Uppnefningar

6a00d8345233a569e200e54f83d0de8834-800wiÞað hefur alltaf þótt svo lítið svalt á Íslandi að geta svarað fyrir sig með háði og glósum. Málfar okkar og ritmenning er lifandi dæmi um það og ekkert þótti eins snjallt í kveðskap hér áður fyrr eins og vel kveðin níðvísa.

Ég held að íslendingar séu ekki vaxnir upp úr þessum ósóma og að stór þáttur þess sem við köllum "einelti" séu uppnefningar.

Nú hefur talsverðum tíma og fjármunum verið varið í að rannsaka þetta fyrirbæri, þ.e. hvað liggi að baki þörf einstaklinga til að nota uppnefni sem einkennandi samskipta-aðferð og hvernig viðbrögð slíkt vekur hjá þolandanum.

Í fljótu bragði eru þetta niðurstöðurnar;

Uppnefning er bæði rökvilla (logical fallacy)  og skilningsvilla (cognitive bias) og er einkum notuð sem áróðurstækni. Sem slík er henni ætlað að vera aðferð til að vekja ótta og fordóma og að sá ótti og fordómar verði til að mynda meðal þeirra sem lesa heyra eða sjá áróðurinn, neikvæða mynd af einstaklingnum, hópnum, trúnni eða hugmyndakerfinu sem áróðurinn beinist að.

Aðferðinni er ætlað að koma fyrir í hugum viðtakenda niðurstöðum um menn og málefni án þess að rannsókn á staðreyndum fari fram. Uppnefningar koma þannig í stað rökréttrar hugsunar sem grundvölluð er á staðreyndum og koma í veg fyrir að hugmyndin eða trúin séu dæmd á eigin verðleikum. father_like_son

Því er ekki að neita að það hvarfli að mér að uppnefningar hafi fengið endurnýjun lífdaga meðal fullorðins fólks með tilkomu bloggsins. Óvirðingin og munnsöfnuðurinn er slíkur á stundum að maður getur ekki annað en dregið þá ályktun að þarna sé komin bein ástæða fyrir því hvers vegna einelti meðal skólabarna er viðvarandi vandamál. Sé þetta það sem fyrir börnum er haft þarf ekki að spyrja að útkomunni.

PS.

Aftur minni ég á skoðanakönnunina hér til vinstri um jafnréttið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Það var nú gefin út bók í Vestmannaeyjum fyrir skömmu síðan með uppnefnum og hefur valdið mikilli reiði margra.

Þorvaldur Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 01:34

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Því get ég trúað Þorvaldur, enda geta Vestamannaeyingar verið jafn óvægnir og þeir eru skemmtilegir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2008 kl. 01:42

3 Smámynd: Gulli litli

Gulli pulli..

Gulli litli, 2.10.2008 kl. 01:45

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég veit ekki hvort megi skrifa þetta opinberlega ...en bræður mínir kölluðu mig Rúnu ræpu!  Töngluðust á því þar til ég fór að grenja.

Rúna Guðfinnsdóttir, 2.10.2008 kl. 08:19

5 identicon

Loyter, Lúns, Mannsvitið, Fulltrúinn, Meikarinn, Söre, Búandi, Fúkki,

Nokkur uppnefni úr Mýrdalnum sem enginn hefur fundið neitt að.

Besta mál

Annað er tepruskapur þar í sveit.

NH (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 09:58

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einelti er afskaplega ofnotað orð.

Ég er algjörlega sammála þér í þessari færslu.

Varðandi eineltismál í skólum þá er til þess tekið hversu erfitt er að fá foreldrana til samstarfs varðandi þau mál, í mörgum tilvika.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2008 kl. 10:36

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kolbrún Hilmars, 2.10.2008 kl. 10:52

8 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég er mikið sammála þessu, það er ótrúlegt hvað fólk lætur út úr sér í rökræðum, þetta venst en er ekki góð þróun. Ég kíki á ykkur þó ég sé langt í burtu, alltaf að kíkja á hann vin minn Grigory Pasko, Fyrrum samviskufangi Amnesty International og haldið verður málþing honum til heiðurs 7. okt í Norræna Húsinu. Öllum opið. Meiri uppl. á mínu bloggi. Alltaf gott að frétta af einhverju áríðandi sem hægt er að leggja lið, er það ekki Svanur?

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 2.10.2008 kl. 11:54

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Mikið um svona nafnagiftir í litlum samfélgögum, bara skemmtilegt. Fæst vour niðrandi ef ég man rétt, frekar svona til að aðgreina fólk; Siggi Jóa Brands, til aðgreiningar frá öðrum Siggum. Gvendur Þribbi til að aðgreina hann frá fjölda þríbura í Keflavík!! Og svo framvegis...

Rut Sumarliðadóttir, 2.10.2008 kl. 13:25

10 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

En það er nokkuð mikill munur á viðurnefnum og uppnefnum. Þau fyrrnefndu vísa oft til starfs, heimilis eða fjölskyldutengsla en þau síðari eru hugsuð gagngert til að meiða/niðra viðkomandi. Þessi bók sem gefin var út um viðurnefni í Vestmannaeyjum hefur valdið nokkru fjaðrafoki enda sýnist sitt hverjum þar um. Persónulega hefði að mínu mati mátt sleppa mörgu af því sem sett var þar á blað. Við þurfum bara að hafa í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Aðalsteinn Baldursson, 2.10.2008 kl. 13:45

11 identicon

Umrædd bók sem Þorvaldur nefnir frá Eyjum var tekin út af markaðinum. Hún var í mörgum tilfellum illa særanda. Þar sem verið var að spyrða við fólk  orðum um líkamslýti sem viðkomandi hafði orðið að bera allt sitt líf. Og margir ekki litið glaðan dag fyrir..Hef ekkert annað orð yfir það en einelti.

Niðurlag bloggsins þíns er athyglivert svo ekki sé meira sagt?.Er það mögulega þetta knappa form? Og svo minnimáttarkennd svo dæmi sé tekið.

hallgerður (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 14:15

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Og nú ættu allir að leggjast í naflaskoðun ÉG líka og sjá hvar maður getur bætt sig...fátt er eins meiðandi og ljótur munnsöfnuður, háð og niðurlæging.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.10.2008 kl. 14:57

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"Óvirðingin og munnsöfnuðurinn er slíkur á stundum að maður getur ekki annað en dregið þá ályktun að þarna sé komin bein ástæða fyrir því hvers vegna einelti meðal skólabarna er viðvarandi vandamál. Sé þetta það sem fyrir börnum er haft þarf ekki að spyrja að útkomunni".

Nákvæmlega, það sem ungur nemur, gamall temur.  Svo verða svona "Dóminó áhrif" (voða vinsæl skilgreining þessa dagana) frá kynslóð til kynslóðar.  Verður því miður ekki komið í veg fyrir þetta nema með því að taka vanhæfa uppalendur úr umferð.

Sigrún Jónsdóttir, 2.10.2008 kl. 15:50

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Uppnefni er aðeins ein  birtingarmynd eineltis en alls ekki "stór þáttur" í því. Einelti er ekki ofmetið frekar en umferðarslys.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.10.2008 kl. 17:29

15 Smámynd: Brattur

... ég er sammála því að hver og einn á að líta í eigin barm varðandi orðbragð... smá stríðni er allt í lagi ef hún er góðkynja... en tölum gætilega og með virðingu um aðra og dæmum ekki... og allra síst þá sem við þekkjum ekki neitt!

Brattur, 2.10.2008 kl. 21:21

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

viðurnefni voru algeng í mínum heimabæ en voru almennt ekki meiðandi,  frekar einhver hefð.  Það er sannarlega ekki gert nóg við einelti.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 20:37

17 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Uppnefni sem einstaklingar hafa, jafnvel án þess að vita af því sjálfir, er ljótur vani og umræðan hjálpar vonandi til við að leggja þann ósið niður.

Stundum hitti ég fólk utan af landi sem finnst það sniðugt að nefna viðhengið með ef einhver í þeirra byggðarlagi er nefndur á nafn. Oft eru þessi viðhengi mjög ósmekkleg og beinlínis ljót. Mér finnst þessi hegðun viðmælenda minna frekar sýna þeirra eigin heimsku og ljótleika en nokkurntíma þess sem kom til tals.

Kveðja og þakkir fyrir góðar greinar.

Marta Gunnarsdóttir, 4.10.2008 kl. 12:44

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er þörf og góð færsla. takk fyrir það.

hafðu fallegan dag í dag kæri svanur !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.10.2008 kl. 13:23

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég þakka öllum sem lögðu hér orð í belg. Ég gat því miður ekki fylgt þessari umræðu eftir eins og ég vildi vegna óvæntra anna, en geri það við fyrsta tækifæri.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.10.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband