Breskt fjölmiðlafóður

Því lengur sem ég dvelst hér í Bretlandi, verða mér ljósara hversu gegnsýrt þetta samfélag er af ýmsum, að mínu mati, neikvæðum þjóðfélagsþáttum sem Ísland er verndað fyrir, einkum að ég tel, vegna mannfæðar sinnar.

Sorpblöð llSem dæmi má taka eina birtingarmynd hinnar alræmdu stéttarskiptingar Breta sem sést á hinni endalausu og stöðugu leit að fólki sem hægt er að nota sem umfjöllunarefni í þau óteljandi slúður og "tísku" blöð sem gefin eru út í landinu á hverjum degi. Þótt á Íslandi þrífist slúðurdálkar, eru þeir jafnan fullir af erlendu slúðri frekar en íslensku og eru einkum notaðir sem uppfyllingarefni frekar en aðalefni. 

Hvergi í heiminum er "gula pressan" og sorpritaútgáfa jafn umfangsmikil og þurftafrek og í Bretlandi enda veltur afkoma þúsunda ljósmyndara, textapikkara, fótósjoppara og umbrotsfólks á því að réttur fjöldi nakinna konubrjósta og "réttra" nafna birtist í tenglum við þindarlaust gasprið. Áður var aðeins kónga og aðalsfólki landsins  til að dreifa, en á síðastliðnum 30 árum hefur það allt breyst.

Sú mikla eftirspurn eftir slúðri sem netmiðlar, dagblöð og tímarit skapa,  hefur orðið til þess að þróast hefur einskonar gagnkvæmt afkomu-samband milli þeirra sem langa til að verða frægir og þeirra sem þurfa að skaffa ákveðinn fjölda dálksentímetra á dag eða í viku af einhverju "bitastæðu". Oft bíða blaðaljósmyndarar sallarólegir í bílum sínum á kvöldin, þangað til hringt er í þá og þeim sagt af einhverjum slúðurberanum að nú sé liðið á leiðinni út úr klúbbnum eða partýinu. En hverjir skyldu það þá helst vera sem eftirsóttastir eru af mynda og  fréttahaukum landsins?

Angelina andJ ohnMargir trúðu því á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar að stéttaskiptingin í Bretlandi væri á undanhaldi. Ríka og fræga fólkið var þá oft lágstéttarfólk sem fékkst  rokk og popp tónlist, fótbolta eða kvikmyndaleik.

En nú þegar börn þessa fólks er að vaxa úr grasi, bregður svo við að þau taka stað foreldra sinna í sviðsljósinu, í flestum tilfellum ekki vegna hæfileika sinna, heldur bara af því að þau eiga fræga foreldra sem leyfa þeim að vera úti seint á kvöldin til að hanga í partýum með vafasömum wannabeeum og púðra hvítt á sér nefið.

Venjulega eru þetta ungar stúlkur sem heita nöfnum eins Peaches, Pixie eða Fifi Trixibelle (Bob Geldorfsdætur), Coco (Stingsdóttir) eða Kelly (Ozzadóttir). Um leið og stúlkum þessarar nýju elítu vaxa brjóst, eru þær komnar á for, inn og baksíður slefblaðanna og inn í runkminnið á öllum sem að þeim sem eftir þeim sækjast.

Auðvitað má segja að Bretar séu í þessu efni aðeins að herma eftir Könum, en í Bandaríkjunum er löng hefð er fyrir því að synir og dætur leikara og listafólks, feti í fótspor foreldra sinna. En það mega Kanar eiga að þeir gera þá kröfu til síns leikara-aðals að hann hafi snefil af hæfileikum til að eiga viðurkenningu og vinsældir skilið. Engin mundi t.d. brigsla þeim leikkonum Gwyneth Paltrow, Liv Tyler og Angelinu Jolie um hæfileikaleysi, þótt þær eigi allar fræga og ríka feður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svanur minn, þú ert augljóslega búinn að vera lengi í burtu, hér fer líka allt í gulu pressuna; Nonni prumpaði í gær!! Þar er allt útlistað, öll pör eru yfir sig ástfanginn og líta framtíðina björtum augum....allir skilnaðir brytjaðir í frumparta.

Við vorum lengi vel að mestu laus við stéttarskiptingu hér, allir voru jafnfátækir til langs tíma, það er hins vegar breytt á síðustu og verstu þar sem fjárkúgararnir eru kóngarnir.

Rut Sumarliðadóttir, 5.1.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Góður pistill.  Runkminni er alveg frábært orð hjá þér. 

Axel Þór Kolbeinsson, 6.1.2009 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband