Er jafnrétti á Íslandi?

ManWoman1Í framhaldi af fjörugum umræðum um kvenréttindi í Íslam, vaknaði spurningin um hversu margir telja að á framfara og mennta-landinu Íslandi, ríki fullt jafnrétti milli kynja í þjóðfélaginu.

Til að kanna þetta meðal blogglesara setti ég upp einfalda skoðanakönnun um þetta efni. Hún er hér til vinstri á síðunni. Hún verður ekki lengi uppi svo endilega dragið ekki að láta skoðun ykkar í ljós.

Skoðanir fólks á hvað jafnrétti er geta örugglega verið mismunandi. Ef að þið kjósið að gera grein fyrir atkvæði ykkar með athugasemd, þá er það velkomið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Það er ekki kynjajafnrétti á Íslandi.  Þótt að það mjakist í þá átt á hraða snigilsins.  Samt held ég að á næstu árum verði þróunin þannig að það fari hægt og bítandi að halla á karlmenn enda þeir latir og minna menntaðir í dag en konur.  Nenni samt ekki að færa rök fyrir máli mínu, enda með latari mönnum.

Kreppumaður, 30.9.2008 kl. 11:18

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

launamunur kynjana er staðreynd.  Fáar konur eru í stjórnum fyrirtækja.  Við eigum enn langt í land.

Hólmdís Hjartardóttir, 30.9.2008 kl. 11:40

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Verður þetta nokkurn tíman jafnt?

Eru karlmenn ekki bara með líffræðilegt forskot sem aldrei verður tekið úr jöfnunni, nema í skamman útópískan tíma í einu, og svo fer allt aftur af stað þegar sveiflur verða í efnahags og friðarmálum?

Ég er með þá óvinsælu skoðun að kynin séu ólík, og styrkir karlmannsins séu betur metnir á atvinnumarkaðnum en kvenna. Það sé því raunverulega ekkert til sem heitir sömu laun fyrir sömu vinnu, en hinsvegar gætu konur hugsanlega fengið sína styrkleika betur metna og fengið meiri laun fyrir ólíka vinnu; og þannig jafnað metin.

Látum leikana hefjast

Kristinn Theódórsson, 30.9.2008 kl. 12:17

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, það ríkir ekki jafnrétti milli kynja á Íslandi. Það kemur til dæmis greinilega fram í þessu myndbandi - og nefnt líka hér og hér.

Vonandi hefur Kristinn ekki rétt fyrir sér um að jafnræði náist aldrei en hann kemur með athyglisverðan punkt varðandi meiri laun fyrir ólíka vinnu. Það er hins vegar svolítið útópískt að ímynda sér að t.d. ljósmæður með sína miklu menntun og ábyrgð fái nokkurn tíma hærri laun en bankadrengirnir sem eru búnir að setja efnahag landsins nánast á hausinn. Hvenær verða mannslíf metin meira en peningar?

Svo er spurning hvað er líffræðilegt forskot - eða líffræðilegur munur. Er það eingöngu millifótakonfekt karla og kannski eitthvað meiri vöðvamassi auk þeirrar staðreyndar að konur ganga með börnin og ala þau? Eða kemur eitthvað fleira til? Ég held að almennt sé viðurkennt að konur hafi betri samfélagsvitund og vitsmunaþroska en karlar - en slíkt er ekki metið til fjár og verður líkast til aldrei.

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.9.2008 kl. 14:27

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er jafnrétti milli kynja hvað varðar menntun og tækifæri til menntunar, samkvæmt tölum framhaldsskóla eru jafnvel fleiri konur í faglegu námi en karlar. 

Dæmið snýst við þegar komið er á vinnumarkaðinn.  Við konur vissum það alltaf að það yrði ekki átakalaust að sækjast eftir hefðbundnum karlastörfum og ýta körlum til hliðar, einhverjum.  En dropinn holar steininn og mér sýnist, þrátt fyrir allt, að við höfum þetta fyrir rest. 

Svar mitt er því:  Við konur njótum "blandaðs" jafnréttis.

Kolbrún Hilmars, 30.9.2008 kl. 14:53

6 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég er nú bara að varpa fram hugmyndum í þessa umræðu, en ekki að taka ískalda afstöðu, svo það sé á hreinu.

Það sem mér finnst vanta í þessa umræðu öllu jöfnu er þjóðfélagið þarf að læra að meta kvennlega eiginleika. Sumar konur eru í svo mikilli afneitun með muninn á mili kynjanna, og vill taka þennan slag á þeim forsendum að ekki sé um neinn mun að ræða. En það er lygi sem gerir alla umræðuna svo falska.

Ljósmæður ættu að mínu mati að vera mjög vel borgaðar, því þær vinna gríðarlega mikilvægt starf sem að mínu mati er klárlega fellur betur að styrkleikum kvenna en karla. Sömueiðis leikskólakennarar og fleira í þeim dúr.

Ég er svo sem ekkert búinn að klára þessa pælingu. Þess vegna væri líka sérlega gaman að sjá þetta sjónarmið tekið með í reikninginn.

Eða eru allir sannfærðir um að það sé hefðin fyrir karlstjórnendum sem þarf að velta? Er hefðin orsök eða afleiðing?

mbk,

Kristinn Theódórsson, 30.9.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband