Breyttasti maður heims

dennisavnercatmanbeforeby1Tilgangurinn er ekki að vekja með ykkur viðbjóð þótt það sé e.t.v. óumflýjanlegt hjá sumum. Þegar ég var að kanna hverjir hefðu gengist undir flestar "fegrunar-lýtaaðgerðir" fann ég umfjöllun um þennan mann. Raunverulegar öfgar okkar tíma eru svo ótrúlegar að þær taka öllum skáldskap fram

Hann er sagður vera "breyttasti" maður heims. Saga hans er eiginlega óskiljanleg, sérstaklega þegar þú íhugar ábyrgð tannlæknanna og skurðlæknanna sem hljóta að hafa samþykkt að gera þessa breytingar á honum. Hér til vinstri er mynd af Dennis áður en breytingarnar hófust.

dennisavnercatmaneb0Hann heitir Dennis Avner og er rúmlega 50 ára gamall. Hann á heima í Nevada, USA og er komin af Indíánum. Indíánanafn sitt segir hann vera "Veiðiköttur". Fyrir utan eiginnafn sitt er hann þekktur undir nöfnunum; Kattarmaðurinn, Kötturinn, Tígur og  Tígurmaðurinn.

"Ég er Hjúrani og Lakkóta Indíáni og ég fylgi gamalli Hjúrana hefð með að umbreyta sjálfum mér í verndardýr þeirra, tígurinn."

Denis hóf umfangsmiklar breytingar á líkama sínum þegar hann var 23 ára, eftir að hafa verið sagt af indíánahöfðingja einum; "Fylgdu vegi tígursins".

dennisavnercatmanhandsxf4Dennis hefur greitt miklar fúlgur og gengið í gegnum mikinn sársauka til að breyta líkama sínum í þeim tilgangi að líkjast tígursdýri. Þeir sem hafa áhuga á að sjá fleir myndir af þessum furðulega Indjána geta skoðað þær á  heimasíðu hans hér .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ja hérna hér, segi eins og hin kerlingin; það er ekki öll vitleysan eins!!

Rut Sumarliðadóttir, 20.9.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Gulli litli

Þeir hefðu kannski frekar átt að kíkja á heilann í kvikindinu..

Gulli litli, 20.9.2008 kl. 12:06

3 Smámynd: Brattur

... úff ...

Brattur, 20.9.2008 kl. 12:44

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Uss, þessi er ekki neitt miðað við Jackson - hefur þó amk eitthvert takmark

Kolbrún Hilmars, 20.9.2008 kl. 14:20

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Mannkerti þetta sýnist eiga heldur bágt. Hvernig ætli sé ástatt með mjalla hans?

Sigurður Hreiðar, 20.9.2008 kl. 15:52

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þessar hendur eru varla nothæfar í neitt

Hólmdís Hjartardóttir, 20.9.2008 kl. 16:38

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

...og örugglega ekki hausinn heldur Hólmdís...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.9.2008 kl. 17:19

8 Smámynd: Skattborgari

Þetta er óvenjulegt og fyndið og sýnir vel að það er til nóg af biluðu fólki.

Ég held að ef aðil er að pæla í að gera svona þá þurfi hann að leita til geðlæknis eða sálfræðings en ekki lýtalækna.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 20.9.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband