Blogg heilkennið

ascii-blogger-portraitsÉg veit ekki hvað margir blogga reglulega á Íslandi en það kæmi mér ekki á óvart að Íslendingar ættu þar heimsmet miðað við fólksfjölda að sjálfsögðu eins og í mörgu öðru. Sjálfur hef ég bloggað í ellefu mánuði og ég verð að viðurkenna að sumt af því sem sagt er hér að neðan og á að lýsa einkennum þeirra sem haldnir eru krónískri bloggáráttu, passar við mig.

Hvað af þessu mundi eiga við þig og hvaða önnur einkenni sem þér dettur í hug, ættu alveg heima í þessari upptalningu?  

Þú ert illa haldin/n bloggáráttu ef þú;

1.  Ef þankagangur þinn er stöðugt í "skrifgírnum" og þú veltir vandlega fyrir þér niðurröðun orðanna sem hæfa hverri færslu.

2.  Þú sérð eitthvað áhugavert eða upplifir eitthvað mannlegt og þú byrjar strax að setja það niður fyrir þér í huganum hvernig þú ætlar að koma því frá þér og getur varla beðið með að komast að tölvunni til að blogga um það.

3.  Þú eyðir heilmiklum tíma í að stara á bloggsíðuna þína og dást að hversu frábær hún er.

4.  Þú ert stöðugt að hugsa um hvað þú getur bloggað um næst.

5.  Frítíma þínum eyðir þú í að lesa bloggfærslur annarra.

6.  Þegar þú ert tengd/ur athugar þú tölfræðina á blogginu þínu af og til rétt eins og þú búist við stórkostlegum breytingum á henni á fimm mínútna fresti.

7. Þú átt erfitt með að ákveða hvaða bloggform þú velur á síðuna þína til að nota að staðaldri.

8.  Þú ert stöðugt að breyta því sem kemur fram á spássíu bloggsins og breyta stillingum þess.

9.  Þú sérð mikið eftir því að hafa ekki myndavél við höndina, þegar þú sérð eitthvað myndrænt í umhverfi þínu og þú hugsar; Þetta hefði verið gaman að skrifa um.

10. Það fyrsta sem þú gerir þegar þú kemst í námunda  við tölvu er að athuga bloggsíðuna þína.

11. Að athuga bloggsíðuna þína er hluti af dagsverkum þínum.  

12. Þú vilt heldur sitja við tölvuna en að vaska upp.  

13. Þér finnst mjög gaman að googla, kópera og linka efni sem þú finnur á netinu fyrir bloggið þitt.

14.  Þú gerir þitt besta til að skilja þótt ekki sé nema smávegis í html og koma þér inn í lingóið sem notað er á netinu.

15. Þú uppástendur að bloggið sé aðeins áhugamál.

16.  Þegar að þú hefur ekki verið við tölvuna í smá tíma, vaða orð og hugtök um í höfðinu á þér og þú getur ekki raðað þeim saman í heilsteyptar setningar fyrir en þú kemst aftur að tölvunni.

17.  Uppáhaldsstaðurinn þinn í heiminum er fyrir framan tölvuna þína. Það er nánast öruggt að það er hægt að finna þig þar.

18. Þú  ert farin/n að hata spamaranna sem skilja eftir sig athugasemdir sem eyðileggja útlitið á blogginu þínu og þú íhugar að senda þeim persónulega harðort bréf á orðsendingakerfinu.

19. Þú missir stundum svefn vegna bloggsins.

20.  Fólkið sem þú býrð með talar venjulega við hnakkann á þér eða ennið af því það er það eina sem sést af höfðinu á þér.  

21.  Það er heppið ef að því tekst að draga upp úr þér eitthvað annað en uml þegar þú ert að skrifa

Gleymdi ég einhverju?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

 hér er oftast kveikt á tölvunni....

Hólmdís Hjartardóttir, 15.10.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Kreppumaður

Þú ert snillingur Svanur! 

Frábær færsla og ég vona að þú munir síðar leiða samtök áhugafólks um bloggfíkn (SSB) og byggja mikilvirkt meðferðarkerfi á þessum tuttugu atriðum sem þú telur upp.  Ég pant vera fyrstur til þess að viðurkenna vandann og leita mér hjálpar... 

Mér hefur verið ítrekað hótað að innkaupalistar, það sem þarf að gera á heimilinu, skilaboð og annað smávægilegt verði sett inn í athugasemdir hjá mér þegar ég er í versta blogg gírnum...

Kreppumaður, 15.10.2008 kl. 16:32

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kannast við sumt.....en ekki alveg allt. Missi t.d. ekki svefn vegna bloggs

Sigrún Jónsdóttir, 15.10.2008 kl. 16:33

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kannast við sumt... er sennilega ekki forfallinn ennþá ;)

Óskar Þorkelsson, 15.10.2008 kl. 16:58

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, enn ein fíknin skilgreind þýðir enn einn hjálpargeirinn?  Er það ekki lógísk ályktun hjá mér miðað við normið:  Eins fíkn er annars brauð?

En sumt sem þú telur upp á við mig, t.d. finnst mér miklu meira gaman að fylgjast með blogginu en vaska upp...

Kolbrún Hilmars, 15.10.2008 kl. 18:13

6 Smámynd: Skattborgari

Þetta er áhugaverð grein og ég sé að margt af þessu á við mig en ég ætla ekki að nefna hvað af þessu á við mig. 11 af þessu sem þú taldir upp á vel við mig.

Kveðja bloggfíkilinn Skattborgari.

Skattborgari, 15.10.2008 kl. 18:59

7 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Ég á það til að vaka um miðja nótt og hreinlega fylgjast með fyrstu fréttum af einhverju til að skella því inn strax, þetta er ferlegt, maður verður háður blogginu, ég viðurkenni það.

En þetta er gaman og við öll erum svo ólík að okkur finnst gaman að skiptast á skoðunum og segja það sem okkur finnst.

Ef tjáningarfrelsinu nyti ekki við, hvar værum við þá?

Gleymmerei.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 15.10.2008 kl. 20:00

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ji minn góður.. hrikalega skerí lesning. En ég sé að það eru þarna nokkur atriði sem áttu við mig í einhvern tíma en duttu svo upp fyrir. Eins og nr 2

Annað er þarna sem er eins og skrifað um mig. En ég nenni ekki að sækja fundi.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.10.2008 kl. 20:00

9 Smámynd: Brattur

... já, kannski tvö atriði eða svo eiga við mig... er maður þá nokkuð fárveikur?

Brattur, 15.10.2008 kl. 21:21

10 Smámynd: Guðmundur Björn

SNILLD!

Punktur 19 á örugglega við marga helsjúka íslenska bloggara sem eru andvaka vegna bloggs næsta dags! 

Guðmundur Björn, 15.10.2008 kl. 21:48

11 Smámynd: Kreppumaður

Ég get ekki sofið því að ég er að vakta þessa færslu!

Kreppumaður, 15.10.2008 kl. 22:36

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

   svanur hefurðu verið að spæja um mig..ha?  Segi samt ekki að ég hafi verið að missa svefn yfir blogginu.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.10.2008 kl. 23:17

13 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Þú hefur augu allstaðar og lýsir mér bara nokkuð vel  og það er eitt sem vantar; Þá sjaldan að bloggið gleymist í frítíma þá kippist "fíkillinn" til þegar hann man eftir því að hann gleymdi að blogga. Drífur það af sem verið er að gera og kemur sér í stellingar við tölvuna.  

Marta Gunnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 23:51

14 identicon

Sæll Svanur !

Takk fyrir allar þínar færslur, þær eru meiriháttar, ég er búinn að lesa þær allar frá upphafi. En eitt er sem að ég skil ekki, hversvegna gerðist þú ekki sagnfræðingur eða eitthvað álíka, í staðinn fyrir að vera að glamra á gítar eða píanó í útttlandinu ?(Ég tek það fram að  mér vitanlega hef ég ekki heyrt neitt af þinni lagasmíð).

En áhugi þinn á sagnfræði , er okkur það mikill innblástur  að ég vona að þú haldir

áfram með þessa sagnfræði  okkur til fróðleiks.

Kannski gætir þú frætt okkur um það hvenær, hvernig og hversvegna við ,hin Íslenska þjóð  sögðum skilið við Noregskonung og skriðum upp í rúmið hjá

danska kónginum. Voru formleg sambandsslit við norska kónginn á sínum tíma

eða voru þetta kaupsamningar á milli kónga.

Seldu norðmenn dönum Ísland fyrir eitthvað annað ?

Mikið asskoti þætti okkur gaman að fá pistil frá þér um þetta frá þér.

Ef engin formleg sambandsslit við Noreg hafa farið fram, erum við ennþá undir norsku krúnunni og KRÓNUNNI er borgið,ekki satt ?

Kv: Kristján 

Kristján Helgason (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 02:12

15 identicon

Þekkjumst við?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 08:19

16 identicon

Ekkert af þessu á við mig ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:07

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við Jóna Á. skemmtum okkur konunglega yfir þessum lista í símanum í gær.

Við fundum "örfá" atriði sem passa en ekki mörg.

Múha

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 10:00

18 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég heiti Rut og ég er bloggari!!!

Rut Sumarliðadóttir, 16.10.2008 kl. 12:31

19 Smámynd: halkatla

atriði 2, 3, 13, 17 passa öll rosalega vel, en hin, not so much... ég á mér sko smá líf utan bloggsins  

halkatla, 16.10.2008 kl. 12:42

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er gaman að sjá hvað margir eru tilbúnir til að horfast í augu við áráttu sína og eru bara nokkuð hreyknir af því að vera svona illa þjáðir:)

Kristjáni Helgasyni þakka ég vinsamleg orð. Ég er nú lítið að fást við hljóðfæraleik hér í óvinalandinu en þess meira við skriftir. Það er góð hugmynd að gera við tækifæri smá úttekt á Kalmarsambandinu (1397–1523) sem sameinaði öll Norðurlönd, Grænland Settlandseyjar og Orkneyjar í eitt konungdæmi.

Kalmarsambandið var net konungssambanda milli Norðurlandanna Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur sem sameinaði þessi lönd undir einn konung 1397. Þetta þýddi þó ekki að löndin yrðu eitt ríki og ríkisráð og stéttaþing landanna störfuðu áfram sjálfstætt.

Sambandið styrkti stöðu aðalsins í löndunum gagnvart vaxandi áhrifum Hansakaupmanna. Hagsmunaárekstrar urðu að lokum til þess að sambandið leystist upp með því að Svíar losuðu sig endanlega undan Danakonungum í kjölfar Stokkhólmsvíganna 1520 og gerðu Gústaf Vasa I að konungi.

Eftir stóð þá Danmörk-Noregur í konungssambandi sem stóð til 1814 og Ísland og Færeyjar urðu hlutar þess ríkis, en höfðu verið í konungssambandi við Noreg áður.

Kalmarsambandið var myndað af Margréti miklu, dóttur Valdimars Atterdag í sænsku borginni Kalmar, eftir sigur sameinaðs hers Dana og Svía á her sænska konungsins, Alberts af Mecklenburg.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.10.2008 kl. 13:16

21 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er klárlega haldin bloggáráttu.

Ertu nokkuð með "vaknar upp á nóttunni og tékkar á blogginu" á listanum, það mætti alvegkoma fram.

Reyndar var ég bloggfrí í mest allt sumar, en áráttan hefur blossað upp aftur við hrunið. Maður verður nú að vita hvað fólk er að segja.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 07:12

22 identicon

Blessaður

Ég held að þú hafir nokkuð til þíns máls með þetta.
Ég hef alltaf verið þannig þenkjandi að mig langi að segja (predika  yfir) fólki hvað mér finnst.
Ég hef aldrei haft þá döngun að skrá mig inn á blog.is til að tjá mig.
Ég hef oft svarað þér og þínum afþenkjurum.

Kanski væri rétta orðið yfir blogg.is "Þenkj.is" !!! (Er það ekki soldið líkt "think.is"?)

Verum í sambandi.
Kv
Davíð

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband