11.12.2008 | 00:22
Gagnrýni óskast
Fyrir sex mánuðum heyrði ég Tom Corneill syngja og spila í fyrsta sinn. Hann var meðal sex annarra flytjenda á einskonar popp/þjóðalaga-kvöldi sem ég lét tilleiðast að sækja. Á meðal þeirra laga sem hann flutti var lagið "I go to pieces" sem hann hafði þá nýlokið við að semja og er mjög persónulegt en Tom er ungur upprennandi listamaður hér í Bath. Eftir að hann hafði lokið spilamennskunni þetta kvöld, gaf ég mig á tal við hann og þannig hófst samvinna okkar.
Hér að neðan er myndbandið af I go to pieces sem verður formlega flutt í fyrsta sinn á Laugardag Í Chapel Art Centre hér í Bath ásamt lögunum af hljómdisk með sama nafni. Mig langar með birtingu og frumflutningi þessa lags og myndbands hér að kanna aðeins viðbrögðin hjá ykkur lesendur góðir og biðja ykkur gera mér og Tom þann greiða að vera ósparir á gagnrýni eða lof á myndbandið, lagið og flutninginn, þ.e. að segja nákvæmlega það sem ykkur finnst. Með fyrirfram þökkum.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 00:50 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 786805
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér fannst þetta flott lag, flottur flutningur og mega flottur söngvari Myndbandið var listrænt og fallegt
Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 01:41
Þetta er flott lag og söngvarinn á sennilega góða framtíðarmöguleika.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 11.12.2008 kl. 01:49
Sándið í tölvunni minni er ekki fullkomið, en ég skal gera mitt besta sem gamall hljómsveitagaur og poppari, þó ég tilheyri sennilega ekki markhópnum.
Sérstakt lag og mjög áhugavert, sjaldgæft að heyra trommu og bassalaus lög. Góður söngvari með frábæra rödd þó stundum megi hann draga endatóninn aðeins lengur.
Upphafsstefið heyrist mér spilað af einni fiðlu og selló (jújú, allt á hljómborð kannski en skiptir ekki máli) (er sellóið pínu falkst?). Hefði frekar viljað heyra þrjár fiðlur og eina þeirra hátt á stiganum. Góður kassagítarleikur en sándið mætti vera mýkra (tölvan?)
Mætti vera greinilegri skil milli kafla sem söngvarinn gæti afmarkað betur með áherslum (krafti). Mér þætti flott ef mjúkur snerill þyrlaði aðeins til áhersluauka í millikaflanum. Góð röddun með fiðlunni í millikaflanum, en mætti ekki gera þetta með þríradda bakraddasöngkonum?
Lokakaflinn er frábær, frá og með "how after all....." sem er sérstaklega góður auka millikafli, (kirsuberið á toppnum) sérstaklekga góð röddun með fiðlunni og smá strengir koma flott inn, og síðasti hlutinn, þegar allt fellur í ljúfa löð, er virkilega flott.
Myndbandið finnst mér mjög gott, enda finnst mér fátt fallegra en falleg náttúrufegurð. Finnst þessi uppsetning falla vel að laginu. Smá galli finnst mér of mikið "setup" af söngvaranum, frá því hann setur hringinn í hendina þar til hann hendir honum, er þar að auki ekki alveg í takt við stemninguna í laginu.
Nú er ég búinn að hlusta á lagið 6-7 sinnum og svei mér þá - þetta er mjög gott lag, verður alltaf betra og betra.
ÞÚ BAÐST UM ÞETTA!
kveðja
sigurvin (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 03:56
Hæ, hæ,
Já það er eitthvað við hann Tom Corneill, alger sjarmur og lagið er fínt. Myndbandið flott nema þetta með hringinn, æi smá ofnotað og dálítið boybandfílingur í því :)
Svo verð ég að segja að þessi hvíta skyrta og vesti er ekki að gera sig........passar heldur ekki við umhverfið og atmóið í myndbandinu!
Hlakka til að heyra og sjá meira af drengnum......greinilega efnilegur! Hef samt ekkert vit á tónlist eða myndböndum en veit hvað mér finnst flott :)
kær kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 08:21
Gagnrýni er ekki mín sérgrein. En fyrst þú biður svo vel, læt ég til leiðast.
Lagið er í raun betra, og vinnur á við hlustun - án myndbandsins. Það er ekki vegna myndatöku eða klippingar. Lagið er mjög "mónotónt", en raddbeiting kappans bjargar því. En "talk of holiday" búturinn, þar sem hann gengur upp hlíðina, er falskur.
Lag með þennan titil á ekki að syngja út í fallegri náttúru, á kornökrum við á og rómanstíska myllu. Frekar á kaffihúsi. Svo þoli ég ekki myndbönd þar sem fólk labbar og Tom Corneill gengur dálítið einkennilega í myndbandinu. Eins og hann sé með steina í skónum.
Hálsklúturinn..... Hefur verið uppboð á gömlum klútum Gilbert O'Sullivans? Ber bringa lýsir betur manni sem er að fara í spað. Þá dugar ekki Gucci-tuska. Viku-skegg, rautt, fer ekki blondínum vel. Tattúið er handleggnum er fyllerístattú. Það passar ekki við ermar sem hafa verið brettar upp af mömmu. Svo stoppar hann á einum stað og horfir á blóm á þistli og manni sýnist að hann stingur sig. Já, fjandakornið hann stingur sig.
James Blunt er hann ekki, og getur örugglega aldrei sungið eins háa tóna og Blunt. En það eru miklar tilfinningar. Augun eru þung af keltneskri sorg, augabrýrnar þungar og ljósfælnar eins og á Bob Dylan. Ljósfælnir menn fara ekki út á akra á sólskynsdegi.
Þegar hann er orðinn ríkur og frægur, getur hann fengið sér tannhreinsun og látið gera við skemmdirnar í framtönnunum.
Nú hef ég hlustað á það 6 sinnum, og þetta er lag sem mér geðjast að.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.12.2008 kl. 09:03
Eftir mikil leiðindi við að ná að hlusta og horfa á lagið (tæknileg vandamál við niðurhal) þá er lagið alveg biðarinnar og vesensins virði
Alveg ágætis lag með fallegu myndbandi
Anna Gísladóttir, 11.12.2008 kl. 13:56
ég veit ekki hvort það er eitthvað að í minni tölvu en ég sé ekkert myndband undir textanum
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.12.2008 kl. 15:22
Það er myndband þarna Hrafnhildur mín. Stundum tekur smá tíma fyrir það að birtast. Annars er að fara á youtube (ef þú nennir) og slá inn Tom Corneill og þá hlýtur það að koma upp.
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.12.2008 kl. 15:50
Ég get nú ekkert annað en talað út frá mínum smekk, svo það er enginn stóridómur sem ég segi. Mér finnst lagið fallegt og söngvarinn með fallega rödd. Hins vegar finnst mér ómstríðan í upphafi algerlega út úr kú og hljómar eins og einhverskonar kakófónía ofan í dós. Það er allt allt of mikið klang í þessum gítar og hann er allt of framarlega í mixinu og mætti jafnvel missa sín. Píanó, Óbó, er eitthvað sem mér dettur í hug sem undirspil. Svona kassagítarglymjandi er annars eitthvað sem ég hef algert antípat á og ér kalla svona ringiriggi, það á heima á demóum og skrifast út við útsetningar. Angurvær rafmagnsgítar í anda Knoffler væri þó kannski málið hér. Melódískur og sentimental.
Semsagt frábært efni en rusl útsetning.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2008 kl. 00:14
Ég held að þessi piltur eigi að geta meikað það, því hann setur sálina í sönginn sinn og meinar það sem hann syngur, ef svo má segja. Það er fágætur eiginleiki.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2008 kl. 00:17
Við höfum svo eitthvað grautað í kvikmyndagerð og ég er viss um að við erum sammála um að umgjörðin harmónerar ekki alveg með laginu, þar tek ég undir það sem Villi segir. Myndefnið er ein allsherjar klysja. Hvert einasta skot. Og því andlaus sköpun. Sorry.
Veit ekki hvað skyldi leggja til. Kaffihús segir Villi og ég tel það hæfa betur en þetta. Lagið virkar svolítið rigningalega á mitt sálarhró, svo kannski væri það málið að nota slíkt þema. Sjá hann gegnum rigningarrúðu, gráleitur blámi, contrast, chrome. Lækir pollar, dropar. Jafnvel regnhljóð í intrói og niðurlagi. Lagið er um söknuð, einmannaleika, ástarsorg. Kannski væri gott að sýna einhverja hluti sem minna á liðna nærveru astarinnar. Bara svona off the head..
Lagið vinnur á og var þó strax áheyrilegt.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2008 kl. 00:32
Ég þakka kærlega það sem komið er af góðri og ærlegri krítík. Ég vissi að sjálfsögðu að ég var að setja hausinn sjálfviljugur í gapastokkinn með að biðja um gagnrýni en án hennar verður ekkert bætt og hún því nauðsynleg.
Það hefði kannski átt að upplýsa það í upp hafi að lagið er leikið á tvo kassagítara og eitt selló. Engin önnur hljóðfæri koma við sögu. Tom syngur og leikur að jafnaði einn á gítar. Sveitadrengurinn Tom Corneill (hann er alin upp á sveitabæ hér skammt frá Bath) reikar um í náttúrunni sem á endanum svelgir öll tár en þrátt fyrir náttúrufegurðina er hann dapur. Hann sér bara það sem vekur með honum depurð eins og álftina sem er ein en er venjulega trygglynd og einkvænistegund. Hann hendir hringnum (sem er klisja en fær "raunverulega" merkingu af því hringurinn var í alvörunni sami hringurinn og hann fékk gjöf frá stúlkunni sem hann saknar) í ána, Vatnið, áin og droparnir af vatnshjólinu áttu að koma í stað rigningarinnar sem Jón Steinar saknar. Skotin eru eins og Jón Steinar segir afar hefðbundin og einfaldleikinn var hafður í fyrirrúmi til að taka ekki frá einlægni söngsins. Þannig má segja að það sem lagt var af stað með í upphafi hafi tekist þótt vissulega hafi verið hægt að nálgast viðfangsefni á allt annan hátt eins og bæði Jón Ragnar og Vilhjálmur benda á.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.12.2008 kl. 10:51
Hann er soldið þú. Angurvær og sorgbitinn maður með eftirsjá og trega í hjarta. Laglegt lag en soldið rembingslegur í angurværðinni. Hefði dottið í hug að gítarspilið, testinn og lagið væri þitt en sungið af öðrum aðeins raddmeiri. Hvenær ætlar þú að halda áfram að semja og gefa eitthvað út eftir sjálfan þig? Tónlist eða ritlist? Núna þegar Rúnar Júl er allur þá gæturðu líka komið fram sem Rúnar Júl look alike. Eða ertu ákveðinn í að leggja fyrir þig produceringarlist öðrum listamönnum til framdráttar kæri Svanur? Gangi þér allt í haginn, hvað sem þú tekur þér fyrir hendur.
gp (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.