Bretar beita stóru fallbyssunum

andrew-lloyd-webberÞá hefur það loks gerst sem allur Eurovision heimurinn óttaðist. Bretar ætla að beita sínum stærstu kannónum og fá fremsta popptónskáld sitt og söngleikjahöfund 60 ára Andrew Lloyd Webber til að semja næsta framlag Bretlands til Euróvision keppninnar. Andrew ætlar ekki aðeins að semja lag og texta heldur ætlar hann að standa fyrir mikilli leit að væntanlegum flytjenda lagsins og sjónvarpa öllu dæminu eins og hann gerði þegar hann leitaði að söngkonu til að fara með hlutverk Maríu í uppsetningu hans á Tónaflóði á síðasta ári.  pp_uk_31

Þátturinn á að heita "land þitt þarfnast þín" (Your Country Needs You)og það má nærri geta hvernig lógó auglýsingaherferðarinnar verður.

Keppnin fer þannig fram að sex söngvarar sem valdir verða af Andrew komast í úrslit og síðan mun breska þjóðin velja á milli þeirra. 

Bretar hafa ekki tekið Eurovision mjög alvarlega upp á síðkastið og sent í keppnina hvert aulalagið á eftir öðru, enda hefur árangurinn verið eftir því. Nú á að gera á því máli mikla bragarbót enda blása  Bretar til mikilla sóknar á öllum sviðum fjármála og lista um þessar mundir. Segjast ætla leiða heiminn í þessu tvennu og svo íþróttum líka eftir 4 ár þegar þeir halda ólympíuleikana í London.

Sjálfur gantast Andrew með þetta verkefni og segir m.a. "Í lífi mínu hef ég aldrei sveigt fram hjá erfiðum verkefnum og þetta lítur út fyrir að vera það stærsta sem ég hef tekist á við" . Þetta er auðvitað þó nokkuð þegar haft er í huga að þar talar höfundur söngleikja eins og  Jesus Christ Superstar, Cats, The Phantom of the Opera og Evita.

Nú er bara að sjá hvernig aðrar Evrópuþjóðir svara þessu átaki Breta og ekki hvað síst Ísland sem hefur nú tækifæri eina ferðina enn til að sýna heiminum hvað í þjóðinni býr og hefur auk þess harma að hefna gegn Bretlandi :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

við gefum þeim ekki atkvæði.. það er ljóst !! 

Óskar Þorkelsson, 20.10.2008 kl. 19:46

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er aldeilis stórátak sjá þeim. Það hlýtur að verða góð útkoma úr þessu.

Rúna Guðfinnsdóttir, 20.10.2008 kl. 20:23

3 identicon

Þú leggur væntanlega þitt af mörkum fyrir ÍSLANDS hönd. Ef aðdáendur þínir eru eins hrifnir af tónlistinni þinni og af blogginu þínu verður ekki að sökum að spyrja hver sigrar - þegar Davíð sigrar Golíat :) og Íslendingar fá uppreisn æru gegn Englendingum / Bretum eða hverjir það eru sem eru á móti okkur þarna úti í hinum stóra .....

gp (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:23

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Bretarnir hafa alltaf staðið sig vel í lágmenningunni og munu rúlla þessu upp!

Allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur heimsbyggðin verið heilaþvegin og látið sér nægja 3. flokks tónlist, 3. flokks kvikmyndir og 3. flokks aðra afþreyingu frá Bandaríkjunum og Bretlandi.

Það er kominn tími til að heimsbyggðin átti sig á, að það er líka til tónlist, kvikmyndir, myndlist, bókmenntir, ljóðlist frá öðrum menningarheimum en þeim Engilsaxneska.

Hversvegna var fullt út úr dyrum og maður fékk ekki bíómiða á kvikmyndavikunni, sem var hér fyrir nokkrum vikum síðan! Núna er aftur einungis hægt að horfa á sama ruslið og í kvikmyndahúsum Bandaríkjanna eða Bretlandi!

Lágkúran, sem þessi lönd hafa troðið upp á okkur undanfarin 60 ár er hreint út sagt  óþolandi!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.10.2008 kl. 21:52

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Spurning hvort Ísland tekur þátt........en við megum kjósa og það verður "pólitísk" kosning

Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 00:22

6 identicon

Sammála Sigrúnu, rúllum þessum andskotum upp og látum ptíkina ráða.

Það er í anda Núpsverja.

Kv. K.H. 

Kristjan (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 01:31

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég heyrði einhvern ávæning af því að þeir ætluðu að breyta fyrirkomulaginu í ár og láta valnefnd kjósa lögin eins og í eldgamla daga. Sel það ekki dýrara en ég keypti það, en fyrir mína parta held ég að það yrði til bóta.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.10.2008 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband