Talibanar eru að breytast

"Hin nýja kynslóð stríðsmanna Talibana, drekkur wiskey, dansar og berst fyrir peninga frekar en að vera trúarlegir uppreisnarmenn."

Alex Thomson heitir maður einn og er fréttaritari fyrir ITN Channel 4 fréttastofuna. Í Blaðinu Daily Telegraph sem gefið er út á Bretlandi er grein eftir hann í dag, þar sem hann fjallar um þróun stríðsins í Afganistan. Alex hefur dvalist með Talibana í Afganistan og Pakistan síðasta misserið og mun afrakstur dvalarinnar verða sýndur á Cannel 4 í kvöld. Margt í greininni kemur talvert á óvart og ég tek mér það bessaleyfi að endursegja sumt af því hér.

afganistansoldadoafganoregistrÍ stað þess að vera miðstýrður her uppreisnarmanna eru Talibanarnir lauslega tengdir hópar sem einungis eru sameinaðir af barátunni við útlent setulið í landi þeirra.

Hamidullah Khan, reyndur stríðsmaður á fimmtugsaldri er einn af viðmælendum Alexar. "Tölur fallina Talibana sem Afganska stjórnin lætur frá sér fara, eru merkingarlausar. Talibanr berjast eins og hákarlatennur. Þetta er heimili Mullah Dabullah sem var drepinn af hermönnum Nato á síðasta ári. Hann lét lífið fyrir vilja Guðs.  Í stað hans hafa risð upp 20.000 í hans nafni. Þetta er Tailbans aðferðin. Þegar einn er drepinn, kemur annar í hans stað, svo annar og svo annar. Jörðin er aldrei skilin eftir mannlaus."

Talibanarnir tala ekki lengur um Mullah Omar stofnanda Talibananna eða Osama Bin Laden og al-Qaeda. Þeir berjast í staðin bæði á hefðbundinn og nýjan hátt. - Þeir sjá landið sitt morandi í spillingu. Þeir vita að það er einhverskonar stjórn í Kabúl en hún hefur ekkert gildi fyrir þá.

talibanarHaji Hyatullah er rúmlega tvítugur stríðsmaður. Hann segist berjast fyrir Talibana einfaldlega vegna þess að honum var boðið hærra kaup við það en önnur störf í boði. "Fólk er orðið þreytt á lygum stjórnarinnar" segir hann. "Hér er enga vinnu fyrir fólk að fá. Það berst til að fá brauð að borða." "Við sjáum enga þörf til þess að ræða við þessa stjórn. Þetta er engin stjórn hvort eð er. Málið hér eru erlendu ríkin og við eigum við þau með að berjast við þau. Baráttan er eina leiðin fyrir okkur."

Ef þú talar við Talibana um baráttu þeirra við Breta, eru þeir líklegir til að taka þig í nærliggjandi grafreit. "Hér liggja líkamar Afgana sem börðust við breska herinn fyrir meira en öld."

Það er engin skortur á utanaðkomandi stuðningi. Hamidullah Khan útskýrir hvernig vopn og skotfæri flæða yfir landamærin frá bæði Pakistan og Íran. "Peningarnir koma frá öllum Íslömskum löndunum. En við fáum sérstaklega mikil framlög frá Pakistan, Íran og Saudi Arabíu".

Á kvöldin dreypa þessir stríðsmenn gjarnan á Wiskey. Á daginn hvetja þeir bændur til að veðja á hrúta-atið sem þeir standa fyrir. Talibanarnir sem réðu Afganistan í fimm ár eftir 1996 mundu fyllast hryllingi við líferni þessara Talibana. Þessir nýju Talibanar syngja sín Pashtun lög og dansa í brúðkaupum sem var algjörlega bannað meðal hinna gömlu.

Þessir sveitastríðsmenn í Afganistan virðast njóta hylli almennings. Þeir eru að breytast í hefðbundna Mujahidín stríðsmenn líka þeim sem börðust gegn sovétríkjunum níunda áratugnum. Flestir Afgana segja Nato herina eins óvinsæla nú og sovét herinn var þá.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Athyglisvert í meira lagi. Ég reikna með að þú horfir og segir okkur kannski meira eftir þáttinn. Til dæmis um hvort viðhorf þessara nýju Talibana til kvenna er eitthvað öðruvísi en hinna.

Takk fyrir pistil.

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.9.2008 kl. 17:01

2 identicon

The evolution of religion Svanur minn :)
500 ár tilviðbótar og þeir dansa í kringum reyniberjarunna... reyndar ætti þetta að taka styttri tíma hjá þeim en kristnum vegna tækni og upplýsingaheims.

DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:29

3 identicon

Ég dreg í efa hreinlyndi þorra talíbana fyrr á tímum. Ég veit ekki hvort að fyrstu talíbanarnir, þ.e.a.s. ræningjaflokkur múhameðs spámanns, fengu sér í glas en allavega skemmtu þeir sér við rán, morð og nauðganir.  Þeir hafa kannski verið eitthvað nægjusamari en talíbanar nútímans.

Peningarnir koma frá íslömskum löndum segja þeir.  Ætli þeir fái einhverjar sporslur frá íslömskum og hálfíslömskum héruðum í Evrópu, s.s. Malmöbul eða Londonistan.  Blessaðir trúbræðurnir þar hljóta að geta séð af nokkrum krónum sem þeir fengu í bætur frá ríkinu til að styðja við bakið á stríðsmönnum allah.

marco (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:48

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eitt takk enn.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 17:55

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Lára, ég reyni það.

DoctorE, Signs of the times.

marco; Þeir fá stuðning frá öllum Íslömskum ríkjum heims segja þeir og þau eru svo auðug að einhverjir smáaurar frá Evrópu skipta ekki máli. - Sagan er full af hryllingi og nútíminn er ekki betri marco. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.9.2008 kl. 18:01

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

En er þetta þá ekki bara sama eldgamla sagan ?

Þe. að innfæddir einfaldlega berjast gegn innrásaliði í land sitt ?

En hérna á Vesturlöndum er alltaf sagt og látið sem að verið sé að berjast við eitthvað dularfullt alkaída og/eða Talibana (en orðið talibani kallar fram eitthvað slæmt í huga margra vesturlandabúa)

En raunveruleikinn er einfaldlega að heilt yfir er fólk viðkomandi ríkja að berjast gegn innrásarliði.  Ekkert í sjálfu sér frumlegt eða óvenjulegt við það.   

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 19:28

7 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Sæll Svanur ég hef hvorki séð þig né heyrt í 35 ár þá vórum við að Núpi í Dýrafirði.

Þetta með Talibanana er svo sem ekkert nýtt sama gerðist hjá "Maóistunum" í Kólumbíu núna eru þeir bara ótíndir glæpamenn staðin fyrir að vera bara stjórnmálaglæpamenn.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 20:14

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Blessaður Kristján. Satt er það ég man ekki eftir að hafa rekist á þig á lífsins braut frá því á Núpi. Ég man samt vel eftir þér. Það eru fleiri Núparar á þvælingi hér á blog.is. m.a Sara Vilbergs frá Ísafirði og svo hún Sigrún Jóns frá Súganda og eflaust fleiri.

Já, lítur þú á Talibana sem ótínda glæpamenn eða andspyrnuhreyfingu? Mörkin eru stundum ekki á hreinu, ekki satt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.9.2008 kl. 20:47

9 Smámynd: Skattborgari

Hvernig er það er áfengi ekki bannað samkvæmt Íslam Svanur? Það er fátt betra en gott vískí.

Fróðleg grein eins og venjulega.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 17.9.2008 kl. 23:16

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Harðbannað Skatti. Einmitt merki þess að stríðið er ekki lengur púra trúarstríð að  hálfu Talibana.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.9.2008 kl. 23:34

11 Smámynd: Skattborgari

Mig minnti það nefnilega ásamt svínakjöti og ýmsu öðru.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 17.9.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband