"Það er afar erfitt að skrifa héðan" - Bloggað frá Gaza

GazaÍ hvert sinn sem ég sný til baka til Gaza til að skrifa mæta mér nýjar hörmungar.

"þeir skjóta sprengjukúlum sínum á Awda sjúkrahúsið" í   Jabaliya, segir fréttatilkynningin. Þar er starfsfólk af mörgum þjóðernum og  við hliðina á honum er lögregluvarðstöð. Einn af sjúkraliðunum fékk sprengjubrot í höfuðið en lifði.

Í morgun var tala þeirra sem hefur verið slátrað 521 og 3000 liggja særðir - Að sitja við hlið látinna eða deyjandi er nú orðið eðlilegt. Blóðið sem lekur af börunum í sjúkrabílnum safnast saman í poll og ég var varaður við af sjúkraliða að hann væri í þann mund að ná til yfirhafnar minna baka til í bílnum.  Hvað gerði það til? Mér hryllir ekki lengur við blóðinu eins og fyrir viku. Dauði fyllir loftið og göturnar í Gaza, ég get ekki lagt á það meiri áherslu að þetta er raunveruleikinn.

Þetta er upphafið síðustu fæsrlu þessa aðila frá Gaza.  

Bloggið heldur áfram á ensku.

Á bloggsíðunni hans eru að finna myndir úr starfi hans. 

Á blogginu lýsir hann hvernig sjúkraliðar þurfa að leita að bensíni á sjúkrabílana, 70% íbúa Gaza séu án drykkjarvatns, hvernig sjúkrahjálp er kerfisbundið takmörkuð af her Ísraelsmanna, hvernig öll sjúkrahús á Gaza eru nú yfirfull og birgðasnauð og hvernig úraníum er að finna í særðum líkömum Gazabúa eftir uran húðaðar kúlur Ísraelsmanna.

Alla færsluna og fleiri er að finn HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég á ekki orð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ekki ég heldur.

Rut Sumarliðadóttir, 5.1.2009 kl. 22:28

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

vanmáttur manns er algjör og ég afber varla að hugsa um þjáningar þessa fólks....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.1.2009 kl. 22:29

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það sem er svo líka umhugsunarvert er.. að þetta mun allt saman endurtaka sig innan örfárra ára. Israel mun ekki verða stoppað á meðan Bandaríkjamenn og bretar halda yfir þeim hlífiskildi í morðherferð sinni gegn palestínumönnum.

Stríðsglæpir ísraela hafa aldrei endað í Haag..  

Óskar Þorkelsson, 5.1.2009 kl. 23:04

5 Smámynd: Hannes

Þetta er skelfilegt. Eins og venjulega verða óbreytir borgarar fyrir mestum skaða því að það endar alltaf þannig á endanum. 

Hannes, 5.1.2009 kl. 23:43

6 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Það er ömurlegt að vita til þess að blóðstraumur og limlestingar séu daglegt brauð hjá fólki.

En að öðru máli sem er smámunir í þessari umræðu. Þú ert væntanlega að tala um sjúkraflutningamenn sem leita að bensíni á bílana sína. Málið er nefnilega það að því miður er allt of algengt hér á landi að tala um þessa ágætu stétt sem sjúkraliða. Sjúkraliði er aðili sem vinnur, oftast nær, við aðhlynningu sjúkra og slasaðra á meðan að sjúkraflutningamaður flytur sjúka og slasaða í bílum sínum á milli staða.

Aðalsteinn Baldursson, 6.1.2009 kl. 01:17

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Rétt Aðalsteinn, Sjúkraflutningamenn skulu þeir heita. Hvað heita annars "medics" á íslensku?

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.1.2009 kl. 01:25

8 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég held að rétta orðið sé bráðaliði. Paramedic kallast síðan bráðatæknir.

Aðalsteinn Baldursson, 6.1.2009 kl. 03:12

9 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Hryllingur, maður finnur heldur betur að við eigum það bara mjög gott hér í kreppunni. Af hverju taka ekki þjóðir heims sig saman og stoppa þessa slátrun ? Þetta er ömurlegt og ætti hvergi nokkurstaðar að þekkjast

Kristberg Snjólfsson, 6.1.2009 kl. 09:29

10 identicon

Þetta er alveg eins og ég hef alltaf sagt. Ísraelar(sorry nasistar) munu ekki stoppa  sitt árásarstríð meðan nokkur palestínuarabi er eftir í Palestínu. Þeir skulu allir burtu með góðu eða illu. Þetta gerist allt með OKKAR  hjálp hvort sem þið trúið því eða ekki. Við erum á hverju ári í Eurovision með þessum morðingjum og við höfum þá með á íþróttamótum. Við kaupum vörur frá Ísrael í hverri viku.  Á sínum tíma var Suðu Afríka útilokkuð frá mannlegu samfélagi fyrir minni sakir en þær sem ísraelsmenn eru núna akkúrat að framkvæma. Fyrir stuttu komu þingmenn frá Suður Afríku í heimsókn til Ísrael og Palestínu. Þeir sögðu það blákalt framan í Ísraelsmenn "This is apartheit!!!" Þeir þekktu þetta ósköp vel af eigin raun. Ísraelsmenn reyndu að malda í móinn en þeir sögðu. Ekki reyna að segja okkur hvað  Aparheit er og hvað ekki.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 12:24

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég er ekki skráður á fésbókina kæri Grétar en upplýsingar eru sem betur fer að finna víða. Þótt  flestum blaðmönnum sé núna meinaður aðgangur að Gaza hafa Gaza færslur og myndbönd aldrei verið fleiri á netinu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.1.2009 kl. 13:13

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka allar athugasemdir og vek um leið athygli ykkar á því að ég hef komið fyrir varanlegum tengli á þá bloggsíðu sem ég vitna til undir ÁHUGAVERT EFNI - BLOGGAÐ FRá GAZA svo til efst til vinstri á bloggsíðu minni. Nýjar færslur eru skrifaðar þar a.m.k. daglega.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.1.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband