Fleira smálegt

links

"Það sem gerir þig ánægða(n), það er fjársjóður þinn. Þar sem fjársjóður þinn er þar er hjarta þitt. Þar sem hjarta þitt er þar er hamingja þín."  

Heilagur Ágústínus (354-430)

The naked Icelanders

"Þegar þú öðlast persónuleika, þarftu ekki á nektinni að halda".

Mae West, (1892-1980 Bandarísk leikkona)

149syllabus9crystal2

Sveitin er staður sálarinnar, borgin er staður líkamans.

(Bahai ritningargrein)

yogazo0

Aleinn með sjálfum mér

Trén beygja sig til að gæla við mig

Skugginn faðmar hjarta mitt

Candy Polgar

a279_Hallgrimur

Trúarbrögð mín eru einföld. Það er engin þörf á hofum, engin þörf fyrir flókna heimsspeki. Hugur okkar og hjarta er hofið; heimspekin er velvilji. Dalai Lama


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Mae West á líka annan frasa sem ég nota sérstaklega þegar fólk er að berja á hvoru öðru í skilnuðum og hann er svona: "Ain´t love grand".............

Rut Sumarliðadóttir, 4.12.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Takk, þetta lyftir sálinni... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.12.2008 kl. 10:55

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Takk fyrir mig

Kristberg Snjólfsson, 4.12.2008 kl. 11:00

4 Smámynd: Brattur

... syntu á móti straumnum, það þjálfar vöðva þína og einbeitingu....þegar þú kemur á leiðarenda munt þú rísa á fætur og ganga... ef þú flýtur með straumnum kemst þú  aldrei upp úr ánni... og hverfur í hafið...

Óþekkur höfundur.

Brattur, 4.12.2008 kl. 23:17

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta var fín viðbót Brattur. Takk fyrir athugasemdrinar Rut, Lára og Kristberg.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.12.2008 kl. 00:05

6 Smámynd: Skattborgari

Þetta er virkilega góð grein og mikið til í þessu. Þetta með sveitina og borgina er hárétt.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 5.12.2008 kl. 00:42

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, takk fyrir enn einn góðan pistil. 
En segðu mér; hvernig ferðu að þessu?  Ég er búin að sitja yfir nornafárinu í Salem í tvær vikur samhliða vinnuverkefnum og öðrum daglegum skyldum.  Þá á ég við gagnaöflun, sortéringu og þýðingu fyrir aðeins eitt lítið blogg - sem með sama framgangshraða verður ekki birtingarhæft fyrr en árið 2015 :)   

Kolbrún Hilmars, 5.12.2008 kl. 19:58

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sammála þér auðvitað Skatti.

Svo ég taki fyrirspurn þína Kolbrún mjög alvarlega ;) er svarið eitthvað á þessa leið;

Ég á sitthvað í handraðanum og sitthvað enn í kollinum. Netið gefur stundum vel matreiddar upplýsingar ef maður veit að hverju og hvar skal leita og ég get verið snöggur að snara texta þegar með þarf. En eitt kannski örðu fremur hjálpar mér við að "framleiða" og það er að á hverju kvöldi tek ég mér smá göngutúr og hugsa um bloggið. Þá fæðist venjulega hugmyndir sem ég leita svo eftir að hrinda í framkvæmd strax á eftir. (stundum á dálítið ódýran hátt viðurkenni ég alveg) Ég skrifa svo á milli ellefu og tólf á kvöldin. (stundum ögn lengur:)

Nornafárið í Salem 1692 er verðugt verkefni og áhugavert. Ég notaði texta úr réttarhöldunum eitt sinn í einþáttung sem ég setti saman að gamni mínu. Gangi þér vel með greinina og ég hlakka til að lesa hana.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.12.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband