27.9.2008 | 01:50
Umsátrið við Sidney Street
Þessi náungi hét Pétur Piaktow og var alræmdur á götunum í eystri enda Lundúna á árunum fyrir fyrra heimstríð.
Peter Piaktow, sem var af Lettneskum ættum,og reyndar betur þekktari undir nafninu Peter the Painter (Pétur Málari) var leiðtogi stjórnleysingja gengis sem sagt var bera ábyrgð á dauða þriggja lögregulumanna sem skotnir voru til bana þegar gengið rændi skartgripaverslun. Pétur var að lokum króaður af í frægu umsátri sem átti sér stað við Sidney Street 100 og hófst þann 2. Janúar 1911.
Umsátrinu lauk með miklum skotbardaga og síðan eldsvoða og það var þáverandi innanríkisráðherra Winston Churchill sem stjórnaði aðgerðum 200 lögreglumanna og 800 herliða sem kallaðir voru til.
Winston var mjög gagnrýndur eftir að umsátrinu lauk, fyrir tilskipanir sínar, en sjálfur var hann næstum drepinn þegar að stjórnleysinginn skaut byssukúlu í gegnum hatt hans. Á myndinni sést Winston kíkja fyrir horn rétt áður en kúlan gerði gat á hattinn hans. þegar að eldur kom upp í húsinu sem stjórnleysingjarnir vörðust frá, neitaði Winston Churchill slökkviliðinu aðgang að húsinu og innsiglaði þannig dauða þeirra allra.
Nú, næstum öld eftir að þessir atburðir áttu sér stað hafa aftur risið deilur vegna Péturs. Húsnefnd þeirra húsa sem byggð hafa verið á þeim stað þar sem Pétur féll, hefur sett upp tvo minningarskildi sem tíunda tengsl staðarins við Pétur.
Á öðrum skildinum stendur þetta; Þessi bygging var reist árið 2006 af Tower Hamlets Community Housing og er nefnd eftir Peter Piaktow,sem fyrst var þekktur sem Peter the Painter og and-hetja í umsátrinu við Sidney Street Siege árið 1911.'
Lögreglusambandið breska hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem bent er á að minningaskildirnir "mikli gjörðir morðingja" Einnig bendir sambandið á "að það valdi vonbrigðum að húsbyggingafélagið hafi valið að heiðra stjórnleysingjann á þennan hátt þegar hryðjuverk eru svo fyrirferðamikil í hugum fólks."
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá umsátrinu. Þær skýra sig sjálfar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:30 | Facebook
Athugasemdir
Fróðleg grein hjá þér og sýnir hvernig það breytist með tímanum hvernig það er horft á hluti.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 27.9.2008 kl. 02:59
Já, tímarnir breytast og mennirnir með....vonandi oftast til góðs.
Segir sagan hversu margir féllu?
Rúna Guðfinnsdóttir, 27.9.2008 kl. 10:46
Skemmtileg samantek, en ég hnaut um orðið "lateneskum". Þú átt væntanlega við að maðurinn hafi verið lettneskur. Svo er gaman að velta því fyrir sér hvort óþokkinn Peter Pettigrew í bókunum um Harry Potter hafi nafn sitt að einhverju leyti frá Peter Piaktow.
Árni Matthíasson , 27.9.2008 kl. 12:12
gaman að þessu
Hólmdís Hjartardóttir, 27.9.2008 kl. 13:48
Þetta er skemmtileg tilgáta hjá þér Árni. Og rétt að maðurinn var víst frá Lettlandi.
Rúna: Það fundust leifar af tveimur líkum, félögum Péturs, en hann sjálfur fannst aldrei og ekkert hefur til hans spurst síðan. Sagan er um margt merkileg og þú getur lesið þig betur til um hana hér.
Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2008 kl. 14:14
Já Svanur, ótrúlegur fróðleikur og yfirsýn sem þú býrð yfir. Og þá ekki síður orkan eða sköpunarkrafturinn til að setja saman í læsilega pistla.
Athyglisvert að líkamsleifar hans fundust aldrei. (sem býður þá uppá spekúleringar)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.9.2008 kl. 16:31
spennandi..
Gulli litli, 27.9.2008 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.