FBI, SWAT og Lögreglan í Tallahassee

Það er alkunna að fólki almennt þykir gott að hafa í kring um sig hluti sem þeim eru hugleiknir eða það hefur bundist einhverjum tilfinningalegum böndum. Til dæmis hafa margir fjölskyldumyndir sínar með sér á vinnustaðinn til að minna sig á til hvers allt stritið er eða aðra persónulega muni sem leiða hugann að jákvæðu og uppbyggjandi hliðum lífs okkar.

Oft mynda þessir hlutir einskonar andrúmsloft sem aðrir finna líka fyrir þegar þeir koma inn í rímið þar sem þessir munir standa. Þegar litast er um heima hjá fólki er eins og fyrir manni opnist hluti af heimi sem gefur til kynna hvernig persónunum líður sem á staðnum búa. Þetta á ekki bara við um heimili heldur einnig vinnustaði.

innsigli fbiÞað eru einnig alþekkt vinnubrögð yfirvalda hvar sem er í heiminum að gefa ákveðin skilaboð til kynna með óbeinum hætti, t.d.  umhverfinu þar sem sjónvarpsviðtöl eru veitt við valdhafa eða fulltrúa þeirra. Venjulega er verið að leggja áherslu á ákveðna hugmyndafræði á táknrænan hátt.

Þá skiptir klæðnaður máli , liturinn á bindinu, munirnir á borðum, bækurnar sem sjást í hillunni o.s.f.r. Þetta er alþekkt tækni sem ætlað er að hafa ákveðin ósjálfráð og óbein áhrif á þá sem á viðtalið horfa, umfram það sem sagt er berum orðum.

Ég velti því fyrr mér hvaða skilaboð séu fólgin í því, þegar að Árni Þór  vettvangsstjóri Lögreglunnar í Reykjavík gaf MBL.IS  myndbands-viðtal  á skrifstofu sinni um viðbrögð lögreglunnar á Hótel Borg á gamlársdag þar sem hann sagði að lögreglan hefði verið alls óundirbúin fyrir átökin.

Í fyrstu áttaði ég mig ekki hvers vegna það fór um mig ónotahrollur þar sem maðurinn sjálfur var hinn almennilegasti. Svo kom ég auga á það.

Fyrir aftan hann á hillu voru mest áberandi einkennishúfur sem merktar voru bandarískum lögregluyfirvöldum og sérsveitum þeirra. 

SWAT_teamEin þeirra var frá Bandarísku alríkislögreglunni (FBI) sem er  alþekkt fyrir að láta nota sig óspart í pólitískum tilgangi.

Nægir í því efni að minna á kommúnistaveiðarnar sem gengu yfir Bandaríkin í kring um 1950 og kenndar eru við Joseph McCarthy nokkurn en þá var J. Edgar Hoover yfirmaður FBI.

Önnur var merkt sérveitum bandarískra lögregluliða eða SWAT (Special Weapons and Tactics) sem eru þær sveitir sem fást við vopnaða glæpamenn, umsátur og skotbardaga.

tallahasseeSú þriðja var merkt lögreglu Taallahassee í Florida í Bandaríkjunum þar sem skotbardagar og dauðsföll af völdum þeirra eru daglegt brauð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta sló mig líka.  Þetta er eins og slæmur fyrirboði sem veldur óbragði.

marco (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 23:06

2 identicon

Sæll Svanur !

Það er vitað að sérsveit lögreglunnar  á Íslandi hefur verið send út um allan heim til að kynna sér aðferðir óeirðalögreglu hinna ýmsu landa svo að hún sé betur í stakk búin til að taka á málum hér heima, þökk sé Birni Bjarnasyni dómsmálaslysi. Til er mynd af dómsmálaráðherra B.B. þar sem hann situr fyrir framan mynd af Hitler, þarf frekari vitna við? Þessa mynd fann ég á netinu, en því miður kann ég ekki að setja hana hér inn. En að lokum vil ég spyrja mótmælendur, hvers vegna í andskotanum notið þið ekki SKÍÐAGLERAUGU til þess að losna við ÁRÁSARGASIÐ ? Ég segi árásargas, vegna þess að ég hef ekki séð spraybrúsunum beitt í varnarskyni. 

Kveðja Kristján. 

Kristján Arnar Helgason (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 23:21

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Geturðu sent mér slóðina af myndinni Kristján. Ertu viss um að myndin sé ekki "sjoppuð"?

Þakka annars innlitið marco. Fyrirboði kannski, örugglega ekki friðarboði :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.1.2009 kl. 00:02

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Svanur og gleðilegt ár,

þú ert glöggur eins og vanalega. Hugsanir þínar um þessi tákn valdsins eru réttar. Ég tók eftir þessu líka og hugsaði óskup svipað og þú. Ég vona svo innilega að okkur takist að beina átökum okkar um friðsamlegar brautir. Vonandi munu allir þola öllum að hafa mismunandi skoðanir og styðja alla við tjáningu sinna skoðanna.

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.1.2009 kl. 00:08

5 identicon

Sæll Svanur.

Ég er hræddur um að þetta sé bara forleikur af því sem koma skal.

Þessir árekstrar verða æ harðari.

Rúnar Björnsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 00:09

6 identicon

Er þetta ekki dæmigerð komma bloggfærsla. Er eitthvað skrýtið þótt maður sem hefur atvinnu af lögreglustörfum eigi minjagripi frá erlendu starfsbræðrum sínum sem hann hefur heimsótt. Er vænisýkin alveg að fara með ykkur? Ertu einn af þeim Svanur sem mátt hvorki sjá né heyra nokkuð sem er Amerískt? En ert svo snöggur á fætur þegar nallinn er spilaður. SWAT er til í öllum löndum heimsins, meira að segja hér á Íslandi. Hér er þessi sveit kölluð Víkingasveitin. 

Er ekki magnað að Bandaríska alríkislögreglan sé gerð grunsamleg af vinstri-mussum uppi á Íslandi. Akkúrat, vegna þess að FBI rannsakaði kommúnista í USA á sínum tíma þá má Íslenskur lögreglumaður ekki eiga húfu merkta FBI í hillunni 50 árum síðar á Íslandi.  

Og hverskonar ummæli eru þetta: "Sú þriðja var merkt lögreglu Taallahassee í Florida í Bandaríkjunum þar sem skotbardagar og dauðsföll af völdum þeirra eru daglegt brauð". Hvað ertu að segja hér? Að skotbardagar og dauðsföll séu af völdum húfunnar? Eða ertu að meina að lögreglan í Taallahassee fari um í glæpahópum og pikki fæting við saklausa borgara og taki þá af lífi? Er ekki í lagi með þig? Ég veit ekki betur en að lögreglan í Taallahassee sé vinasambandi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Þeir koma hingað of kynna sér hvernig lögreglan hér vinnur og öfugt. Ætli smásálir í bandaríkjunum fetti fingur út í að lögreglumenn í Taallahassee séu með Íslenskar lögregluhúfur í hillunum sínum?

Er málefnaþurrð vinstrimanna orðin slík að það er skrifuð löng bloggfærsla um þrjár derhúfur á skrifstofu lögreglumanns og það gert tortryggilegt? Og er það vilji vinstrimanna að á Íslandi verði löggæsla lögð niður? Ef ekki, geta þá vinstrimenn bent á lögregluyfirvöld í einhverju ríki sem taka má til fyrirmyndar. Hverskonar land er það þar sem þegnarnir búa ekki við lög og reglu og hafa aðila sem sjá um að þeim sé framfylgt?

Reynir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:37

7 Smámynd: Þór Jóhannesson

Rak augun í þetta sama. Það leynast nefnileg vísbendingar víða um það hvað mönnum er hugleikið og hvað ekki. Þessir karlar segjast vera að passa fólkið en það eina sem þeir eru að passa eru spillingarvöldin. Því miður.

Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 01:56

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég tók líka sérstaklega eftir þessum húfum.  Fréttum er stjórnað frá a-ö.  Ekkert kemur lengur á óvart, þegar fréttamenn segja frá mótmælunum.  Sjaldan er talað um friðsömu mótmælin, ef einhver gerir eitthvað annað er það aðalatriði fréttanna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2009 kl. 02:14

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Reynir og þakka þér innlitið og athugasemdina.

Athygli mín á húfunum var ekki vakin af pólitískum ástæðum heldur af áhuga fyrir beitingu miðilsins og nútíma áróðurstækni. Málið er auðvitað þannig vaxið að sennilegar skýringar þínar á embættishúfunum eru sennilegar vegna þess að þeim er ætlað að vera það.  Það þurfa alltaf að vera til sennilegar skýringar, ef upp kemst um leikinn. Þá er einnig gott að geta gripið til orða eins og "vænisýki" til að væna fólk um.

Ég hef ekkert dálæti á nallanum eftir frekar slæma reynslu sem honum tengist og ég hef reyndar bloggað um áður, en það er annað mál. 

Þú segir mér þær fréttir að Víkingasveitin sé hin íslenska SWAT liðssveit. Það getur verið að einhverjir óski sér að sú sé raunin en um það er ekkert að finna hvorki á vefsíðu Lögreglunnar eða Dómsálaráðuneytisins. Ég held að þú sért kannski einn þeirra sem berð þessa ósk í brjósti þínu. Víkingasveitinni svipar til bandarísku SWAT sveitanna eins og annarra sérsveita í heiminum. Sérsveitir lögreglunnar heita mismunandi nöfnum eftir löndum en það er algjör misskilningur að SWAT sé eitthvað samheiti yfir þær.

FBI á við mörg innanhús vandmál að glíma og hefur átt það frá upphafi. Þau tengjast flest pólitískri beitingu stofnunarinnar fyrir hæstráðendur þar í landi. Þetta er óumdeilt, ekki hvað síst í Bandaríkjunum sjálfum. Ég nefndi bara kommafárið sem kunnasta dæmið.

Þú veist greinilega ekkert um lögreglumál í Flórída og Tallahasse. Ég hef þó búið á svæðinu og veit að lögregluyfirvöld þar hafa verið gagnrýnd harkalega um árabil fyrir hörð viðbrögð þegar kemur að starfsháttum í skotbardögum. Googlaðu málið og lestu þig til. Þessar smásálardylgjur þínar eru því út í hött.

Ég veit ekki með vinstri menn, en ég vil ekki að löggæsla verði lögð niður. Hins vegar væri óskandi að hún tæki ekki á sig þá mynd sem hún hefur t.d. í Bandaríkjunum þar sem þúsundir deyja árlega fyrir skotvopnum lögreglunnar.

Það væri miklu nær að taka sér lögregluna á Írlandi eða í Svisslandi sér til fyrirmyndar. Annars verða vinstri menn að svara fyrir sig fyrst þú beinir spurningu þinni til þeirra.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.1.2009 kl. 02:55

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Reynir; Hér er góð krækja um sérnöfn sérsveita mismunandi lögregluliða í heiminum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.1.2009 kl. 03:16

11 identicon

Sæll Svanur,

Víkingasveitin okkar er vopnaði hluti lögreglunnar sem er kölluð til þegar þarf að fást við vopnaða eða hættulega einstaklinga. Ég sagði aldrei að þessar sveitir væru kallaðar SWAT allsstaðar. En þær vinna svipað úti um allan heim. SWAT er bara eitt heiti úr löggæsluheiminum og ekkert skrýtið þótt það sé að finna á derhúfum.

Það má vel vera að FBI hafi átt við innanhúsvandamál að glíma eins og margar aðrar stofnanir í öllum löndum. Þessi stofnun hefur á sama hátt staðið sig með prýði í fleiri málum en færri.

Þó að þú hafir búið á þessu svæði í Florida er ekki þar með sagt að þú sért sérfræðingur í löggæslumálum svæðisins. Þótt fólk hafi búið allan sinn aldur á Íslandi er ekki þar með sagt að fólk sé sérfrótt um Íslensku lögregluna eða vinnubrögð hennar. Hvernig á lögregla annars að haga sér í skotbardögum?

Hvernig dettur þér í hug að löggæslumálin hér séu að taka á sig Bandaríska mynd? Það hefur ekkert gefið tilefni til að halda að svo sé. Heldurðu að lögreglan í USA sé sú eina sem notar skotvopn við skyldustörf? Úr því að þú vilt taka Írsku og svissnesku lögregluna til fyrirmyndar má geta þess að í þessum löndum ber lögreglan skotvopn í beltinu. Ég staðhæfi líka að lögreglan í þessum löndum tæki mun harðar á mótmælendum  en sú íslenska gerir. 

Hvað varðar staðsetningu derhúfanna í þessari frétt get ég ómögulega tekið undir þessa samsæriskenningu þína um samvinnu lögreglunnar og mbl.is. Ég er handviss um að myndatökumaðurinn hefur viljað stilla þessu svona upp til að ná húfunum inn á myndina. Honum hefur eflaust þótt skotið flottara með húfunum. Það þarf ekki allt að vera plott. 

Hafðu það annars gott. 

Reynir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 03:26

12 identicon

Það var í blöðunum fyrir nokkrum árum að lögreglan var í e-skonar skiptinemaprógrammi við lögregluna í Talahasee - eða hvernig sem það er skrifað - svo það skýrir þann hatt.

Það er í sjálfu sér ekkert mál að hann hafi einhversstaðar eignast FBI hatt. Sennilega hægt að fá svoleiðis út í búð.

Uppstillingin fyrir framan þessi merktu hatta er hins vegar ekkert smekkleg.

kv.

arni valur (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 09:15

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er líka viss um að BB yfirmaður lögreglu á tindátasafn. Ef ekki eitthvað verra.

En þetta með að hafa hlutina sina nálægt hef ég reynt á eigin skinni, maður er einhvern veginn allber úti á túni að hafa þá ekki, hef reynt þetta þegar ég flutti á milli landa og þurfti að skilja við ýmislegt sem me´r þótti vænt um.

Og gleðilegt árið gamli minn!

Rut Sumarliðadóttir, 3.1.2009 kl. 11:21

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Rosalega ertu glöggur Svanur.  Húfurnar fóru alveg fram hjá mér í fyrstu.

Reyndar er fréttin (að mínu áliti) öll hin athyglisverðasta því hún virkar þannig á mig eins og verið sé að vara mótmælendur við. 

Í fyrsta lagi að löggan hafi verið gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu hörð gagnvart mótmælendum.

Í öðru lagi er því komið á framfæri að löggan eigi kylfur. þ.e að pipar sé 1. stig og kylfurnar séu 2. stig beitingar.

Í þriðja lagi er því komið að, að mótmælendur geti átt von á ofbeldi frá utanaðkomandi aðilum og þá kemur inn klippan af framgöngu 2 manna sem láta heldur - ja, dólgslega mundi hafa verið sagt í minni sveit.

(En sökum þess hverjir þeir eru þá tekur málið allt óvænta stefnu, eins og sjá má í umræðunni)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.1.2009 kl. 11:22

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Reynir; Segjum að viðtalið hefði verið gert með vopnabúr lögreglunnar að bakgrunni. Hvernig hefði það litið út fyrir þér?  Eða ef húfurnar hefðu verið minjagripir frá Þýskalandi og úr seinni heimstyrjöldinni, hefði það breytt einhverju?

Ómar, uppbyggingin á bandinu var snylld miðað við tilgang þess eins og þú bendir á. 

Rut; Þessi punktur er líka mikilvægur. Það skiptir miklu máli hvernig umhverfi fólk velur sér að starfa í, ekki hvað síst þegar starfsvettvangurinn er hluti af ímynd fólks eins og í þessu tilfelli. Bestu kveðjur.

Árni Valur; það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvernig þeim áskotnuðust húfurnar. Vera þeirra á skrifstofunni og auðsýnileiki á myndbandinu er (úthugsað eða vanhugsað) er atriðið sem ég fetti fingur út í. Þakka athugasemdina.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.1.2009 kl. 14:49

16 identicon

Ertu að segja að lögreglan í Tallahassee skjóti saklausa borgara daglega? Þetta er ekkert annað en ómerkilegur áróður.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:23

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Rafn.

Nei, það hef ég aldrei sagt, hvergi.  Ég segi að lögreglan þar hafi verið gagnrýnd og að skotbardagar þar séu daglegt brauð.

Í Tallahassee varð lögreglan ásamt fáeinum öðrum lögregluliðum í borgum í Bandaríkjunum að koma sér upp þreföldu rannsóknarkerfi á öllum skotbardögum sem hún lendir í. Þetta var gert eftir að hún hafði hvað eftir annað lent í því að þurfa "réttlæta" framgöngu manna sinna. Kynntu þér málin Rafn, áður en þú slærð fram einhverju um ómerkilegan áróður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.1.2009 kl. 17:41

18 identicon

Skýtið! Ég sá þessa frétt og þegar ég ská fyrirsögnina hjá þér datt mér fréttin í hug.

Þetta er nú dálítið áhugavert.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 18:42

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sem eiginlega sannar að þessi ómeðvituðu skilaboð eru að virka Davíð.

Gleðlilegt ár til þín og þinna:)

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.1.2009 kl. 19:08

20 identicon

Sæll

Ef ég man rétt þá er þjálfunarprógramm í Tallahassee sem Árni Þór sótti. Það sama á við um SWAT og FBI. FBI er með eitt besta forensic team í heimi og það ætti að þykja gott ef okkar menn komast í þjálfun þar. Sama á við um rannsóknardeildir þeirra.SWAT er líka í því að koma í veg fyrir að erfiðar aðstæður komi upp, hvort sem þið viljið trúa því eða ekki. Mjög ólíklegt, jafnvel fáránlegt, er að telja að Íslendingur sem komi í tímabundna þjálfun hjá FBI blandist þeirri pólitík sem þar er í gangi - hvað þá frá Hoover tímabilinu.

Þeir sem klára námskeið á því sérsviði sem þeir starfa, hafa gjarnan eitthvað um það á sínum skrifstofum. Það á við í þessu tilviki um Árna Þór; sem ég tel að sé einn að reyndustu og öflugustu mönnum innan lögreglunnar.

Það getur reyndar verið að vegna þekkingar Árna Þórs ofl, að ekki hafi verið tekið harðar á hlutum og reynt í lengstu lög að forðast átök. Það er þörf áminning að kylfur eru 2. stig til að koma í veg fyrir annað atvik í svipuðu formi og kinnbeinsbrot lögreglumanns.

En Þór. Þú ert svolítið sérstakur. Ekki satt? Heldur þú að þessir menn þrífist á því að koma fram með hörku? Ertu virkilega svo ósmekklegur?

Kv.

Sveinbjörn

PS: Uppstilling í bakgrunni getur vel verið tvíeggjuð, eins og Svanur bendir á.

SveinbjornK (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 20:27

21 Smámynd: Róbert Björnsson

Mikið er ég sammála þér að þessar húfur í bakgrunninum vöktu upp kjánahroll.  Symbolisminn er mjög skýr.  Mér er alveg sama þótt íslenskir lögreglumenn sæki þjálfun til Bandaríkjanna...þó svo ég skilji ekki af hverju þeir velji endilega hrottana í suðurríkjunum sem eru því miður þekktir fyrir þjösnaskap og óþarfa valdbeitingu.

Það er eins og sumir íslenskir lögreglumenn fari í þetta starf gagngert til þess að svala einhverjum barnalegum "action hero" fantasíum og margir þeirra virðast haldnir blæti fyrir einkennisbúningum og valdbeitingartólum.  

Róbert Björnsson, 4.1.2009 kl. 19:13

22 identicon

Það vekur upp kjánahroll hjá mér að lesa athugasemdir eins og eftir hann Mr. Bobby Jensen hér að ofan. Er þetta ekki að verða þreytt, þetta með action hero fantasíur þeirra sem vinna við lögreglustörf. Hvað myndu gjaldkerar segja ef endalaust væri verið að gera að því skóna að meirihluti þeirra sækti í að starfa sem gjaldkerar til að gera stolið peningum? Það má nefna fleiri dæmi en þetta er orðin úrelt klisja og rógur.

Reynir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband