Laukur

red_onionsÞað er haft fyrir satt að af öllum grænmetistegundum í heiminum sé mest ræktað af tómötum og kartöflum. En það grænmeti sem víðast er notað ku vera laukurinn. Laukur er notaður í fleiri réttum í fleiri löndum en nokkuð annað grænmeti. Sumstaðar er hann notaður til bragðsauka í réttum en annarsstaðar eldaður til átu einn og sér.

Egyptar til forna notuðu lauk á báða vegu en fyrir 5000 árum var laukur algengasta grænmetið á meðal þeirra. 

Á miðöldum í Evrópu var laukurinn einnig algengasta tegund grænmetis sem hægt var að fá ásamt ættingja sínum graslaukinum.

Laukur hefur ætíð verið talinn afar hollur matur og getað virkað sem meðal við ýmsum kvillum. Það tíðkaðist að hengja lauk yfir húsdyr til að varna sóttum eins kóleru, taugaveiki og jafnvel svarta dauða inngöngu í húsin.

AncientEgyptianFamilyEgyptar héldu skrá yfir 8000 kvilla sem þeir töldu læknanlega með lauk. Laukur og hvítlaukur voru ein aðal fæðutegund þrælanna sem byggðu píramídana og  laukleifar fundust t.d. í gröf sjálfs Tuts konungs.  

BlackfootIndians1913-500Mismunandi tegundir af villtum laukum voru einnig brúkaðar til átu og sem lyf af Indíánum norður Ameríku. Þá, sem í dag, var laukur oft notaður sem vörn eða lyf við kvefi.  Svartfeta-mæður drukku lauk-te í stórum skömmtum þegar þær höfðu ungabörn á brjósti til að börnin mættu fá í sig sjúkdómavarnar-eiginleika lauksins. Fyrir utan kvefið, var laukur notaður af þeim við höfuðverkjum og ennisholu-stíflun var losuð með að anda að sér reyk frá brennandi laukum.  

Hinn illræmdi keisari Rómaveldis Neró, er sagður hafa etið mikið af lauk til að bæta söngrödd sína., enda annálaður tónlistarunnandi. En hann átti víst enga fiðlu enda ekki  búið að finna þær upp.

Í dag eru um 20 billjón pund af lauk framleidd í heiminum.

En orðið laukur á ekki endilega við um grænmetið eitt, eða eins og segir á vísindavefnum góða;

Laukur er einnig notaður um það besta af einhverju. Þannig er talað um að einhver sé laukur ættarinnar og orðasambandið að stíga í laukana merkir að 'lifa í sæld'. Líklegt er því að herðandi forliðurinn sé sóttur til merkingarinnar 'það besta af einhverju' og laukrétt sé því eitthvað sem er svo rétt að það getur ekki verið réttara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég nota ekkert grænmeti eins mikið og lauk :)  

Óskar Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: Gulli litli

Ég heiti guðLaukur...

Gulli litli, 29.9.2008 kl. 17:13

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Guðlaukur !  Það er gott og gilt nafn!  Ég nota lauk talsvert mikið. Laukur er góður til að bragðbæta hlutina.....

Ég læt son minn vita af þessu nafni. Guðlaukur Guðfinnsson! 

Rúna Guðfinnsdóttir, 29.9.2008 kl. 17:30

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Var að klára að skera lauk og er þess vegna hálf grátandi. Í alvöru. Ómissandi í allar gerðir af mat. Ég segi gjarnan að ég noti hvítlauk í allt nema skyr. Góð lykt af tölvunni núna...

Rut Sumarliðadóttir, 29.9.2008 kl. 17:35

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Namm mínus hvítlaukur.  Ój.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 17:49

6 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Hvítlaukur er eitt það besta sem "fundið hefur verið upp" í matargerð.
Grillaður laukur, steiktur laukur, hrár laukur, hvítlaukur, rauðlaukur, blaðlaukur.... Það má lengi telja upp ýmislegt sem að gott er um laukinn að segja.

Aðalsteinn Baldursson, 29.9.2008 kl. 18:18

7 identicon

Laukur er góður í hófi. Þoli hins vegar ekki þegar ég fer á veitingastað og þeir fylla diskinn af lauk! Bíst við að það er gert vegna þess að laukurinn er tiltölulega ódýr miðað við annað grænmeti!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 19:45

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Namm allir laukar....ekki síst hvítlaukur sem ég er farin að borða hráan með salati, það ku lækna allskonar kvilla.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.9.2008 kl. 19:52

9 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

20 billjón pund ræktuð af lauk.  ???    Nú spyr sá sem ekkert veit.;  Eru það billjón enskumælandi landa (þ.e., þúsund milljónir sem sagt einn milljarður) eða "venjuleg" billjón annarra landa (þ.e., milljón milljónir sem sagt þúsund milljarðar sem er í enskumælandi löndum; trilljón)?

Alltaf er ég til vandræða Svanur Gísli minn.  Aldrei get ég tekið neitt sem sagt er, eins og Það kemur af kúnni.

Með kveðju, Björn bóndi.  (munið vefinn; blekpennar.com)

Sigurbjörn Friðriksson, 29.9.2008 kl. 20:56

10 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég fann upp leið til að skera lauk án þess að tárfella.  Ég set upp sundgleraugun mín og þá græt ég ekkert neitt.

Fyrst þegar ég gerði þetta, þá var ég unglingur og bjó enn í foreldrahúsum (Hótel Mömmu).  Elsku mamma gekk óvart inn í eldhús og þegar ég heyrði í henni (búinn að gleyma að ég var með sundgleraugun) þá sneri ég mér að henni, með hnífinn á lofti.  Ég mann enn ópið í henni.  Hún átti erfitt með að fyrirgefa mér þetta, því aldrei notaði hún sundgleraugu við að skera lauk, hún átti þau hvort sem er ekki og hafði aldrei séð slíkt um ævina.  Þetta var á þeim tíma þegar sundgleraugu voru úr gúmmíi og gleri, mjög stór........

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com    Kær kveðja, Björn bóndiïJð        

Sigurbjörn Friðriksson, 29.9.2008 kl. 21:04

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ja ekki vildi ég vera lauklaus.........

Hólmdís Hjartardóttir, 29.9.2008 kl. 21:21

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bóndinn er glöggur á tölfræðina og hefur laukrétt rétt fyrir sér í þessu :)

Honum og öllum hinum laukunum þakka ég skemmtilegar athugasemdir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 21:53

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sigurbjörn.. það þarf ekkert hókus pókus við að skera lauk án þess að maður tárist.. aðalatriðið er að hnífurinn sé sæmilega skarpur.. þá spítist ekki safinn um allt.

Óskar Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 21:54

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Óskar; Voðalega er þetta eitthvað frumleg mynd af þér. Það er varla að maður þekki þig.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 21:57

15 identicon

nammi namm mig langa núna í lauk.

mjög gott að borðan hráann.

Ég er ekki að grínast ég er fariin að fá mér hráann lauk takk fyrir.

Ingó (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:02

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

við erum soldið líkir Svanur núna ;)

Óskar Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 22:12

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

HE HE sé það núna

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 22:26

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hey þetta er ég sminkaður og flottur :)

Óskar Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 22:34

19 Smámynd: Haukur Nikulásson

Skv. þessu á ég ekki að amast við "Haukur - Laukur!"

Þetta hafi bara verið hrós?! 

Haukur Nikulásson, 30.9.2008 kl. 08:34

20 identicon

Ekki bregst fróðleikshornið og mun ég ekki skera lauk héðan í frá án þess að hugsa til þín Svanur.

Takk fyrir það!

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:48

21 identicon

Laukur er eitt af uppáhalds sælgætinu mínu. Sérstaklega hvítlaukur mmmmmm

Brúnkolla (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 10:40

22 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Haukur; laukur er hrósyrði. Jafnvel þótt átt sé við venjulegan lauk. Eins og heimsspekingurinn SHREK benti á, er laukur með mörgum lögum og ekki auðvelt að komast að kjarnanum.

Guðbjörg; Hugsar til mín og tárast  ;)

Brúnkolla; Greinilega engar vampírur á þínu heimili :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband