"Þau meira að segja brenndu jólatréð!"

Fyrir stuttu fjallaði BBC um hinar óhefðbundnu og siðmenntuðu leiðir sem Íslendingar hafa fundið til að mótmæla í kjölfar bankahrunsins. Aðdáun þeirra á íslensku aðferðunum við að beita fyrir sig mennta og listafólki til að halda ræður á fundum í stað óeirða, leynir sér ekki. Með slíkri uppfræðslu er nú svo komið að fáir landsmanna efast um réttmæti mótmælanna þótt þeir taki ekki beinan þátt í þeim sjálfir. Nei, Íslendingar gera ekkert í hálfkáki.  Í augum allra sem skrifa um Ísland, er landið og íbúar þess enn sveipað ævintýraljóma og ef fer sem horfir munu fleiri Bretar heimsækja Ísland á þessu ári en nokkru sinni fyrr. 

En nú hefur dregið til tíðinda og mótmælin á Íslandi eru farin að líkjast meira því sem gengur og gerist í öðrum EvrópulöndumBT.  Ég spái því samt að þessi tegund mótmæla muni taka aðra stefnu en algengast er í útlöndum. Það væri t.d.  óhugsandi að þingfundum væri frestað í Bretlandi vegna mótmæla eins og gerst hefur á Íslandi. En ef Geir neitar að rjúfa þing og boða til kosninga, verða næstu mótmælafundir líklega haldnir á Bessastöðum. Þangað er öllum frjálst að koma.

Sumir af bloggurunum hér á blog.is  tala um að nú hafi "skríllinn" gengið einum of langt með því að kveikja í jólatrénu á Austurvelli í gærkvöldi og finnst það vera merki þess að mótmælin séu í besta falli orðin ómarkviss og í versta lagi algjör skrílslæti.

Mér fannst aftur á móti það vera mjög táknrænt að brenna dautt jólatréð sem þegar hafði lokið hlutverki sínu.

P.S.

Svo er önnur hlið á þessu máli sem fáir kannski átta sig á. Þótt það sé ekki minn háttur að "lemja fólk í hausinn" með Biblíunni má færa fyrir því rök að mótmælendur hafi í raun verið að framfylgja anda hennar.

Skoðið bara eftirfarandi texta sem er úr Jeramía 10.2-6. sem mér finnst tala beint inn í umræðuna.

 2Svo segir Drottinn:

Venjið yður ekki á sið heiðingjanna og hræðist ekki himintáknin, þótt heiðingjarnir hræðist þau.

3Siðir þjóðanna eru hégómi. Menn höggva tré í skógi, og trésmiðurinn lagar það til með öxinni, 4hann prýðir það silfri og gulli, hann festir það með nöglum og hömrum, svo að það riði ekki.

5Skurðgoðin eru eins og hræða í melónugarði og geta ekki talað, bera verður þau, því að gengið geta þau ekki. Óttist þau því ekki, því að þau geta ekki gjört mein, en þau eru ekki heldur þess umkomin að gjöra gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það voru nú listamenn og menntamenn (stúdentar) sem stóðu að flauelsbyltingunni. Hún bar raunar ekki árangur fyrir slagsmál lögreglu og stúdenta, þótt að það hafi eflt hana að menn töldu stúdent drepinn. (kom svo í ljós eftir byltingu að hann var að þykjast. Sennilega dramastúdent)

Það sem velti hlassinu voru mörg tímabundin allsherjarverkföll, sem lengdust með hverju skipti sem til þeirra var blásið. Þar liggur vald fólksins, sama hver leiðir byltinguna út á við.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 18:59

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir þennan lestur Svanur

Stjórnin fellur innan sólarhrings 

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 19:00

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Með því að fara í verkfall, kemur þrýstingurinn frá iðnaðinum, versluninni og bönkunum um breytingu. Þetta eru skaðlegar aðgerðir til skamms tíma en eina leiðin, sem er þokkalega friðsamleg og árangursrík. Einskona chemotherapy til að losna við krabbann. Hví ekki að svelta sig nú og knýja fram breytingu í stað þess að láta aðra svelta sig síðar til langframa. Um það standa skiptin.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 19:03

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Steinar sagði eiginlega það sem ég vildi sagt hafa. 
Smáskærur, skemmdarverk, lögregluhrekkir og "what-not" er gott svo langt sem það nær; losun fyrir innri reiði og spennu augnabliksins en ekki fetinu lengra.

Allsherjarverkfall (án skemmdarverka og óláta) yrði miklu, miklu notadrýgra til þess að koma á breytingum.  Það er nefnilega þannig að þegar margmærðir "máttarstólpar" þjóðfélagsins rísa upp til varna þá er þeirra slagmáttur miklu, miklu meiri en hinna grímuklæddu skæruliða á Austurvelli.

Kolbrún Hilmars, 21.1.2009 kl. 20:50

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Svo reiði, ofbeldi og bylting er svarið?  Brennum og skemmum og þannig munum við uppskera?  Þeir byrjuðu svo nú er komin röðin að okkur?

Eyðileggjum orðstyr okkar um hina friðsömu þjóð og köstum öllum á glæ því þeir byrjuðu.

Og ef það kveiknar aftur í eins og gerðist hjá fjárfestum, þegar allt var brennt niður en engin bjóst við því?  Ef það gerist slys, það gerum við bara eins og þeir, bendum á einhvern annann?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 21.1.2009 kl. 21:49

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kolbrún og Jón; Það hefur lítið farið fyrir verkalýðsforkólfunum í þessum mótmælum. (Eru einhverjir slíkir eftir á Íslandi) Þeir væru e.t.v. mennirnir og konurnar sem ættu að ganga fram fyrir skjöldu og boða samúðarverkföll til að styðja við mótmælin. Þannig hefur þróunin verið í þeim löndum sem reynt hafa að varpa af sér oki án teljandi ofbeldis.

Ég er ekki alveg viss um að ég viti hvað þú ert að segja með þessum spurningum Nanna. Mér finnast mótmælin á Íslandi, miðað við tilefni þeirra, hafa farið friðsamlega fram, fram að þessu. - Ég skrifaði fyrir nokkru nokkuð ýtarlega grein um þær aðferðir sem friðsamlegir aðgerðasinnar geta beitt og taldi þar upp rúmlega 100 aðferðir. Til er annar listi yfir aðgerðir sem eru meira í líkingu við það sem Kolla og Jón Steinar eru að tala um. Spurningin er hvort mótmælin á Íslandi nái ekki tilgangi sínum áður en til þeirra þarf að koma. En ef ekki, þá er einmitt aðgerðir á landsmælikvarða eins og t.d. verkfall næsta skrefið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 23:32

7 identicon

Nanna.  Þetta er allt að hrynja.  Og það gerist vegna þess að nógu margir létu aðeins skína í tennurnar.  Ég vil meina að í þessum mótmælum hafi ofbeldi og skemmdarverk verið algerlega hverfandi.

marco (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:44

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það er nú meira hvað þetta gengur vel, tveir lögreglumenn á spítala og nokkir almennir borgarar til aðhlynningar.  Það er rétt hjá ykkur, þetta er lausnin og næst þegar einhver brýtur á mér, þá hefur hann gefið mér rétt til að ganga um að hefna og brjóta lög.

Þetta eru ekki friðsamleg mótmæli, það er búið að skemma fyrir þeim sem vilja það.  Það þarf að fara aðra leið, það er alltof mikill hiti í fólki.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.1.2009 kl. 09:17

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, verkalýðsforkólfar eru ekki lengur í takt við umbjóðendur sína, enda á forréttindakjörum sem almúganum býðst ekki. 

ASÍ stendur ekki lengur undir nafni, forkólfar þar finna ekkert annað betra að gera en dunda sér við að skipuleggja ESB aðild - að verkalýðnum forspurðum að sjálfsögðu.  

Forkólfum líður vel í stólunum sínum og þeim hentar því ekki að skipta sér af ástandinu í þjóðfélaginu - hvað þá að hafa forgöngu um aðgerðir. 

Kolbrún Hilmars, 22.1.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband