Eru fegrunaraðgerðir orðnar lýtaaðgerðir?

kossameticarÞegar ég var strákur las ég sögu frægs læknis sem var einn af þeim fyrstu lagði fyrir sig lýtalækningar. Ég hreyfst af göfugri hugsjón hans. Fólk sem hafði fengið alvarleg áverka á andliti  í slysum eða hafði fæðst með áberandi lýti eignaðist von. En lýtalækningar eru eitt og svokallaðar fegrunaraðgerðir annað. Eða þannig er það skýrt á fróðlegri síðu Ólafs Einarssonar lýtalæknis þar sem segir m.a.  

"Lýtaaðgerðir eru framkvæmdar til að lagfæra ástand vegna sára, sýkinga eða lýta sem eru afleiðingar slysa og áverka af ýmsu tagi, t.d. til að græða bruna-, legu- eða leggjarsár og til að laga afleiðingar eftir slík sár. Þá eru lýtaaðgerðir framkvæmdar til að lagfæra meðfædda vansköpun af ýmsu tagi. Lýtaaðgerðir eru einnig framkvæmdar við uppbyggingu brjósta hjá konum sem hafa misst brjóst vegna krabbameins. Sjúkratryggingar koma að lýtaaðgerðum af þessu tagi, sbr. reglugerð nr. 471 um greiðslur sjúkratrygginga fyrir lýtalækningar og fegrunaraðgerðir. Sjá síðu um gjaldskrá. Fegrunaraðgerðir eru hins vegar framkvæmdar í því augnamiði að fegra eða bæta útlit eða endurheimta yngra útlit. Einstaklingar sem leita slíkra aðgerða teljast ekki sjúkir eða bera menjar áverka eða slysa. Almannatryggingar taka engan þátt í kostnaði við slíkar aðgerðir. Dæmi um fegrunaraðgerðir eru andlitslyfting, augnlokaaðgerðir, brjóstastækkun o.fl. "

Miðað við útkomuna á mörgum þeim sem á síðustu árum hafa undirgengist skurðaðgerðir er eins og þessum hugtökum hafi verið snúið við. Fegrunaraðgerðir eru orðnar lýtaaðgerðir. Alla vega finnst mér árangurinn ekki til bóta. Dæmið sjálf af þessum myndum.

MickeyMickey Rourke, vinsæll leikari og sjarmör á miðjum níunda áratugnum. Hann stundaði mikla eiturlyfja og vínneyslu og lenti í miklum erfiðleikum með sjálfsmyndina. Hann hefur undirgengist fjölda aðgerða til að breyta og bæta útlit sitt. Útkoman er vægast sagt á hina leiðina.  Nýjasta kvikmyndin hans "Glímumaðurinn" hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda.

 

michael-jacksonMichael Jackson þarf ekki að kynna. Stjörnufréttir síðustu ára hafa gert lífshaupi hans góð skil. Afleiðingar "æskuþráa" hans eru sársaukafullar þeim sem álíta.

 

jackie-stallone2Þessi kona er móðir Sylvester Stallone. Hún heitir Jackie Stallone og hefur gert sitt besta til að halda sér í dofnandi ljósinu af syni sínum og í því tilefni gengist undir hnífinn, að mínu viti nokkrum sinnum of oft.  

 

 

Jocelyn%20Wildenstein%20B%20&%20A_img_assist_customAð lokum kemur hér myndasyrpa af drottningu "fegrunaraðgerðanna"kattarkonunni Jocelyn Wildenstein. Hún hefur lifað afar skrautlegu lífi eftir að hún skildi við mann sinn Alec í framhaldi af framhjáhaldi hans með rússneskri ljósku. Hún virðist staðráðin í því að halda elli kerlingu til hlés (hún er rétt sextug) og þetta er árangurinn, öllum æskuelexírleitendum til varnaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

besta ráðið tið að halda í æskuna er heilbrigt líferni og að hugsa um heilsuna.

Það að fara í eina eða 2 aðgerðir getur verið til bóta en þær hafa þver öfug áhrif á endanum þegar fólk treystir um of á þær.

konur geta vel hadlist unglegar fram undir 60 ára aldurinn ef þær hugsa um útlitið og heilsuna.

Það er fullt af fólki sem veitir ekki af því að taka þessa grein til sín.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 18.9.2008 kl. 00:36

2 Smámynd: Anna

Það er nokkuð ljóst að maður verður ekki fyrir vonbrigðum með að skoða þessa bloggsíðu, :-)  áhugaverðar greinar og fjölbreytt efnistök.   Með þessa tilteknu grein þá hefur maður á tilfinningunni að það sé eitthvað annað sem þurfi stundum að lækna heldur en það sem snýr út á við ef svo má að orði komast. 

Anna, 18.9.2008 kl. 00:52

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skelfing er að sjá þetta.  En pistillinn er góður að vanda

Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: Vera Hróbjartsdóttir

Er samt ekki bara gaman hægt er að halda sér unglegum aðeins lengur. Ég held að þetta geti hjálpað hlédrægu fólki að koma út úr litlu skelinni sinni.

Vera Hróbjartsdóttir, 18.9.2008 kl. 01:07

5 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Þessi endalausa æskudýrkun margra gengur í öfgar.
Það er nú einu sinni gangur lífsins að við eldumst og það er bara ekkert að því.

Aðalsteinn Baldursson, 18.9.2008 kl. 01:17

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

lýtaaðgerðir eiga vissulega rétt á sér.  En eins og allt gengur æskudýrkinin út í öfgar...................á ég að hafa samúð með þessu liði?  Hvað er fallegra en broshrukkur?

Hólmdís Hjartardóttir, 18.9.2008 kl. 01:26

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Vera og gangi þér vel með síðuna þína nýju. Mér finnst allt í lagi að fólk haldi sér ungu og eins og þú eflaust veist er það hægt með fjölmörgum aðferðum, eins og Skatti reyndar kemur inn á í fyrstu athugasemdinni hér að ofan. En fólki sem ekki nægir 50 ár til að "koma út úr skelinni" ætti kannski að hugleiða að leita sér hjálpar annarsstaðar en hjá fegrunarlækni. Þau skilaboð liggja milli línanna í þessu greinarkorni og Anna kom auga á það - Annað mál er auðvitað það sem Aðalsteinn kemur inn á þ.e. æskudýrkunin. Hún tengist þeirri lífsskoðun að æskan sé hápunktur ævi okkar. Það er í minni bók mikill misskilningur sem getur endað með "skelfingu" eins og Sigrún nefnir augljósar afleiðingar þess hér að ofan. Auðvitað eru þetta öfgafull dæmi, en þau sýna samt, betur en nokkur orð, að allir peningar heimsins geta ekki haldið þér unglegum þótt hugur þinn sé barnslegur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 01:38

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hólmdís. Ég held að samúð sé ekki það sem þetta fólk er að leita að, heldur aðdáun. Þess vegna er svo kaldhæðnislegt þegar fólk gengur svo langt að viðbrögðin verða þveröfug við tilganginn. Samt er samúð er kannski það eina sem hægt er að sýna við slíkar kringumstæður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 01:45

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Æskudýrkunin er fyrir löngu komin út í öfgar.. líka sý sjálfsmynd að menn þurfi að vera tágrannir eins og 16 ára unglingur fram eftir öllum aldri.. 

fitusog og skurðaðgerðir til þess að falla vel inn í hóp fólks sem er amk 20 árum yngra..

Ótrúlegt alveg..

Takk fyrir pistilinn Svanur 

Óskar Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 08:30

10 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Veistu Svanur ...mér verður hreinlega óglatt við áhorfun þessa mynda  Ja...eins og faðir minn hefði sagt: Öllu má nú ofgera!

Ég er með fegrunaraðgerðum  innan velsæmismarka, t.d. ef  skaparanum hefur mistekist illilega en má kippa í liðinn með smá föndri...ekki spurning

Kveðjur og heilsanir.

Rúna Guðfinnsdóttir, 18.9.2008 kl. 08:49

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Úff, þetta fólk er náttúrulega afskræmt. Þvílík hryggðarmynd. Mér finnst fólk sem sögu í andlitinu bara fallegt.

Rut Sumarliðadóttir, 18.9.2008 kl. 12:34

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er skelfilegt að horfa á þetta.

Auðvitað hafa lýtalækningar snúist upp í andhverfu sína en mér er slétt sama ef fólk vill borga fyrir svona aðgerðir.

En mér verður óglatt yfir myndunum.

Rosalegt sjálfshatur er í sumu fólki.

Sálin hlýtur að vera í voða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2008 kl. 13:26

13 identicon

Einmitt, þetta fólk þarf á einhverju öðru en fegrunaraðgerðum að halda!  Sammála því að þessi æskudýrkun er komin út í öfgar eins og svo margt annað.

Takk fyrir góðan pistil eins og alltaf.

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 13:31

14 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Þú dregur þarna fram nokkur dæmi um skelfilegan árangur af svona aðgerður, þar sem allt er komið út í ferlegar öfgar...

Ég sjálf hef farið í þrjár fegrunaraðgerðir... sú fyrsta flokkast reyndar sem lýtaaðgerð og lagfæring á heilsufarsvandamáli ( minnkun á brjóstum ), lét svo lagfæra annað eyrað en það stóð út í loftið á meðan að hitt er eðliegt... núna um daginn lét ég svo skera mig í sundur allan hringinn og henda í ruslið nær 5kg af auka húð sem hékk utan á mér eftir að hafa lést um rúmlega 70 kg...

Ég er hlynnt lýta/fegrunaraðgerðum.... innan eðlilegra marka... en hvað mér finnst svo eðlilegt er ekki víst að aðrir séu sammála um....

Rannveig Lena Gísladóttir, 18.9.2008 kl. 16:02

15 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég er sammála þér Rannveig Lena. Algerlega. Þínar aðgerðir kalla ég lýta-aðgerðir...ekkert annað.

Rúna Guðfinnsdóttir, 18.9.2008 kl. 16:11

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það sem þú ert að ræða um Rannveig Lena er á fullkomlega rétt á sér.. það sem ég var td að meina er þegar fullkomlega eðlilegt fólk fer í svona aðgerðir til þess að "líta" betur út og það tel ég líka ða hafi verið innihald pistilsins hans Svans, 

Óskar Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 16:52

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Rétt Rannveig Lena, Rúna og Óskar. Þess vegna vitna ég líka lýtalækninn Ólaf Einarsson til að það sé á hreinu munurinn á lýtalækningum og fegrunaraðgerðum. Það sem mér og öðrum blöskrar er hvað hægt er að draga alvöru lækna út í að gera. Þeir eru ekki síður ábyrgir en sá sem undir hnífinn gengur. Hvað haldiði að þeim gangi til með að láta eftir þessum duttlungum í fólki? Smá hint;  það er grænt í USA.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 17:49

18 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Snjall ertu Svanur!

Baldur Kristjánsson, 18.9.2008 kl. 22:00

19 Smámynd: Gulli litli

Jocalyn Wildenstein lítur ekki út fyrir ad vera deginum eldri en svona 160 ára..

Gulli litli, 18.9.2008 kl. 22:35

20 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Frábærar myndir! Takk fyrir mig gamli

Heimir Eyvindarson, 19.9.2008 kl. 00:09

21 Smámynd: Thelma

Alveg hreint frábært innlegg.

Með Thelmukveðju 

Thelma, 19.9.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband