100 milljónir punda, söguleg upphæð!

opium Á seinni hluta nítjándu aldar reyndur hinar sterku Evrópuþjóðir hvað þær gátu til að fá Kína til að versla af sér vestrænan varning. Kína vantaði fátt af því sem vesturlönd höfðu upp á að bjóða og vildu enn færra. Talsverð eftirspurn var samt í Kína eftir Ópíum.

Í hinum svokölluðu Ópíumstríðum sem háð voru á sjöunda áratug nítjándu aldar neyddu Bretar Kínverja til að kaupa Ópíum í skiptum fyrir kínversku afurðirnar sem þeir girntust svo mjög. Í hverri höfn í Kína var komið upp verslunarverum fyrir ópíum sem Bretarnir fluttu inn. Þær stærstu voru í  Shanghai, þar sem franskir, þýskir, breskir og bandarískir kaupmenn heimtuðu víðáttumikil lönd til umráða sem kallaðar voru "sérlendur" sem þýddi m.a. að þau heyrðu ekki undir kínversk lög heldur lög heimalanda kaupmannanna og landsherranna. Í Shanghai var að finna víðfrægt skilti sem á stóð; "Hundar og Kínverjar bannaðir".  

Kristniboð Evrópubúa, járnbrautalagning, Ópíumverslunin og sú niðurlæging sem Kína varð að þola þegar landið tapaði yfirráðum sínum í Kóreu urðu til að vekja mikla andúð Kínverja á öllu sem útlenskt gat talist. Stjórn landsins var of veik til að standa gegn erlendum stjórnvöldum og því kom að því að almenningur reis upp og reyndi að varpa af sér útlendingaokinu.

boxer%20rebel%20cropped%234%23Í norður Shandong  héraði í Kína spratt upp öflug hreyfing sem kallaði sig "Samtök hinna réttlátu og samræmdu hnefa".

Meðlimir hennar, ekki ósvipað og draugadansarar indíána í norður Ameríku nokkrum árum áður, trúðu því að með réttri þjálfun, réttu mataræði, ákveðinni bardagatækni og bænahaldi fengju þeir yfirnáttúrlegum hlutum áorkað eins og að yfirstíga þyngdarlögmálin og fljúga og orðið ónæmir fyrir sverðlögum og byssukúlum. Að auki lýstu þeir því yfir, að þegar til orrustu kæmi, mundi her látinna áa eða "anda-hermanna" stíga niður frá himni og aðstoða þá við að hreinsa Kína af "erlendu djöflunum".

 Vesturlandabúar kölluðu þá boxara og við þá er helsta uppreisn þessa tímabils kennd en hún hófst með morðum og pyntingum á kristnu fólki og kristnum trúboðum í Shandong héraði og síðan með árás á borgirnar Tianjinog Bejiing.

Keisaraynjan  Cixi  dró taum boxaranna og neitaði að senda heri sína gegn þeim. Þess í stað sendi hún 50.000 mann herlið sem tók þátt í uppreisninni ásamt boxurunum.

boxer-rebellionFrá upphafi til enda stóð uppreisnin aðeins í 55 daga. Hún fjaraði út í Ágúst mánuði árið 1900 þegar að 20.000 manna herlið vesturlanda  Austurríkis-Ungverjalands Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japan, Rússlands, Bretlands og Bandaríkjanna, réðist gegn uppreisnarmönnunum þar sem þeir sátu um fáliðaða erindreka og kaupmenn sem vörðust í borgarvirki sem þeir höfðu komið sér fyrir í borginni Bejiing. Í umsátrinu sem hófst í Júní mánuði féllu 230 kaupmenn og erlendir erindrekar. Talið er að yfir 20.000 boxarar hafi tekið þátt í umsátrinu en alls létust í uppreisninni 115.000 manns, þar af 109.000 Kínverjar. 

Í virkinu höfðust við fáliðaðir kaupmenn og stjórnarerindrekar. Þeir höfðu eina fallbyssu til afnota og var hún kölluð alþjóðlega byssan. Hlaup hennar var breskt, hleðslan ítölsk, kúlurnar voru rússneskar og byssumennirnir Bandaríkjamenn.

boxer3Eftirmálar uppreisnarinnar urðu all-sögulegir. Blöð á vesturlöndum og í Japan ýktu mjög fjölda þeirra sem féllu fyrir hendi Boxaranna og birtu upplognar sögur af hroðalegri meðferð þeirra sem í höndum uppreisnarmanna lentu. Við slíkan fréttflutning gaus skiljanlega upp mikið hatur í garð Kínverja og þeir voru af öllum almenningi álitnir réttdræpir villimenn.

Hefndaraðgerðir vesturvelda fylgdu í kjölfarið með tilheyrandi drápum og nauðgunum. Fræg var skipum Vilhjálms ll Þýskalandskeisara til hermanna sinna er hann sagði í ræðu; "Gerið nafnið Þjóðverja svo minnisstætt í Kína næstu þúsund árin svo að engin Kínverji muni þora aftur að brýna augun á Þjóðverja."Einmitt í þeirri ræðu minntist Vilhjálmur á Húna sem varð til þess að Þjóðverjar voru uppnefndir Húnar bæði í heimstyrjöldinni fyrri og þeirri síðari.

505px-BoxerSoldiersMeðal þeirra sem voru heiðraðir fyrir vasklega framgöngu í boxarauppreisninni var Sjóliðsforinginn Georg Ritter von Trapp, sem seinna varð heimsfrægur sem faðirinn í söngleiknum Tónaflóð  (The Sound of Music) en hann þjónaði um borð í  SMS Kaiserin und Königin Maria Theresa sem var eina orrustuskip Austurríkis við strendur Kína um þær mundir.

Kína var gert að greiða himinháar skaðabætur fyrir uppreisnina, eða 450,000,000 tael  (1 tael er 40 gr.) af silfri,  um 100 milljónir punda á verði dagsins í dag.  Upphæðin átti að greiðast á 39 árum með 4% vöxtum á ári. Til að flýta fyrir borguninni var fallist á að setja útflutnings toll á fram að þessu tollfrjálsan varning og auka þann sem fyrir var úr  3.18% í 5%.

Uppreisnin og eftirmálar hennar urðu til þess að valdtíð Qing keisaraættarinnar sem ríkt hafði frá árinu 1644 lauk árið 1912 og Kína varð að Kínverska Alþýðulýðveldinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Góð grein hjá þér og virkilega fróðlegt að lesa hana. Kannski við látum Breta borga okku 500miljónir punda í Silfri sem skaðabætur.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 15.10.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Hagbarður

Skemmtileg grein hjá þér og útleggingin út frá 100 millj. punda. Kannski að þessi fjárhæð taki við af 13 silfurpeningum.

Hagbarður, 15.10.2008 kl. 11:28

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mjög áhugaverð lesning. 

Óskar Þorkelsson, 15.10.2008 kl. 12:22

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þú talar um "dowager" Cixi. "Dowager" er enska og er yfirleitt þýtt sem "ekkjudrottning". Annars er þetta fróðlegt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.10.2008 kl. 12:22

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Vilhjálmur. Vissi ekki hvernig átti að þýða titilinn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.10.2008 kl. 14:19

6 Smámynd: H G

Svanur!   Lýsingin þín á frægu - og etv algrófasta - viðskiptaofbeldi Breta ,er þeir þvinguðu Kínverja til ópíumkaupa og beittu síðan fjölmiðlalygum og grófu ofbeldi með virkum stuðningi stóru Evrópulandanna, er Kínverjar reyndu að verja sig, er saga sem þarf að rifja upp nú.     Þarna koma vinnubrögðin skírt í ljós.   Dæmin eru fjölmörg og minnst vitum við hvað aðhafst var í nýlendum Evrópuríkja. Yfirgangur, ofbeldi og sögufölsun blasir þó við öllum sem vilja fræðast.

H G, 17.10.2008 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband