persónulegu siðgæði" er haft eftir honum. Hann segist jafnframt vera frekar feiminn og eiga erfitt með að vera í sviðsljósinu.

Í Indónesíu er mikill áhugi fyrir Obama sem bjó þar í nokkur ár eftir að móðir hans  Ann Dunham, gekk að eiga Indónesískan mann Lolo Soetoro eftir að hún hafði skilið við faðir Obama sem var frá Kenýa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hvað ætli pabbi hans hafi verið að bedrifa?

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 11:55

2 identicon

Hann er svolítið eins og maður gæti ímyndað sér Obama nývaknaðan og ekki búinn að átta sig á að ...

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:03

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ill be damned

Óskar Þorkelsson, 24.1.2009 kl. 13:35

4 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Já, mér datt nú pabbinn í hug líka.

Marta Gunnarsdóttir, 25.1.2009 kl. 13:51

5 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Þeir eru sláandi líkir. Skemmtileg færsla

Sólveig Klara Káradóttir, 25.1.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband