Hvað kalla Íslendingar stúlkur sem........

LadettellHvað mundi maður kalla stúlku á Íslandi sem hefði það helst fyrir áhugamál að; drekka sig hauga-fulla af bjór um helgar (eða eins oft og kostur er og helst æla) , öskra, dansa, aka um í hraðskreiðum bílum, segja og hlusta á kjaftasögur, senda skilaboð í síma og láta sér í léttu rúmi liggja hvar hún eyðir nóttunum og í félagsskap við hvern.

Hvað kalla Íslendingar stúlku sem hagar sér, ja, eins og illa upp alinn strákur?    Illa upp alda stelpu eða eitthvað annað?

Sín á milli kalla þær hver aðra það sama og strákarnir kalla þær, þ.e.  druslur, dræsur, tíkur og tussur. Hér í Bretlandi kallar almenningur þær Ladettes.

LadettelllÞað ber meira á slíkum stúlkum hér enn nokkru sinni fyrr og þær eru að finna í hverju einasta bæjarfélagi. Þær halda ekkert sérstaklega félag við drengina en þær haga sér nákvæmlega eins.  

Fjöldi unglinga sem eyðir mestum tíma kvöldsins drekkandi á götum úti hefur aukist svo um munar og mórallinn á meðal þeirra er miklu harðari og metnaðarlausari enn sést hefur. -

Ný yfirriðin kreppa, atvinnuleysi og lánaþurrð, komu eins og staðfestingar fyrir þessa krakka á því að það sem réði framapoti þeirra sem ólust upp á níunda og tíunda áratugnum, sé ekki meira virði en fyllirí og flans.

ladetteStrákarnir eru búnir að vera í uppreisn við hugmyndina um "mjúka manninn" all-lengi og stelpurnar nenna ekki lengur að halda einar uppi því sem var eftir af siðmenntaðri hegðun í hópnum.

Strákarnir eru kallaðir Lads (sveina) og stelpurnar Ladettes(sveinkur?) Afar siðmenntuð nöfn yfir frekar lágkúrulega lífsstefnu.

Þeir sem vinna að kynja-jafnréttismálum sjá mikla afturför í hegðun þessara krakka. Dræsutískan er alsráðandi meðal stelpnanna og grín strákanna gengur aðallega út á klúran sexisma. Markmið stelpnanna er ekki miklu hærra en að verða óléttar, komast á bætur og barnabætur og fá bæjaríbúð til umráða, án vinnandi maka til að missa ekki bæturnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það er hægt að fara miklu lægra í aldri þegar svona klæðnaður á í hlut. Sá litla stúlku svona 6-7 ára með gyllta stafi framan á sér sem sögðu:"porn star". Verði ykkur að góðu.

Rut Sumarliðadóttir, 20.1.2009 kl. 18:12

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

það er skelfilegt að sjá þetta svona svart á hvítu. Lokasetningin gives me the creeps:  Markmið stelpnanna er ekki miklu hærra en að verða óléttar, komast á bætur og barnabætur og fá bæjaríbúð til umráða, án vinnandi maka til að missa ekki bæturnar. 

Boli með áletruninni  sem Rut talar um hef ég margoft séð. Það gefur mér ekki minni hroll. Ég meina hver klæðir barnið sitt í slíkar áletranir?

Jóna Á. Gísladóttir, 20.1.2009 kl. 19:33

3 Smámynd: kiza

Telur þú það vera 'verra' þegar stelpur haga sér svona heldur en strákar...? Ég er alls ekki að reyna að starta neinu rifrildi (er sammála þér varðandi lágkúru og niðurrifs-tendensa þessarar 'stefnu' eða hegðunar) ,  er bara honestly forvitin.   Fólk 'leyfir' oft strákum ýmislegt en þegar stelpurnar fara að haga sér eins þá byrja sumir að humma og hósta...man sjálf eftir því hvað það fór í taugarnar á mér þegar ég var bólóttur unglingur í Nirvana-bol þegar fólk var að þusa um að maður ætti að vera 'penn og fínn', ekki 'rífa kjaft og blóta' eða jafnvel 'stelpur eiga ekki að fíla rokk og metal' (??), einsog við værum allar einhverjar postulínsdúkkur sem þráðum ekkert heitar en að giftast og eiga börn eða whatever.   Komin út í allt aðra sálma hér :P

Bara að spá :)

Hef held ég líka heyrt  þetta trend kallað 'Chav', sbr.'Chavs & Chavettes', þó aðeins í UK.  Þar er þó meiri áhersla lögð á glingur og 'bling' og hip-hop strauma en sama metnaðarleysið í gangi varðandi framtíðina.  Kannski áhugavert að skoða hvers vegna svona 'lífsstíll' verður allt í einu svona gríðarlega vinsæll..sýnir líka hversu ótrúlega þessi auðmannadýrkun og materialismi  tröllríður samfélaginu; strákar verða merkilegri eftir því hve mikinn aur þeir eiga og stelpurnar verða merkilegri eftir því hve mikinn aur þær selja sig fyrir  :Þ 
Ég reyni persónulega að dæma ekki (sérstaklega) stelpur út frá 'druslulegri' hegðun, þar sem mér þykir ekkert óeðlilegt við að konur hafi gaman af kynlífi og stundi það hvar og hvernig sem þeim hentar svo framarlega sem löglegt sé og allir gefi upplýst leyfi...En þarna kemur samhengið sterkt inn, af einhverjum ástæðum held ég að 'lauslæti' þessara ungu kvenna sé frekar komið frá utanaðkomandi þrýstingi heldur en sannri löngun til að kanna kynhvöt sína og eðli.  Og þetta með að Féló sé framtíðardraumurinn er náttúrulega bara scary.

Tek þó sterkt undir með Rut og fleirum varðandi þessi barnaföt með áletrunum sem vísa í að eða segja flat out að barnið sé hóra eða klámstjarna, það er í fyrsta lagi viðbjóðslegt, í öðru lagi siðlaust og í þriðja lagi borderline barnaklám að mínu mati.  Börn eiga að eiga rétt á sinni barnæsku án þess að ýtt sé upp á þau einhverri kynhegðun sem þau hafa engan þroska til að eiga við.

-Jóna Svanlaug.

kiza, 20.1.2009 kl. 20:18

4 identicon

Verð að vera sammála mörgu sem hér kom fram.. en verð líka að segja að það stakk mig að þú talaðir sérstaklega um þessa hegðun hjá stelpum.. eins og það sé eitthvað öðurvísi en þegar strákar hegða sér svona... kannski er ég orðin svona smituð af allri kynjaumræðunni í háskólanum en þetta stakk mig eitthvað...

En þetta er ömurleg þróun sem segir sitt um það ástand sem samtíminn er að glíma við hvort sem við erum að tala um stelpur eða stráka.... en við skulum samt ekki gleyma því hvað er til ótrúlega mikið af hrikalega flottum, klárum og frábærum ungmennum sem munu án efa hafa mikið að segja í uppbyggingu þessa blessaða heims upp úr þeim rústum sem hann virðist vera að stefna um þessar mundir.. 

Ína Björg (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:50

5 identicon

Manneskju / ur í vanda ..........kalla ég þær, karlkyns og kvenkyns !

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:53

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég tók sérstakelga eftir þessu sem þú talar um Rut þegar að Sylvíu Nótt æðið gekk yfir, en þá var verið að herma eftir henni held ég.

Til að svara fyrstu spurningu þinni Kiza hreint út, Þá er svarið nei. Maður er bara orðin vanari þessari hegðun af strákum.

Þetta er rétt hjá þér með Chavsanna og þú lýsir þeim nokkuð vel. En það orð er meira hlaðið stéttargildi en lad og ladette. Ég er sammála þér að öllu öðru leiti og þakka þér góða athugasemd.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.1.2009 kl. 22:59

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég trúi því ekki að framtíðarsjón nokkurrar ungrar stúlku geti verið barn, bætur og íbúð frá ríki og bæ!  Það fær mig ekki nokkur lifandi sála til að trúa því. 

Annars sendi ég þér bestu kveðjur Svanur Gísli!

Rúna Guðfinnsdóttir, 21.1.2009 kl. 01:05

8 Smámynd: Anna Guðný

stelpurnar nenna ekki lengur að halda einar uppi því sem var eftir af siðmenntaðri hegðun í hópnum.

Búnar að gefast upp, best að hegða sér bara eins og þeir. Mér finnst þetta alveg ofboðslega sorgleg mynd sem þú setur upp fyrir okkur.

Markmið þeirra er jú bara eitt: Hámarks öryggi, lágmarks áhætta.

Skiljanlegt markmið en aðferðin er ja bara ömurlegt að heyra.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 21.1.2009 kl. 01:41

9 Smámynd: kiza

 Rut & Svanur;  vardandi Sylviu Nótt-fyrirbaerid (afsakid eg er a thysku lyklabordi í augnablikinu) thá verd ég ad segja henni til varnar ad thau sem stódu bak vid thann gjorning sogdu frá byrjun ad thátturinn og karakterinn vaeri ekki aetladur bornum.  Klikkunin sem spannst svo upp úr júróvisjón-ruglinu baetti hins vegar alls ekki málin, og personulega fannst mer thau hafa farid yfir strikid med gjorningnum á bensínstodinni thegar Ólafía Hronn maetti í stad Sylvíu og krakkagreyin vissu ekki hvad thau áttu ad halda.
Á thessum tíma var ég ad vinna á posthúsinu í 101 og oskudagurinn thad ár........var bókstaflega skelfilegur. Heill HERSKARI af 6-12 ára grunnskólastelpum í full-blown Sylvíu-útfatti um midjan vetur, útúrsminkadar ad syngja júróvisjónvidbjódinn frá 9-18, á medan madur reyndi ad afgreida frímerki og pakka til fólks án thess ad fá flog.  Ég afhenti karamellurnar hikandi thad ár.  Á medan voru strákarnir í allskonar mismunandi búningum, en um 85% stelpnanna (á ollum aldri) voru Sylvia.   

Thví midur man ég fyrst eftir thví ad hafa séd boli (og naerfot, hálsmen, fylgihluti) med svipudum áletrunum thegar ég var ca.14-15 ára...sem thýdir á mannamáli: fyrir 13-14 árum. Thetta er th.a.l. alls ekkert nýtt í sjálfu sér.  Á theim tíma var líka mikid talad um ad sumar búdir seldu t.d. g-strengi fyrir staerdir allt nidur í 9-12 ára, ég spyr hreinskilnislega: Hvada not hefur níu ára barn fyrir g-streng, naerfatnad sem er sérstaklega hannadur til ad losna vid svokallad "panty-line"-fyrirbaeri  (thegar naerbuxnalinan sest gegn um throngt pils eda buxur) ??  Mér er persónulega meinilla vid ordid "klámvaeding" en get bara varla fundid annad ord yfir hvern sem hannar "kynaesandi" fot a born í gródaskyni.  

Ína; held ad thessi gagnrýni thín sé alls ekkert bundin vid háskólaáfanga eda kynjapólitík, mér finnst ég sjá alltaf meira og meira af thessari kynbundnu hraesni poppa upp á ótrúlegustu stodum (og ég er ekki einusinni med stúdentspróf), meira ad segja hjá sjálfri mér stundum.  Heilbrigd gagnrýni á alltaf rétt á sér.
Tek samt undir med thér ad vid aettum líka sem samfélag í heild frekar ad eyda meiri púdri og orku og athygli (persónulega og í fjolmidlum) á thad unga fólk sem er ad gera góda hluti og vinna ad uppbyggingu okkar menningar og samfélags, hvort sem thad er á svidi vísinda, lista, heimspeki, stjórnsýslu, hátaekni eda hvad sem er.  Of miklu frussi er eytt í "sjokk" fréttir af neikvaedri hegdun ungs fólks; fréttum sem thjóna litlum sem engum tilgangi nema ad studa fólk og espa upp ótharfa hraedslu.

Svanur; pistlarnir thínir eru brilliant sem ávallt, takk fyrir thad :)

-Jóna Svanlaug. 

kiza, 21.1.2009 kl. 02:07

10 Smámynd: kiza

Whoa fyrirgefdu ég fattadi ekki hvers kyns langloka var ad renna útúr mér tharna :P

kiza, 21.1.2009 kl. 02:08

11 identicon

Eldfim umræða eigum við þessa "stétt" á Íslandi?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:30

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka kveðjuna Rúna.

Ég veit að það er erfitt að trúa þessu, en viðtöl og kannanir og ekki hvað síst nýlegur raunveruleikasjónvarpsþáttur þar sem stúlkum af Ladette gerðinni er boðið upp á yfirhalningu, eru afar sannfærandi rakaliðir. 

Anna Guðný; Myndin er sorgleg já, en hvað er til varnar? Í Bretlandi er kvennaréttindabaráttan svo til dauð því allir halda að markmiðum hennar hafi verið náð. Um leið og slakað er á klónni, skýtur svona fáfræði rótum eins og ekkert sé.

Kiza; Ég er nú ekkert að fetta fingur út í það þótt athugasemdirnar séu langar, svo fremi sem þær eru með einhverju viti. Þínar eru fullar af því svo það er ekkert að afsaka.

Hallgerður; Þú setur fram spurninguna sem er ástæða þessarar færslu. Hvað heldur þú?

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 15:20

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðbjörg; Með hamarinn á naglanum :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 15:22

14 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Datt hér inn ad tilviljun. Afar áhugaverð greining án þess að ég sé alveg búinn að kaupa þetta sem stóra sannleika.

Jóhann G. Frímann, 22.1.2009 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband