Síðasti eftirlifandi farþeginn.

full_314395milvina_deanMiss Elizabeth Gladys Dean, sem er betur þekkt undir nafninu Millvina, var fædd 2. Febrúar árið 1912 í Lundúnaborg. Níu vikum síðar hélt Georgette Eva Light móðir hennar, með Millvinu í fanginu um borð í glæsilegasta farþegaskip heimsins, ásamt eiginmanni sínum Bertram Frank Dean og rúmalega tveggja ára syni þeirra sem einnig hét Bertram. Ætlun þeirra var að sigla til Bandaríkjanna og gerst innflytjendur til borgarinnar Wichita í Knasas þar sem faðir Millvinu ætlaði að setja um tóbaksverslun. 

Dean hjónin áttu reyndar að sigla með allt öðru skipi en verkfall kolanámumanna varð til þess að þau voru flutt yfir á þetta undraverða fley sem sagt var að ekki gæti sokkið og var að fara í sína fyrstu ferð yfir Atlantshafið.

 

Titanic%20BWÞau komu um borð í RMS Titanic í Southhampton og var vísað til þriðja rýmisins eins og farmiðar þeirra sögðu til um. Aðfaranótt 14. Apríl fann faðir hennar að skipið kipptist við. Hann fór út úr klefanum til að athuga hvað hefði gerst og snéri fljótlega til baka. Hann sagði konu sinni að klæðast og koma með börnin upp á þilfar. Þar var Georgette ásamt Millvinu sett í björgunarbát nr. 13. Einhvern veginn hafði Georgette orðið viðskila við son sinn Bertram og hrópaði til eiginmanns síns um að finna hann og setja hann líka í bátinn. Enginn veit nákvæmlega hvernig Bertram komst í bátinn en hann ásamt móður sinni og Millvinu var bjargað um borð í Adriatic sem flutti þau til baka til Englands. Til föðurins spurðist aldrei neitt framar eftir þessa afdrifaríku nótt.

dean1Millvina komst þegar í uppáhald hjá öðrum farþegum Adriatic enda undruðust margir að þessi litla stúlka hefði lifað af vosbúðina í björgunarbátnum.  Dagblaðið Daily Morror segir svo frá að; hún hafi strax orðið allra uppáhald og að myndast hefði rígur á milli kvenna um hver fengi að halda á henni svo að skipherrann varð að setja þá reglu að að farþegar á fyrsta og öðru rými gætu haldið á henni til skiptis og ekki lengur en 10 mínútur hver. Fjölmargar ljósmyndir voru teknar af henni og bróður hennar og sumar birtust í dagblöðum eftir komuna til Englands.

Millvina og bróðir hennar voru alin upp og menntuð á kostnað lífeyrissjóða sem stofnaðir voru fyrir eftirlifendur þessa frægasta sjóslyss sögunnar.  Millvinu var alls ókunnugt um að hún hefði verið farþegi um borð í Titanic þangað til hún var átta ára og móðir hennar ákvað að gifta sig aftur.

foto_superviviente_2_medianaSjálf gifti Millvina sig aldrei. Hún vann fyrir ríkið í heimsstyrjöldinni síðari við kortauppdrátt og síðar hjá verkfræðistofu í Southhampton. Það var ekki fyrr en hún var komin á elliárin að hún varð þekkt fyrir að hafa siglt með Titanic. Hún kom fram í sjónvarps og útvarpsþáttum og var árið 1997 boðið að sigla yfir Atlantshafið á ný með QE2 og ljúka för sinni til Wichita, Kansas.

Elizabeth Gladys Dean er síðasti eftirlifandi farþeginn með Titanic. Hún býr enn í  Southampton og er nú 96 ára. Um þessar mundir setti hún síðustu gripina, ferðatösku og aðra smámuni sem foreldrar hennar höfðu meðferðis í hinni sögulegu ferð á upp boð til að afla peninga fyrir góðgerðarstarsemi.

Þegar hún heyrði nýlega að verið væri að selja muni sem náðst hafa úr skipsflakinu, sendi hún frá sér stuttorða yfirlýsingu: "Faðir minn er þarna enn. Það er ekki rétt að taka hluti úr skipi sem svo margir fórust með. Ég reikna ekki með að þetta fólk hafi hugsað út í það - Það hugsar bara um peningana."

Smá viðauki

Elen Mary Walker heitir kona sem fædd var 13. Janúar 1913. Móðir hennar var ein þeirra sem bjargaðist ásamt móður Millvinu og það má geta sér þess til að hún hafi verið ein þeirra sem hélt á Millvinu úti á köldu Atlantshafinu. Elen Mary Walker var þá í móðurkviði og segist því vera yngsti eftirlifandinn. Reyndar segir tímasetningin okkur að hún hafi líklega verið getinn um borð í Titanic. Ef við tökum tillit til kröfu Elen, eru eftirlifendur slyssins enn tveir.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Alltaf er sagan um Titanic jafn hryllilega heillandi.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.10.2008 kl. 05:23

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 07:08

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Fróðleg lesning

Kristberg Snjólfsson, 17.10.2008 kl. 10:14

4 identicon

Alveg magnað að lesa þetta. Ég held að svokalluð grafhelgi sé 25 ár á Íslandi? Og trúlega hefur aldrei reynt á það. Ég sé ekkert að því að sækja söguna niður á hafsbotn þjóni það einhverjum tilgangi.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 10:23

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Thank you very much for this program.

Rut Sumarliðadóttir, 17.10.2008 kl. 11:57

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Segi eins og Hildur Helga, sagan er bæði hryllileg og heillandi.

Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 15:00

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk öll fyrir athugasemdirnar.

Mér datt þessi saga í hug þegar ég var að lesa um "grafarræningjanna" sem nú sækja að Íslandi eftir að bankarnir okkar steyttu á sama jaka og margir aðrir erlendir bankar hafa rifið bol sinn á.  Það kann að vera að okkar menn hafi talið sig ósökkvandi eins og hönnuðir Titanic sögðu skipið vera, en þegar allt kemur til alls er það hinn mannlegi harmeikur sem talar til okkar, og svo sögurnar um þá sem komust af.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.10.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband