Hristan, ekki hrærðan

631657_martini_glassFrægasti drykkur kvikmyndasögunnar er að öllum líkum Martini kokteill sá er James Bond er vanur að panta sér í ófáum kvikmyndum um leyniþjónustumanninn 007 sem hefur leyfi til að drepa annað fólk, úr leiðindum ef marka má gagnrýni á síðustu kvikmyndina um kappann; Quantum of Solace.

James vill drykkinn hristan frekar en hrærðan og það hefur valdið ófáum vínspekúlöntum talsverðum vangaveltum því drykkurinn er sagður miklu rammari hristur en hrærður. Að auki segja "sérfræðingarnir" að "drykkurinn breytist úr kristaltærum drykk í hrímað sull" við að hrista hann frekar en hræra. Hinsvegar hefur komið í ljós að hann er öllu "heilsusamlegri" hristur en hrærður, ef marka má niðurstöður Háskólans í Vestur Ontario.

Blandan kemur fyrst við sögu hjá Ian Flemings í bókinni Casino Rayale (1953) en þá pantar Bond sér drykk sem hann kallar Vesper eftir Vesper Lynd sem er fyrsta "Bondstúlkan" og sú sem hann gerir sitt besta til að hefna í nýútkominni framhaldsmynd af Casino Royale, Quantum of Solace.

410wVesper er gerður úr fjórum tegundum af áfengum drykkjum, einu skoti af þurru Martini, þremur skotum af Gordons Gini, einu af Vodka gert úr korni frekar en kartöflum og hálfu af Kina Lillet. Drykkurinn er hristur uns hann er orðinn ískaldur og borinn fram í djúpu kampavínsglasi með stórri en þunnri seið af sítrónuberki.

" Ég fæ mér aldrei meira en einn drykk fyrir kvöldverð" skýrir Bond fyrir Felix Leiter strax eftir að hann hefur pantað sér drykkinn. " En ég vil að hafa hann stóran, sterkan, mjög kaldan og vel blandaðan. Ég hata smá skammta af hverju sem er, sérstaklega þegar þeir bragðast illa. Þessi drykkur er mín eigin uppfinning. Ég ætla að fá einkarétt á honum eftir að mér dettur í hug gott nafn á hann."bondsin6

Þótt drykkurinn komi fyrir bæði í Diamonds are forever (1956) og Dr. No (1958) bókum Flemings, er hann ekki notaður af Bond sjalfum í kvikmynd fyrr en í Goldfinger (1964). (Reyndar bíður Dr. Júlíus No Bond slíkan drykk í kvikmyndinni Dr. No. 1962)

Eftir það er drykkurinn notaður í flestum Bond-myndunum, á mismunandi hátt.

Í "You Only Live Twice" er hann boðinn hrærður ekki hristur og í Casino Royale (2006) svarar Bond hryssingslega þegar hann er beðin um að velja; "Lít ég ekki út fyrir að vera andskotans sama."

Roger Moore er eini Bondinn sem aldrei pantaði sér drykkinn en var boðið upp á hann í The Spy Who Loved Me.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... skemmtilegar upplýsingar... ég er hrærður...

Brattur, 3.11.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he tek undir með Bratt.. er hrærður ! 

Óskar Þorkelsson, 3.11.2008 kl. 21:33

3 identicon

Asskoti gott ! Hristur.

Kv. K.H. 

Kristjan (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 00:39

4 Smámynd: Skattborgari

Þetta var fróðleg lesning.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 4.11.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband