22.1.2009 | 01:25
Fyrirgefðu að ég skuli hafa drepið þig
Drunurnar frá stórskotaliðinu og skriðdrekunum eru þagnaðar í bili. Leyniskytturnar horfnar úr hreiðrum sínum og þoturnar fljúga ekki eins oft yfir. Því ber að fagna. Gazaströnd hefur verið bombarderuð aftur á steinöld.
Og já, í þessari lotu dóu rétt um fimmtán hundruð Palestínumenn og þrettán úr röðum Ísraelsmanna.
Vopnahléið sem Ísraelar boðuðu eftir að nánast allar þjóðir heimsins höfðu skorað á þá að hætta blóðbaðinu kann vel að verða skammvinnt. Markmiðið, að útmá Hamas, náðist víst ekki.
Og ó já, meðal þess sem þeir kalla á stríðsmáli "samhliða tjón" (collateral damage) voru á þriðja hundrað börn. Allir harma það. Fyrirgefðu að ég skuli hafa drepið þig. Það var alls ekki meiningin. En þetta gerist bara í stríðum, þú veist.
Á meðan skytturnar biðu eftir skotmarki í yfirgefnum húsum á ströndinni, dunduðu þeir sér við að pára á veggina. Það þarf enga sálfræðinga til að lesa út úr þessum myndum. Þær eru af "samhliða tjóninu".
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 786807
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
5.Mós. 7:1-6 (sérstaklega 6) er vitnisburður hinnar "góðu bókar" um göfgi trúarbragðanna. Þessi viðbjóður er það sem Zionistar hafa að leiðarljósi.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 01:37
Þakka athugasemdina Jón Steinar. Trúarbrögð, stjórnmálastefnur eða brjálsemi. Það skiptir ekki máli í hvaða nafni illverkið er framið og reynt að réttlætta það, það er jafn mikið illvirki fyrir það. Ég kýs að hafa að engu það illa sem stendur í þessum gömlu trúarbókum sem að mannshöndin hefur mengað sínum illu löngunum og fásinnu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.1.2009 kl. 02:10
Flestir hugsandi og friðelskandi menn hafa þetta illa að engu, en það er þarna og það nýta sér valdsjúkir megolomanar með alvarlegar ranghugmyndir um sig og kyn sitt í kosmísku samhengi. Það hefur valdið meiri þjáning og skelfing í sögunni en það góða, sem af hefur hlotist. Er það ekkinóg til að fólk hafni þessu í heild og setji saman sínar sjálfsögðu siðarreglur, sem ekki gera kynþáttum kynjum eða nokkru örðu misjafnt undir höfði eins og þessar skruddur? Skruddur sem ala á skelfingu og heimta undirgefni við mannlegt vald í skjóli hótana um þjáningar handan grafar og dauða. Skruddur sem gefa skotleyfi á manneskjuna og forskot á helvítiseldana fyrir mannlega græðgi og vitfirringu.
Þú getur fundið þessu stað í NT líka og nægir að nefna Matt:10:34-37. Hvað skyldu margar vammlausar sálir hafa þurft að deyja fyrir þau orð.?
Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 03:14
Ísraelar eru Nasistar,ofverndaðir af Bandaríkjunum og öfgatrúuðum Zionistum.
Númi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:07
"Mín synd er stór. Ó, systir mín.
Svarið get ég, feilskot var það.
Eins og hnífur hjartað skar það,
hjarta mitt, ó, systir mín,
fyrirgefðu, fyrirgefðu,
anginn litli, anginn minn.
Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn."
Úr Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk.
Árný Leifsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:22
Nú deyr fólk á hverjum degi, fleiri en 1500. Hví eiga Íslendingar að kæra sig meira um fólk á Gaza en 1500 manns víðsvegar um heim sem deyja óréttlátum, ómannúðlegum og ótímabærum dauðdaga?
Er þessi furðulega forgangsröðun einstaklinga aðferð til að þurfa ekki að hugsa um það sem þeim er nær? Ég veit það ekki, en hitt veit ég að Íslendingar geta engum bjargað meðan þeir drukkna sjálfir.
Jæja, ekki ætla ég að trufla veruleikaflóttann, eyðið orku í að vera voða skapandi í hugmyndafræði baráttu sem þið eruð ekki einu sinni leikmenn í.. Haldið áfram að hneykslast meðan Róm brennur drengir.
Uni Gislason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:35
Ég held að tala látinna barna hafi farið í 410. Og Zionistar og Hamas lýsa bæði sigri með stolti.
Ævar Rafn Kjartansson, 22.1.2009 kl. 14:37
Ég hélt ég ætti ekki eftir að sjá svona rökleysu aftur eins og hjá þessum Una sem er svo upptekinn í sinni sjálfsvorkun að heimurinn má fara lönd og leið á meðan hann hrukkar ennið yfir eigin rassgati. . Síðast sá ég þetta haft eftir Stalín. Hann var spurður um hvort eitthvað réttlætti hungurdauða 50 milljóna manna af hans völdum. Og Stalín svaraði: Þetta fólk hefði dáið hvort sem var, fyrr eða síðar.
Já Svanur. Skyldi hann vera trúaður þessi? Kæmi mér ekki á óvart.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 15:07
Og Uni minn: Ef þú varst að leita að bloggum um kreppuna, þá bendi ég þér á öll hin. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum þar.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 15:10
Það er enginn munur á drápum Hamas og Zíonista, báðir veitast að óbreyttum borgurum, báðir gera börn að skotmörkum......og börnunum er alveg sama hver sprengir þau í tætlur...
Ef helvíti er til, þá eru frátekin herbergi fyrir alla þá sem taka þátt í svona hernaði, hvort sem það er í orði eða á borði.
Haraldur Davíðsson, 22.1.2009 kl. 15:51
Jón Steinar, nú er mjög mikilvægt að þurrka froðuna úr munnvikunum og anda rólega. Lesa, skilja, svara.
Nú kom ég aldrei nálægt minni tilfinningu gagnvart þeim sem myrtir eru um heim allann, eða Gaza-búum sérstaklega. Ég hef fulla samúð með þeim - en raða þeim ekki hærra á blað en hverjum þeim sem þjáist í þessum heimi.
Hver eru rökin fyrir því að Gaza-búar gangi fyrir í samúð okkar? Hvers vegna eigum við að hafa meiri áhyggjur af þeim, eða eyða meiri tíma í að spekúlera í þeirra stöðu en annarra sem þjást og eru myrtir á hverjum degi?
Narsisisminn er þín megin er ég hræddur um, því í stað þess að hugsa um náungann, þá ertu heltekinn af fólki hinum megin á hnettinum.
Orðælan þín um mig er vægast sagt ókurteis og ómerkileg og myndi ég sannarlega vera til í að hitta þig persónulega til að sjá hvort þú sért bara svona heigull sem notar stór dónaleg orð á internetinu eða hvort kjarkinn þrjóti þegar þú horfir á mig, augliti til auglitis. Þetta er lítið land og lítið mál að koma því í kring.
Uni Gislason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 16:35
Svona svona strákar, ekki láta vitleysuna í fólki hinu megin á hnettinum gera ykkur að óvinum....tsk tsk...
Haraldur Davíðsson, 22.1.2009 kl. 16:46
Sæll Uni.
Þessi færsla er ein af mörgum sem ég hef skrifað til að vekja athygli á því sem er að gerast í okkar fyrta heimi. Ég hef tjáð mig um Asíu, norður og suður Ameríku, Afríkulöndin, Ástralíu og Evrópu. Miðausturlönd sem virðast vera okkur svo fjarri, eru samt hérna heima í stofunni minni í hvert sinn sem ég opna fyrir eða les einhvern miðilinn. Að auki hef ég heimsótt Ísrael nokkrum sinnum og á þar góða vini. Það sjónarmið að við séum ekki fær um að sýna samúð í hugsun og verki þeim sem eru okkur fjarri og eiga um sárt að binda á meðan við glímum við okkar eigin vandamál í túnfætinum, get ég því miður ekki tekið undir. Ádrepu þinni um "forgangsröðun" hafna ég því alfarið.
Ég tek undir orð Davíðs og bið um að þessi síða verði ekki vettvangur neins persónulegs skætings, enda vel hægt að ræða málin án hans.
Þakka þér Ævar fyrir uppfærðar tölur.
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.1.2009 kl. 17:14
Ekki skjóta sendiboðann!
Svanur færir okkur umhugsunarefni um mannvonskuna sem viðgengst allt í kringum okkur á þessari stundu. Mannvonskan sú skánar ekki neitt jafnvel þótt hún sé hjóm eitt miðað við annað það sem hefur viðgengist á síðustu öld - eða jafnvel öldum saman.
Kolbrún Hilmars, 22.1.2009 kl. 20:19
Flest stríð eru háð í nafni trúar, í hvaða nafni væru þau háð ef við hefðum ekki trúarbrögð ???? Það er kannski lausnin engin trúarbrögð...... já já ég veit...
Sigurveig Eysteins, 23.1.2009 kl. 03:30
Sæl Sigurveig.
Mannskæðustu stríð veraldar eru öll skilgreind af sagnfræðingum sem pólitísk og/eða landvinningastríð.
Í eftirfarandi stríðum létust;
Báðar heimstyrjaldirnar á síðustu öld 102.000.000,
innrásir Mongóla og Tatara á þrettándu og fjórtándu öld 60.000.000,
An Chi uppreisnin í Kína, á áttundu öld 33.000.000.
Manchu stríðið við MIngveldið í Kína á sautjándu öld; 25.000.000
Listinn er miklu lengri en af þeim þúsunda stríða sem háð hafa verið í gegnum tíðina eru fjöldi trúarstríða í miklum minnihluta.
Kannski er lausnin að losna við græðgi og eftirsókn í völd og yfirráð yfir jarðneskum hlutum :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 04:08
Hálf skuggalegt hvað ég er orðinn sammála þér Svanur. Þetta með trúarbrögðin sem helstu orsök styrjalda er bara frasi með lítið innihald. Með sömu rökum væri hægt að halda því fram að tungumál væru orsök stríða eða þá þjóðlagahefð.
Hópar skilgreina sig með ýmsum hætti t.d. með tungumáli, þjóðmenningu og já, trúarbrögðum.
Undirrót stríðsátaka er svo til alltaf græðgi og það er misjafnt hverju er spennt fyrir hana. Oft hefur trúarbrögðum verið spennt fyrir hana þegar best hentar. Í öðrum tilfellum yfirburðum menningar eða þjóðernis.
Ég tel ein heimstrúarbrögð vera undantekningu frá þessu og boða herskáa heimsvaldastefnu. En ekki meira um það.
marco (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:34
Í öllum styrjöldum seinni tíma eru trúarbrögðin misnotuð, til að stýra fólki til drápa á náunganum.
Öll trúrbrögðin eru blóðug uppfyrir háls.....afskræmd og ill í eðli sínu.
Haraldur Davíðsson, 24.1.2009 kl. 13:27
Ég tek að sjálfsögðu undir orð marcos og þakka hinum sína athugasemd.
Það er einnig rétt það sem Haraldur segir að trúarbrögðin hafa verið afskræmd frá sínu tilætlaða áformi. Eðli þeirra er ekki illt í sjálfu sér en þau eru börn síns tíma, og langflest úrelt í dag.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.1.2009 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.