"Won't somebody please think of the children?"

börn í stjórnmálumÞað hlýtur að orka tvímælis að bjóða börnum virka þátttöku í mótmælafundum, jafnvel þeim sem ætlað er að vera friðsamlegir.

Engin veit hvenær átök kunna að brjótast út eins og nýleg dæmi sanna.

Þrátt fyrir augljósan ávinning þess að geta sýnt í "verki" að málið varði börnin líka, (sem er þekkt fyrirbæri til samúðar-öflunar í Bandaríkjunum og mörgum ríkjum Evrópu og ein þekktasta klysjan  úr þáttunum um Simpson fjölskylduna er einmitt "Won't somebody please think of the children?" ) hefur notkun barna og ungmenna í pólitískum tilgangi á sér afar neikvætt yfirbragð enda hefur það einkum verið stundað í ráðstjórnar og einræðisríkjum.

Meðal þjóða þar sem þjóðfélagslegt róstur hefur orðið að vopnuðum átökum hafa börn, einkum á seinni tímum, verið óspart notuð til átaka.

börn í átökumEnska orðið yfir fótgönguliða "Infantry" er dregið af franska orðinu yfir barn. Tengining varð til vegna þess að yfirmenn vildu að fótgönguliðar þeirra væru undirgefnir og hlýddu boðum yfirmanna líkt og börn.  Börn eru vissulega óvanari sjálfstæði og því tilleiðanlegri en fullorðið fólk.

Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 200.000 börn undir fimmtán ára að aldri séu undir vopnum í heiminum í dag. Flest þeirra tilheyra uppreisnarhópum og vígasveitum líkum þeim sem finna má í Eþíópíu, Afganistan og Burma.

Víst er að þrettán ára drengur eða stúlka hefur ekki líkamakrafta á við fullorðin einstakling en þau hafa fullt vald á AK-47 og M-16 léttavopnum.

Það eru sem betur fer engar horfur á því um þessar mundir að þjóðfélagsólgan á Íslandi leiði til svipaðs ástands og gert hefur börn að hermönnum í öðrum löndum heimsins og því hægt að segja að ég máli þessa tengingu við notkun barns á friðsamlegum mótmælafundi, sterkum litum.

En því má svara á móti að í upphafi skyldi endirinn skoða.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Ég er sammála þér í þessu, jafnvel þó barnið hafi sjálft beðið um að fá að tala. Er ekki viss um að þetta sé barninu til góðs.

Brattur, 3.1.2009 kl. 19:24

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi mótmæli eru orðin einhverskonar sideshow og sýndarmennskuvetvangur athyglissjúkra einstaklinga.  Ég get ekki tekið stjórnendurna alvarlega héðan í frá eftir að þeir hafa reynt þanþol mitt talsvert lengi með endurtekningasömum og órökstuddum upphópunum.  Kröfurnar eru kannski klárar um hverjir eigi að fara og slíkt, en ég hef engar hugmyndir heyrt um "hvað svo".  Það þarf að skipta um tón í þessu. Skerpa kröfurnar, setja fram tillögur að lausn og framtíðaráætlun. Þetta er orðið mónótónt og marklaust eins og það er.  Að tefla þessu blessaða barni þarna fram eins og þjálfuðu sirkusdýri er ekki það sem mér hugnast.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2009 kl. 21:41

3 identicon

Alveg með ólíkindum, hvernig foreldrar nota börnin sín. Ég er hneyksluð!

En mundir þú ekki vilja hafa fyrirsögnina á íslensku. Við búum á Íslandi og íslenska er okkar mál. jafnvel þó við lesum og tölum önnur mál.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:55

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þessi frasi er svo vel þekktur úr sjónvarpi og bíómyndum Sigrún að ég ákvað að nota hann á enskunni og skýra hann svo í greininni. Annars er ég sammála þér yfirleitt.

Jón Steinar; Þótt ég hafi ekki sótt nein þessara mótmæla hef ég á tilfinningunni að skynjun þín sé rétt.

Brattur; Það eru örugglega margir sama sinnis sem þó ekki vilja segja neitt af því þeir vilja sýna samstöðu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.1.2009 kl. 01:13

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Finnst þér ekki fulllangt gengið að tengja þetta atvik með 8 ára telpu sem ræðumann við barnahermenn (mep mynd) sem er versta tegund af barnamisnotkun sem þekkist?. Með þessu ertu að æsa upp fordóma gegn mótmælendum langt umfram tilefnið sem ég viðurkenni að kunni að orka tvímælis.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.1.2009 kl. 09:54

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er langt í frá að verið sé að "æsa upp fordóma" Sigurður. Ég er að vara við notkun barna á pólitískum vettvangi og í pólitískum tilgangi. Öfgar þess er málað sterkum litum í greininni en það er samt bein tenging þarna á milli, stigsmunur má segja.

Sæll Grétar Eir.

Það er eitt að hlusta á börn og  taka mark á þeim þegar að þjóðmálumræðu kemur og annað að leyfa þeim út á hinn hála ís pólitískra deilna sem þegar hafa sýnt það og sannað að þær eru viðsjárverðar og geta orðið að átökum fyrir minnsta tilefni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.1.2009 kl. 11:42

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, ég er innilega sammála þér.  Sjálf á ég þrjá litla skæruliða (ömmubörn) á 8 ára aldrinum og sé þá ekki alveg fyrir mér uppi á palli á Austurvelli haldandi pólitískar ræður  

En mér svona flaug í hug hvort ég ætti að kaupa á þá lambhúshettur og tilbehör og mæta svo með þá alla á næsta mótmælafundi til þess að sýna fólki fram á fáránleikann við að beita fyrir sig börnunum 

Kolbrún Hilmars, 4.1.2009 kl. 15:59

8 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Ég fór sjálfur á þennann mótmælafund og hlustaði á ræðu hennar sem var hressileg og kom viðstöddum til að hlæja og fyllti þá bjartsýni   Einlægni og barnslegur ungdómsþróttur ljómaði af henni í öllum alvarlegheitunum sem umlykja samfélag okkar var þetta ágætis innlegg og undirstrikun á því að þetta snertir okkur öll hvort sem okkur líkar það betur eða verr, líka börnin okkar.  Fyrir utan ráðherrabústaðinn var kona með barn í vagni og haft var viðtal við hana á sínum tíma í þeim mótmælum.  Fyrir utan dyr Seðlabankans á fullveldisdaginn var ungur faðir með strákinn sinn.  Krafan var Seðlabankastjórnina burt.  Litli strákurinn ætlaði að hlaupa inn í andyrið en faðir hans hélt í hann.  Það unga fólk sem innandyra krafðist þess að Davíð viki, leysti á endanum málin með því að krefjast þess að óeirðalögreglan legði fyrst niður vopn, sem þeir svo gerðu og síðan var farið útúr húsinu.  Þar var undirstrikað að mótmælin væru þó friðsamleg.  Hvar voru allir hinir ?  Sem kemur þetta mál við ?  Á Fullveldisdaginn ?  Fyrir utan anddyrið var einnig hundur sem gelti og það hljómaði eins og já.  Voff = Já.....Ég lék mér að því að hrópa Davíð burt og svo gelti hundurinn  Voff... sem hljómaði einsog JÁ og það fólk sem í kring var gat ekki annað en hlegið, meira að segja lögreglumenn og konur sem stóðu við vegg andspænis kímdu eða undruðust allavega að hundurinn væri svona jákvæður á breytingar í Íslensku samfélagi.  Það sem mér finnst vera aðalatriði er að þeir sem ekki sýna hug sinn í verki og ekki mæta á nein mótmæli né annað gegn ástandinu eru ekki dómbærir að meta það sem þar fer fram.  Fjölmiðlar eru bara gluggi, en fyrir utan gluggann eru atburðir og friðsamar manneskjur......Hjálpum þeim..   

Máni Ragnar Svansson, 4.1.2009 kl. 16:32

9 Smámynd: Heidi Strand

Ég er sammála Grétari Eir.
þetta er breiðfylking fólks og það eru líka mörg börn á fundunum.

Það er margt annað sem frekar má gagnrýna hvernig farið er með börn í þessu þjóðfélagið heldur en að 8 ára barni fái að tjá sér á friðsamlegu útifundi.

Heidi Strand, 4.1.2009 kl. 16:34

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég hef illilega misskilið tilgang mótmælafundanna á Austurvelli

Þeir voru auglýstir sem baráttu- og mótmælafundir gegn spilltum valdhöfum en mér sýnist af athugasemdum hér að ofan þeir aðeins vera saklausar fjölskyldusamkomur svona í ætt við 17.júní og skemmtilegheit - blöðrur, trúðar og allt það.

I stand corrected!  

Kolbrún Hilmars, 4.1.2009 kl. 16:55

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kæru Grétar, Heidi og Máni; Ég er ekki að taka neina afstöðu efnislega til þess sem Dagný sagði og sem kann vel að vera bergmál þess sem meiri hluti þjóðarinnar vill. Og því síður er ég að draga upp mynd sem er hliðstæð persónulegu framapoti Ástþórs. Ég er einfaldlega að benda á hætturnar sem fylgir því að leyfa börnum að koma að opinberri pólitískri starfsemi í hvaða mynd sem er.

Það er ekki svo að skilja að þessi málefni komi ekki börnum okkar við en að draga þau til ábyrgðar með því að gera þau að virkum hluta í mótmælum, er ekki að mínu skapi.

Kolbrún: Ég er efins um að fólk hefði áttað sig á "fáránleika" þess að sjá börn klædd eins og aðgerðarhópsliða. Þess vegna er ég glaður yfir að þú gerðir það ekki.

Ég þakka ykkur öllum athugasemdirnarnar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.1.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband