Hvít Jól

Oft hafa verið gerðar kannanir á hvaða jólalag heimsbyggðinni hugnast best og oftar en ekki hefur lagið "White Christmas" (Hvít Jól) vermt efsta sætið. Það er því ekki að furða að höfundur þess Irving Berlin hafi verið upp með sér eftir að hafa lokið við samningu lagsins þar sem hann sat við sundlaugina í  Arizona Biltmore Resort and Spa í Phoenix, Arizona árið 1940.

Sagan segir að daginn eftir hafi hann komið askvaðandi inn á skrifstofu sína mjög uppveðraður og hrópað á ritarann sinn; "Gríptu pennann þinn og taktu niður þetta lag. Ég hef lokið við að semja besta lag sem ég hef nokkru sinni samið - svei mér þá, ég hef samið besta lag sem nokkru sinni hefur verið samið".

Í fyrstu útgáfunni af texta lagsins gerði Berlin grín að gervijólatrjám og íburði Los Angeles búa við jólahaldið en breytti svo textanum síðar en hann hljómar svona:

I'm dreaming of a white Christmas
Just like the ones I used to know
Where the treetops glisten and children listen
To hear sleighbells in the snow

I'm dreaming of a white Christmas
With every Christmas card I write
May your days be merry and bright
And may all your Christmases be white

May your days be merry and bright
And may all your Christmases be white

 

"Hvít Jól" var fyrst sungið af Bing Crosby árið 1942 í söngva-kvikmyndinni "Hollyday Inn."  Reyndar syngur hann dúett með leikkonunni Marjorie Reynolds en rödd Marjorie var skipt út fyrir rödd söngkonunnar Mörthu Mears.

Sú útgáfa sem vinsælust er af laginu í flutningi Bings er samt ekki úr kvikmyndinni eða sú sem hann tók upp árið 1942. Sú upptaka skemmdist af mikilli notkun og árið 1947 var Bing kvaddur Til Decca hljóðritunarinnar og látinn syngja lagið upp á nýtt með upphaflegu bakröddunum og sömu hljómsveit og áður þ.e. Trotter Orchestra and the Darby Singers.

Sjálfur var Crosby ekkert skerstaklega ánægður með útkomuna og fór háðslegum orðum um hana; "a jackdaw with a cleft palate could have sung it successfully."

Árið 1954 var lagið valið sem titillag kvikmyndarinnar "White Christmas" með Bing Crosby, Danny Kaye, Rosemary Clooney og Veru-Ellen. Þrátt fyrir að svipa mjög til fyrri myndarinnar "Holliday Inn" varð hún mun vinsælli og er í dag sýnd á flestum sjónvarpsstöðvum á Jólum.

Hljómplata Crosbys "White Christmas" er talin mest selda plata allra tíma en lagið hefur að auki verð gefið út á fjölda annarra hljómplata og gert skil af ókunnum fjölda listamanna.

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Alltaf spilaður heima hjá mér, dætur mínar merkja að jólin eru að koma þegar Bing gamli er settur á fóninn.

Fóninn, omg, hvað maður er orðinn gamall að tala um fóninn, þetta á auðvitað að vera geislinn.....

Rut Sumarliðadóttir, 10.12.2008 kl. 14:41

2 identicon

Takk fyrir þennan fróðleiksmola.

White Christmas eftir Irving Berling,  The Christmas Song eftir þá Mel Tormé og Bob Wells og Er líða fer að Jólum eftir Gunnar Þórðarson eru bestu jólalögin að mínu mati.

Brynjar Emil (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:09

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ekta jólalag....en ég er samt meira fyrir "rauð jól"

Sigrún Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 18:04

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

klassik.. 

Óskar Þorkelsson, 10.12.2008 kl. 19:05

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Einhvern tíma mun múslími búa til enn betra jólalag en Irving Berlin, þar sem hann situr við sundlaugina í Dubai. 

Svanur þú er sannkallaður netjólasveinn. Þetta er meint með hlýju.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.12.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband