Mamma Afríka látin.

miriam_wideweb__470x318,0Hin kunna söngkona frá suður-Afríku Miriam Makeba, þekkt sem rödd Afríku er látin, 76 ára að aldri. Makeba lést eftir tónleika sem hún héllt í borginni Caserta í norður Ítalíu. Makeba var þar til að styðja við bakið á rithöfundinum Roberto Saviano sem hefur verið hótað lífláti af ítölsku mafíunni, en hún er alþekkt fyrir þrotlausa baráttu sína fyrir margskonar mannréttindamálstaði víða um heiminn.

Hjartaáfall er talið hafa orðið þessari heimsröddu að aldurtila.

Segja má að Mekaba hafi verið fyrsta ofurstjarna Afríku en hún var sem kunnugt er gerð útlæg úr heimalandi sínu í meira en 30 ár. Hún ávarpaði Sameinuðu þjóðirnar, söng fyrir  John F. Kennedy og var gefin heiðurþegn- réttindi í 10 löndum. Þegar hún giftist "Svarta Afls"  Stokely Carmichael seint á sjöunda áratug síðustu aldar og flutti til Geníu fældi hún frá sér bandarísku umboðsmennina sem þóttust ætla að greiða veg hennar í Ameríku.

Mömmu Afríku var boðið  til baka til heimalands síns af  Nelson Mandela árið1990 en hún hélt áfram að syngja sína einkennilegu blöndu af Afríkutónlist og djassi fram á síðasta dag þrátt fyrir að hafa tilkynnt fyrir þremur árum að hún ætlaði sér að setjast í helgan stein. "'Jú ég sagðist ætla að hætta, en það eru svo margir sem hafa haft samband og sagt að ég hafi ekki komið til að kveðja" sagði hún nýlega í viðtali.

Ferill Makebu virtist alltaf í uppnámi, hún barðist á tíma við krabbamein, fór í gegn um fjóra hjónaskilnaði og þoldi afar ótímabært lát dóttur sinnar.  nóg um það að sinni. Hér er Dívan mætt með Pata Pata


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi frábæra söngkona!  Hvað getur maður sagt?

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband