Fjögur spakmæli

Í hvert sinn sem ég heyri spakmæli af einhverju tagi, velti ég því fyrir mér í hvaða samhengi það var fyrst sagt og hvernig það varð síðan fleygt. Það fylgir nefnilega ekki alltaf sögunni en getur jafnvel breytt merkingunni algjörlega. Í enskri tungu eru flest spakmæli eftir rithöfunda og fer William Shakespeare þar fremstur í flokki.

Sum spakmæla hans og orðatiltæki eru orðin svo rótgróin tungunni að margir gera sér ekki grein fyrir að um "spakmæli" er að ræða þegar þeir nota það.  Mark Twain er líklega fremsti spakmælahöfundur Bandaríkjanna en spakmæli hans eru nánast auðþekkjanleg á húmornum. Eins er um breska rithöfundinn Oscar Wilde sem skipar annað sæti spakmælahöfunda af bresku bergi. 

Hér að neðan eru fjögur spakmæli og lesendur geta spreytt sig á, ef þeir vilja, að giska á hverjir séu höfundar þeirra;

"Hugsunin verður að orðum. Orðin verða að verkum. Verkin verða að vana. Vanin mótar manngerð þína. Gættu því vel að hugsun þinni. Láttu hana spretta af ást sem er fædd af umhyggju fyrir öllum verum." 

"Hvert okkar er einvængja engill. Við getum ekki flogið án þess að umfaðma einhvern."

"Ást fær ekki jörðina til að ferðast um geiminn. Ást er það sem gerir ferðlagið þess virði að fara í það." 

"Ástin líkt og fljótið mun finna sér nýjan farveg í hvert sinn sem hún mætir fyrirstöðu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Læt mér nægja spakmælin.  En rakst á skemmtilegt spakmæli áðan þegar ég fór að kanna þetta: Of mikið af húsverkum geta valdið heilaskaða

gæti verið eftir einhvern jólasvein ?  En ekki mig samt   tengill

annar Íslenskur tengill  en ekki þar heldur en mörg þar ansi góð

Máni Ragnar Svansson, 12.12.2008 kl. 16:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér fannst fyrsta spakmælið sannleiksþrungið. Hef heyrt eitthvað í þessa veru áður. Kannski í einhverjum bóka Gunnars Dal. Man það ekki.

Annars heyrði ég eitt ágætt um daginn. Það er:

Þegar þú spyrð barn að því hvað það ætli að verða þegar það vex úr grasi (verður stórt) þá ertu um leið að segja því að það sé ekki neitt þá stundina, þegar að þau eru í rauninni allt.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2008 kl. 17:19

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk

Hólmdís Hjartardóttir, 12.12.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband