Jafnrétti kynjanna og Íslam

Það er alls ekki ætlun mín í þessum pistli að bera á einn eða annan hátt í bætifláka fyrir kúgun kvenna hvar sem hún finnst eða hvaða myndir sem hún tekur á sig. -

Eitt helsta ámæli sem Íslam verður að þola af hendi gagnrýnenda sinna, er hvernig staða jafnréttis kvenna hefur dregist aftur úr miðað við vesturlönd og þau gildi sem þar ráða. - Hið sjálfsagða en nýfundna frelsi kvenna á vesturlöndum til að ráða sjálfar lífi sínu og limum kallar ósjálfrátt á samanburð við stöðu kvenna annarsstaðar í heiminum og oft án tillits til mismunandi menningarheima sem samt sem áður ættu að vera öllum ljóst að eru til staðar.

bedouinwomanms3Í nánast öllum íslömskum ríkjum þola konur almennt gróft misrétti, miðað við þær hugmyndir um jafnrétti kynjanna sem við vesturlandabúar höfum reynt að tileinka okkur á síðastliðinni öld. Þær hugmyndir sem endurspeglast í löggjöf flestra vesturlanda og í menningu þeirra urðu ekki til af sjálfu sér. Að baki þeirra liggur aldalöng barátta við gamla heimsmynd sem haldið var við m.a. af þeim karllægum trúarskoðunum sem vesturlönd voru og eru enn undir áhrifum af. Með aukinni menntun og þekkingu, sem eins og ætíð er eina ganglega vopnið í baráttunni við fáfræðina og hjátrúna, hefur margt áunnist. En enn í dag, þótt almennt sé talað um að fullt jafnrétti ríki, hafa margir hafi orðið til að benda á að enn loði við samfélögin gömul viðhorf og gildismat sem séu meira í ætt við fortíð okkar en hina nýju tíma. 

Eitt af einkennum þessara "nýju tíma" er að þeir menningarheimar sem áður virtust hafa rúm á jarðarkringlunni til þess að fara sínar eigin leiðir, þrátt fyrir að rekast stundum illþyrmilega á, eru að breiða úr sér bæði landfræðilega og samfélagslega inn á hefðbundin svæði hvors annars. Til dæmis hefði bygging Mosku á Íslandi fyrir 50 árum hefði verið óhugsandi og óþörf. Í dag eru 500 íslendingar múslímar og þeir vilja byggja sitt tilbeiðsluhús. Sem annarsstaðar í Evrópu hefur gripið um sig sá ótti á Íslandi að Múslímum takist að skyggja á eða jafnvel hafa áhrif á íslensk menningargildi ef þeir fái til þess svigrúm. Algengasta dæmið er; afstaða þeirra til jafnréttismála.

Minnug þess hverju til þurfti að kosta til að koma jafnrétti í lög á Íslandi (og það er ekki langt síðan) skulum við aðeins staldra við og skoða stöðu kvenna undir Íslam í ljósi sögunnar. 

Þegar að Múhameð kom fram á Arabíuskaganum á sjöundu öld tókst hann á við að sameina sundraða ættbálka landsins undir einni trú. Trúarboðun hans var komið fyrir í bók sem heitir Kóran. Hún ein hefur að geyma það sem múslímar líta á sem heilagt orð Guðs.

PLATE8CXMunnmæli Múhameðs og arfsagnir er að finna í sérstökum samantektum sem kallast Haddíður. Þau eru mannanna verk og hafa ekki sama gildi og Kóraninn, nema fyrir þá sem sjá sér akk í því að skilgreina þau sem slík, öfgamenn, bæði múslímar og andstæðingar þeirra. - Í Kóraninum er að finna lagaákvæði sem urðu að rammalögum fyrri mjög stóran lagbálk sem kallaður er Saría lög. Sum þeirra laga sem í Saría lagbálknum er að finna, eru hreinar túlkanir manna á lögum Kóransins, önnur viðaukar, aftur mannanna verk. Þetta ber að hafa í huga þegar vitnað er í forsendur múslíma fyrir afstöðu þeirra til margra mála sem orðið hafa að ásteytingasteini milli þeirra og nútíma vesturlandabúa.

Á sínum tíma voru lög Múhameðs mikil réttarbót fyrir þorra kvenna í Arabíu, sérstaklega hvað varðaði hjúskaparstöðu og eignarétt. Konur höfðu þar lítinn eða engan rétt. Þær voru undirgefnar karlmönnum, feðrum, bræðrum og eiginmönnum. Í sumum tilfellum voru þær eins "búgripir", eign karlmannanna. Þær áttu engan rétt til erfða og voru álitnar algjörlega óhæfar til að fara með mannaforráð eða eignir. Þær voru réttdræpar fyrir fjölda saka og alls óhugsandi sem frumburðir. Þess vegna voru meybörn grafin lifandi í sandinn strax eftir fæðingu ef svo bar undir. Þegar að svarf í búi, sérstaklega meðal fátækra fjölskyldna, voru stúlkurnar drepnar til að karlmennirnir fengju að borða. Þrátt fyrir lög Kóransins, einkum í seinni tíð, hefur þessi slæmi "menningararfur" náð að loða við menningu Íslam.

Þótt að það sé sýnt að bæði Haddíðurnar og Saría lagabálkurinn hafi haldið konum og reyndar flestum íslömskum þjóðfélögum í fornaldargreipum og þau séu á engan hátt til þess fallin að stýra nútíma samfélagi, verður að gera greinamun á þeim og boðun Múhameðs á sínum tíma. En jafnvel hrein lög Kóransins mundu aldrei ná að sinna þörfum nútíma alheimslegs samfélags frekar en lagabálkar Biblíunnar eða Zend Avesta (Zóroasterstrú) svo eitthvað sé nefnt til samanburðar.

burka_graduationBúrkuklæðnaður kvenna, sérstaklega blæjan, er ótvírætt tákn þessara gömlu úreltu viðhorfa. Ég ritaði fyrir löngu grein um fyrstu kvennaréttindakonu Austurlanda, skáldkonuna Tahirih, sem að lokum var hengd fyrir skoðanir sínar. Saga hennar finnst mér lýsa betur enn flest annað þeirri áþján sem konur undir járnaga Saría laga, kreddufullra Haddíða og ofstopafullra klerka sem halda fáfróðum þjóðum í heljargreip vankunnáttu, líða. Sjá hér.

 

untitledEn það er fráleitt engu að síður að nálgast Íslam eða múslíma sem eitthvert glæpahyski eins og gerð hefur verið tilraun til að segja fólki að sé réttlætanlegt. Heimurinn á Íslam að þakka, þrátt fyrir hnignun trúarbragðanna á seinni öldum, fjölda mikilvægra framfara og stuðlaði m.a. að þeirri upplýsingu sem við vesturlandabúar stærum okkur af á góðri stundu.

Nauðsyn fræðslu um það sem að baki liggur viðhorfum framandi menninga, hefur aldrei verið augljósari. Viðhorf breytast ekki án hennar, hvorki okkar sjálfra, né þeirra sem við álítum að okkur stafi ógn af. Íslenskar konur (og karlar)  hafa margt fram að bjóða undirokuðum systrum sínum og ættu frekar að líta á það sem tækifæri að hér á meðal okkar skuli búa fólk sem þurfa á reynslu þeirra að halda, heldur en að það sé ógn við öryggi okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir greinina, Svanur. 

Mín skoðun er sú að mannkynið eigi íslam sem slíku nákvæmlega ekkert að þakka.  Allt sem gott getur talist koma frá löndum íslams kom það þrátt fyrir íslam en ekki vegna þess.

Ég held því líka fram að múhameð hafi með breytni sinni skapað fordæmi fyrir viðbjóðslegan skepnuskap og þá gegn konum og stúlkubörnum sérstaklega.  Hafi Arabar fyrir daga múhameðs stundað svona hrikalega meðferð á konum sínum, systrum og dætrum sem þú segir þá verðskulda þeir varla að teljast menn. 

 Eru þessar sögur ekki bara íslamskur áróður til að sýna hvað allt var ómögulegt fyrir daga íslams?  Líkt og áróður kristinna manna gegn Neró keisara.  Ég er viss um það.  Þeir sega s.s. Arabía var viðbjóður fyrir daga íslams eins og þeir segja að vesturlönd séu spillt og vesturlandabúar ógeðslegir á okkar dögum.  Allt lagast með íslam.

Ég held að þú og fleiri séuð oft á tíðum alltof svag fyri áróðri múslima.  Enda getur verið erfitt að rýna í gegnum margar aldir af bulli.

marco (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir frábæran pistil Svanur...þú skrifaðir allt það sem ég hefði viljað segja og við vorum reyndar að ræða á mínu heimili í gær...

fólk er svo fljótt að rjúka upp í hatur og andúð í stað þess að kynna sér eftir áreiðanlegum heimildum menningu hvers samfélags og hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru, það er ekki þar með sagt að allt sé í lagi.

Fáfræði fólks liggur einmitt oft í því að það gerir ekki greinar mun á því sem stendur í Kóraninum og því sem er mannanna verk, og eins og þú segir í pistlinum þá átti boðun Múhameðs við á þeim tíma sem hann var uppi, alveg eins og boðskapur biblíunnar átti við fyrir 2000 árum síðan, annars fara kristnir gjarnan þá leið til að fylgja tíðarandanum að uppfæra boðskapinn og jafnvel breyta honum en þá auðvitað er hann orðin mannanna verk en ekki verk spámannsins.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.9.2008 kl. 19:12

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll marco og þakka þér innlegiið.

Ég held að þú eða nokkrir aðrir mundu seint flokka t.d. I nfanticide: Comparative and Evolutionary Perspectives eftir Glenn Hausfater  sem Íslamískan áróður. Þaðan er komin hluti heimilda minna.

Að mótmæla því að heimurinn eigi Íslam ekkert að þakka er að viðurkenna ekki framlag Íslamskra fræðimanna eins og El Zahrawi eða Ibn Sina svo dæmi séu tekin og aðeins í læknisfræði. Eða þá In Al-Baitar eða Nasir Al-Din Al-Tusi.sem báðir voru eiginlega fjölfræðingar.

Um sögusagnir af svokallaðri barnsbrúður Múhameðs er það að segja að á meðan hún er, eins og fleiri skrýtnar sagnir í Haddíðunum, tekin góð og gild af þorra múslíma sem hafa búið við allt annað siðferðisgildi en nútíma vestrænn maður, er sagan umdeild, jafnvel meðal Íslamskra fræðimanna, sérstaklega þegar verið var að setja Haddíðurnar saman. Hún á, hvernig sem á málin er litið, ekkert skylt við barnaníðingshátt.

Heimildir okkar um Neró eru allt of fjölbreyttar til að hægt sé að kenna um kristnum einum fyrir slæman orðstír hans.

Áróður Íslamista er eitt og getur verið stór-varasamur. En það verður að fyrst og fremst að hafa það sem satt reynist, jafnvel þótt að tilfinningarnar hlaupi stundum með okkur í gönur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2008 kl. 19:13

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Hippó og takk fyrir það.

Þessi fullyrðing að ég stökkvi "upp til handa og fóta" þegar hið  "pólitíska islam" er gagnrýnt stenst ekki held ég ;) 

Ég mótmæli hinsvegar þegar að vegið er að Íslam í heild sem uppruna alls ills. Gagnrýnendur íslamista hirða sjaldnast um að greina þarna á milli og eins og ég hef fengið að reyna á eigin skinni, hika þeir ekki við að kalla þá sem ekki eru sammála þeim, múslíma. Ég hef mótmælt vafasömum þýðingum úr Kóraninum og enn vafasamari túlkun þeirra þýðinga, ég hef mótmælt framsetningu Haddíðanna sem heilögu orði jafngildu Kóraninum og ég hef mótmælt vafasömum túlkunum á Saría lögunum (sem að mínu viti eru sum nógu slæm samt) og síðast en ekki síst hef ég mótmælt öfgakenndum hugmyndum um hvernig best sé að bregðast við því sem mér finnst vera augljós vanþekking múslíma, jafnvel á eigin trú. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2008 kl. 19:48

5 identicon

Hrafnhildur.  Ég mæli eindregið með því að þú lesir kóraninn.  Kóraninn er svo sannarlega mannaverk eins og allt sem skrifað hefur verið. 

Hitt er annað að í augum múslima er þessi bók kraftaverk, hún er fullkomin og opinberar vilja guðs ómengaðan.  Ef þetta væri ekki sorprit sem opinberar á annari hvorri síðu greinilegan kvalalosta "spámannsins" svo og þráhyggju hans fyrir völdum og auði þá væri þetta að öllum líkindum í lagi.

marco (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 21:37

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sá sem ekki kynnir sér Gullöld Islams... hann mun aldrei vita neitt um Islam.

Sumir fræðimenn á síðari tímum vilja meina að muslimar hafi hreinlega lagt grunninn að nútíma vísindum.

Nokkrir hafa kallað umrætt tímabil "Múslimsku vísindabyltinguna" og vilja með því segja að islam hafi verið drifkrafturinn að baki vísindastarfsemi muslima á tímabilinu.

Hinsvegar ef hugað er að þróun mála í M-Austurlöndum á seinni tímum, þá er auðvitað ekki hægt að líta framhjá gjörðum og afskiptum vestrænna ríkja og yfirgangi öllum þar að lútandi.  Það er ekki hægt að loka augunum bara fyrir því.

Stutt þar allskyns preláta og  spillingu auk öfgaafla  ímiskonar fram og til baka.  

Já... það er nefnilega dáldið til í því sem talsmaður muslima sagði í þessu sambandi í þættinum Flakk á rás 1 í dag. Það er það. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.9.2008 kl. 21:51

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Marco ég hef lesið Kóraninn... hef hins vegar ekki þekkingu frekar en þú til að túlka allt sem þar stendur, menn eru árum saman að læra það og annað hvort lýsir það heimsku af þinni hálfu eða hroka að halda að þú getir það. Í biblíunni er líka margt sem ekki er hægt að túlka bókstaflega og þarf ákveðna grundvallar þekkingu til að skilja margt sem þar stendur.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.9.2008 kl. 22:20

8 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þetta fer beint í favorits,takk fyrir. kv. B

Baldur Kristjánsson, 27.9.2008 kl. 22:37

9 identicon

Þegar menn benda á afrek múslímskra fræðimanna fyrr á öldum og vilja telja það Íslam til tekna er það þá ekki svolítið eins og að benda á Galileo Galilei og Leonardo da Vinci og fullyrða að Kaþólskan rannsóknarétturinn hafi verið svo góð fyrir vísindin?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 22:40

10 identicon

þarna gleymdist eitt "og" á milli kaþólskunnar og rannsóknaréttarins.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 22:41

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Hans og þakka athugsemdina.

Það var aldrei réttað yfir þessum spekingum og þeir störfuðu flestir við þeirra tíma menntastofnanir. En þeir áttu eitt sameiginlegt, þeir voru staðafastir og trúaðir múslímar og lögðu fyrir sig ákveðna guðfræðirannsóknir á textum Kóransins í bland við vísindaiðkun sína. Ég sé hreinlega ekki samlíkinguna hjá þér ganga upp.

Baldur; Takk sömuleiðis.

Hrafnhildur: Þetta er rétt hjá þér að mínu viti líka. Takk fyrir athugasemdirnar.

Ómar; Við erum sammála um þessa hluti, þakka þér.

marco; Það er alveg sama hvaða álit þú hefur á Kóraninum, eftir stendur að stjórnar lífi eins og hálfs milljarðs af fólki sem byggt hefur sína siðmenningu á honum. Við það þarf að takast á við og í þeim "átökum" gagnar lítið að kalla það sem fólkinu er helgast einhverjum niðrandi nöfnum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2008 kl. 23:09

12 identicon

Hrafnhildur skrifar:

"Fáfræði fólks liggur einmitt oft í því að það gerir ekki greinar mun á því sem stendur í Kóraninum og því sem er mannanna verk",

"Marco ég hef lesið Kóraninn... hef hins vegar ekki þekkingu frekar en þú til að túlka allt sem þar stendur, menn eru árum saman að læra það og annað hvort lýsir það heimsku af þinni hálfu eða hroka að halda að þú getir það".

Hrafnhildur mín ég veit ekki hverju svona mótsagnir lýsa.  Ekki gáfnafari endilega.

Varðandi vísindafrek íslams.  Ég hef aldrei haldið því fram að einn einasti múslimi á nokkrum tíma hafi verið fáviti.  Það skiptir í raun litlu máli.  Merkilegar uppgötvanir kunna að hafa verið gerðar af múslimum á miðöldum.  Allt tal um að þær séu íslam að þakka er bara röfl.

marco (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 23:50

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

ÆI  kommon Marco þú veist alveg hvað ég meina, nú ertu viljandi að snúa út úr....

lestu pistilinn hans Svans aftur kannski skilur þú þetta betur með hans orðalagi, ef ekki......ja þá verð ég að reyna aftur...:)

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.9.2008 kl. 00:04

14 identicon

Svanur: Það var kannski ruglandi að hafa Galilei þarna með. Punkturinn var að þótt að merkir vísindamenn hafi þrifist í kristnu umhverfi þá þýðir það ekki að þeir hafi verið merkir vísindamenn vegna kristninnar og að fáránlegt er að telja afrek þeirra trúarbrögðunum til tekna.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 00:05

15 identicon

Hrafnhildur.  Nei, ég er ekki að snúa útúr, allavega ekki viljandi.  Við Svanur verðum seint sammála um íslam og mér hefur oft fundist gæta einmitt þessarar mótsagnar hjá honum.  "Lindin tæra", þ.e. boðskapur "spámannsins" , er svo gruggug að það þarf að sía hana margoft í gegnum allskyns tuskur hinna íslömsku fræðimanna.  Lindin virðist vera betri bæði síuð og ósíuð.  Ég sé ekki hvernig það getur staðist.

  Þakka þér fyrir að gera þessa mótsögn svona greinilega vegna þess að ég held að þú skiljir Svan fullkomlega.

marco (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 00:18

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hans;

Allar siðmenningar sem við þekkjum eru drifnar áfram af ákveðnum öflum. Eitt þeirra getum við kallað "menntun." Stig menntunarinnar ákvarðast af hvatanum sem fólk hefur til að leita hennar. Þær geta verið efnagaslegar, heimspekilegar eða trúarlegar.  Á einni öld urðu villimenn Arabíu að siðmenntuðustu þjóð veraldar. Hvaðan kom hvatinn?

 Eins og með allt sem múslímar gerðu, réttlættu þeir það með Kóraninum. "Leitið þekkingar, jafnvel til Kína" voru boð Múhameðs í honum og  þeir tóku það bókstaflega eins og flest annað. Samhengið þarna er augljóst. Efnislegar, trúarlegar og heimspekilegar ástæður sameinuðust í því sem við köllum Íslam.

Við sjáum t.d. hversu vel "vísindamenn" döfnuðu í hinum kristna veldi á sama tíma, eða öllu heldur ekki. Myrkar miðaldir köllum við það tímabil. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 00:35

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kenningin um að Islam hafi verið drifkrafturinn að baki vísindaiðkunarinnar á gullöldinni (sem núna er orðin höfð miklu lengri en sagnfræðingar áður höfðu hana, alveg til 15 eða 1600 hundruð)  eins og sumir fræðimenn vilja meina... er alls ekki svo fráleit eins og hún hljómar við fyrstu heyrn.

Í stuttu máli: Kóraninn hvetur stórlega og sterklega til að fólk leiti þekkingar.  Kanni, rannsaki, hugsi.

Í bókinni er flutt fram sú sýn á hinn efnislega heim og sköpun Guðs almennt, að hún sé full af táknum og vísbendingum um Guð sem menn eigi að rannsaka til að öðlast betri skilning á Guði og sköpunini o.s.frv. Þe. þekking á efnislegum heimi leiðir til þekkingar á Guði... og öfugt. 

Sbr. Sútru 45: 3-5:

Surely in the heavens and earth, there are signs for the believers;

And in your creation, and the crawling things He has scattered abroad, there are signs for a people having sure faith;

And in the alternation of night and day, and the provision God sends down from heaven, and therewith revives the earth after it is dead, and the turning about of the winds, there are signs for a people who understand.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.9.2008 kl. 01:27

18 identicon

Fyrir mitt leiti þykir mér líklegra að þetta hafi allt saman haft meira að gera með það að á þessari öld lögðu þeir undir sig margar af siðmenntuðustu þjóðum veraldar en eitthvað sem stendur í Kóraninum.

Rómverjar tóku miklum framförum í siðmenningu, lærdómi og siðfágun á 2 öld. f.Kr. Ætli það sé merki um menningarbætandi áhrif þess að tigna Júpíter?

Skrýtið að þetta hafi gerst um svipað leiti og Rómaveldi innbyrti Grikkland. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 01:32

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hippó; Allt hefur sínar orsakir. Þú segir; "Menn misnota trúarbrögð til illra verka og þar standa islamistar fremst á vagninum".

Hér er hugsanlega ástæðan:)

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 01:55

20 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fróðlegt eins og endranær.

Edda Agnarsdóttir, 28.9.2008 kl. 09:24

21 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Áhugverð grein og enn skemmtilegri umræður  Ég bíð með að leggja orð í belg að sinni.

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.9.2008 kl. 09:47

22 identicon

Takk fyrir mjög fræðandi og góða grein Svanur.

Menn eru að tala og greina á um hvað gott hafi komið frá hinum múslimska heimi. Ég skal segja eitt mjög mikilvægt atriði. Vísindi!!! Á meðan á okkrar svörtustu miðöldum stóð í Evrópu tapaðist mikið af vísindaþekkingu sem hafði verið hér til staðar. Á sama tíma blómastraði vísindiðkunn múslimska vísindamanna. Þetta á sérstaklega  við um Stjörnufræði og byggingalist. Þegar mesti kúfurinn var af oki öfgakristni í Evrópu fengu vísinamenn  í Evrópu aftur miklivæga vísindaþekkingu frá þeim múslimsku.

Annað mikilvægt atriði er að þegar talað er um undirok kvenna í múslimskum löndum þá las ég einhverntíman grein eftir konu frá Íran sem fékk friðarverðlaun Nóbel fyrir nokkrum árum. Hún kenndi oki á konur í múslimskum löndum aðallega um feðraveldið svokallaða sem hefur ekkert með trú að gera. Til dæmis á búrkan að hafa komið til á 19. öld og hafði ekki þekkst fyrr. Að bera slæðu fyrir andlitinu var ekki mjög vel þekkt athöfn í músmlimalöndum fyrir 250 árum. Þegar verið er að drepa konum í múslimalöndum sem uppfylla ekki kröfum fjölskyldunar sem góð eiginkona. Það á eingöngu að vera frá þessu svokallaða feðraveldi komið. Þetta er í raun ofið inn í menningu þeirra fremur en trúarbrögð. Trúarbrögði eru bara notuð sem átylla til að framfylgja þessu.

Kveðja

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 10:32

23 identicon

Enn stöndum við Svan að því að skoða trúarbrögðin í ljósi trúar sinnar Þ.e. öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Meðan öll dýrin ganga um með vígtennur og klær (óumburðalindar trúarskoðanir) verður enginn friður. Trúfólk , hvaða költi sem það tilheyrir virðist ófært um að skilja að í trúnni er engin málamiðlun. Trúna verður að skilja algerlega frá annari starfsemi þjóðanna til að fullkomlega réttlát löggjöf geti litið dagsins ljós. 

Það verður stöðugt skýrara hversu línan milli trúarbragðanna er í raun óskýr. Ég hef sterklega á tilfinningunni að t.d. þeir kristnu sem taka hér þátt og Svanur sem Bahaái sjái mestu ógnina í secularisma. Þetta fólk telur trúlausa meiri ógn við sína hugmyndafræði en fólk annarar trúar.

 Það verður ekki hægt að byggja löggjöf eða þjóðfélög upp af einhverri málamiðlun á milli þessara ólíku trúarhópa. Hér hefur Svanur reynt að finna ljósa punkta í Islam því hann gerir sér grein fyrir því innst inni að ekki er hægt að  loka á eina trú nema loka á þær allar. Það er skynsamlegt af honum, þó hann berjist, innst inni, á móti þessari tilfinningu sinni.

Trúfrelsi er ekki til meðan menn blanda lögum og trú saman. Einhverjir verða alltaf fylltir "heilagri" vandlætingu. Hendum þessu öllu út úr löggjöf og samfélagsbyggingunni.

 Trúfólk getur að sjálfsögðu haldið áfram að hrópa til himins í sínum híbýlum, bara ekki á Alþingi eða í skólum o.s.fr.

Skuggabaldur (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 11:02

24 identicon

ég skil ekki alveg tilganginn með því að uppnefna hvort annað í umræðu sem þessari... sbr. Marco og Hrafnhildi...

allavegana, þá þarf fólk ekki endilega að hafa lesið kóranin, biblíuna eða önnur trúarrit til þess að tjá sig um menningu þeirra samfélaga sem ákveðin trú tilheyrir. það er margt annað sem spilar inní en bara trúin, þau auðvitað hafi trúin á ákveðin hátt verið birtingarmynd samfélaga á miðausturlöndum undanfarna áratugi, amk. hvað okkur vesturlandabúa varðar.  

kristnir menn hafa framið ýmis ódæðisverk í gegnum tíðina, og verið margt um líkir í mannvonsku sinni og því sem lýst er að  múhameðstrúar menn hafa gert. konur hafa ekkert sérstaklega verið í góðum málum svo öldum skiptir, og ekki fá konur enn í dag að vera biskupar eða prestar í kaþólskum hluta kristninnar sem er mjög útbreidd á vesturlöndum. er það ekki alveg eins með farið í flestum arabalöndum? í hverju felst munurinn nákvæmlega? í því að fólk hérna meginn gengur í diesel gallabuxum en ekki "kuflum"... býr í steinsteypuhúsum en ekki hverju? horfir á idol í sjónvarpinu en ekki hvað? er með tölvu í hverju herbergi í staðinn fyrir hvað? er svo frábært en ekki hvað? hver er munurinn nákvæmlega?

það er vont fólk alls staðar, hvort sem er kristið eða íslamstrúar eða annarrar trúar. ég skil ekki tilganginn í því að reyna að halda því fram að fólk ákveðinnar trúar sé verra en annað, bara vegna þess að hugmyndir og aðferðafræði séu öðruvísi. 

bókstafstrú og öfgatrú er "vandamál" sama hvaðan hún kemur, það er að þeir hópar sem slíkt aðhyllast stangar yfirleitt á við normið í þeim samfélögum sem þeir búa í. smb. gunnar í krossinum, snorri í betel, fjölkvænishóparnir í USA, fjöldasjálfsmorðstrúahóparnir í USA, al qaida osfrv. auðvitað er stór munur á hópum sem stunda það að drepa aðra/sjálfan sig og hópum sem eru einfaldlega öðruvísi, en þessir hópar eiga ýmislegt sameiginlegt þó þeir aðhyllist mismunandi trú. Oftar en ekki eru þetta karlægir hópar þar sem konur eiga að hlýða mönnum sínum, vera undirgefnar, samfélagið telst vera ógn þeim raunveruleika sem hóparnir vilja búa við og þeir telja sínar hugmyndir vera komnar frá þeim guð sem þeir aðhyllast. aðferðafræðin er öðruvísi á milli menningarheima, ekki endilega út frá trúnni.

það má vel vera að einhverju þyki þetta einföldun eða málinu ekki viðkomandi.. mér þykir samt alveg afskaplega skemmtilegt að þessari umræðu, ég bara mæli með því að fólk kynni sér líka daglegt líf þeirra þjóða sem hafa múhameðstrú sem aðaltrú, því þessi samfélög eru jafn ólík og þau eru mörg.. ekki setjum við alla evrópu undir sama hatt vegna þess eins að við erum að upplagi talin kristin! okkur þætti það fáránlegt. við ættum því að sýna öðrum trúarmenningarheimum sömu virðingu, og ef við ætlum að dæma að dæma einstaklingana en ekki hópana út frá einstaklingunum.

kærar kveðjur

sara hrund (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 11:27

25 identicon

Afsakadu eg er med erlent liklabord. 

Mikid thikir mer leidinlegt ad sja hvad folk er illa uplist i sambandi vid muslima, ad halda thad ad moska muni gera alla ad hridjuverka monnum. Thad er akurat i hina atina ef folk er ad hittast i skumaskotum  tha skapast vesen thega folk finnur ad thad er ekki hluti af hinu frjalsa lifi sem allir   hafa her. Eg bjo i Bandarikjunum i 20 ar og a muslimska vini  karla og konur i gegnum vinskapinn hef eg ferdast til Jordaniu, Syrlands , Egiptalands og Samenidu furstadimana og eg er gift muslima ,eg vard aldrei fyrir donaskap i min gard . Eg var i Damaskus Syrlandi daginn eftir ad Danska sendiradid var brent  utaf teikningunum folk vissi ad eg var fra Skandinaviu  en samt fann eg ekkert nema love i minn gard. Muslimar er misjafnt folk bara eins og vid .Eg theki konur sem drekka djamma og gera thad sem thir langar til , svo thekki eg konur sem sitja heima og fara ekki ut an slidu en thad er af tvi thir vilja thad . I dag eru ungar stulkur i miklum hluta ad setja a sig klut , thega thir koma a  vissan aldur og langar ad gifta sig  setja thir klut a hofudid svo fer bara eftir hvernig manni hun giftist sumir vilja ekki ad konan se med klut adrir vilja thad . I hopi  muslima sem eg thekki og theyr eru margir ,er ekki mikid um ad konur seu med slidur nema ef thir eru eldri eda ekjur. Muslimar eru folk eins og vid alveg eins og kristid folk . Arabisk kona er mjog hed stong hun sjornar ollu a heimilinu  flestar vilja thetta lif ad giftast og hafa mann sem ser fyrir theim sem theyr gera vel, mjog godid skaffarar, konan vill vera heima hja bornunum thir vilja ekki vinna  eg veit thetta tvi eg er buin ad lifa inanum thetta i morg ar .Muslimar eru ekki einu menn  bem eru sjorn samir vid konur . Eg thekki enga konu sem er muslimsk og er lamin af manninum sinum  . Muslimskar konur eru mjog mikid fyrir ad versla lata laga a ser neglurnar og vera finar i smart fotum en thetta er hluti af menninguni ad setja hijab a hofudid eg bara skil ekki af hverju thetta fer svona fyrir brjostid a folki . Her eru konur sem fara ekki ut ur husi nema med hufu whats the difrents?Audvitad a thetta  folk rett a ad fa binahus eins og allir adrir. Budda munkar lifa a folkinu sem heillast ad theyri tru fatoklingar gefa sinn sidasta aur til theyra svo munkarnir geti bordad og lifad  er thad rett? Thad er ok fyrir tha ad fa binahus?Eg held ad folk  iti ad kinast tvi sem thad talar um en ekki ad dima eftir hvad er ad gerast i Danmorku vid erum 3000.00 thusund ekki miljonir thad er bara ekki thad sama . Ef vid holdum afram ad taka udlendingum eins og folki med tilfiningar en ekki flokka thad i vondur verri verstur tha verdur allt i lagi her a thessu landi sem svo margir halda ad se heilagt  og svo kristid thegar ad tvi kemur ad dima muslima . Arabar eru ekki bara muslimar theyr eru kristnir lika thad eru kirkjur i flestum Islamik londum meyra ad segja i Dubai od Abudabi sem er nu naligt Soudi arabiu. Blessad folk farid thid nu ad hugsa jakvit tha gengur lifid betur . (Muslimar eru gott folk lika )

olla (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 11:40

26 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hans.

Það er rétt að Rómverjar tóku framförum við kynnin af hellenskri menningu en þeir sjálfir fóru lítið fram úr henni. Sem sagt þeir tóku hana yfir en þróuðu hana litið áfram.

Allt öðru gegnir um Íslam. Fyrir það fyrsta þá tóku þeir ekki yfir neina menningarheima sem voru þeim sérstaklega fremri. Fyrstu árin 610-7550 leggja þeir undir sig Arabíuskagann þar sem þjóðir bjuggu sem voru mjög álíka og þeir sjálfir. Á eftir fylgdu yfirráðasvæði tveggja hrörnandi velda Byzantíum og Sassanída. Persía átti forna hámenningu sem samt var stöðnuð í alla staði. Lönd Afríku, Indónesíu og Asíu áttu ekkert sem jafnaðist á við það sem kom í kjölfar Íslam.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 12:07

27 Smámynd: Sigurður Rósant

Jú, sammála er ég þessu - "Íslenskar konur (og karlar)  hafa margt fram að bjóða undirokuðum systrum sínum og ættu frekar að líta á það sem tækifæri að hér á meðal okkar skuli búa fólk sem þurfa á reynslu þeirra að halda, heldur en að það sé ógn við öryggi okkar."

Þetta er sannarlega okkur Vesturlandabúum til álitsauka sem berst síðan til þjóða þess fólks sem hér hefur sest að. Smám saman megum við búast við að þetta fólk snúi baki við öfga-Islam og gangi hnípið með veggjum í hvert sinn sem sprengjutilræði drepur einn eða tvo Vesturlandabúa en fjölda trúsystkina þeirra í leiðinni og þar á meðal móður fjögurra barna eins og varð raunin í í Islamabad þegar Hotel Marriott var gjöreyðilagt af öfgamönnum.

 Hins vegar rak ég augun í all sérstaka skilgreiningu hjá þér varðandi Kóraninn, Haddíðurnar og Sharía lögmálið.

..."Trúarboðun hans var komið fyrir í bók sem heitir Kóran. Hún ein hefur að geyma það sem múslímar líta á sem heilagt orð Guðs."

og svo bætir þú við; ".....Haddíður. Þau eru mannanna verk og hafa ekki sama gildi og Kóraninn, nema fyrir þá sem sjá sér akk í því að skilgreina þau sem slík, öfgamenn, bæði múslímar og andstæðingar þeirra."

og ennfremur skrifar þú; "...Sum þeirra laga sem í Saría lagbálknum er að finna, eru hreinar túlkanir manna á lögum Kóransins, önnur viðaukar, aftur mannanna verk."

Hér finnst mér þú reyna að fegra og milda Kóraninn og gefur jafnvel í skyn að það sé þitt álit líka að hann sé Guðs orð.

Það á ekki að fara fram hjá neinum sem les Kóraninn að í honum er að finna margar viðbjóðslegar yfirlýsingar gegn kristnum, Gyðingum, skurðgoðadýrkendum og trúleysingjum. Ef múslimar og þú þar með, líta á þessar yfirlýsingar sem Guðs orð, þá er ekki skrýtið þó að trúaðir einstaklingar innan Islam túlki þau orð sem hvatningarorð  sem beri að fylgja. Sbr. "Fremur ber að hlýða Guði en mönnum."

Fyrrum útskýringar þínar, Svanur, um að orð Kóransins megi skilja á 18 vegu get ég því miður ekki tekið sem góða og gilda.

Ég ber þó þá von í brjósti að smám saman snúi múslimar gegn þessum yfirlýsingum og leggi áherslu á það sem hvetur til náungakærleika eins og flestir kristnir og múslimar gera í daglegum samskiptum við okkur Vesturlandabúa.

Sigurður Rósant, 28.9.2008 kl. 12:14

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hippó reit;

Ef allir væru trúlausir þá væri heimurinn betri. Hrektu þá staðreynd....

Þetta er hvorki staðreynd né einu sinni alvöru tilgáta. Ef amma mín væri á hjólum þá væri hún bíll kenndi Þór Hagalín mér á sínum tíma og það er enn í gildi. - Teiknaðu upp módelið af trúlausum heimi og við skuðum skoða það saman. - Ef við ákveðum að það geti verið , getum við farið að hyggja að því hvernig við getum fengið 90% af mannkyninu til að taka þátt í þessu með okkur. Það verður gaman.

Á meðan verðum við víst að eiga við heiminn eins og hann er.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 12:15

29 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skuggabaldur reit:

Enn stöndum við Svan að því að skoða trúarbrögðin í ljósi trúar sinnar Þ.e. öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.

Það væri nú annað hvort Skuggi minn:) Veit ekki hvernig það ætti annars að vera. Og þess vegna hef ég líka trú á mannkyninu. Ég veit að þú sérð mannkynið;  það, mig, okkur, sjálfan þig sem villidýr með vígtennur. Ég er hinsvegar sannfærður um að það er hægt að yfirstíga dýrseðlið og koma á friði og einingu í heiminum. - Hér takast á tvær heimsmyndir, þín sem segir að ástandið sé eðlileg afleiðing dýrseðlis okkar, því hvað annað getur hún verið ef ekkert annað en dýrseðlið ræður, og hins vega mín sem segir að það sem við sjáum sé í raun bjögun á göfugu eðli mansins. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 12:32

30 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ace; Hvaða munur er á Talibönum í Afganistan og fólki á Íslandi sem vill helst banna múslímum að búa hér og synja þeim um eðlilega hluti trúarlífs þeirra eins og að sækja sitt eigið bænahús. Réttindi kvenna eru mikilvæg og hluti af mannréttindum eins og að er hluti af manréttindu að fá að iðka trú sína í friði.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 13:17

31 identicon

Bókstafstrúin tók múslíma tilbaka í moldarkofana, þeir vernduðu og héldu við þekkingu það sem kristnir vildu eyðileggja... sama á við um kristni á sínum tíma, kristni er reyndar á sömu slóðum og fyrr þegar hún enn og aftur ræðst að vísindum og þekkingu.
Sagan endurtekur sig.
Overall þá hafa trúarbrögð staðið í vegi þekkingar og þá alveg sérstaklega ef sú þekking var á skjön við það sem bækurnar sögðu.
Ekki bara það heldur hafa trúarbrögðin staðið í vegi jafnréttis, kvenréttinda... you name it... málið er að ef þetta allt saman lofaði ekki eilífu lífi og bónusum ýmisskonar þá væru þessar bækur löngu dauðar... og líkast til bannaðar líka vegna þeirra frodóma sem í þeim eru.

Hér talar einhver um að aðgreina mannaverk í kóran... menn segja þetta líka um biblíu, þessar bækur eru allar 100% mannaverk, ef það á að aðskilja mannaverk úr bókunum þá verður ekkert eftir, zero.

Bönn ganga náttúrulega ekki upp gegn trúarbrögðum.. trúarritin bókstaflega gera út á slíkt til þess að kynda undir enn meiri trú.... menntun er máttur.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 13:54

32 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég þakka Eddu og Rúnu fyrir innlitið. Rúna; Þú lætur til þín taka þegar þú villt:)

Þorvaldi, Söru Hrund og Ollu þakka ég góða viðbót og reynslusögur sem undirstrika vel það sem pistill min fjallar um.

Jurgen vil ég benda á linka sem ég setti í svar til marcos hér að ofan sem dæmi um framlag múslíma til vísinda.

Ég er sammála niðurlagi Greinar Sigurðar Rósants þótt ég deili ekki skoðunum hans um Kóraninn. Takk fyrir það Sigurður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 15:13

33 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

DrE. Þakka þessa athugasemd.

Okkur greinir á um eðli trúarbragða. Það er svo sem allt í lagi ef við erum sammála um að hver hafi eðlilegan rétt til sinna skoðana. Um sinn er sá réttur skilgreindur og afmarkaður í lögum landsins. Á þeim grundvelli er vel hægt að byggja. 

Síðast þegar ég vissi til, var trúfélögum á Íslandi gert að afhenda félagssamþykktir sínar við skráningu félagsins. Þetta á að fyrirbyggja að hér geti starfað trúarhópar sem hafa eitthvað á stefnuskrá sinni sem gengur á skjön við landslög. Samt er verið að ráðast að trúfélögum eins og múslimum og gera þeim upp allkonar sakir, dæma þá fyrirfram sem útsendara öfgamanna o.s.f.r. ´

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 15:30

34 identicon

Skipulagið er það sem trúaðir verða að losa sig við, sjálfskipaðir umboðsmenn og sölumenn trúar/kraftaverka og skilnings á innihaldi er eitur....
Ef ég líki trú við ást sem er kannski ekkert svo óraunhæft... hvað er ást þegar skipulag er komið á... það hættir að vera ást og verður vændi/vændishringir með melludólgum...
Ég er td ekki í skipulögðu trúleysi vegna þess að ég tel að með því geti ég sjálfur orðið það sem ég berst á móti.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 15:39

35 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það er rétt hjá þér Sara Hrund það var óþarfi hjá mér að ýja að heimsku hjá Marco.

Marco, ég vil biðja þig afsökunar :)

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.9.2008 kl. 15:46

36 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aðeins um það,  að muslimar hafi að mestu aðeins tekið við þekkingu þjóða sem fyrir voru o.s.frv... þetta viðhorf er bara gamli skólinn.  Úrelt sagnfræði.  Fólk þarf að updeita sagfræðiþekkingu sína.

Og einnig líka, ef ég má, smávegis um svokallaða umræðu undanfarið um hvort "leyfa eigi mosku"...  það þarf í rauninni ekkert að segja um málið.  Ja... nema þá að menn séu að tala um að breyta Stjóranskránni.  Þá þarf... hvað, tvennar kosningar (minnir mig) 

Þetta er farið að vekja athygli erlendis.  Hvað sagði ekki í fjölmiðlum.  "Eftirlitsnefndir bæði Evrópuráðsins og utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna hafa gagnrýnt íslensk stjórnvöld fyrir seinagang við afgreiðslu lóðar fyrir mosku..."

Meina, vil ekki vera harðorður svona á Sunnudegi... en mörg ummæli sem sést hafa eru mjög skrítin og koma úr furðu mörgum áttum.

Svanur á heiður skilinn fyrir að standa traustum fótum í báðar fætur í ólgusjónum sem gekk óvænt yfir miðin í umræddu máli.   Heiður skilinn.

Þetta er gengið yfir núna og að nánast kominn sléttur sjór.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.9.2008 kl. 16:02

37 identicon

Múslímar áttu ekki að þurfa moskur samkvæmt dæminu, allir áttu að getað beðið hvar sem þeir voru án nokkurs... þeir áttu ekki að þurfa klerka, hvað gerist, risamoskur með vasa um allar jarðir og annar hver maður er klerkur.

Sama er í krisnti... menn eiga að biðja einir með sjálfum sér en ekki á götum og torgum... skipulagið kemur inn BANG, kirkjur og klerkar um allar jarðir

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 16:08

38 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

alveg hreint frábær grein hjá þér!

Það er alveg unun að lesa um þetta efni hérna á blogginu án þess að færslan sé full af fordómum og hatri til þess sem skrifað er um !

Ég hef frá því ég byrjaði að blogga hérna leitað logandi ljósi eftir svona skrifum um þessi efni , það sem fjallað er um það af virðingu fyrir hvort sem það er islam, eða hvað annað. það er svo sorglegt hvernig margir nota þetta forum til að æla reiði og pirriningi yfir lesendur.

takk og takk og takkk og

hafðu fallegt sunnudagskvöld og Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 16:16

39 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, frábær pistill að vanda.  Ég nennti ekki að lesa allar athugasemdirnar en beini svari mínu að upphafs- og lokaorðum þínum.

Upphafsorðunum er ég innilega sammála, en ekki lokaorðunum.  Ég sem óháð og sjálfstæð íslensk kona hef ekkert að gefa kynsystrum sem frá fæðingu er innrætt trúarleg undirgefni, þ.á.m. að þær séu annars flokks.  Vildi ég kenna þeim myndu þær hvort sem ekki hlusta á villutrúarkvensuna. 

Þau eru sorgleg dæmin í nágrannalöndum okkar um hvað gerist þegar ungar múslimskar konur fara að fordæmi vestrænna vinkvenna sinna.  Hvað varðar hérlend mál minni ég á  Halim Als og Soffíudætur.  Nýbúakonur á Skaganum koma frá kvenfrjálsasta ríki múslima, samt bera þær skuplur.  Skyldu þær hafa geð í sér  til þess að eiga náin samskipti við íslenska villutrúarmenn?

Hvað er það nákvæmlega sem við íslenskar ættum að gera til þess að styðja kúgaðar kynsystur okkar?

Kolbrún Hilmars, 28.9.2008 kl. 16:19

40 identicon

Jurgen: Ég veit ekki hvaða yfirburða þekking kom frá múslimum fyrr á öldum, eflaust hefur það nú eitthvað verið, kannski að Þorvaldur vilji aumka sig yfir mig og upplýsa mig um alla þær byltingakenndu uppgötvanir sem komu frá þeim.

Sæll Jurgen. Það sem gerðist hjá okkur kristnum var að trúarbrögðin náðu smá saman yfirhöndinni og stjórnuðu algerlega hvernig fólk í Evróp hugsaði. Þeir vildu sjálfir túlka hverju fólk ætti að trúa. Þetta varð til þess að mikið af þeirri þekkingu sem Grikkir og Rómverjar tileinkuðu sér tapaðist. Kirkjunar menn stuðluðu jafnvel af því að brenna forn Grísk og Rómversk vísindarit vegna þess að þau þóknaðist ekki kirkjunar mönnum. Þeir voru aðallega hræddir við að missa völdin. Ef fólk færi að hlusta á vísindamenn þá mundi það kannski hætt að hlusta á og óttast trúarlegt vald sem var algert á þessum tíma. Á þessum tíma voru múslimar ennþá ekki orðnir það sem þeir eru í dag alræðistrú (hjá strangtrúuðum) sem vill stjórna algerlega hvernig fólk hugsar. Í löndum múslima blómstraði vísindaiðkun. Ef þú flettir upp orðinu Algebra í Wikkipedia þá færðu eftirfarandi staðreynd: Orðið er komið úr arabísku, en þetta er stytting á nafni rits eftir Al-Khwarizmi. Þeir voru líka á því að jörðin væri hnöttur(Þekking frá Grikkjum)  en Kirkjan barðist hatrammlega á móti þeirri staðreynd lengi vel. Þegar endurreysnartímabilið byrjaði (fyrir tilstilli ríkra kaupmanna í Evrópu) þá var gríðarlegur broddur á milli vísindamanna, listamanna og kirkjunar manna þó svo að kirkjunar menn hafi stuðlað óbeint að framgangi endurreysnarinnar með byggingu kirkna og annarra listaverka á þeim tíma.

Ef þið lesendur góðir áttið ykkur á því að múhameðstrú er 700 árum yngri en við og við lítum á hvað kristnir menn voru að gera fyrir 700 árum þá má segja að það hafi verið mikið verri alræðistrú sem var á þeim tíma í Evrópu heldur en er núna  í löndum múslima í dag. Þetta er kannski asnalegt dæmi en kennir manni að múslimar eru að ganga í gegnum ákveðin fasa þar sem aðskilnaður er að verða milli trúar og hins veraldlega. Hver eru viðbrögðin þegar menn trúarinnar sjá að þeir eru að missa völdin??? Jú þeir reyna að herða tökin eins og þeir geta og það held ég að sé það sem er að gerast í dag í mörgum löndum múslima. Sjáið bara rannsóknarréttinn í Evrópu versus Endurreysninni!!!

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 16:22

41 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ace: Það áttur sér stað snarpar umræður á bloggsíðu minni sem fjallaði um læsingu á ákveðinni bloggsíðu. 160 athugasemdir bárust áður en ég lokaði fyrir athugasemdirnar sem mér fundust vera komnar á allt aðra braut en æskileg er. í þessum 160 athugasemdum er ekki minnst einu orði á rasisma nema af þeim sem segjast ver ásakaðir um hann.

Ég hef tekið eftir því að þeir sem standa í ásökunum á múslíma gera þetta oft. Þeir ásaka andmælendur sína um að fá ekki að tjá sig nema að vera um leið ásakaðir um rasisma. Satt að segja man ég ekki eftir að hafa séð slíka ásökun. Með fordóma gegnir öðru máli. Við erum öll haldin einhverskonar fordómum af einhverju tagi.

Ég t.d. skilgreini ekki fordóma eingöngu sem "að dæma fólk fyrir fram" þótt ég viti að það sé algengasta merkingin sem lögð er í orðið. Þeir fordómar sem ég tel  stafa miklu meiri hætta af eru það sem ég kalla "tilfinningalega þjónkun við ósannindi." Þ.e. þegar rök og fræðsla gagna ekki til að sýna fram á ósannindin, því tilfinning fólks fylgir ekki. Eina ráðið sem ég þekki til að uppræta slíkt er að ganga um stund í skóm þeirra sem við hræðumst. Og til þess að geta það, þurfum við að umgangast þá, búa með þeim, deila með þeim lífi okkar.

Talibanar og sú stefna sem þeir fylgdu (Wahabismi) er troðfull að allskyns fordómum. En í sjálfu sér er ekki eðlismunur á þeim sem vill neita stúlkum um menntun og þeim sem vill neita ákveðnum hópi um stað til að iðka trú sína. Það er stigmunur en ekki eðlismunur. Hvorugur hópurinn vill leyfa eðlileg mannréttindi.

Þegar þú talar um "þakklæti til gestgjafanna" þá liggur í orðunum að þú lítur á múslíma sem gesti á Íslandi, þrátt fyrir að þú vitir það að margir þeirra eru fæddir íslendingar og aðrir með full borgaraleg réttindi.  Það er gott dæmi um þá tegund af fordómum sem ég á við.

Í könnunni og í umræðunni almennt er ekki spurt um stærð lóðarinnar. Það er spurt um hvort fólk vilji að múslímar á Íslandi fái lóð fyrir mosku. Spurningin var ekki skilyrt og svörin ekki heldur. Ég fyrir mína parta er ekki í stakk búinn til að meta þarfir múslíma samfélagsins á Íslandi og fel þeim það sjálfum. Hversvegna þú telur þig geta metið þær, er mér hulin ráðgáta líka.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 16:42

42 identicon

Sæll aftur Jurgen. Nú hef ég það á tilfinningunni að þú viljir sjá að kristinn siðfræði eða kristnir menn hafi aðallega tekið þátt í framþróun vísinda. Ég ætla ekki að leggja dóm á það. Hins vegar er það ljóst að Grikkir áttu gríðarlega stóran þátt í að leggja grunn af vísindum sem við þekkjum í dag. Þeir voru nú ekki krisnir fyrr en seinna. Ef þú kynnir þér það þá eru mörg nöfn á stjörnum komin. Ég get nefnt dæmi eins og Alderbaran og fleiri. Vísindamenn í heimi múslima  voru að rýna upp í himinhvolfin meðan við Evrópumenn vorum heftir í dökkum heimi miðalda.

Það sem Arabar gerðu einnig sem er mjög mikilvægt var að varðveita mikið af þeirri þekkingu sem kemur frá Grikkjum til forna. Mörg af fræðiritum Grikkja er nánast eingöngu til á Arabísku því kristnir menn brenndu mikið af þeim. Evrópskir vísindamenn fengu mikinn fróðleik frá Aröbum þegar fór að rofa til í Evrópu á sínum tíma.  

Kveðja.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 17:03

43 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Steinunni Helgu þakka ég uppörvandi athugasemd. Eigðu góðar stundir sömuleiðis :)

Kolbrún Hilmars einnig. Kolbrún; þú vekur reyndar máls á afar mikilvægu máli með góðri spurningu. Ég hef fjallað örlítið um nákvæmlega þetta efni í sérstakri færslu sem ég bendi þér á að lesa. (Hún er of löng til að birta hér í heild sinni). Það væri gaman að heyra frá þér aftur ef þér finnst að það sem þarna er að finna svari ekki, ég ítreka, afar mikilvægri, spurningu þinni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 17:22

44 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ace: Ég vil taka það fram að hugmyndin er ekki að gera þig heimreka með skoðun þína á hvernig þú lítur á hugtakið gestur og hvernig þú tengir það veru fólks í öðrum löndum en það er fætt í. Mér finnst það sem þú segir áhugavert.

Að kunna sig sem útlendingur á erlendri grund er afar góður kostur. En með upptöku secular milliríkjasamninga til að tryggja almenn mannréttindi, hafa landamæri horfið t.d í flestum löndum Evrópu þ.á.m. í  Þýskalandi. Ef að þú gerist þýskur þegn áttu þar öll réttindi á við innfæddann.

Þannig eru lög Íslands líka. Staðallinn sem vip verðum að halda okkur við, hvað sé viðurkvæmilegt og hvað ekki, er bundið lögunum. Ef þú kýst af persónulegum ástæðum að haga þér eins og "gestur" í því landi sem þú hefur gert að heimili þínu og heimalandi, þá er þér það örugglega frjálst, en þú getur ekki ætlast til að aðrir fari að þínu fordæmi. Einnig muntu finna að ríkið gerir nákvæmlega sömu kröfur til þín og annarra þegna, þrátt fyrir að þú lítir á þig sem "gest."

Um orðfar Tammimi veit ég ekkert. Hef aldrei heyrt hann eða séð. Hafi hann notað orðið rasismi þá verður hann að svara fyrir það. Það sem ég miða við er eigið orðfæri og orðfæri viðmælenda minna.

En það er gott að við erum sammála um rétt lögskráðara trúfélaga til að iðka trú sína :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 17:45

45 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þakka fyrir þessa færslu Svanur.

Í arabalöndum er réttur kvenna fótum troðinn.  Ég set það fyrst og fremst í samband við það karlasamfélag sem þar ríkir og eins og margir kynbræður þeirra hafa gert víða um heim á öllum tímum nýta þeir sé trúartextann og fáfræðina til að viðhalda kúguninni.

Það er ljótur blettur á þessum samfélgöum og ekki væntanlegar breytingar sjáanlegar.

En eins og ég segi þá held ég að þetta sé feðraveldið fremur en trúarbrögðin sem um er að kenna.´

Það er ekki par hugguleg útreið sem konur fá í biblíunni þó seinni tíma prestar reyni að poppa hana svolítið upp.

Kóran og Biblía eru karlabækur, skrifaðar af körlum fyrir karla.

Ég tel að vestrænar konur sem eru komnar svo langt að viðurkenna að misrétti ríki enn okkar á meðal geti verið arabískum konum fyrirmynd að mörgu.

Auðvitað getum við stutt hvor aðra konurnar.

Það höfum við ævinlega gert.

Mis mikið bara og kannski minnst hér á vesturlöndum.

Sjitt, hvað kalla ég nú yfir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 17:48

46 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jæja Svanur, nú ertu heldur betur búinn að "setja mér fyrir"  

Ég kópíeraði pistilinn í Word, útprentunin skilaði öllum myndunum ýmist í lit eða sv/hv eftir efninu. Næst á dagskrá er lesturinn...

Kolbrún Hilmars, 28.9.2008 kl. 18:01

47 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég get alveg tekið undir þetta Jenný. Shirin Neshat  sem er frá Íran talar einmitt um þetta sjálf að feðraveldinu sé um að kenna frekar en trúnni sjálfri. Menn túlka gjarnan hlutina eins og þeim hentar hverju sinni, ég hef líka oft furðað mig á því hvernig margir prestar  í dag reyna að uppfæra kristnina. Og já við kynsystur getum auðvitað stutt hvor aðra og lært af hvor annarri.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.9.2008 kl. 18:03

48 identicon

Jenný er að segja satt... þetta eru karlabækur til þess að traðka á konum meðal annars.. enda eru þetta feðraveldistrú.
Ég hef oft sagt að ég geti hugsanlega skilið trúaða karla.... en aldrei mun ég skilja trúaða konu í feðraveldistrú því þessar bækur eru líkast til stærsta einstaka orsök fyrir því að konur eru beittar misrétti hverskonar.
Hrafnhildur er alltaf að tala um túlkun.. túlkun á hverju Hrafnhildur... þessar bækur eru eins og þær eru vegna þess að þær eru karlgerðar... það er enginn guð á bakvið þessar bækur.... ef guð er á bakvið þessar bækur, well þá sukkar guð.

Víkingarnir okkar gömlu voru miklu jafnréttissinnaðri og það fílaði hin kristna kirkja ekki.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 18:57

49 identicon

Ok Hrafnhildur túlkaðu þetta fyrir mig á vitrænan máta, biblían segir:
Ef maður giftist konu og það kemur ekki blóð í lakið eftir brúðkaupsnóttina... þá á að myrða konuna.

Plís túlkaðu þetta.... það er alveg hellingur af svona dóti í biblíunni... má þar nefna að auki að boðorðin 10 tala um konur í sömu hendingu og þræla + búpening... túlkaðu það líka.
Biblían er ekkert skárri en kóran.. enda er biblían viðmiðið í kóran

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:02

50 identicon

Maðurinn er leitandi... hann leitar að tilgangi, hann neitar að horfast í augu við að dauðinn er endalokin.... trúarbrögðin virkja þennan mannlega þátt... en það eru engir guðir, það er ekkert extra líf.
Trúarbrögð eru stærsta "Nígeríusvindl" allra tíma, þau eru mesta ógn sem mannkynið hefur þurft að kljást við EN samt eru þau viðurkennd og fólki sagt að virða þau... það er bara vegna þess að þau rétta falskt hálmstrá að fólki.
In short mesta blekking ever

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:13

51 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

DrE: Stundum verð ég hissa þegar ég les það sem þú segir. Hissa vegna þess að mér finnst eins og þú sért að reyna sannfæra sjæalfan þig frekarr en nokkurn annnan :)

Það er mikið rétt hjá þér að maðurinn er leitandi. En sem afurð erfða eingöngu, til hvers er þessi hvöt þarna? Og á hvaða erfðafræðilegum forsendum leitar hann að Guði? Á þínum forsendum og sem mannlegt fyrirbæri eru trú og trúarbrögð eins mikli afurð erfða og blá augu. Hvers vegna að vera andmæla þeim stöðugt???  

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 19:25

52 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Færsla Hrafnhildar um írönsku listakonuna Shirin Neshat er gott tækifæri til að kynna sér viðhorf íslamskra kvenna sem ekki eru öll eins, langt í frá.

Þakka Jenný gott innlegg sem frekar undirstrikar niðurstöður pistilsins.

Kolbrún ; Sorry

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 19:31

53 identicon

Ég er algerlega sannfærður um að það er enginn himnapabbi.

Ég er líka algerlega sannfærður um að ef einhver apaflokkur í skógi þróaðist upp á mannlegt level... þá myndu þeir hætta að slást um hver er alpha male eins og venjulega... þeir myndu skrifa bækur og búa til guði til þess að koma gamla dýrslega stöðudæminu upp í eitthvað "menningarlegra"... liggur í augum uppi :)

Hvötin er alveg örugglega tengd í alpha male kerfið, ég er 99% sjúr á því..... allt í einu var mögulegt að spegla sig í ljósi einhvers sem var miklu öflugra en spörk og tennur.... allt í einu var hægt að segja að eitthvað væri vilji einhvers sem mætti ekki hafna, allt í einu var hugurinn æðri tönnum og krafti í köglum.... allt í einu var hægt að gera eitthvað að blóraböggli(Satan).
Menn voru jú líka í því að setja syndir sínar á skepnur og reka þær út í opinn dauðann.
Pældu í þessu og þú munt alveg örugglega getað séð að þessi tenging er líkast til mjög nálægt sannleikanum.

P.S. Og ef þú ætlar að nefna konuleysi presta... well það er bara ekki rétt, kirkjur og klaustur voru mikil sukk og syndabæli :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:36

54 identicon

Bein áhrif íslams á vísindaþróun er í besta falli umdeilanleg.  Bein áhrif nasista á framfarir í vísindum og tækni er óumdeilanleg.  Menn nota nú samt ekki það hálmstrá mér vitanlega til að klístra meiki á ásjónu nasistaófreskjunnar.  Hugsanleg afrek á einu sviði gera nákvæmlega ekkert til að réttlæta hvoruga þessara helstefna.

marco (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:41

55 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gott og vel DrE. "Alpha male" kerfið er bein afleiðing þróunar okkar og trú og trúarbrögð okkar tengd því. Yfir hverju ertu þá að kvarta? Viltu láta krukka eitthvað í genin til að breyta þessu?

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 20:01

56 identicon

Auðvitað vil ég ekki láta krukka í genin... vaxandi trúleysi er einmitt það að genin eru sjálf að breytast..
Reyndar tel ég að það sé löngu byrjaður process, málið er bara að kirkjan hélt þessu niðri með aftökum og fangelsun lengi vel, kirkjan bannað meira að segja almenningi að lesa biblíu.. hún vissi vel að það þurfti ekki meira en skarpann skólakrakka til þess að sjá í gegnum dæmið, allar þversagnirnar og bullið.
Meira að segja þeir sem rituðu kóran og voru með biblíu sem viðmið sáu að þversagnir voru hreint hroðalega margar og engar afsakanir fyrir þeim.. því er tekið fram í íslam að ef það finnist þversagnir þá gildi nýtti færsla.
Ég er viss um að trúartoppar gera sér fulla grein fyrir þessu því eru menn að pressa á að lög verði sett AFTUR sem banna gegnrýni á trú til þess að stemma stigu við þessari eðlilegu þróun.

Með að krukka í gen... ég væri vel til í að taka þátt í transhuman dæmi, ég væri jafnvel til í að búa í sýndarveruleika... kannski erum við öll í sýndarveruleika nú þegar ha :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 20:10

57 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hér kemur smá kópípaste súpa fyrir marco. Kannski svarar hann með nasistauppfinningum :)

01 Coffee:

The story goes that an Arab named Khalid was tending his goats in the Kaffa region of southern Ethiopia, when he noticed his animals became livelier after eating a certain berry. He boiled the berries to make the first coffee. Certainly the first record of the drink is of beans exported from Ethiopia to Yemen where Sufis drank it to stay awake all night to pray on special occasions. By the late 15th century it had arrived in Mecca and Turkey from where it made its way to Venice in 1645. It was brought to England in 1650 by a Turk named Pasqua Rosee who opened the first coffee house in Lombard Street in the City of London.

The Arabic qahwa became the Turkish kahve then the Italian caffé and then English coffee.

02 Pin-Hole Camera:

The ancient Greeks thought our eyes emitted rays, like a laser, which enabled us to see. The first person to realise that light enters the eye, rather than leaving it, was the 10th-century Muslim mathematician, astronomer and physicist Ibn al-Haitham. He invented the first pin-hole camera after noticing the way light came through a hole in window shutters. The smaller the hole, the better the picture, he worked out, and set up the first Camera Obscura (from the Arab word qamara for a dark or private room). He is also credited with being the first man to shift physics from a philosophical activity to an experimental one.

03 Chess:

A form of chess was played in ancient India but the game was developed into the form we know it today in Persia. From there it spread westward to Europe - where it was introduced by the Moors in Spain in the 10th century - and eastward as far as Japan. The word rook comes from the Persian rukh, which means chariot.

04 Parachute:

A thousand years before the Wright brothers a Muslim poet, astronomer, musician and engineer named Abbas ibn Firnas made several attempts to construct a flying machine. In 852 he jumped from the minaret of the Grand Mosque in Cordoba using a loose cloak stiffened with wooden struts. He hoped to glide like a bird. He didn't. But the cloak slowed his fall, creating what is thought to be the first parachute, and leaving him with only minor injuries. In 875, aged 70, having perfected a machine of silk and eagles' feathers he tried again, jumping from a mountain. He flew to a significant height and stayed aloft for ten minutes but crashed on landing - concluding, correctly, that it was because he had not given his device a tail so it would stall on landing.

Baghdad international airport and a crater on the Moon are named after him.

05 Shampoo:

Washing and bathing are religious requirements for Muslims, which is perhaps why they perfected the recipe for soap which we still use today. The ancient Egyptians had soap of a kind, as did the Romans who used it more as a pomade. But it was the Arabs who combined vegetable oils with sodium hydroxide and aromatics such as thyme oil. One of the Crusaders' most striking characteristics, to Arab nostrils, was that they did not
wash. Shampoo was introduced to England by a Muslim who opened Mahomed's Indian Vapour Baths on Brighton seafront in 1759 and was appointed Shampooing Surgeon to Kings George IV and William IV.

06 Refinement:

Distillation, the means of separating liquids through differences in their boiling points, was invented around the year 800 by Islam's foremost scientist, Jabir ibn Hayyan, who transformed alchemy into chemistry, inventing many of the basic processes and apparatus still in use today - liquefaction, crystallisation, distillation, purification, oxidisation, evaporation and filtration. As well as discovering sulphuric and nitric acid, he invented the alembic still, giving the world intense rosewater and other perfumes and alcoholic spirits (although drinking them is haram, or forbidden, in Islam). Ibn Hayyan emphasised systematic experimentation and was the founder of modern chemistry.

07 Shaft:

The crank-shaft is a device which translates rotary into linear motion and is central to much of the machinery in the modern world, not least the internal combustion engine. One of the most important mechanical inventions in the history of humankind, it was created by an ingenious Muslim engineer called al-Jazari to raise water for irrigation. His 1206 Book of Knowledge of Ingenious Mechanical Devices shows he also invented or refined the use of valves and pistons, devised some of the first mechanical clocks driven by water and weights, and was the father of robotics. Among his 50 other inventions was the combination lock.

QassamMissile
29-06-06, 18:10
08 Metal Armor:

Quilting is a method of sewing or tying two layers of cloth with a layer of insulating material in between. It is not clear whether it was invented in the Muslim world or whether it was imported there from India or China. But it certainly came to the West via the Crusaders. They saw it used by Saracen warriors, who wore straw-filled quilted canvas shirts instead of armour. As well as a form of protection, it proved an effective guard against the chafing of the Crusaders' metal armour and was an effective form of insulation - so much so that it became a cottage industry back home in colder climates such as Britain and Holland.

09 Pointed Arch:

The pointed arch so characteristic of Europe's Gothic cathedrals was an invention borrowed from Islamic architecture. It was much stronger than the rounded arch used by the Romans and Normans, thus allowing the building of bigger, higher, more complex and grander buildings. Other borrowings from Muslim genius included ribbed vaulting, rose windows and dome-building techniques. Europe's castles were also adapted to copy the Islamic world's - with arrow slits, battlements, a barbican and parapets. Square towers and keeps gave way to more easily defended round ones. Henry V's castle architect was a Muslim.

10 Surgery:

Many modern surgical instruments are of exactly the same design as those devised in the 10th century by a Muslim surgeon called al-Zahrawi. His scalpels, bone saws, forceps, fine scissors for eye surgery and many of the 200 instruments he devised are recognisable to a modern surgeon.
It was he who discovered that catgut used for internal stitches dissolves away naturally (a discovery he made when his monkey ate his lute strings) and that it can be also used to make medicine capsules. In the 13th century, another Muslim medic named Ibn Nafis described the circulation of the blood, 300 years before William Harvey discovered it.
Muslims doctors also invented anaesthetics of opium and alcohol mixes and developed hollow needles to suck cataracts from eyes in a technique still used today.

11 Windmill:

The windmill was invented in 634 for a Persian caliph and was used to grind corn and draw up water for irrigation. In the vast deserts of Arabia, when the seasonal streams ran dry, the only source of power was the wind which blew steadily from one direction for months. Mills had six or 12 sails covered in fabric or palm leaves. It was 500 years before the first windmill was seen in Europe.

12 Vaccination:

The technique of inoculation was not invented by Jenner and Pasteur but was devised in the Muslim world and brought to Europe from Turkey by the wife of the English ambassador to Istanbul in 1724. Children in Turkey were vaccinated with cowpox to fight the deadly smallpox at least 50 years before the West discovered it.

13 Fountain Pen:

The fountain pen was invented for the Sultan of Egypt in 953 after he demanded a pen which would not stain his hands or clothes. It held ink in a reservoir and, as with modern pens, fed ink to the nib by a combination of gravity and capillary action.

14 Numerical Numbering:

The system of numbering in use all round the world is probably Indian in origin but the style of the numerals is Arabic and first appears in print in the work of the Muslim mathematicians al-Khwarizmi and al-Kindi around 825. Algebra was named after al-Khwarizmi's book, Al-Jabr wa-al-Muqabilah, much of whose contents are still in use. The work of Muslim maths scholars was imported into Europe 300 years later by the Italian mathematician Fibonacci. Algorithms and much of the theory of trigonometry came from the Muslim world. And Al-Kindi's discovery of frequency analysis rendered all the codes of the ancient world soluble and created the basis of modern cryptology.

15 Soup:

Ali ibn Nafi, known by his nickname of Ziryab (Blackbird) came from Iraq to Cordoba in the 9th century and brought with him the concept of the three-course meal - soup, followed by fish or meat, then fruit and nuts. He also introduced crystal glasses (which had been invented after experiments with rock crystal by Abbas ibn Firnas - see No 4).

16 Carpets:

Carpets were regarded as part of Paradise by medieval Muslims, thanks to their advanced weaving techniques, new tinctures from Islamic chemistry and highly developed sense of pattern and arabesque which were the basis of Islam's non-representational art. In contrast, Europe's floors were distinctly earthly, not to say earthy, until Arabian and Persian carpets were introduced. In England, as Erasmus recorded, floors were "covered in rushes, occasionally renewed, but so imperfectly that the bottom layer is left undisturbed, sometimes for 20 years, harbouring expectoration, vomiting, the leakage of dogs and men, ale droppings, scraps of fish, and other abominations not fit to be mentioned".
Carpets, unsurprisingly, caught on quickly.

17 Pay Cheques:

The modern cheque comes from the Arabic saqq, a written vow to pay for goods when they were delivered, to avoid money having to be transported across dangerous terrain. In the 9th century, a Muslim businessman could cash a cheque in China drawn on his bank in Baghdad.

18 Earch is in sphere shape?

By the 9th century, many Muslim scholars took it for granted that the Earth was a sphere. The proof, said astronomer Ibn Hazm, "is that the
Sun is always vertical to a particular spot on Earth". It was 500 years before that realisation dawned on Galileo. The calculations of Muslim astronomers were so accurate that in the 9th century they reckoned the Earth's circumference to be 40, 253.4km - less than 200km out. The scholar al-Idrisi took a globe depicting the world to the court of King Roger of Sicily in 1139.

19 Rocket and Torpedo:

Though the Chinese invented saltpetre gunpowder, and used it in their fireworks, it was the Arabs who worked out that it could be purified using potassium nitrate for military use. Muslim incendiary devices terrified the Crusaders. By the 15th century they had invented both a rocket, which they called a "self-moving and combusting egg", and a torpedo - a self-propelled pear-shaped bomb with a spear at the front which impaled itself in enemy ships and then blew up.

20 Gardens:

Medieval Europe had kitchen and herb gardens, but it was the Arabs who developed the idea of the garden as a place of beauty and meditation. The first royal pleasure gardens in Europe were opened in 11th-century Muslim Spain. Flowers which originated in Muslim gardens include the carnation and the tulip

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 20:15

58 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þarna hittirðu naglann á höfuðið DrE. Þetta er nefnilega MATRIX :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 20:17

59 identicon

Skemmtileg og fræðandi lesning Svanur.  Takk fyrir það.  Þetta gerir samt ekkert í að sannfæra mig um hlutdeild íslams í þessum ágætu hlutum.

Ég skal hlífa þér við nasistatækninni:-)

marco (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 20:31

60 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Marco ;)

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 20:39

61 identicon

Svanur:By the 9th century, many Muslim scholars took it for granted that the Earth was a sphere. The proof, said astronomer Ibn Hazm, "is that the
Sun is always vertical to a particular spot on Earth". It was 500 years before that realisation dawned on Galileo.

Samkvæmt því sem ég hef lesið um Grikkir til forna þá voru þeir búnir að finna út löngu fyrir Kristburð að jörðin væri hnöttur. Þeir voru einnig búnir að reikna út ummál jarðar með furðanlega mikilli nákvæmni. Þeir tóku sólarhæð(miðað við lóðrétta stöðu)  á ákveðnum tíma í tveim borgum á sama tíma. Þeir mældu út fjarlægðina milli borgana og fengu út tölu sem var furðanlega nálægt því sem menn vita í dag. Þetta sýnir og sannar að Múslimir byggðu þekkingu sína eins og Rómverjar mjög mikið á Grikkjum.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 21:09

62 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Svanur,

þakka þér fyrir góða færslu. Ég hef ekki haft tíma til að lesa öll kommentin.

Í fyrsta lagi vil ég taka það fram að múslimar á Íslandi eig að sjálfsögðu að fá lóð undir mosku strax. Það er gegn jafnrétti að vera að tefja málið. Auk þess algjörlega tilgangslaust ef þú virkilega trúir því að þeir séu að skipuleggja hryðjuverk, að þeim gangi eitthvað betur með það í eigin húsnæði en leiguhúsnæði.

Ég las bók í sumar um "Miðausturlönd" eftir prófessor í Oxford, er bara ekki með bókina svo ég hef ekki nafnið á höfundinum. Hann talaði um það að á Arabíuskaganum hefðu konur verið mikils metnar, átt húsin en karlarnir verið meira á ferðinni vegna vinnu sinnar. Konan hefði verið ráðandi, valið sér karl og hent honum svo út seinna þegar henni hentaði. Í þessu umhverfi boðar Múhameð sína nýju trú. Hann hafi sjálfur búið hjá ríkri konu.

Hvað viðkemur kynjajafnrétti þá hafa Sameinuðu þjóðirnar samþykkt sáttmála um jafna stöðu kynjanna. Ísland hefur samþykkt hann orðalaust. Ýmis múslimsk lönd hafa samþykkt hann með fyrirvörum. Fyrirvarinn er sá að þar sem hann stangast á við Saría lögin þá gilda þau. Þessar ríkisstjórnir segja að Saría lögin séu æðri lögum mannanna og ekki hægt að véfengja þau.

Ástralir eru sömuleiðis með einn fyrirvara þar sem þeir geta ekki heitið fullu jafnrétti milli kynjanna. Ástralski herinn hefur nefnilega þá reglu að konur eru aldrei settar í fremstu víglínu í styrjöld.

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.9.2008 kl. 22:35

63 identicon

Það var ekki mikið nýtt í þessum pistli. En hefur þú ekki hugleitt að taka Islamstrú, það er ekki svo langt á milli þeirrar sem þú kennir þig við og Múslima.

Plúto (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:05

64 Smámynd: Óskar Þorkelsson

En hefur þú ekki hugleitt að taka Islamstrú, það er ekki svo langt á milli þeirrar sem þú kennir þig við og Múslima.

það er heldur ekkert langt á milli þessara megintrúarbragða sem felst eru sprottinn upp við botn miðjarðarhafs..  kristni islam, júða og baháa 

Óskar Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 23:07

65 identicon

Svanur: Þú bendir réttilega á að eina stundina eru arabar hirðingjar í eyðimörkinni og öld seinna eru þeir farnir að stunda býsna háþróuð vísindi. Við þetta hef ég ekkert að athuga.

Síðan bendir þú á Íslam eins og að tilkoma Íslams hafi verið eina meiriháttar breytingin sem átti sér stað á tímabilinu. Við þetta hef ég heilmikið að athuga.

Það verður t.d ekki þrætt fyrir það að íslamskir fræðimenn stóðu á herðum forn-Grikkja. Hvar lærðu þeir grísku? Hvar kynntust þeir ritum forn-grískra hugsuða? Svarið: Þeir lögðu undir sig helminginn af hinu grískumælandi Býsansríki. 

Eins ættum við að geta gengið út frá því að til þess að stunda vísindi þurfa menn að eiga einhverjar frístundir. Menn stunda ekki mikið af vísindum ef þeir eru alltaf úti að sinna hjörðinni eða að berjast við menn úr öðrum ættbálkum. Skyldi aukinn kraftur í vísindaiðkun ekki hafa eitthvað að gera með að arabar tóku sér búsetu í borgum og lifðu í samfélagi þar sem verkaskipting var meiri eftir tilkomu Íslams? Hvaðan kom svo verkaskiptingin? Úr Kóraninum? Skyldi þetta ekkert hafa að gera með að arabar lögðu undir sig flóknari og verkaskiptari samfélög eftir tilkomu Íslams?

Það þarf svo sem ekki að þræta um það að múslímsk vísindi líta vel út við hliðina á fræðaiðkun í Evrópu fram á 14. öld en Evrópa bjó þá við mjög þrúgandi trúræði. En hvernig líta þau út við hliðina á kínverskri eða indverskri fræðaiðkun á sama tíma? Þar er ekki sami munur.

Eigum við þá að álykta að kínversk forfeðradýrkun og Konfúsíusarsiður, Búddismi, Hindúismi og Íslam séu vísindaörvandi en Kristin ekki? Hvernig útskýrum við þá að vísindamenn úr kristnum samfélögum skjótast allt í einu af stað þegar kemur fram á endurreisn?

Er ekki eðlilegra að álykta að afrek í vísindaiðkun hafi minnst að gera með trúarbakgrunn vísindamannanna?

Fyrir mitt leiti held ég að helsta framlag Íslamstrúar til vísindaiðkunar á miðöldum hafi verið fólgið í því að vera minna þrúgandi en kaþólska miðaldakirkjan var. Það er svo spurning hversu merkilegt það er.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:20

66 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður punktur Hans.. skemmtilegt sjónarhorn sem ég get kvittað undir

Óskar Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 23:30

67 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hans; Þakka þér þessa viðbót.

Verkaskiptingin var tengd boðum kóransins já. Í honum er að finna nákvæm fyrirmæli um það hvern skatt múslímar eiga að greiða og þeir sem ekki eru múslímar en búa samt undir þeirra stjórn. Þarna var nokkur munur á og að lokum sóttust múslímar ekki eftir að snúa þeim þjóðum sem þeir réðu til Íslam. Tekjur Kalífanna sem mikið til fjármögnuðu skólanna voru svo miklar að fræðigreinarnar voru arðvænlegar.

Múslímar lærðu vitaskuld grísku, hebresku, arameísku, sanskrít og kínversku. Þeir byggðu á þekkingu hvaðan sem þeir fengu hana, allt frá Kína til mið-Afríku og juku svo við hana. Margar af uppfinningum þeirra voru afleiðing stærðfræðinnar og læknisfræðinnar sem þeir þróuðu nánast einir.

Þegar að menning Íslam þverr móður, taka kristnir menn kyndilinn.  Hafi upplýsingin fæðst á Ítalíu var hún getin í Tólító á Spáni. Þar áttu samfélag saman gyðingar, kristnir og múslímar og í langan tíma var borgin Mekka fræðimanna þeirra tíma. Sú þekking flæddi inn í Evrópu, aðallega Frakkland og Ítalíu og þeir tímar sem við kennum við upplýsinguna gengu í garð í kjölfar þess.

Ályktun þín um áhrif annarra trúarbragða á blómaskeiðum þeirra er hárrétt.

Þakka svo aftur skemmtilega umræðu,

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 00:34

68 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gunnar, þakka þér athugasemdina. Hún var fín og fræðandi.

Það mun vera rétt að einhver munur var á stöðu kvenna í Arabíu fyrir daga Íslam og fór það eftir því hvaða ættflokki þær tilheyrðu og hvort þær voru gyðingar eða kristnar. Ef að það sem þessi maður sagði er á einhvern hátt heimfæranlegt upp á einhverjar konur þessa tíma er öruggt að þær voru í miklum minnihluta. Ég hef í það minnsta aldrei komist í heimildir sem segja annað og þær heimildir eru að megninu til frá kristnum fræðimönnum :) Múslímar eru ekki mikið fyrir að ræða tímana fyrir Múhameð sem þeir segja að séu ekki mikilvægir.

Saría er ánauð fyrir konur miðað við stöðu mála á vesturlöndum dag, svo mikið er víst.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 00:42

69 identicon

Jahérna, hrá analógía: ég hef sé ríka velmegandi menn í jakkafötum, svo ég held að ég fái mér jakkaföt og stresstösku svo ég verði ríkur--eru fötin forsenda fyrir velgengninni??........Maðurinn er merkilegri en svo að trúarbragðahelsi leysi nokkurn skapaðan hlut úr læðingi. Við getum séð þetta með því að horfa heilt yfirupptalningarnar hér að ofan að það eru siðir (trúarkefin) sem hleypa manninum mishratt áfram.

Trúarbrögðin eru öll bremsur á mannsandann sem hafa verið misgóðar og endast mislengi.

Skuggabaldur (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 09:16

70 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef verið að fylgjast með umræðunni hér og á öðrum bloggsíðum um sama efni.

Af lestrinum má draga þá ályktun að á Íslandi sé í gangi bullandi islamofóbía.

Merkilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 09:24

71 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur, ein spurning, ef það á vera "jafnrétti kynjanna" í Íslam, má þá eiginkonan ekki berja eiginmanninn þá líka? Er þá ekki komið jafnrétti?

Því þú sjálfur fullyrðir í grein þinni og ritar:

Á sínum tíma voru lög Múhameðs mikil réttarbót fyrir þorra kvenna í Arabíu, sérstaklega hvað varðaði hjúskaparstöðu og eignarétt. Konur höfðu þar lítinn eða engan rétt. Þær voru undirgefnar karlmönnum, feðrum, bræðrum og eiginmönnum. Í sumum tilfellum voru þær eins "búgripir", eign karlmannanna.

Ekki gét með nokkru móti séð þessa "réttarbót" sem þú talar um, það er ítrekað tekið fram að konum er t.d. veit arfur ef það er nánast búið að útrýma öllu karlkyni úr fjölskyldunni.  Eða er ég þá að misskilja þetta vers úr Kóraninum?

Tekið héðan.

The Women

  1. [4.34] Men are the maintainers of women because Allah has made some of them to excel others and because they spend out of their property; the good women are therefore obedient, guarding the unseen as Allah has guarded; and (as to) those on whose part you fear desertion, admonish them, and leave them alone in the sleeping-places and beat them; then if they obey you, do not seek a way against them; surely Allah is High, Great.
Hvernig í ósköpunum er hægt að byggja upp jafnrétti þegar svona lagað er boðskapur sjálfs helgirits ykkar ? Spyr sá sem ekki veit.
 
Ekki taka þessu sem árás, ég er bara leita svara þar sem ég er að lesa Kóraninn þessa daganna.
 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.9.2008 kl. 10:21

72 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Svanur, þú sagðir á minni síðu þessa setningu sem mér finnst mjög góð:

"Um leið og hræðslan yfirtekur samskipti okkar við fólk af öðrum menningarheimum er voðinn vís."

Guðsteinn Haukur, það stendur margt í Biblíunni sem er ekki mjög kvenréttindavænt, dæmi:

"Maðurinn er höfuð konunnar .. " "En sérhver kona, sem biðst fyrir eða flytur spádóma Guðs berhöfðuð, óvirðir höfuð sitt.." "Karlmaður á ekki að hylja höfuð sitt, því að hann er ímynd og vegsemd Guðs" "Þess vegna á konan vegna englanna að bera tákn um yfirráð mannsins á höfði sér... "

án þess að við förum eftir því, en höfum frekar kosið að leggja áherslu á þessar ritningargreinar:

"Guð fer ekki í manngreinarálit." "Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð öll eitt í Kristi Jesú." ..

Biblían er eins og lífið, full af mótsögnum og þversögnum.

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið Kóraninn, en ég veit þó að það er áhersla í lögum múslima (sem byggja að mestu á honum og Súnnum) að hjálpa þeim sem minna mega sín o.fl. og margt gott.

Stóra vandamálið í þessu eru þeir sem eru bókstafstrúar/strangtrúaðir og velja að skýla sér bak við einmitt þessi kvenfjandsamlegu ritningarvers, svo maður tali ekki um þau sem eru fjandsamleg samkynhneigð.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.9.2008 kl. 10:38

73 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

p.s. ég er með strangtrúarislamofobiu OG bókstafstrúarkristnifóbíu, vegna þess að ég held að það valdið mikilli illsku og sundrung í heiminum og standist engan veginn þau siðferðis- og mannréttindaviðmið sem mér þykja hæfa í nútíma, upplýstu samfélagi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.9.2008 kl. 10:47

74 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

p.p.s. (engin leið að hætta).. vitna hér í sjálfa mig...

"Hver á að ákveða hvað er rétt og rangt skv. Guði?  gæti einhver spurt. Svar mitt er að á meðan það inniheldur kærleika og góðmennsku, velvilja í garð náungan þá er það rétt.  Á meðan það inniheldur ofbeldi í garð náungans þá er það rangt."

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.9.2008 kl. 10:50

75 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jóhanna - "Maðurinn er höfuð konunnar .. " stendur jú, en ekki bókstaf um að berja hana.

"En sérhver kona, sem biðst fyrir eða flytur spádóma Guðs berhöfðuð, óvirðir höfuð sitt.." , "Karlmaður á ekki að hylja höfuð sitt, því að hann er ímynd og vegsemd Guðs" "Þess vegna á konan vegna englanna að bera tákn um yfirráð mannsins á höfði sér... " Þetta stendur líka en er ritað á karlrembutíma Grikkja og rómverja, svona lög eiga ekki við í dag sökum góðrar þróunar á okkar samfélagi, allt aðrar aðstæður voru á þessum árum og eru flestir guðfræðingar sammála um að þessi vers áttu við samtímann sem þau voru rituð til, ekki er um það að ræða í versinu um kóraninn.


"Guð fer ekki í manngreinarálit." "Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð öll eitt í Kristi Jesú."

Einmitt, þess vegna er ég að spyrja Svan um þetta, því þetta gengur í berhögg við mína lífssýn og skoðun.

Biblían er eins og lífið, full af mótsögnum og þversögnum.

Veit ég það, en ég er að tala mun alvarlegri "mótsögn" en finnst í biblíunni.


Stóra vandamálið í þessu eru þeir sem eru bókstafstrúar/strangtrúaðir og velja að skýla sér bak við einmitt þessi kvenfjandsamlegu ritningarvers, svo maður tali ekki um þau sem eru fjandsamleg samkynhneigð.

Þetta er afar stórt vandamál, og tek ég þetta beint uppúr þeirra ritum, ekki flóknara en það, og þarf ekki mikla "bókstafstrú" til þess að fara eftir svona ófögnuði, því þetta er sett fram eins og hin sjálfsagðasti hlutur.

En ég bíð eftir svari frá Svan, og getur hann kannski varpað ljósi á þetta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.9.2008 kl. 10:50

76 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

p.s. ég er með strangtrúarislamofobiu OG bókstafstrúarkristnifóbíu,

Ég er með nákvæmlega sömu fóbíur Jóhanna mín, en er þá óeðlilegt að ég spyrji spurninga? Eða er það ekki "pótitískt rétt" eða e-ð þvíumlíkt ... því ég segi þá á móti: "Heimskur maður spyr ekki". 

Eftir að ég fór að lesa þennan Kóran rakst ég á alls kyns atriði sem ég set STÓR spurningarmerki við, og ætla ég ekki að hika við spyrja áfram.

Ekki flókið það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.9.2008 kl. 11:00

77 Smámynd: Mofi

Jóhanna
p.s. ég er með strangtrúarislamofobiu OG bókstafstrúarkristnifóbíu, vegna þess að ég held að það valdið mikilli illsku og sundrung í heiminum og standist engan veginn þau siðferðis- og mannréttindaviðmið sem mér þykja hæfa í nútíma, upplýstu samfélagi.
Er það þá vegna þess að orð Krist valda illsku?   Þú vilt frekar klifra sjálf í hásæti Guðs og ákveða hvað er rétt og hvað er rangt, forvitnilegt. 

Mofi, 29.9.2008 kl. 12:12

78 identicon

Sæll Jóhanna

Fyrirgefið mér hér gott fólk , en ég vildi fá að koma þessu að hér og svara þessu "..múslimar ætli að láta landslög víkja fyrir lögum trúfélaga"

Ég var ekki að neita því, að "Kóraninn væri úrskurðavald í málefnum íslamskra þjóðfélaga", en lög hvers Íslam- trúfélags  fyrir sig eru sennilega eins eða svipuð og samrýmast velþekktum lögum Kóraninns, en ef landslög viðkomandi lands væru ekki í samræmi við lög Kóranins eða lög hvers Íslam-trúfélags  þá væri þetta fólk ekki hérna eða í því landi. Fyrir utan það þá veit þetta fólk að hér á að fara eftri íslenskum lögum, og það eru þau lög sem gilda fyrir dómstólum í viðkomandi landi.

En Jóhanna þú ert kannski með þessa sömu skoðun og hún Halla Rut eða:" á móti því karlaveldi sem Íslam boðar... " Nú ég er á því að þið ættuð að fara á þessa Kvennafundi hjá þeim annan hvern miðvikudag og spyrja þessar konur allt í sambandi við Íslam -karla og karlaveldi . 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 12:25

79 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðsteinn: Þakka athugasemdina.

Eins og þú sérð á því sem ég rita getur jafnrétti á þann hátt sem við skiljum það, orðið undir lögum Íslams, aldrei orðið. - Ekki frekar en hægt er að koma því á undir kenningum kristni eða gyðingdóms, séu þær túlkaðar bókstaflega á svipaðan hátt og háttur er nú meðal margra múslíma gagnvart sínu helgiriti.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 12:34

80 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir greinargott svar kæri Svanur, og fullnægir það forvitni minni um þetta mál. Og tek ég heilshugar undir orð þín, þegar þú segir:

.. séu þær túlkaðar bókstaflega á svipaðan hátt og háttur er nú meðal margra múslíma gagnvart sínu helgiriti.

Þetta er einmitt það sem ég var að meina, og er það miður að svona skuli vera hattinn komið. Eina sem ég er ekki sammála, er að jafnrétti náist ekki undir Kristni, en það er önnur saga.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.9.2008 kl. 12:51

81 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Eitt hef ég aldrei getað skilið sjálfur, Mofi, Guðsteinnog Jóhanna.

Ég held að við getum öll verið sammála um að orð Guðs eru einkum til þess ætluð að skýra út fyrir mönnum hin eilífu sannindi um sál mannsins, samband hennar við skapara sinn og hvernig hún getur aðeins þroskast undir leiðsögn hans. Í heildina er boðskapur Guðs manninum til handa andlegs eðlis.

Af því að maðurinn er bundinn jarðlegri tilvist, bindur Guð boðskap sinn í form sem er takmarkað, eða orð sem tilheyra þessum heimi. Hann leitast við að skýra fyrir okkur hluti sem ekki eru háðir takmörkunum efnis, tíma og rúmi, með hlutum sem eru það. - Þrátt fyrir þetta kjósa margir að taka því sem hann segir algjörlega bókstaflega og fyrirgera um leið þeim andlega boðskap sem orð hans hafa að geyma. Dæmisögur sem hafa djúp andleg sannindi eru smækkaðar og teknar sem söguheimild, kraftaverk sem vitna áttu um mikilleika Guðs eru teknar sem skýring á jarðneskum veruleika sem aldrei fæst staðist neina gagnrýna skoðun hvað þá vísindalega. -

Þetta viðhorf get ég ekki skilið og ekki heldur hvernig það ert tilkomið, sérstaklega þegar fólk játar með munninum alla vega að það sem skipti máli hér sé andlegt líf en ekki efnislegt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 13:09

82 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hef ekki tíma til að svara þeim spurningum sem á mig hefur beint strax, en ég tek undir það með þér Guðsteinn Haukur, að ég tel að jafnrétti kynjanna sé hægt að ná undir kristnum hatti, ef ekki er lesið of bókstaflega.  Það hefur viðleitni þjóðkirkjunnar til jafnréttismála sýnt og því til staðfestingar hefur verið útbúin jafnréttisáætlun sem biskupi er uppálagt að framfylgja fyrir hönd kirkjunnar.

Gaman væri að fá að sjá jafnréttisáætlun félags múhameðstrúarmanna á Íslandi, aðventista,  Krossins eða þá kaþólsku kirkjunnar líka... úr því ég er byrjuð.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.9.2008 kl. 13:16

83 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þetta var svolítið krúttlegt ávarp, Svanur, næstum eins og Jasper, Kasper og Jónatan - við erum kannski bara svolítið svoleiðis  ..held að við þrjú séum svolítið á sitthvorum skalanum í trúnni. Tel mig vera mest liberal, Guðstein í miðjunni, og Mofa íhaldssamastan.

Ekki er ég að segja mig betri eða verri en þessa stráka, tel þá báða mjög góða og heila menn. Skiptir mig mestu máli sjálfa að vera heil, gagnvart sjálfri mér sem öðrum.

Ástæðan fyrir þessari liberal greiningu á sjálfri mér; ég er til í að ganga alla leið; Samkynhneigðir fái samskonar hjónavígslu og gagnkynhneigðir, konur séu jafnréttháar körlum. Tel að orð Guðs lifi í fleiru en Biblíunni, - það lifi í okkur, náttúrunni, ljóðunum, börnunum og blogginu meira að segja! ..

Mér finnst samt sumir trúlausir og vantrúaðir helst hanga á bókstafnum og í mýtum Biblíunnar sem sannleika og halda á lofti hinum reiða Guði sem drekkir mönnum sem hafa hegðasð sér illa. Þetta er yfirleitt notað af þeim til að lýsa yfir fáránleika þess að trúa á Guð.

Guðsmynd mín er einmitt andleg, Guð er ekki í hásæti Mofi, heldur mér við hlið í daglegu lífi og það er bara virkilega notó ..   ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.9.2008 kl. 13:32

84 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, lestrinum er lokið  

Þessi greinargerð til SÞ frá Bahai samfélaginu um ofbeldi gagnvart konum og stúlkum er afar raunsæ og vel unnin - ég get tekið undir hvert orð. 
Að vísu er þarna fjallað um ofbeldi allrahanda en umræðuefninu í þessum pistli þínum eru líka gerð góð skil: 
"Þó mega aðgerðirnar ekki einskorðast við að bæta lög og stofnanir, því slíkar umbætur taka einungis á hinum augljósa glæp..." (úr 15.grein)
 "Það eru trúarbrögðin sjálf sem þarfnast sárlega endurnýjunar" (úr 10.grein)
"..munu einnig þurfa [...] umbreytingu karla og kvenna, drengja og stúlkna - þar sem núverandi gildismat þeirra viðheldur á einn eða annan hátt hegðunarmynstri misnotkunar" (úr 4.grein)
Þannig sýnist mér greinargerðin benda á að þríþættar aðgerðir þurfi til þess að leysa kvennaofbeldi og kúgun - ég sé ekki annað en þetta "dekki" allar mögulegar lausnir.
Nú, nú, ég þarf þá ekki lengur að hafa samviskubit með mitt ráðleysi...

Kolbrún Hilmars, 29.9.2008 kl. 14:14

85 identicon

Jóhanna: ""Við megum ekki láta landslög um jafnrétti kynjanna eða önnur mannréttindi víkja fyrir lögum trúfélaga""

Þetta hér eru "Lög Félags múslima á Íslandi" ,en telur þú að þessi lög séu eitthvað hættuleg eða geta virka gegn landslögum? 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:20

86 identicon

Af því að Svanur hefur svo gaman að analogium,,,,Svanur hefur komist að því að skóflan hans Mofa er ónýt, dugar ekki í verkið.Sömuleiðis er hakinn hans Guðsteins meingallaður og virkar ekki heldur.Forkurinn hennar Jóhönnu er sömuleiðis eitthvað boginn, svo Svanur tekur handfangið af skóflunni hans Mofa, skaftið af fork Jóhönnu og festir á hakann hans Guðsteins og reynir að moka flórinn................. Svanur fáðu þér alveg nýja skóflu ef þú ætlar að moka flórinn. 

Skuggabaldur (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:45

87 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bæði Jóhanna og Guðsteinn og ég efa ekki Mofi þótt hann hafi ekki staðfest það beinum orðum í þessari umræðu, vilja meina að það sé hægt að ná jafnrétti kynjanna undir kristnum gildum og viðhorfum eins og þau birtast okkur í Biblíunni.

Ég ætla ekki að tiltaka ritningargreinar úr Gamla testamentinu um stöðu kvenna, sem á sínum tíma, meðal annars á tímum Múhameðs, voru viðteknar sem mælikvarði á samfélagslega stöðu konunnar til forna, því forneskjan er slík að jafnvel DrE fengi flog af að lesa það allt í einu. En NB, þau viðhorf og þær ritningagreinar voru hafðar til hliðsjónar af kirkjufeðrunum og voru meðal þeirra ástæðna sem tilgreindar voru þegar efast var um á kirkjuþingum að konan hefði sál.

Til að halda því fram í fullri alvöru að jafnrétti kynjanna með kristin siðaboðaskap að undirlagi geti orðið að veruleika, þarf að líta algjörlega fram hjá tilvitnunum eins og þessari;

Konan á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni. 12

Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á

hún að vera kyrrlát. 13

Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. 14

Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. 15

En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins, ef hún stendur stöðug

 í trú, kærleika og helgun, samfara hóglæti. Tim.11-15

Þá verður að líta fram hjá þessum fyrirmælum Páls í Kór.11:3-16

3En ég vil, að þér vitið, að Kristur er höfuð sérhvers manns, maðurinn er höfuð

konunnar og Guð höfuð Krists. 4

Sérhver sá maður, sem biðst fyrir eða flytur spádóma Guðs og hefur á höfðinu,

 hann óvirðir höfuð sitt.

5En sérhver kona, sem biðst fyrir eða flytur spádóma Guðs berhöfðuð,

 óvirðir höfuð sitt.

Það er hið sama sem hún hefði látið krúnuraka sig. 6

Ef konan því vill ekki hylja höfuð sitt, þá láti hún klippa sig. En ef það

 er óvirðing

 fyrir konuna að láta klippa eða raka hár sitt, þá hafi hún á höfðinu.

 7Karlmaður á ekki að hylja höfuð sitt, því að hann er ímynd og

 vegsemd Guðs, en konan er vegsemd mannsins. 8Því ekki er

 maðurinn af konunni kominn, heldur konan af manninum, 9og ekki

var heldur maðurinn skapaður vegna konunnar, heldur konan

vegna mannsins. 10Þess vegna á konan vegna englanna að bera

 tákn um yfirráð mannsins á höfði sér. 11Þó er hvorki konan óháð

 manninum né maðurinn konunni í samfélaginu við Drottin, 12því að

 eins og konan er komin af manninum, svo er og maðurinn fæddur af

konunni, en allt er frá Guði.

13Dæmið sjálfir: Sæmir það konu að biðja til Guðs berhöfðuð? 14Kennir

ekki sjálf náttúran yður, að ef karlmaður ber sítt hár, þá er það

honum vansæmd, 15en ef kona ber sítt hár, þá er það henni sæmd?

 Því að síða hárið er gefið henni í höfuðblæju stað. 16En ætli nú einhver

 sér að gjöra þetta að kappsmáli, þá viti sá, að annað er ekki venja

 vor eða safnaða Guðs.

Sú afstaða til konunnar sem þarna kemur fram og er um margt lituð af boðum Gamla testamentisins líka, verður seint til þess að byggja á jafnrétti eins og við horfum til þess í dag. Þessar tilvitnanir verða ekki tempraðar með skyrskotunum til annarra tilvitnanna þar sem áréttað er að fyrir Guði sé engin munur á karli og konu. Eina leiðin fyrir kristna er að horfa algjörlega fram hjá þessum tilmælum Páls. Er er það Kristni? Og ef það er Kristni, hverju öðru er þá hægt að horfa fram hjá?

Þessar og aðrar tilvitnanir í Bublíuna fengu einn virtasta guðfræðing kristninnar fyrr og síðar til að skrifa þetta;

"As regards the individual nature, woman is defective and misbegotten, for the active power of the male seed tends to the production of a perfect likeness in the masculine sex; while the production of a woman comes from defect in the active power...." Thomas Aquinas, Summa Theologica,Q92, art. 1, Reply Obj. 1

Bestu kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 14:58

88 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þakka þér fyrir þessar upplýsingar Þorsteinn Scheving, þær eru mjög upplýsandi og mætti alveg auglýsa þau betur.

Önnur spurning frá mér, þar sem þú ert svo fróður um þessi mál:

Í stærri moskum er það imam (leiðtoginn) sem stjórnar bænargjörð, getur imam verið kona eða er það einungis bundið við karlmenn ? ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.9.2008 kl. 14:59

89 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skuggi; Skóflan mín er eins ný og hægt er að fá þær :) En líkingin er góð hjá þér. Það sem þú áttar þig ekki á er að skófluframleiðandinn er komin með nýja á markaðinn og ég keypti hana. Ég veit að hún svipar til skófla sem hafa verið í notkun um aldir, en hún hefur ýmsa nýja fídusa sem ekki er að finna í hinum eldri skóflum, enda er þessi ætluð til að moka miklu stærri flór en hinar. Hún t.d. bæði haki og forkur í senn ásamt því að vera skófla. Ráðlegg þér að næla þér í eina slíka.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 15:08

90 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kolbrún H: Ég tek ofan fyrir þér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 15:11

91 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Svanur, Páll postuli var maður af holdi og blóði, sem skrifaði og ályktaði inn í sína samtíð. Það var Thomas Aquinas einnig. Ég er ekki að sjá þessar tilvitnanir í fyrsta skipti, hvorki Páls né Aquinas. Ég lifi í nútímanum.

Ég nenni ómögulega og hef ekki tíma til að fara hér í massíva vörn fyrir kristindómi mínum, tékklistinn eða mælisnúran er hjá Guði en ekki mönnum og ég læt Guð um að mæla mína kristni.

Eigið góðan og kærleiksríkan dag.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.9.2008 kl. 15:44

92 identicon

Jenný.  "Íslamófóbía" er hluti af hugsanagangi fólks sem hefur ekki selektíva réttlætiskennd.  Margir sem hafa selektíva réttlætiskennd reyna að gera allt til að breiða yfir hina illu hugmyndafræði íslams.  Íslamófóbía er sæmdarheiti eins og t.d. réttsýni og sanngirni.

marco (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 16:37

93 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jóhanna ég er sammála þér hvaða varðar Pál og Tómas og engin vörn fyrir kristni þína nauðsynleg hér.

Göldrum þakka ég söguna. Svona er mannfólkið misjafnt er það eina sem hægt er að segja við svona sögu. Hér að ofan er að finna frásagnir akkúrat á hinn veginn.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 22:11

94 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég á sögur af báðum öfgunum.. besti vinur minn í noregi til margra ára var iranskur muslimi.. 

Óskar Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 22:16

95 identicon

Virkilega flott og vel unnin grein Svanur.

Fyrir hina langar mig að benda á skemmtilega Youtube síðu blogg vinkonu minnar 

Rania Al-Yassin (Al Abdullah) sem finna má á  http://www.youtube.com/QueenRania .

Góða skemtun..

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:19

96 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Jóhann F. Kíki líka á linkinn :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 22:25

97 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér fannst frekar vera munur á menningu og uppruna en islam.. stór munur á tyrkneskum muslima eða pakistönskum.. þeir irönsku er oftast hófsamir.. meðan pakistanar eru pft öfgafullir og tyrkjum virðist vera skítsma nema þegar það hentar þeim að vera harðlínu muslimar.. kosovo albanir eru svo sér kapituli.. þeir haga sér á líkan hátt og mafían.. 

Óskar Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 22:55

98 Smámynd: Halla Rut

"Í dag eru 500 íslendingar múslímar og þeir vilja byggja sitt tilbeiðsluhús" En hvað eru karlmenn stór hluti af þessum 500? Mega konur ganga um slíkt bænahús sem menn? Eða er þetta pólitíska bænahús sem þeir vilja reisa á 500fm lóð aðeins hugsað fyrir 250 karlmenn?

Halla Rut , 29.9.2008 kl. 23:23

99 Smámynd: Halla Rut

"Heimurinn á Íslam að þakka, þrátt fyrir hnignun trúarbragðanna á seinni öldum, fjölda mikilvægra framfara og stuðlaði m.a. að þeirri upplýsingu sem við vesturlandabúar stærum okkur af á góðri stundu" Með vinsemd og virðingu: Um hvað ertu að tala?

Halla Rut , 29.9.2008 kl. 23:25

100 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Halla Rut.. konur fá ekki að ganga í frímúrararegluna sem er há-kristinn samkunda.. 

Óskar Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 23:38

101 Smámynd: Halla Rut

Síðuritari var að halda því fram að þetta hús væri fyrir 500 múslíma og vildi ég bara vita hvort hann sé ekki að misreikna sig aðeins.

Halla Rut , 29.9.2008 kl. 23:49

102 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já þú meinar... 

Óskar Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 23:53

103 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Halla og takk fyrir athugasemdirnar.

Hér að ofan (Ég veit að halinn er orðinn of langur) eru athugasemdir fá mér, frá Þorsteini Scheving, frá Ómari Bjarka, frá Hans Haralds og frá Þorvaldi Þórssyni sem skýra það sem ég á við. Það verður ekkert gert betur í stuttu máli.

Á hvaða forsendum telur þú þig betur í stakk búin til að meta þarfir múslíma á Íslandi en þeir sjálfir. Hvað mundir þú t.d. segja að væri heppileg stærð á lóð fyrir Mosku með bænaforgarði fyrir stækkandi samfélag þeirra og hvers vegna?

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 23:54

104 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvaða lýðræðisreglur hafa þeir sem hingað fluttu brotið Hippó?

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 23:59

105 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ók, hvernig veistu það?

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 00:00

106 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hippó, Ert þú að mæla fyrir því að við höfum að engu lög landsins um trúfrelsi?

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 00:04

107 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jafnvel þótt fólk hefji mál, er það ekki að brjóta lýðræðisreglur. Málshöfðun er einmitt leiðin í lýðræðissamfélagi, ekki satt, telji menn að brotið hafi verið á rétti sínum.

Trúarstefna trúfélags múslíma á Íslandi hefur ekkert slíkt að geyma og það er ekkert í hátterni þeirra sem gefur til kynna að þeir séu að brjóta einhver af lögum landsins.

Af hverju óttastu svona múslímana á Íslandi  Hippó?

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 00:31

108 Smámynd: Halla Rut

Trúfrelsi hefur ekkert með það að gefa þeim 500mf lóð. Það er engin að banna þeim að trúa á Allah. Við viljum bara ekki þessa byggingu inní miðja Reykjavík þar sem hávaðinn í þeim er óþolandi og húsin eru ekki bænahús í þeim skilningi sem við sjáum kirkjur heldur miðstöð pólitískra skoðana. Í 40% moska í UK fundust áróðursbæklingar gegn því þjóðfélagi sem þeir bjuggu í. Þetta veist þú Svanur.

Getur þú svarað sjálfur: 

1. Eru múslímar á Íslandi sem stunda munu hugsanlega mosku 500 eða 250?

2. Styður þú (eða styður rétt karla) "bænahús" sem neitar konum um inngöngu?

3. Styður þú Íslam í því að konur séu óæðri og að þær megi lemja ef þar hlýða ekki?

4. Telur þú að lög eigi að byggjast á trú?

5. Telur þú að ef múslímum fjölgar mikið hér á landi að afleiðingarnar verið eitthvað  öðruvísi en við höfum séð öllum þeim Evrópulöndum sem þeir flytja til?

Halla Rut , 30.9.2008 kl. 12:42

109 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hver eru þessi "við" Halla sem ekki vilja þessa byggingu? Ertu að vísa í einhverja marktæka skoðanakönnun meðal Reykvíkinga?

Spurningar þínar virka eins og að þú hafir ekki lesið greinina eða athugasemdir  mínar hér að ofan og svörin verða því upprifjun á því.

1." Í dag eru 500 íslendingar múslímar og þeir vilja byggja sitt tilbeiðsluhús."

2. Nei.

3. Nei

4. Ég álít að allir eigi að fara að lögum landsins burtséð frá hvaða trú þeir aðhyllast. Hvaða lagabrot sakar þú múslíma á Íslandi um?

5. Já þær verða öðruvísi. Hver þjóð í Evrópu á við mismunandi vandamál að stríða hvað varðar mismunandi innflytjendur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 15:29

110 Smámynd: Halla Rut

Takk fyrir þetta Svanur.

Ein spurning en. Eru konur velkomnar á meðal karla í það bænahús sem múslímar reka í dag?

Og svo vegna svara þinna hér að ofan. Hvaða munur er á vandamálum í Evrópu vegna innflytjenda? Eini munurinn sem ég sé er að vandamálin eru komin mislangt. En spyr sá sem ekki veit...hver er þessi greinilegi munur.

Halla Rut , 30.9.2008 kl. 17:03

111 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já þær eru það. Þar eru reglulegir "kvennafundir" haldnir. Þetta er tekið af vefsíðu þeirra;

Kvennafundir
Reglulegir kvennafundir eru haldnir yfir vetrarmánuðina, frá september til maí. Aukafundir eru einstaka sinnum haldnir yfir sumarmánuðina og eru þeir þá auglýstir sérstaklega.
Fundir vetrarins 2006-1007 munu hefjast eftir Ramadan. Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.

Dagskrá fundanna skiptist yfirleitt í þrennt:
1. útskýringar á Kóraninum (30-45 mín)
2. efni sem er fyrirfram ákveðið (30-45 mín)
3. létt spjall og veitingar (til kl. 22:00)

Úttekt og skýrslur á vanda Evrópuþjóða gagnvart innflytjendum er að finna hér.

Það er rétt hjá þér að þjóðirnar eru komnar mislangt við að leysa þennan fjölþjóðavanda en lausn hans er óumflýjanlegur. Lausnin felst að sjálfsögðu í aðlögun þjóðarinnar og aðlögun nýbúanna.

Það sem ég meinti er að Bretar t.d. búa við allt aðrar aðstæður heldur en t.d. Bandaríkin og Frakkland við allt aðrar en Danmörk o.s.f.r. Mismunandi þjóðarbrot sækja á mismunandi staði og flytja með sér mismunandi siði og háttu sem þau þurfa að leggja niður eða aðlaga kringumstæðum.

Að kasta þessu öllu saman í eina kös eins og er háttur meðal amerískra hópa sem reyna að réttlæta stríðið í Írak og Afganistan, er ekki neinum til framdráttar, ekki einu sinni þeim.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 18:11

112 Smámynd: Halla Rut

Þannig að sjálft bænahúsið er aðeins fyrir karla?

Halla Rut , 30.9.2008 kl. 19:57

113 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Moskan er fyrir bæði kynin en það er misjafnt hvernig bænahaldið er skipulagt. En ef það er að þau biðja ekki saman sem þú ert að ýja að er það rétt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 20:16

114 Smámynd: Halla Rut

"þurfa að leggja niður eða aðlaga kringumstæðum" þarna kemur þú einmitt með það Svanur...flestir múslímar gera þetta ekki og þeir sem reyna að gera það eru oft undir þeim öfga meiri og þora ekki annað en að hlýða.

Nefndu mér einn stað í Evrópu þar sem múslímar hafa lagt niður sína siði og aðlagast aðstæðum?  Hann er ekki til en ég veit að hugsun þín er fallega meint en þannig er bara heimurinn og staðreyndirnar ekki alltaf. Því miður.

Vandamál vegna: ofbeldis á konum, ungra stúlkna sendar úr landi barnungar til að giftast og allt það sem snýr að þessu harða karlaveldi er allstaðar eins hvort sem við tölum um UK, Þýskaland eða Noreg.

Vissir þú að um helmingur múslímskra kvenna í Noregi giftir manni sem ekki býr í Noregi heldur í þeirra upprunalandi sem annað hvort foreldrar hennar eða afi og amma fæddust í. Allt fyrirfram ákveðin hjónabönd sem konan hefur ekkert að segja um og eru eingöngu til að auðvelda ákveðnum mönnum að flytja til landsins.

Halla Rut , 30.9.2008 kl. 21:13

115 Smámynd: Halla Rut

Svanur að segja að það sé aðeins "skipulagsmál" að konur biðja ekki með körlunum er fráleitt. Þær fá ekki að biðja með körlunum því þær eru taldar óæðri þeim. Það er staðreynd.

Konur mega ekki einu sinni koma þar inn sem bænastaður karlanna er.  Svo þeir vilja að reist sé hús á 5000 mf lóð í Reykjavík fyrir múslíma karla. Það er líka staðreynd.

Halla Rut , 30.9.2008 kl. 21:17

116 Smámynd: Halla Rut

Svo heitir færslan "jafnrétti kynjanna og íslam". Er síðuritari að halda því fram virkilega að það sé yfirleitt eitthvað jafnrétti kynjanna innan Íslam.

Yfirmaður múslíma á Íslandi heldur því fram.

Halla Rut , 30.9.2008 kl. 21:22

117 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef þú lest færsluna Halla þá sérðu að svo er ekki og ég er þá ekki sammála þessum "yfirmanni" hver sem það á svo að vera.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 21:25

118 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Að mörgu að hyggja Hippó. Svarið kemur :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 21:27

119 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hippó. Það er rangt að ætla einstaklingum eða hópi eitthvað illt fyrirfram. Íslenskir múslímar hafa ekkert brotið af sér og eru það sem ég þekki til prýðisfólk.

Til að nefna dæmi um góð samskipti múslíma og kristinna mé t.d. nefna eitt stærsta og elsta slíkt samfélag í Evrópu í Liverpool á Englandi.

Annað dæmi er Frakkland. -

Það róstur sem þið hafið fyrir augunum í dag eru árekstrar sem eiga sér fyrst og fremst efnahagslegar og pólitískar forsendur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 21:54

120 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kæri Hippó.

Erum við að tala um stöðuna akkúrat í dag eða getum við tekið tímabil?

Það er auðvelt að finna svona myndir af stríðsseggjum Íslam. - Stríðsseggir verða alltaf að réttlæta sig með öfgum. Þetta gengur svona á báða bóga. Heilgat stríð hrópar Bush, heilagt stríð hrópa Talibanar á móti.

Ég, eins og þú fordæmi hvorutveggja og neita að þetta sé allt öðrum hópnum að kenna. Pólitík, græðgi aka efnahagsástæður sem mætt er af fáfræði  og annarskonar öfgum aka Íslam.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 23:21

121 Smámynd: Julie

Halla Rut, Það hefur ALDREI verið bannað fyrir konur að biðja í móskunni í Ármúlanum. Við höfum einn sal og þar biðjum við saman, á sama tíma. Við erum líka með kvennafundi, sem fólk er velkomið að koma á til að fylgjast með ef það langar. Við höfum fengið oft til okkar fólk í heimsókn í vetur og höfum vel tekið á móti. Gestirnir spurðu fullt og fengu svör.

Ég hef sjálf verið mikið í móskunni og kenndi, það ríkir ekkert karlaveldi í móskunni. Í stjórninni og öldungarráði eru konur og karlar. Karlar eru duglegri að fara í móskuna því þeir eru skyldugri til þess. Starfsemin sem þið mynduð finna í "nýrri" mosku væri einfaldlega SÚ SAMA og er nú. Dyrnar hafa alltaf verið opnar, hvað er fólk að pæla þegar það segir að við verðum hryðjuverkafólk við það að eiga mosku og bílastæði fyrir okkur??

Nei í alvörunni, sendið línu á islam@islam.is ef þið hafið einhverjar spekulasionir, ykkur verður svarað... Við íslenskir múslimar höfum verið að ræða, við höldum að fólk hafi GLEYMD að það eru margir íslendingar (af íslenskum uppruna) í söfnuðinum. Það er alltaf verið að tala um innflytjendur sem múslimar, snýst umræðan virkilega um trúna sjálfa...eða um "það fólk" sem iðkar hana... ég spyr mig.

Mig langar samt að vita, væri skoðun fólks á byggingu mosku sú sama ef talsmaður múslima á íslandi væri ÍSLENDINGUR?

Með bestu kveðjur og friður veri með ykkur...

Julie, 1.10.2008 kl. 00:04

122 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hippó, vertu nú kurteis og orðvandur ;)

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2008 kl. 00:21

123 Smámynd: Julie

Ef einhver múslimi notar lýsingarorð í miðstigi tengt kynjum þá er strax talað um kynjamisrétti á háu stigi.----"Sko þarna sjáiði! .... "

Ég trúi því að þessi viðbrögð eigi rætur í fjölmörgum sögum og greinum sem fólk hefur lesið, sjaldnast af múslima/-konu sem það hefur talað við í eigin persónu.

Í Íslam tölum við oft um sanngirni gagnvart eðli karla og kvenna. Karlar og konur sinna mismunandi hlutverkum og það er auðveldara fyrir konuna að þurfa ekki að fara í móskuna 5 sinnum á dag þegar hún þarf að annast börn og heimili. Það er í sjálfu sér er ekkert ómerkilegt hlutverk og ekki verr séð en hlutverk mannsins til að annast alla fjölskylduna fjárhagslega. Það er ekki þar með sagt að ENGAR konur fái að fara í moskuna, það getur enginn bannað þeim það, aldrei. Hversu oft hef ég séð heila fjölskyldu mætt á bænastund, með smábarnið og ömmunni, reddí til að standa hlið við hlið þegar er kallað til bæna.

Þannig að hér er verið að svo sem hjálpa konunni miðað við aðstæður sem hún er í. Þetta er miðað við svoleiðis fjölskyldumynstur (sem finnst ekki bara hjá Múslimum, heldur heiminum í heild), sem á e.t.v. kannski ekki við allar fjölskyldur. Karlar fá ekki meiri umbun fyrir að fara í móskuna en konur sem fara ekki. Það sem skiptir máli í augum Guðs er að bæði kynin sinni sínum bænum.

Sem múslimsk vestræn kona finnst mér þetta ekki misrétti, í trúariðkun eða öðru.

Hef ekki lesið þessa bók, Arabíudætur. 

Ég ætla samt ekki að fara út í pólitiska umræðu um Saudi Arabíu, þetta verður að fara á annan umræðuþráð. hef aldrei farið þangað en heyrt margt. Hef heyrt margt gott en annað sem ég er ekki sammála. . Ég vildi í athugasemdinni fyrir ofan koma minni skoðun og annarra íslendinga á framfæri varðandi umræðuna sem við höfum verið vitni að undanfarið.

Julie, 1.10.2008 kl. 01:17

124 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Julie:

Ég þakka þér kærlega fyrir að koma hér og skýra þessi mál út frá þínu sjónarmiði skilmerkilega og afdráttarlaust.

bestu kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2008 kl. 02:11

125 Smámynd: Julie

Hippókrates, af hverju ættir maður ekki að trúa? Þótt maður sé trúlaus þarf maður samt "eitthvað" til þess að vilja vakna á morgnana. Trúarbrögðin flest hvetja mann til og hjálpa manni að finna innri frið við að vita hvað maður er að gera hér. Það spyrja sig allir þessa spurningu lífsins. Sumir leita allt sitt líf, sumir hunsa hana því þeir þora ekki að takast á við "fórnina" sem trú felur í sér, það vilt mega allt þegar það vilt, ekkert bannað (fyrir utan hegningarlög!), hugsum seinna... 

Ég er örugglega betri manneskja núna en ég var sem trúleysingi, vegna þess hvað trúin kennir mér, s.s. Guð vill að ég verði besta manneskjan sem ég gæti orðið, í gjörðum og hugsun. Ég er ekki að segja að trúleysingar er slæmt fólk! Tilgangurinn er bara ekki sá sami. Ég lifi rétt fyrir Hann og hans verðlaun í næsta lífi, ekki fyrir fólkið til að hrósa mér eða fyrir egoið... þetta er svona... langtímamarkmið skiluru, ekki er hægt að segja að það sé slæmt...?

Svanur, anytime!

Friður veri með ykkur.

Julie, 1.10.2008 kl. 07:33

126 Smámynd: Njáll Harðarson

Þetta er ágætis grein um málefnið Múslima trú og hverning hún er tilkomin og allt það, mjög sögulegt um þeirra heimahaga og þeirra siði og þeirra hefðir.

Það er til gamall íslenskur orðháttur sem segir "Verkin tala"

Það er þess vegna sem við íslendingar viljum ekki að múslimir fái að ná fótfestu hér á íslandi, þar sem þeir munu menga okkar íslenska þjóðfélag og þær hefðir sem við erum alin upp við með múslimskum hefðum og krefjast þess að við aðlögum OKKAR þjóðfélag að þeirra trúarhefðum, í nafni MANNRÉTTINDA.

Verkin tala hátt og skýrt á erlendri grund, eins og td. í Londonistan.

lifið heil

Njáll Harðarson, 1.10.2008 kl. 13:56

127 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Njáll: Í London er glæpatíðni hlutfallslega minnst á meðal múslíma af öllum hópum sem gægt er að skilgreina sem hópa. Hún er meiri meðal Pólverja sem flestir eru Kaþólikkar, hvítra Englendinga sem eru í biskupakirkjunni svo dæmi séu tekin.

Satt hjá þér; verkin tala.

Á Íslandi er tíðnin svo lág að hún mælist ekki.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2008 kl. 14:04

128 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú veist Ace að það var alsiða í kirkjum hér áður fyrr að konur og karlar voru aðskilin í kirkjum. Þannig er það hjá fjölda kristinna kirkjudeilda enn í dag. Svona er þetta einnig í synagógum gyðinga.

Þessi Bylgjukönnun er allsekki marktæk. Hún er í besta lagi vísbending um andstaða við moskuna er til.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2008 kl. 18:30

129 Smámynd: Julie

Ace, við konurnar báðum um skilvegg milli okkar og karlanna. Okkur líður betur þannig því rýmið er lítið og við viljum vera biðjandi í friði með einbeitingu án þess að menn séu að horfa á okkur eða öfugt. Ég sé ekkert athugavert við það! Það er venjan í moskum að það séu tvö rými, eitt fyrir konur og eitt fyrir karla. Á meðan við höfum þetta húsnæði reynum við að redda okkur svona. Þetta gerir konur ekki lægri en karlar svo ég viti...

Annars, veit einhver hversu margir tóku þátt í bylgjunnar könnuninni og hvernig þátttakendur voru valdir..?

Ég geng með slæðu á Íslandi, hef það fínt, geng nú með slæðu í Egyptalandi og hef það fínt þar líka... Búrka er ekki í íslam, við skulum ekki setja samasem merki milli búrku, stjórnvöl talibana sem þær tengjast og íslam... það er nú svolítið langsótt..

Annars sé ekki tenglsin milli slæðunnar og fangelsisvistar...!

Friður veri með ykkur 

Julie, 1.10.2008 kl. 20:52

130 identicon

Julie skrifar:  "Ace, við konurnar báðum um skilvegg milli okkar og karlanna. Okkur líður betur þannig því rýmið er lítið og við viljum vera biðjandi í friði með einbeitingu án þess að menn séu að horfa á okkur eða öfugt. Ég sé ekkert athugavert við það! Það er venjan í moskum að það séu tvö rými, eitt fyrir konur og eitt fyrir karla. Á meðan við höfum þetta húsnæði reynum við að redda okkur svona. Þetta gerir konur ekki lægri en karlar svo ég viti... "

Er trúarhitinn ekki meiri en svo?  Geta múslimakarlar ekki verið innan um konur við tilbeiðslu án þess að fyllast lostafullum hugsunum?  Það að karlar geti ekki hamið gredduna virðist vera megininntakið í íslömsku siðgæði.  Þessvegna leyfir íslam barnaníð og hefur meira að segja regluverk um hvernig kynlífi með dýrum skuli háttað.

marco (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 22:53

131 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Hippó

Ég spyr þá til baka; Hvaða fólk er þetta sem heldur á þessum spjöldum og hvað á það sameiginlegt með íslenskum múslímum? Túlkun þeirra á trú sinni er greinilega allt öðruvísi. Þetta veistu Hippó en samt reynir þú hvað þú getur til að gera þessa íslendinga tortryggilega.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2008 kl. 02:22

132 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hver eru þá efnisatriðin Hippó. Þú ert að sýna þessar myndir sem dæmi um hvað gæti gerst hér. Ég svara þér fullkomlega á þeim nótum og spyr þig til baka, hversvegna ætti þetta að gerast hér. Er þetta sama fólkið eða hvað???

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2008 kl. 02:33

133 identicon

Eins og ég hef áður sagt þá ber Svanur yfirleitt fyrir sig frekar ódýrum útúrsnúningum þegar málefni íslams eru rædd.  Dugnaður hans í bloggi er aðdáunarverður fyrir það.

Ak-72 er meira svona gamaldags dóni sem drullar yfir viðmælendur sína í löngu máli.  Greinar hans eru alltaf a.m.k. helmingi of langar miðað við efnisinnihald og sérlega illa stílaðar.  Vanþekking hans á málefnum sem hann tjáir sig er jafnframt æpandi.

marco (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 18:38

134 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hippó.. ég gæti eflaust fundið sambærilegar myndir af kröfugöngum ný nasista í svíþjóð noregi og danmörku.. þetta segir ekkert nema að einstaklingurinn sem heldur á spjaldinu er fífl og öfgamaður.

Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af þessari þróun hér.. hér er td alltof vont veður  fyrir svona hetjur frá miðausturlöndum almennt.. þeir mundu hreinlega ekki þrífast á þessu veðrarassgati  sem klakinn er.. og að maður tali ekki um efnahagsástandið en muslimar eru oft naskir að finna í hvaða löndum er best að koma sér áfram á eigin vegum.. hvort sem það er á sósialnum eða í bisness.. what ever komms först 

Óskar Þorkelsson, 2.10.2008 kl. 19:12

135 Smámynd: Óskar Þorkelsson

galdrar.. ég var að tala um þessa öfgamenn sem hippo er að vísa til ;) 

Óskar Þorkelsson, 2.10.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband