Skókast í Írak

arabic2bMeðal Araba er skókast tákn um mikla vanvirðu. Á sínum tíma þegar að styttan af Saddam Hussein var rifinn af stalli árið 2003 í Bagdad, sýndu Írakar vanvirðingu sína og vanþóknun með því að kasta skónum sínum í fallna styttuna.

Skókast er forn leið til að sýna vanþóknun sína í mið-austurlöndum og kann að eiga rætur sínar að rekja til Gamla testamentisins þar sem segir frá óvinum Júda í Sálmunum 60:10 ; Móab er mundlaug mín, í Edóm fleygi ég skónum mínum, yfir Filisteu fagna ég."

Skórinn er auðvitað tákn fyrir lægst setta hluta líkamans (fætur) og þegar skó er kastað að einhverjum á arabískum menningarsvæðum táknar táknar það að sá sem að er kastað sé auvirðilegur. Á þeim svæðum er einnig mikil vanvirða að sýna sólana á skó sínum, eins og með því að setja fæturna upp á borð.

bush shoeÍ dag var skó kastað að George W. Bush forseta bandaríkjanna þar sem hann var á blaðamannafundi ásamt forsætisráðherra Íraks. Bush sýndi hversu liðugur hann er við að bregða sér undan skeytum og skórnir sem hann sagði að hefðu verið númer 10 snertu hann ekki.

Í afgreiðslugólfinu á  Aal-Rashid Hótelinu í Badgdad hefur verið lögð stór mósaík andlitsmynd af George Bush og þar neyðast allir gestir til að ganga á ásjónu hans. Þetta var auðvitað gert í háðungarskini við forsetann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Áhugaverð grein og virkilega gott að vita þetta ef maður skyldi fara til miðausturlanda einn daginn.

Sniðug hugmynd með myndina í anddyrinu.

Takk fyrir fróðlega grein Svanur.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 15.12.2008 kl. 00:52

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Það er þá ekki mikil virðingastaða hjá þeim að vera skósmiður eða hvað? Hvað ætli múslimum á Íslandi finnist um þann þjóðlega sið okkar að setja skóinn út í glugga. Trúlega myndi þá múslímskur fótboltamaður líta á það sem móðgun að hljóta gullskóinn.

Þorvaldur Guðmundsson, 15.12.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband