Barack Hussein Obama

obamaHeimsbyggđin er enn ađ átta sig á stórtíđundunum sem berast nú frá Bandaríkjunum. Ţar hefur frjálslyndasti öldungadeildarţingmađur Demókrata  veriđ kosin fertugasti og fjórđi forseti Bandaríkjanna.

Fyrir utan ađ vera frjálslyndur er hann ţeldökkur sem setur hann í ţá sérstöku sögulegu stöđu ađ geta hafa veriđ einkaeign alla vega sjö ţeirra fjörutíu og ţriggja hvítra karlmanna sem gengt hafa á undan hinum ţví embćtti sem hann hefur nú veriđ kosinn til ađ gegna. Fyrir fjörutíu árum ţegar Obama var sjö ára hefđi hann ekki fengiđ ţjónustu á mörgum veitingastöđum í Bandaríkjunum og hefđi ţurft ađ nota sér salerni á bensínstöđum í suđuríkjum Bandaríkjanna.

En Barack Hussein er ekki bara ţeldökkur, hann er líka ađ hálfu Afrískur og á ömmu og ćttmenni á lífi sem búa í ţeirri hrjáđu álfu. Hann ber auk ţess nafn einnar helstu og ţekktustu hetju Íslam. Hussein Ali var nafn annars sona Fatímu dóttir Múhameđs stofnanda Íslam. Hann var í miklu uppáhaldi hjá afa sínum og margar sögur fara af hversu líkir ţeir voru. Hann dó píslavćttisdauđa ásamt sjötíu og tveimur köppum sínum í orrustu viđ Karbala í Írak, en mikil helgi hvílir á hinum og nafni hans, sérstaklega međal Shia múslíma.

Hversu sögulegar ţessar kosningar eru er varla hćgt ađ segja til um núna međ einhverri vissu, til ţess eru viđ allt of nálćgt atburđinum. En víst er ađ hann er ekki hćgt ađ ofmeta. Sú stađreynd ein ađ Obama náđi kjöri, hvert sem framhaldiđ verđur, á eftir ađ valda grundvallarbreytingum á hugarfari og sjálfsmynd ţeldökkra í Bandaríkjunum og víđa um heim. Eđa  eins og Jesse Jackson, fyrrum forsetaframbjóđandi og blökkumannaleiđtogi í Bandaríkjunum komst ađ orđi eftir ađ Obama hafđi tryggt sér sigurinn, "Ef ţađ gat gerst í Bandaríkjunum, getur ţađ gerst í Bretlandi og öđrum Evrópulöndum og hvar sem er".

Fjölţjóđleg fjölskylda Baracks Obama

obama-family-paternal-side 

Foreldrar og fósturfađir

obama-mom-high-school-year-book-photo_thumbnail Móđir Obama; Stanley Ann DUNHAM var fćdd 27. Nóvember 1942í  Wichita, Kansas og lést 7. Nóvember 1995 af legkrabbameini. Hún hóf háskólanám sitt viđ Háskólann á Hawaii áriđ 1960. Ţar hitti hún fyrri mann sinn; Barack Hussein OBAMA eldri. Hann og Stanley Ann DUNHAM voru gefin saman áriđ 1960 á Hawaii og áttu saman Barack Hussein OBAMA yngri, f. 4. Ágúst 1961.

barack-obama-sr Barack Hussein OBAMA eldri var fćddur 1936 í Nyangoma-Kogelo, Siaya Hérađi í  Kenya. Hann lést í bílslysi  í  Nairobi í  Kenyaáriđ 1982. Hann skildi eftir sig ţrjár eiginkonur, sex syni og eina dóttur. Öll börn hans búa í Bretlandi  eđa í Bandaríkjunum nema eitt.  Einn brćđranna lést áriđ 1984 og er grafinn í ţorpinu  Nyangoma-Kogelo, Siaya hérađi í  Kenya.

Systkini

Fjölskyldusaga Obama yngri er dálítiđ flókin. Svo virđist sem fađir hans hafi ţegar veriđ giftur ţegar hann gekk ađ eiga Stanley Ann móđur hans. Hann átti konu í Kenýa, Kezia ađ nafni. Ađ sögn Stanley Ann höfđu ţau Obama eldri og Kezia veriđ gefin saman af öldungum ţorps ţeirra en engin skjöl voru til ađ sanna ţađ. Međ Kezia átti Obama eldri tvö börn, Roy og Auma, sem bćđi starfa núna viđ félagsţjónustuna í Berkshire í Englandi.

Ţađ hefur veriđ til ţess tekiđ eftir ađ Obama yngri tryggđi sér forsetaefnisútnefninguna ađ hálf bróđir hans Roy er trúađur múslími. Hann er sagđur hafa snúiđ baki viđ lífsstíl veturlandabúa eftir bitra reynslu og horfiđ aftur til trúar föđur síns og afa og Afrískra gilda.

Ţegar Obamavar tveggja ára skildu foreldrar hans. Fađir hans fluttist til Connecticut til ađ halda áfram menntun sinni. Ţegar ađ Obama eldri lauk námi sínu viđ Harvard og héllt til baka til Kenýa var ţriđja kona hans Ruth (Bandarísk) í för međ honum. Sú ól honum tvo syni og einn ađ ţeim lést í mótorhjólaslysi. Obama eldri hélt áfram ađ hitta Kezia fyrstu konu sína eftir komu sína heim.

obamas-family-stepfather-mom-half-sister Ţegar Obama yngri var sex ára giftist móđir hans Lolo Soetro, frá Indónesíu. Áriđ 1967 ţegar ađ óeirđir miklar brutust út ţar í landi, missti Soetro námspassann sinn og ţau hjónin urđu ađ flytjast til Jakarta. Ţar var hálf-systir Obama, Maya Soetro fćdd.

Fjórum árum seinna sendi Stanley Ann son sinn til Bandaríkjanna til ađ búa hjá Afa sínum og Ömmu.

Barack Obama yngri  útskrifađist frá Columbia Háskóla og síđan Harvard Law School, ţar sem hann hitti konuefni sitt Michelle Robinson. Ţau eiga tvćr dćtur; Malia og Sasha.

Afar og ömmur 

Föđur afi Obama yngri hét Hussein Onyango OBAMA og var fćddur áriđ 1895 en lést áriđ 1979. Áđur en hann gerđist ráđsettur matreiđslumađur fyrir trúbođa í Nairobi, ferđađist hann víđa og barđist m.a. fyrir Bretland í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann heimsótti Evrópu og Indland og bjó um tíma í Zanzibar ţar sem hann yfirgaf Kristna trú og gerđist múslími. Hussein Onyango OBAMA átti margar konur. Fyrsta kona hans Helima bar honum engin börn. Međ annarri konu sinni Akuma eignađist hann Söru Obama, Barrack Hussein Obama eldri og Auma Obama.

obamas-grandmother-sarah-hussein-obama-kenya Ţriđja kona Onyangos var Sarah og er sú sögđ vera amma Obama foretaefnis. Hún sér ađ mestu leiti um fjölskylduna eftir ađ Akuma lést langt um aldur fram.

Móđurafi Obama yngri hét Stanley Armour DUNHAM og var fćddur 23. Mars 1918 í Kansas og lést 8. Febrúar 1992 í Honolulu á Hawaii. Hann er jarđsettur í  Punchbowl National Grafreitinum í Honolulu, Hawaii.

Móđuramma Obama hét Madelyn Lee PAYNE og var fćdd 1922 í Wichita, Kansas. Hún er nýlátin en bjó í  Oahu á Hawaii.

Stanley Armour DUNHAM og Madelyn Lee PAYNE voru gefin saman 5. May 1940. obamas-mother-ann-with-parents-stanley-madelyn-dunham


 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, ţetta er fróđleg frásögn af uppruna og ćvihlaupi nýja forsetans. 

Sérstaklega ţykir mér ţó athyglisvert ađ sjá ađ skrautlegt fjölskyldumunstur, til viđbótar litarhćttinum, skyldi ekki reynast honum hindrun - ef til vill er kaninn ekki eins rasískur og af er látiđ?

Ég hefđi ţó frekar viljađ hinn demókratann, Hilary - ţađ gerir kvenremban  

Kolbrún Hilmars, 6.11.2008 kl. 17:25

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flott samantekt hjá ţér Svanur.  Ég held ađ kosningin á Obama eigi eftir ađ breyta heimsmyndinni til hins betra, ţó sjálf hefđi ég kosiđ ađ Hilary hefđi haft ţetta og ţađ hafđi ekkert međ kyniđ ađ gera.

Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Ţórdís Bára Hannesdóttir

Hélt međ Hilary en ánćgđ hvernig fór. Ţetta eru stórkostleg tímamót.

Ţórdís Bára Hannesdóttir, 7.11.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

takk fyrir ţennan pistil Svanur, fćrir mann nćr Obama einhvernveginn..  

Burt međ spillingarliđiđ. 

Óskar Ţorkelsson, 8.11.2008 kl. 00:19

5 Smámynd: ...

Takk Svanur. Ţvílíkur vizkubrunnur sem ađ ţú ert, í Guđanna bćnum haltu áfram međ ţessar fróđlegu fćrslur ţínar, ţćr veita manni innblástur, andagift og allt hitt.

Takk aftur  Kv. Kristján 

..., 8.11.2008 kl. 02:06

6 Smámynd: Svanur Gísli Ţorkelsson

Ţakka athugasemdirnar og góđa hvatningu Kristján :=)

Svanur Gísli Ţorkelsson, 9.11.2008 kl. 14:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband