Bölbænir í Bath

Heitavatnslindin í BathÉg átti erindi fyrir stuttu inn á stofnun þá er sinnir upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn hér í borg (BATH)  en hún er staðsett við hliðina á þeim stað sem mest aðdráttaraflið hefur, rómversku baðlindinni. Erindið var að fá að hengja upp auglýsingu um dagskrá listamiðstöðvar sem ég tengist lítilsháttar. Það var í sjálfu sér auðsótt mál því stór og mikil auglýsingatafla blasti þarna við öllum en það þurfti samt að borga fyrir að fá að hengja auglýsinguna upp á hana. Og eftir því sem sem þú vildir að hún væri lengur uppi, því meira kostaði það.

Rómverska musterið í BathÍ gærkveldi minntist ég á þetta við vinkonu mína sem er fornleyfafræðingur og hefur átt þátt í mörgum merkum fundum á svæðinu síðast liðin 20 ár. Hún sagði mér að upplýsingaþjónustan stæði á nákvæmlega sama stað og rómverskt musteri hafði staðið á fyrir rúmum 2000 árum. Í musterinu hafði verið starfrækt einskonar ferðamannaþjónusta þeirra tíma. Í nótt gluggaði ég svo í bækur um rómversku byggðina í Bath og rak þá augun í mynd af blýtöflu sem á var letruð bölbæn. Bölbænin hófst svona; Ég bölva  Tretiu Mariu, lífi hennar, huga og minni" og endaði á; "Þannig mun hún ekki geta talað um þá hluti sem nú eru leyndir".   

BölbænirSkýringin á bölbænatöflunni var sú að mikil helgi var höfð á heitu vatnsuppsprettunni í Bath meðal fornmanna og hafði fólk komið víðs vegar að frá Bretlandi og Frakklandi til að baða sig í henni og taka vatnið inn við ýmsum kvillum. Jafnframt var vatnið talið svo kynngimagnað og í umræddu musteri var hægt að fá útbúnar áletraðar bölbænir á blýtöflur sem síðan voru hengdar upp í musterinu fyrir gjald.  Eftir því sem taflan hékk lengur uppi, því meira var gjaldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband