Afmæli

Þessa dagana, 27- 28.  Nov. er eitt ár síðan að ég byrjaði að blogga og ýtti fyrst á "vista og birta" og "skoða síðu" takkana og sá fyrsta bloggið mitt á blog.is birtast þann 29.

280 misgóðum færslum og rúmlega 58.000 góðum gestum síðar er ég enn að, þótt þetta hafi í upphafi átt að vera einhverskonar tilraunastarsemi. Fyrstu mánuðina komu hér fáir enda tekur tíma að grundvalla blogg. 

Um leið og ég þakka lesendum og bloggvinum "samvistirnar", "samræðurnar" og "samstöðuna" á þessu tímabili bíð ég í smá blogg-veislu af tilefni dagsins. Ég ætla sem sagt að birta nokkur blogg í dag með jöfnu millibili en ég lofa því jafnframt að þau verða ekki þungmelt.

Hér í lokin, endurbirti ég fyrsta bloggið sem mér finnst bara ágætt enn, þrátt fyrir ellina. Góðar stundir.

Shakespear og Biblían

  shakespear_william             biblia

Þegar að þýðingu The King James Biblíunnar var lokið árið 1610 var William Shakespear 46 ára.

Sumir halda fram að William hafi komið nálægt þýðingu hennar og sett mark sitt á hana með því að fela nafn sitt í 46. Sálmi.

Fertugasta og sjötta orð sálmsins er "shake" og fertugasta og sjötta orð talið frá enda sálmsins er "spear". Ekki á að telja viðbótarorðið "selah" með, enda seinni tíma viðbót.

Dæmið sjálf;

 Psalm 46... 1God 2is 3our r4efuge 5and 6strength, 7a 8very 9present 10help 11in 12trouble. 13Therefore 14will 15not 16we 17fear, 18though 19the 20earth 21be 22removed, 23and 24though 25the 26mountains 27be 28carried 29into 30the 31midst 32of 33the 34sea; 35Though 36the 37waters 38thereof 39roar 40and 41be 42troubled, 43though 44the 45mountains 46shakewith the swelling thereof. Selah. There is a river, the streams whereof shall make glad the city of God, the holy place of the tabernacles of the most High. God is in the midst of her; she shall not be moved: God shall help her, and that right early. The heathen raged, the kingdoms were moved: he uttered his voice, the earth melted. The LORD of hosts is with us; the God of Jacob is our refuge. Selah. Come, behold the works of the LORD, what desolations he hath made in the earth. He maketh wars to cease unto the end of the earth; he breaketh the bow, and cutteth the 46spear 45in 44sunder; 43he 42burneth 41the 40chariot 39in 38the 37fire. 36Be 35still, 34and 33know 32that 31I 30am 29God: 28I 27will 26be 25exalted 24among 23the 22heathen, 21I 20will 19be 18exalted 17in 16the 15earth. 14The 13LORD 12of 11hosts 10is 9with 8us; 7the 6God 5of 4Jacob 3is 2our 1refuge. Selah.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið Svanur.  Ég hef nú ekki alltaf verið aufúsugestur hjáþér en ég þakka þér að síðan þín hefur staðið mér og álíka kverúlöntum opin þó að ég efist ekki um að þig hafi stundum langað mest til að loka á pestina hann Marco.

Gangi þér allt í haginn og megirðu blogga í hundrað ár!!

marco (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 00:15

2 identicon

Til hamingju með árið Svanur, það hefur verið yfirhlaðið fróðleik og öðru skemmtilegu sem ég vil færa þér bestu þakkir fyrir.

Bestu kveðjur til þín, með von um jafnöflugt áframhald.

sigurvin (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 00:26

3 Smámynd: Skattborgari

Til hamingju með bloggafmælið Svanur og takk fyrir allar þessar góðu og fróðlegu greinar sem þú hefur komið með.

Vonandi muntu sjá þer fært að koma með fróðleik áfram.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 28.11.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með árs afmælið og takk fyrir alla þína góðu og fróðlegu pistla.  Svo er líka svo gaman að kynnast þér upp á nýtt.

Sigrún Jónsdóttir, 28.11.2008 kl. 01:08

5 identicon

Til hamingju með daginn. Takk fyrir góða pislta. ( Hér á að vera afmælisblaðra )

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 09:39

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, ég óska þér til hamingju með daginn.  Okkur hinum líka, því okkar er ánægjan ekki hvað síst 

Kolbrún Hilmars, 28.11.2008 kl. 10:46

7 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Til hamingju með árið alltaf gaman að lesa pistlana hjá þér. En það er reyndar 28 nóv í dag ekki 29   

Kristberg Snjólfsson, 28.11.2008 kl. 10:52

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Til hamingju með árið Svanur minn. Ég er afskaplega glöð með það að hafa fundið þig á blogginu því ég tel þig með því fólki sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt, miklu meira en þú getur ímyndað þér og ég vona svo sannarlega að ég eigi eftir að hitta þig aftur í eigin persónu

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.11.2008 kl. 11:05

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Til lukku með gamli.

Rut Sumarliðadóttir, 28.11.2008 kl. 11:16

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Svanur, það er 28. nóvember í dag...

Mamma verður 85 ára á morgun, 29. nóvember, á afmælisdegi síðunnar þinnar.

Til hamingju á morgun, 29. nóvember.

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2008 kl. 11:41

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk öll fyrir góðar kveðjur.

Jú það er reyndar 28 í dag en bloggið var stofnað þann 27 og ég hef víst verið svona ragur við að senda fyrsta bloggið að það tók mig meira en dag því það er dagsett 29. En dagurinn í dag 28 fyllir árið og á morgun veður það ár og fyrsti dagur annars árs.

Greta til hamingju með mömmu þína,

Rut takk.

Hallgerður , Sigrún, Sigurvin og Skatti  TAKK

marco, ávalt velkomin og takk fyrir innlegg þín og gagnlegar umræður

Hrafnhildur mín kæra, see you soon.

Kristberg, takk

Kolbrún, takk

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.11.2008 kl. 12:46

12 identicon

Til hamingju með það og vonandi verða blogginn miklu fleiri!!!!!

kær kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 14:18

13 identicon

Sæll Svanur !  Til lukku með daginn. Og ekki síður óska ég OKKUR, sem lesum pisla Svans, til lukku með það, hvað skrif hans eru skemmtileg og fróðleg. Megi hann halda áfram skrifum sínum sem lengst.  Haltu áfram Svanur, heimurinn er fullur af fróðleik og skemmtun, það þarf bara að finna það, og deila því með meðbræðrum og systrum sínum. TAKK FYRIR  SVANUR.

Kv. Kristján.

Kristján Helgason (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 22:23

14 Smámynd: Villi Asgeirsson

Til hamingju með árið. Það er alltaf gaman að lesa færslurnar þínar. Ég þarf að koma oftar í heimsókn.

Villi Asgeirsson, 29.11.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband