- Ég vil vera lifandi listaverk -

351px-Marchesa_Casati_Grave_MarkerHún lést í London 1. Júní áriđ 1957 ţá 76 ára og var jarđsett í Bromton grafreitnum í London. Grafskriftin á legsteini hennar er tekin úr leikritinu Antoni og Kleópatra eftir William Shakespeare ; Hún fölnar ei ţó aldir líđi, né fá hefđir heft óendanlega fjölbreytni hennar".

Hún var til moldar borin klćdd svörtum hlébarđafeldi og međ löng fölsk augnahár á augnalokunum. Međ henni í kistuna var lagđur einn af uppstoppuđu Pekinghundunum hennar.  Á bautasteininum er nafn hennar misritađ, eđa Louisa í stađ Luisa. Í lifanda lífi var hún ţekkt um alla Evrópu og Bandaríki Norđur Ameríku sem hin ómótstćđilega, forkostulega og ótrúlega; Luisa Casati Stampa di Soncino, Marchesa di Roma.

Fćdd í Mílanó 23. 1881 af auđugum Ítölskum og Austurrískum ćttum ólst Luisa upp viđ allsnćgtir. Móđir hennar lést ţegar hún var 13 ára og fađir hennar tveimur árum seinna. Luisa og eldri systur hennar Franseska voru ţá sagđar auđugustu stúlkur á Ítalíu. 

Áriđ 1900, 19 ára gömul gekk Luisa ađ eiga Camillo Casati Stampa di Soncino, Marchese di Roma. (1877-1946). Ári síđar fćddist ţeim dóttirin Kristína, sem varđ ţeirra eina barn.

Marchesa_Luisa_Casati.jpg2Eftir fáein ár í hjónabandi skildu leiđir ţeirra og ţau bjuggu í sitthvoru lagi upp frá ţví. Ţau fengu formlegan skilnađ ađ borđi og sćng 1914 en hjónabandinu lauk ekki fyrr en viđ dauđa Camillo 1946. 

Marchesa Luisa Casati varđ fljótlega eftir viđskilnađinn frá bónda sínum kunn um alla Evrópu fyrir klćđaburđ sinn, framkomu og frumlegar uppátektir. Í ţrjá fyrstu áratugi síđustu aldar var hún stöđugt á milli tanna fólks og orđstír hennar sem heimskonu og viđundurs, tískudrósar og sérvitrings flaug  víđa og hratt međ ađstođ slúđurblađa og útvarpsţátta.  Sagt var ađ naktir ţjónar skreyttir gullnum laufum ţjónuđu henni til borđs og furđulega klćddar vaxgínur sćtu til borđs međ henni.  Hún átti til ađ birtast međ lifandi snáka um hálsinn í stađ hálsfesta, ganga um nakin innanundir ţykkum pelsum, eiga stóra villiketti fyrir gćludýr sem hún hafđi í demantalögđum ólum.  Hún var vön ađ halda sig í villum sínum í Feneyjum, Róm, á Kaprí eđa París, ţar sem hún geymdi dýrin sem hún átti og undarlega hluti sem hún sankađi ađ sér. Catherine Barjansky lýsir henni svona;

"Gulrótarlitađ hár hennar féll í löngum krullum niđur háls hennar. Afar stór og kolsvört augun virtust vera ađ éta upp magurt andlit hennar. Hún var svo sannarlega sjón ađ sjá, geđveik sjón, umkringd eins og venjulega hvítu og svörtu gráhundunum hennar og ótölulegum fjölda fagurra en gagnslausra muna. En ţađ var einkennilegt ađ hún leit ekki óeđlilega út. Ótrúlegur klćđnađur hennar virtist hćfa henni. Hún var svo ólík öđrum konum ađ venjuleg föt voru ómöguleg fyrir hana."

Marchesa_Luisa_Casati

Luisa var hávaxin, grönn og međ fölt, nánast náfölt andlit. Stór grćn augun voru venjulega í skugga langra falskra augnahára sem hún hélt vörtum međ kolum og hún notađi sérstaka augndropa til ađ stćkka augnsteina sína. Varir hennar voru ćtíđ ţaktar eldrauđum varalit.

Hún skipulagđi "svartar messur" sér til gamans, grímudansleiki og sérkennileg matarbođ. Hún átti fjölda elskhuga af báđum kynjum og var til í ađ prófa allt ađ minnsta kosti einu sinni. Eitt sinn á leiđ í bođ lét hún bílstjóra sinn drepa kjúkling og lét svo blóđiđ úr honum renna yfir handleggi sína ţannig ađ ţegar ţađ ţornađi myndađist munstur. "Ég vil vera lifandi listaverk" var eitt sinn haft eftir henni.

Eitt af heimilum hennar var eingöngu lýst upp međ kínverskum ljóskerum og hvítar albínóa krákur flögruđu um í trjánum í garđinum hennar. Annađ heimili í  Palais Rose rétt fyrir utan Paris, var villa úr rauđum marmara, sem hýsti einkalistasafn hennar međ yfir 130 málverkum af henni sjálfri.  Hún var gjörsamlega hugfangin af eigin ímynd og fékk bókstaflega ţúsundir ljósmyndara og listamenn til ađ mála sig eđa móta í leir.

Marchesa_Luisa_Casati.jpg1 Ţegar ađ Luise varđ 49 ára kom í ljós ađ ţrátt fyrir mikinn auđ, hafđi hún lifađ lengi langt um efni fram. Hún var sögđ skulda yfir 25 milljónir dollara. Allar eigur hennar voru í kjölfariđ settar á uppbođ og hún flýđi til London ţar sem hún lést. Sagt er ađ Coco Chanel hafi veriđ ein ţeirra sem keyptu hluta af munum Luise. Síđust ár ćfi sinnar átti Luise til ađ róta í ruslatunnum sem urđu á leiđ hennar til ađ leita fjöđrum til ađ setja í hár sitt.

En oft segja myndir meira en nokkur orđ og ţess vegna lćt ég hér fylgja međ nokkrar myndir af markfrúnni sem nú hefur veriđ tekin í tölu ţeirra sem mótuđu hugmyndir tískuhönnuđa síđustu aldar. Til dćmis viđurkenndi Dita Von Teese ađ Luise hefđi veriđ ein af megin fyrirmyndum hennar.  The New York Times skrifađi um haust/vetur klćđnađ  Armani  2004/05 ; “Hjá  Armani, voru djörf fjólublá augun innblásin af 20. aldar hefđafrúnni  Marchesa Luisa Casati, ömmu nýju sérvitringastefnunnar." 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband