Hvenær deyrð þú?

393px-AllisvanityViltu vita hvenær þú munt deyja? Ef ekki,  þá skaltu ekki fara á þennan link og svara nokkrum laufléttum spurningum, því ef þú svarar þeim eftir bestu vitund mun "lífreiknirinn" segja þér nákvæmt dánardægur þitt.

Samkvæmt honum mun ég deyja í júlí 2031 og á því um 8300 daga eftir ólifaða svo fremi sem ég verði ekki fyrir slysi. Ef þið hugrökku sálir, viljið vita, og láta svo aðra vita hvenær klukkan glymur ykkur, gjörið svo vel. 

Spurningin sem brennur á mér er hvort tryggingarfélögin hafi aðgang að svona reiknum :) og e.t.v. það sem mikilvægara er; hvort þau taki mark á þeim

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Ég mun drepast 14 feb 2056. Andskotinn ég næ því að innheimta ellilífeyrinn. Ég efa stórlega að tryggingafélög taki mark á þessu.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 19.9.2008 kl. 02:08

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

11. sept. 2039  uss, ekkert að marka þetta.

Sigrún Jónsdóttir, 19.9.2008 kl. 02:12

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skatti. Það er á Valentínusardeginum!! Passar alveg fyrir svona sjarmör eins og þú ert :)

Sigrún; The last of the Núpers!

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.9.2008 kl. 02:20

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sjitt, ég verð allra kerlinga elst! 91 árs! Það líst mér ekkert á. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.9.2008 kl. 02:30

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Lára Hanna; The last of the bloggers, and still the best.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.9.2008 kl. 02:33

6 Smámynd: Skattborgari

Svanur. Gott að vita að maður mun deyja á valentínusardaginn get notað það til að pikka upp dömu af bar.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 19.9.2008 kl. 02:33

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Úff, ég sem hafði alltaf stólað á að yfirgefa freka snemma(sleppa jafnvel að mestu við komandi hallæri og vargöld næstu áratuga) verð að sætta mig við það þurfa að ganga í gegnum það alltsaman, ég á ekki að fara fyrr en á 83 afmælisdegi mínum 25 Apríl árið 2048 ...ég er ekki nema rúmlega hálfnaður

Georg P Sveinbjörnsson, 19.9.2008 kl. 03:57

8 identicon

úff ég verð alveg eldgömul, en það vissi ég svo sem! 

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 08:22

9 identicon

8 april 2056,  sem mér finnst reyndar ótrúleg niðurstaða þar sem ég ´68 módel.

En ég segi það bara einsog danirnir,

Du er kun så gammel som du føler dig.

S.s. Þú er eins gamall/gömul og þér finnst þú vera.

Enda hef ég ekki elst í mörg ár

Katala (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 09:29

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Núnú, á að DREPA mann með þessu?

Ég er svo forvitin að ég verð og svona hefur tilhneyjingu til að slá inn af því maður fer ósjálfrátt að trúa því.

Hm.. ég á að deyja á morgun.

Takk fyrir samveruna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2008 kl. 09:45

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

George, verst ef fólk kemur til að óska þér til hamingju með daginn.

Guðbjörg; Hvað ertu að meina verður???

Sveinn; Deyr fé deyja, deyja frændur....Góður

Jenný; What the hell....

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.9.2008 kl. 10:19

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur, svei þér, ég fór auðvitað beint á þessa síðu og tékkaði ... samkvæmt síðunni þá geispa ég golunni 21. maí 2058 ... ég er farinn að fara inná síður sem ýta undir hjátrú! Takk Svanur ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.9.2008 kl. 10:34

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

4.1.2039 RIP

Rut Sumarliðadóttir, 19.9.2008 kl. 10:59

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er óþolandi Guðsteinn ég veit

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.9.2008 kl. 11:01

15 Smámynd: Gulli litli

2048 það er bara ekkert slæmt....

Gulli litli, 19.9.2008 kl. 11:31

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Okei, ég á að deyja 30. júlí 2039 og nú súa ég þér ef það gengur ekki eftir.  Þ.e. ef ég dey áður.  Hef þegar sett lögfræðinginn dóttur mína inn í málið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2008 kl. 12:49

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

14 nóv 2041.........hægt að lifa með því

Hólmdís Hjartardóttir, 19.9.2008 kl. 12:55

18 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Pff ekki séns að ég prófi, ég yrði á nálum, þann dag sem ég ætti að deyja.  Ætla heldur ekkert að storka örlögunum

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 19.9.2008 kl. 13:13

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það lifir lengst sem leiðast er: maí 2036, tæplega níræð    - samt ýkti ég alla mína lesti...

Kolbrún Hilmars, 19.9.2008 kl. 13:24

20 Smámynd: halkatla

Ég var ekki að fatta allar spurningarnar, t.d þessa um kaffið. Ég drekk sko ekki kaffi en í staðinn fæ ég mér alltaf amk 3 lítra af aspartame blönduðum gosdrykkjum á dag, og svo var ýmislegt fleira þarna sem gæti hafa verið að rugla niðurstöðurnar... en prófið fullyrðir samt sem áður að ég muni lifa alveg fáránlega lengi ef þetta rætist (sem ég efast ekki um) og kveð þennan heim ekki fyrren 2071 - næstum hundrað ára

halkatla, 19.9.2008 kl. 13:50

21 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Mín dauðastund verður samkvæmt þessu, 21. apríl 2043, rétt tæplega 83 ára. Ég er vel sátt við það, þó styttra væri. Önnur eins dauðans rola og ég er og nautnaseggur, þá varla þorði ég að taka þátt. Átti von á dauða mínum mun fyrr en fram kemur.

Skemmtilegur linkur.

Góða helgi.

Rúna Guðfinnsdóttir, 19.9.2008 kl. 14:00

22 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vá, ég sé að það lifa mig allir, meira að segja Gulli Litli og þá er mér nóg boðið. Ég verð greinlega að breyta lifnaðarháttunum snarlega og taka prófið aftur eftir nokkra daga:)

Nanna; þú verður löngu búin að gleyma þessu þegar kemur að þinni stund. Nema kannski akkúrat þegar maðurinn með ljáin stendur yfir þér, þá kemur upp í hugann....hm hvaða dagur er? Svo þetta var þá rugl á síðunni hans Svans eftir allt saman ;)

Kolbrún og Anna, ég sé að þið eruð að draga í efa þessar hávísindalegu niðurstöður dauðaklukkunnar. Tómasar getið þið verið....Tihí

Rúna mín; Svo heimurinn er þá ekki óhultur enn fyrir þér. Sömuleiðis.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.9.2008 kl. 14:16

23 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jenný, Ég vissi að þú mundir ekki standast þetta lengi. Ef þetta klikkar verður þetta eins og hjá Drúítunum sem gátu rukkað skuldir hinummegin, samanber dagsetninguna mína :)

Hólmdís; Já þú munt lifa til 2041 eða deyja ella.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.9.2008 kl. 14:22

24 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Nei Svanur Gísli, miðið við útkomu á dánardægri, þá ég get enn gert töluverðan usla  í henni Veröld...... 

Rúna Guðfinnsdóttir, 19.9.2008 kl. 14:53

25 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þá skrifar þú minningargrein um mig. Ég á að brenna upp 1930 (vildi ekki sjá mánuðinn), ári fyrr en þú - vitleysingur ertu að vera að kynna þetta.  Nú verð ég stressaður allt árið 1930!! kv.

Baldur Kristjánsson, 19.9.2008 kl. 15:42

26 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ertu draugur Baldur??? 1930 -  Ég er þegar sestur við að skrifa. Hvað hét annars föðuramma þín?

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.9.2008 kl. 16:23

27 identicon



Það er 30.03.2047 hjá mér. Sem segir mér að ég skil ekki nógu vel ensku

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 20:49

28 identicon

já ég fékk   adress is not found...     hvað ætli það þýði..

Brúnkolla (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 01:38

29 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Reyndu aftur Búkolla, það er allt í lagi með linkinn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.9.2008 kl. 01:57

30 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Davíð; þú ert greinilega hættur að borða arsenikkið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.9.2008 kl. 01:58

31 Smámynd: Skattborgari

Svanur. Karlar þola Arsenik betur en konur þess vegna er hollara fyrir karlmenn að borða það en konur. Mæli að vísu ekki með að arsenik sé notað í önnr matvæli en rottueitur.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 20.9.2008 kl. 02:04

32 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Usss. Ágúst 2053 ég er ekkert viss um að maður vilji verða svona gamall.

S. Lúther Gestsson, 21.9.2008 kl. 01:36

33 Smámynd: Tarea

eftir 50 ár 29 oct 2075 ekki slæmt

Tarea, 21.9.2008 kl. 01:36

34 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Lúther og Tarea, hvað eruð þið eiginlega gömul núna, 15 ára?

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.9.2008 kl. 01:39

35 Smámynd: S. Lúther Gestsson

fæddur 1970

S. Lúther Gestsson, 21.9.2008 kl. 01:47

36 identicon

24. Maí 2086 rétt orðin níræð!

Sólrún (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 09:49

37 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þessi lífklukka hlýtur að taka mið af enn ókunnum aðferðum til að lengja lífdagana :) Mér sýnist að sé hún rétt muni Íslendingar slá öll fyrri met í langlífi og eftirlaunasjóðirnir tæmast um 2050. Þetta er auðvitað dauðans alvara!!!

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.9.2008 kl. 16:03

38 identicon

jæja það var loksins að það virkaði...   1. apríl 2092   já það er mikið mark takandi á þessu.      en það verður þó ekki apríl gabb.

Brúnkolla (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 19:55

39 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Langlífasta kýr í heimi :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.9.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband