Fædd tveimur dögum eftir dauða móður sinnar

barn og faðirFyrrum skautastjarna  í Bretlandi fæddi barn tveimur dögum eftir að hún hafði verið úrskurðuð látin af völdum heilablóðfalls.

Jayne Soliman var úrskurðuð heiladauð en hjarta hennar var haldið gangandi þar til að hægt var að bjarga dóttur hennar Ayu (þýðir kraftaverk á kórísku) með keisaraskurði.

Jayne sem var 41. árs þegar hún lést, var komin 25 vikur á leið þegar hún fékk heilablóðfall á heimili sínu á Englandi.

Henni var flogið til  John Radcliffe sjúkrahússins í Oxford þann 7. janúar. Dóttir hennar kom í heiminn tveimur dögum seinna og vó þá um eitt kíló.

Fyrstu 48 tímana var dælt  í lungu hennar miklu magni af sterum til að hjálpa þeim að þroskast.

Faðirinn  Mahmoud Soliman, var viðstaddur fæðinguna.

Útför móðurinnar Jayne Soliman fór fram á laugardaginn s.l. að viðstöddu fjölmenni.

Soliman, áður Jayne Campbell, var Bretlandsmeistari í frjálsum skautadansi árið 1989 og var þá talin sú sjöunda besta í heiminum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Fann meira um þessi sorgarsaga.
http://www.dailymail.co.uk/news/article-1113003/Her-mum-loved-Tearful-words-man-baby-born-TWO-DAYS-wife-died.html

Heidi Strand, 13.1.2009 kl. 21:11

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Vissulega er þetta sorg, en jafnframt gleði yfir því að barnið náði að komast í heiminn. Vonandi nær það að dafna vel.

Aðalsteinn Baldursson, 13.1.2009 kl. 21:43

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Satt að segja kom mér ekki sorg í hug heldur aðeins gleði yfir að þeim tókst að bjarga litlu stúlkunni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.1.2009 kl. 23:28

4 identicon

Má til með að vera með smá leiðindi Svanur: fólk verður ekki fyrir heilablóðfalli.

Það er hægt að verða fyrir bíl, en heilablóðfall....

Kannski svipað og að segja "lenti fyrir slysi"

Mundi (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 13:22

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka þér þetta Mundi. Engin leiðindi, þetta var bara hroðvirknislega þýtt hjá mér.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.1.2009 kl. 14:38

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Heilablóðfall getur stafað af því að æðagúll sem viðkomandi er fæddur með, springur.

Þriðjungur nær sér,

þriðjungur fær einhverskonar skaða og lifir,

en þriðjungi er ekki hægt að bjarga.

Ég tilheyri fyrsta hópnum og náði góðum bata

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2009 kl. 15:46

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Hólmfríður of lifðu heil sem lengst :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.1.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband