Beðið eftir Ástralíu

australia1Það er þegar farið að líkja þessari mynd við "Á hverfandi Hveli" og þótt ég sé ekki alveg sannfærður enn,um  að myndirnar séu sambærilegar finnst mér þetta ekki líta illa út. Hér fyrir neðan getið þið nálgast kynningarmyndbandið.

Það er Baz Luhrmann sem stýrir þessari stórmynd sem gerist í norður Ástralíu nokkru áður en Heimsstyrjöldin seinni skellur á. Hún segir sögu enskrar aðalskonu (Nicole Kidman) sem erfir risastórt býli í Ástralíu. Þegar að enskir kúabarónar reyna að taka yfir land hennar, sameinar hún krafta sína með frekar grófgerðum kúasmala (Hugh Jackmann) og saman halda þau með 2000 nautgripi nokkur hundruð kílómetra langa leið yfir auðnir Ástralíu. Þau komast í hann krappan í Darwin þegar að Japanir gera loftárás á borgina, en sú orrusta var sú eina sem átti sér stað á meginlandi Ástralíu í allri heimstyrjöldinni. Reyndar var þarna kominn sami árásarherinn og gert hafði árásina á Pearl Habour aðeins einum mánuði fyrr.

Í þessari nýju kvikmynd málar Luhrmann á ansi stóran striga með öllum helstu litbrigðum góðra kvikmynda, rómantík, drama, ævintýrum og sjónarspili.

Myndin verður frumsýnd 14. Nóvember næst komandi.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband