Kosið verður í júní samkvæmt frétt BBC

kveðjukossinnÍ sjónvarpsfréttum BBC í nótt var haft eftir ónefndum íslenskum ráðherra að trúlega yrði efnt til alþingiskosninga í júní mánuði.

Í fréttinni var fjallað nokkuð ýtarlega um mótmælin og sýnt var stutt viðtal við grímuklæddan kvennamann sem lét að því liggja að jafnvel þótt stjórnin segði af sér, væri það bara byrjunin. Þá var þess getið að mótmælendur væru almennt að bíða eftir því að dagsetning kosninga yrði ákveðin.

Það var einnig ljóst af fréttinni að samúð fréttamannsins með mótmælendum var all-mikil.

Nokkuð er um það í bresku blöðunum að farið er að líkja Bretlandi við Ísland og gerðir að því skórnir að Bretland muni skjótt finna sig í svipaðri stöðu og litla landið í norðri sem fór á hausinn.

Samúð með Íslendingum skín í gegnum greinarnar og t.d. mjög dregið í efa að Bretland hefði skellt hryðjuverkalögum á önnur lönd eins og Frakkland eða Þýskaland ef sama staða hefði komið upp hjá þeim og á Íslandi. - Þá undrast fjölmiðlafólk sig á hvar íslenskir athafnamenn finna enn peninga til að fjarfesta í breskum fyrirtækjum, jafnvel þeim sem komin eru í þrot eins og Woolwourth verslanirnar en 52 slíkar verslanir voru nýlegar keyptar af Baugi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér að miðla þessum fróðlegu fréttum. En hver er hann þessi "grímuklæddi kvennamaður" – á hann margar konur?

Jón Valur Jensson, 23.1.2009 kl. 09:55

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þetta Svanur.  Það er gott að vita að umheimurinn er að hlusta þótt ráðamenn hér á landi séu heyrnarlausir.

Sigrún Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nákvæmlega Haukur. Fréttakonan sem flutti fréttina var Bresk en er stödd á Íslandi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 11:52

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

takk Svanur, fínt að fá beint í æð hvað bretinn skrifar.

Rut Sumarliðadóttir, 23.1.2009 kl. 11:55

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hef séð svipaðar fréttir frá noregi sl 2 daga :)  takk fyrir að koma þessu á framfæri.

Óskar Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 12:10

6 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Það frábærasta í stöðunni við Breta er þó ullarfatagámurinn til eldri borgara. Sjálfsagt að hjálpa og nóg eigum við af fötum í skápum og skúffum, en djöfull var þetta gott á þá  eins og þeir hafa komu fram við okkur.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 23.1.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband