Ljóshnettir á ljósmyndum

svanurmswordÍ heimsókn hjá vini mínum fyrir skömmu, tók hann mynd af mér þar sem ég var "að vega mann og annan". Hann sendi mér myndina nokkru seinna og sagði að þetta hefði verið versta myndin sem hann tók allt kvöldið og hann skildi ekkert í öllum þessum deplum á henni.

Hann tók sama kvöld fjölda mynda af fólkinu sem þarna var statt og engin þeirra var eins meingölluð og af mér. Gallinn er eins og auðsætt er að það er fullt af einhverskonar deplum á myndinni sem ég hefði haldið að kæmu frá skítugri linsu eða einhverju álíka. En af því að á hinum myndunum var enga depla að sjá, getur það varla verið.

Ég hef lesið um þetta fyrirbæri og trúi ekki einu orði af því sem fólk segir um svona hnetti eða "orbs" eins og fyrirbærið er kallað upp á enskuna, en fann samt frásögn ljósmyndara sem reyndi að afsanna að þetta væri yfirnáttúrulegt fyrirbæri eins og margir halda fram. Frásögn hans er að finna hérna.

Ég er enn á því að þetta séu algjörlega náttúruleg fyrirbæri en kann ekki að skýra málið frekar en Dave Juliano.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta getur verið svo margt, ryk eða whatever... notaðu google vinur, það er búið að debunka þetta út og suður.

Question everything, google is your friend ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 21:00

2 identicon

Þegar svona gerist hjá mér þurrka ég bara framan af linsunni með mjúkum klút

Dísa (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 21:29

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég nenni nú ekki að lesa allt sem google finnur um þetta enda margar og misjafnar sögurnar þar. Ryk og "whatever" er nefnilega ekki "debunkun" á neinu nema þar sem ryk eða annað er til staðar og það er ekki í öllum tilvikum. Það er í raun ekkert hægt að segja um þetta nema skoða myndirnar mjög vel og vélarnar sem þær eru teknar á  fyrir og áður en myndatakan fer fram. Þá verður líka að skoða umhverfið og gera allt eins og Dave sem samt fékk engin svör.  En þetta veistu allt Dre.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.1.2009 kl. 21:32

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einmitt, Dísa, það gera flestir ef að allar myndirnar byrja að koma svona úr vélinni. En bara ein á meðal 50,60, inn í miðjum bunka hm hm ????

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.1.2009 kl. 21:35

5 identicon

umhmmm........nú veit ég ekki, ekkert í gagnagrunninum sem kemur að notum.....

Þú ert líklega bara svona magnaður........!

kær kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 23:55

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

http://en.wikipedia.org/wiki/Orb_(paranormal)

Matthías Ásgeirsson, 16.1.2009 kl. 00:02

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Myndir af svona ljóshnöttum eiga eitt sameiginlegt.  Þær eru allar teknar með flassi.

Ætli það sé tilviljun?

Matthías Ásgeirsson, 16.1.2009 kl. 00:03

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ef þú skoðar þína mynd betur blasir líkleg skýring við.  Hún tengist flassinu á vélinni, endurvarpi ljóss og sennilega óhreinindum á linsu. 

Ég er nokkuð viss um að hægt væri að endurframkalla svona myndir með sömu vél með því að taka myndir með flassinu af hlutum sem endurvarpa ljósi beint inn í linsuna.

Á útimyndum eru það yfirleitt flugur, regn eða ryk sem festast á mynd þegar skotið er með flassi í myrki.

Matthías Ásgeirsson, 16.1.2009 kl. 00:07

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er eitthvað sem erfitt er að skilgreina.

Einhver orka.  Eitthvað sem fangst þarna á filmu.

Hvað nákvæmlega er náttúrulega vandi um að segja.

Þetta er eitthvað gott.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.1.2009 kl. 00:43

10 identicon

Sæll Svanur.

Þetta er einn af þeim hlutum er ég skil betur en annað.

Þetta er " Hitt " Sem er betra en við.

Ég gæti sagt þér margar sögur um hluti sem enginn trúir, enda er ég löngu hættur að segja fólki frá.

Gangi þér vel í öllu þínu lífi.

Kær kveðja Rúnar Hart.

hart (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 03:07

11 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Þetta er mest á þér sjálfum, ertu geimvera??????

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 16.1.2009 kl. 08:50

12 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ég LENTI líka í þessu um daginn...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 16.1.2009 kl. 10:29

13 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Eins og Matthías segir þá er flassið væntanlega sökudólgurinn. En hvort svona draugar komi fram hlýtur að velta á því hvort einhverjir hlutir séu í þeirri afstöðu að þeir spegli flassinu til baka í linsuna. Gæti verið sverðið í þessu tilfelli en þótt teknar hafa verið aðrar myndir er ekki víst að eins glampi hafi komið fram í þeim. Svo sést líka vel að depplarnir sjást best yfir svörtum hlutum myndarinnar.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.1.2009 kl. 12:59

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já, Guðbjörg, það sagði Kevan líka, sá sem tók myndina, að þetta væru íslenskar fylgjur.

Þetta er örugglega eitthvað samspil ljóss og efnis eins og Matti segir,  en hvernig það virkar virðist vera svo Happa-glappa, að það fær mann til að efast.

Ómar segir þetta góða orku og ég verð að viðurkenna að í híbýlunum þar sem myndin var tekin var afar gott "andrúmsloft".

Rúnar; Flestir þeir sem eru næmir á það sem kalla má yfirnáttúrlega hluti, læra það snemma að fara varlega í sakirnar með lýsingar sínar. Takk fyrir kveðuna og sömu leiðis.

Ásgeir, takka fyrir þetta. Þetta fyrirbæri virðist vera ótrúlega algengt.

Snjólaug. Það er hægt að stækka myndina mikið með að tví eða þrí-smella á hana. Þá kemur í ljós að það eru hnettir innan í hnöttum á myndinni og þeir eru út um allt. Mest sýnilegir samt gegn svarta litnum eins og Emil segir.

Það eru nokkrar myndir af þessu fyrirbæri ánetinu sem sagt er að ekki hafi verið teknar með flassi og ég mér var send mynd í gær sem er frá Íslandi , tekin um hábjartan dag þar sem fram koma skærir hnettir. Ég held að ekkert flass hafi verið notað við töku hennar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.1.2009 kl. 13:22

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það eru nokkrar myndir af þessu fyrirbæri ánetinu sem sagt er að ekki hafi verið teknar með flassi og ég mér var send mynd í gær sem er frá Íslandi , tekin um hábjartan dag þar sem fram koma skærir hnettir. Ég held að ekkert flass hafi verið notað við töku hennar.
Ertu til í að deila einhverjum af þessum myndum með okkur?  Oft er flass notað um hábjartan dag, sérstaklega á litlum alsjálfvirkum vélum.

Matthías Ásgeirsson, 16.1.2009 kl. 13:42

16 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þetta er mjög algengt á litlum vélum með litlar linsur, eins og eru í þessum ofurþunnu myndavélum í dag. Þá skilst mér að flassið endurkastist af rykögnum í lofti.

Eitt sinn var ég að slípa parket heima hjá mér og konan tók mynd af mér á litla vasavél með grímuna á andlitinu að bisa við skiparann. Viti menn, það voru tugir lítilla ljóshnoðra á myndinni.

Það er nú meira hvað draugar eru hrifnir af litlum vasamyndavélum sem taka flassmyndir. Hlýtur að vera eitthvað fetish sem leggst á mann í eftirlífinu.

http://www.digicamhelp.com/taking-photos/lighting-techniques/dust.php

Kristinn Theódórsson, 16.1.2009 kl. 14:04

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Matti, hér  t.d. eru birtar nokkrar myndir sem sagt er að hafi verið teknar án flass.

Þetta þurfa nú ekki að vera draugar Kristinn þótt ekki sé búið að úskýra málið til fulls :) Greinilegt að orsakirnar eru fjölþættar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.1.2009 kl. 14:19

18 Smámynd: LegoPanda

Notar einhver annar hérna gleraugu?

Ég sé oft svona ,,hnetti" þegar ég fæ úða af regni á gleraugun mín. Stundum líka út af ryki eða húðflögum.

LegoPanda, 16.1.2009 kl. 14:21

19 Smámynd: Rebekka

Sama hér LegoPanda.  Ég sé svona hnetti daglega því ég er svo löt að þrífa gleraugun mín...  Svo ef maður er í dimmu herbergi að horfa á tölvuskjáinn, þá eru þessir "hnettir" úti um allt!!  Óþolandi þetta yfirnáttúrulega drasl alltaf fyrir augunum á manni .

En aftur að alvöru málsins.  Þetta er ryk, óhreinindi, litlar flögur sem fljúga í loftinu og linsan nær þeim á mynd.  Því að ef þetta ætti að vera eitthvað yfirnáttúrulegt.. :

- Af hverju sést þetta þá bara stundum?  Af hverju er ekki allt fólk með svona hnetti í kringum sig?  Tala nú ekki um þegar dauðir hlutir eru umkringdir svona ljósi...

- Afhverju þessir hnettir, hvað hafa yfirnáttúrulegir ljóshnettir að gera með að hanga í kringum okkur?

- Af hverju sjást þeir bara í myndavélum?

Rebekka, 16.1.2009 kl. 15:28

20 Smámynd: halkatla

þið eruð nú meiri leiðindapúkarnir, auðvitað eru þetta draugar

amk þegar ég tók einu sinni mynd af svona hnöttum, þá voru það allt saman draugar

kveðja

kolbíturinn ;)

halkatla, 16.1.2009 kl. 17:09

21 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

LegoPanda og Rödd skynseminnar eru greinilega báðir þrælskyggnir alla vega þegar þeir setja upp geraugun

Annars tek ég undir með Röddinni og hver getur rengt orð kolbítsins Önnu?

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.1.2009 kl. 17:26

22 Smámynd: halkatla

Þetta eru samt ábyggilega mjög góðir draugar

halkatla, 16.1.2009 kl. 18:37

23 Smámynd: halkatla

það er líka gaman að skoða það sem er inní þessum kúlum, ertu búinn að zooma inn?

halkatla, 16.1.2009 kl. 18:38

24 identicon

Þetta eru óhreinindi á linsu eða ryka nálægt linsunni þannig að það er vel úr fókus. Ljósið frá flassinu veldur svo ljósbroti í þessum óhreinindum/ryki. Þetta er mjög svipað og maður lendir í þegar maður tekur myndir með flassi úti í súld eða rigningu. Ég sé að þú ert að sveifla sverði þarna sem getur skýrt hvers vegna þetta var meira áberandi á myndunum af þér. Þú hefur væntanlega þyrlað því upp með hreyfingunni.

Arnold (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:01

25 identicon

Áður en Svanur sér jesú í kúlunni
http://en.wikipedia.org/wiki/Pareidolia

;)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband