16.9.2008 | 20:17
Rapa Nui, lexía fyrir heiminn
Allt frá því að Hollendingar komu fyrst til Rapa Nui á páskasunnudag 1722, eyjanna sem nú eru þekktar undir nafninu Páskaeyjar, hefur hróður þeirra sem jarðnesk paradís farið um heiminn. Þeir sem heimsótt haf eyjarnar standa dolfallnir yfir steinstyttunum stóru á ströndinni við Moais flóa og spyrja; hvers vegna voru þær höggnar, hvernig voru þær fluttar, hversvegna standa þær þar sem þær standa, o.s.f.r. Svörin eru ekki flókin og svipar til um það sem virðist hafa gerst um heim allan á mismunandi tímum, hvort sem um er að ræða Stonehenge í Bretlandi eða Píramída í Egyptalandi. Fæstir spyrja mikilvægustu spurningarinnar, hvers vegna eru stytturnar allar eins? Þær standa þarna og horfa til himins tómum augnatóftum án skilnings þegar tungl og sól renna um himinhvolfið fyrir ofan þær.
En jarðnesk paradís er ekki gerð úr tómum endurtekningum. Þessi steinandlit eru merki um samfélag manna sem mistókst að stíga fyrstu skrefin í átt að þróun vitsmunalegrar þekkingar og þar með til stighækkandi siðmenningar.
Páskaeyjar eru meira en 1700 km frá næstu byggðu eyjum í vesturátt sem eru Pictcairn eyjar. Til Juan Fernandez eyja í austri eru um 2500 km, en það eru eyjarnar þar sem Alexander Selkirk, hinn upprunalegi Robinson Crusoe varð strandaglópur á 1704.
Slíkar fjarlægðir verða ekki sigldar nema að til komi þekking á gangi himintunglanna og stöðu stjarnanna sem geta vísað þér leið. En hvernig komust frumbyggjarnir til eyjanna spyrja þá einhverjir. Því er auðsvarað, af slysni. Það er óumdeilt. Spurningin ætti miklu fremur að vera, hvers vegna sigldu þeir ekki burtu? Þeir komust hvergi vegna þess að þeir höfðu ekki þekkingu á gangi himintungla sem gátu vísað þeim leiðina. Og hversvegna ekki? Á suðurhimni sést pólstjarnan ekki. Við vitm að hún er mikilvæg vegna þess að jafnvel fuglar nota hana í förum. Þess vegna eru farfuglar miklu algengari á norðurhveli jarðar en suðurhvelinu.
Frumbyggjar Rapa Nui, Páskaeyja, voru sem sagt strandaglópar. Eyjarnar voru jarðnesk Paradís að því leiti að nóg var að bíta og brenna sem hægt var að safna með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. En þá skorti þekkingu og þá skorti það sem kveikir og er eðlilegur farvegur nýrrar þekkingar, samneyti við annað fólk af öðrum toga en það er sjálft.
Af Rapa Nui fólkinu, ekki bara stöðnun þeirra listrænt og andlega séð, heldur einnig hvernig frumbyggjarnir voru langt komnir með að eyðileggja umhverfi sitt af vanþekkingu, er hægt að læra ákveðna lexíu. Sérstaklega ættu þeir sem hafa einangrað sig hugmyndafræðilega frá meginstraumi þekkingaröflunar í heiminum í dag, þ.e. vísindunum, að huga að örlögum Rapa Nui. Annars er hætt við að þeir verði að andlegum styttum líkt og stara upp í himinn á Páskaeyjum, allir eins, allir blindir og allir steinrunnir.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Já, þegar eg var unglingur var ég mikill áugamaður um fornar byggingar og strúktúra ímiskonar.
Heillaði mig að hægt hefði verið án númtímatækni að framkvæma slík stórvirki ss. pýramídana í Egypt.
Allskonar kenningar hafa verið uppi um tilurð sumra strúktúranna.
En eg held að ég þekki nokkurnveginn hvernig fornfræðingar vilja vilja skýra slíkar byggingar á skynsamlegan hátt. Byrjað bara á einföldu sem svo vatt uppá sig og varð að flóknari og stærri fyrirbærum o.s.frv (í stuttu máli)
Stytturnar á Páskaey voru, fyrir mig, einhvert flóknasta fyrirbrigðið. Sem dæmi, að það hlýtur að hafa þurft mikinn mannskap í smíðarnar, ógurlegur tími etc.
Maður hefði haldið að fólk hefði haft nóg með að hafa í sig og á bara, þó ekki hefði bæst við risastyttusmíði.
Annars er soldið langt síðan ég var alvarlega að pæla í þessu... já, best að ég fari að skoða aftur. Gá hvað internetið segir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.9.2008 kl. 20:38
ps. já... eg veit að menn telji að "nóg hafi verið að bíta og brenna" os.frv... en það er alveg sama sko, þarf samt alltaf eitthvað að hafa fyrir því.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.9.2008 kl. 20:40
Kærar þakkir fyrir pistlana þína, Svanur. Þeir eru alltaf svo fróðlegir og vel skrifaðir.
Lára Hanna Einarsdóttir, 16.9.2008 kl. 22:21
....góð lexía...og ábending
Hólmdís Hjartardóttir, 16.9.2008 kl. 22:23
Þetta er sérlega athyglisvert, ekki síst þetta með umhverfiseyðinguna. Flestir umhverfisverndarsinnar mæra einmitt frumstæða þjóðflokka vegna þess hve vistvænir þeir séu.
En ég ætla að gera eins og Ómar - skyldi land þarna hafa sokkið í sæ í fyrndinni (þarna í hafinu er stór hryggur) og núverandi eyjar fyrrverandi fjallatoppar? Svo man ég ekki heldur hvort landrekskenningin nær til Kyrrahafsins.
Kolbrún Hilmars, 16.9.2008 kl. 22:35
Það er bara í þessu tifelli... þá er svo auðvelt að fá hugmyndflugið af stað. Td. Hvernig fóru þeir að flytja stytturnar. Sumar eru svo og svo mörg tonn. Það voru tré áðurfyrr og hlýtur að hafa verið notast við slíkt og þau eru einmitt talin uppurin um 1650... en þá er einnig talið að hætt hafi verið að transporta með stytturnar.
Menn hafa gert tilraunir með þetta og tekist að færa þær með slíkum hætti. td. áætlaði Heyerdahl að mögulegt hefði verið að færa 20.tonna styttu 100 metra á dag með slíkum hætti, þe. reypi, tré og menn.
Annar fornfræðingur, Love gerði tilraun þar sem sagt er að hægt hafi verið að fara mun hraðar yfir. 10 tonna styttu 46 metra á 2 mínútum (sem er ótrúlegt að heyra) Veit ekki alveg hvernig hann nákvæmlega fór að því. Virðist hafa haft styttuna upprétta og á einhverskonar sleðum.
En forn saga á eyjunni segir að konungur að nafni Tuu Ku Ihu hafi fært stytturnar með hjálp guðsins Makemake. En aðrar sögur segja að kona sem lifði uppá fjalli hafi skipað þeim hvert sem hún vildi.
Jaaá, eg er ekkert alveg að kaupa "eðlilega" eða "skynsamlegar" útskýringar einn tveir og þrír. Virkar pínulítið ótrúlega á mig allt. Veit ekki, þetta virðist algjörlega óvinnandi verk. Og til hvers. Til hvers að eyða tímanum í að bisa við einhverjar styttur útí bláinn. Þe. hvernig var hægt að fá fólk í þetta.
(Og já... nú veit ég að Svanur brosir að ævintýrahugsun minni)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.9.2008 kl. 23:30
Sæll Ómar og þakka þér áhugann :)
Eins og frægt er þekkti Rapa Nui fólkið ekki hjólið. Sennilegasta tilgátan er samt sú að stytturnar hafi verið festar á sleða og undir sleðann hafi verið brugðið pálmatrjáa-drumbum. Sleðinn var svo dreginn af ca 180 manns. Þetta hefur verið gert í tilraunskini við stytturnar bæði uppréttar og láréttar.
Líklegasta svarið við spurningunni, af hverju, er; áadýrkun sem seinna varð að skurðgoðadýrkun. Allavega var flestum styttunum velt um koll í "dauðastríðinu" svokallaða þegar að nokkrir stríðsmenn eyjarinnar ákváðu að hefja tilbeiðslu á guði sem hafði verið minniháttar guð (Makemake) til þessa.
Og nei Ómar, ég brosti ekki. Við erum of andlega skildir til þess.
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.9.2008 kl. 00:15
Sæl Kolbrún; Það er víst að eyjarnar eru fjallstoppar á miklum neðansjávar hrygg. En fólkið og menningin eru tilkomin miklu seinna.
Páskaeyjar hafa einatt verið notaðar sem gott dæmi um hvernig fer þegar ágangur mannsins á náttúruna fer úr böndunum.
Lára og Hólmdís, Takk fyrir það :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.9.2008 kl. 00:21
Takk kærlega fyrir mig. Ég er hætt að ausa yfir þig hrósi. Það er óþarfi, þú veist hvað mér finnst.
Og svo meira.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2008 kl. 00:55
Alltaf jafn vel unnar greinar hjá þér og gaman að lesa þessar greinar hjá þér.
Takk fyrir góða grein og skemmtilega lesningu.
Kveðja Skattborgari
Skattborgari, 17.9.2008 kl. 00:56
Jenný mín, ég er alveg að sannfærast :) Takk fyrir allt
Skatti; Long time no see. Saknaði þín....
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.9.2008 kl. 01:07
Ég les nú alltaf pistlana ennþá en kommenta ekki alltaf.
Kær kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 17.9.2008 kl. 01:19
Mig grunaði það nú Skatti. Mér fannst bara allt í einu svo langt síðan að ég sá þig. Þú ert líka búinn að vera svo upptekin af þessum reðursmálum þínum :) Ekki orð um það meir :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.9.2008 kl. 01:25
Hehe það eru komnar inn nokkrar færslur síðan þá hjá mér.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 17.9.2008 kl. 01:29
Rétt, en ekki eins magnaðar -
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.9.2008 kl. 01:49
Rétt er það en ég bý til góðar greinar þegar ég fæ góðar hugmyndir.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 17.9.2008 kl. 01:50
Enn bólgnar út þekkingarhólfið í heilanum í mér við lestur greina þinna Svanur Gísli. Afar skemmtileg lesning.
Kveðjur og heilsanir.
Rúna Guðfinnsdóttir, 17.9.2008 kl. 09:06
alltaf jafn fróðlegt. Ætla ekkert að mæra þig meira í þetta skiptið. Góður punktur með að við stöðnum án samneytis við fólk með aðra þekkingu. Innlegg í umræðuna um innflytjendur?
Rut Sumarliðadóttir, 17.9.2008 kl. 11:48
Rut, af því þú ert líka frá Suðurnesjum og alin upp við kanann, kanaútvarp og sjónvarp þegar að aðrir landsmenn urðu að láta sér nægja gufuna og "lög unga fólksins". Heldurðu að það hafi verið tilviljun að allar fremstu hljómsveitir og tónlistarfólk ákveðins tímabils hafi komið frá KeflavíK? Hljómar, Óðmenn, Júdas, Msgnús og Jóhann, Einar Júll,Villi Vill,Ellý og Anna, Rut Reginalds, Þórir Bald, og Mæja. -
Rúna:Nóg pláss en vona ég :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.9.2008 kl. 12:06
Vonandi Svanur..vonandi..
Rúna Guðfinnsdóttir, 17.9.2008 kl. 12:08
Engin tilviljun, enda þykist ég þekkja suðurnesjamenn úr í hópum. Við erum bestust.
Rut Sumarliðadóttir, 17.9.2008 kl. 12:15
Ég las fyrir stuttu um þessar styttur að þær hefðu verið látnar "ganga". Þ.e. að þær hefðu verið reistar upp á endann og togað í þær fram og til vinstri og fram og til hægri til skiptis eins og brúðu í brúðuleikhúsi. Þetta hefur örugglega gengið hratt þegar takturinn hefur verið kominn. Það hefur án efa verið tilkomumikið þegar vel hefur gengið að láta þessi ferlíki halda jafnvægi og þramma fram á sjávarbrúnina. ... ef þessi skýring er rétt.
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 21:24
Já, ég var einmitt að velta fyrir mér hvernig þessi gangur átti að eiga sér stað. Þú skýrir það betur en þessar greinar Davíð. Takk fyrir það.
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 22:20
Já, margar hliðar á þessu. (Ætla að reyna að kynna mér þetta betur. Allur fjárinn um þetta á netinu)
Td. að um helmingur styttanna er bara enn í námunni.
Stærsta upprétta styttan er um 10m og 80 tonn. Vá.
En stærsta styttan búin til (og liggur bara og bíður) er um 21m og 270 tonn. Ha ?
Magnað.
Ef maður segir að þetta styttuvesen hafi staðið til 15-1600. Evrópumenn koma 1722... skrítið þá að það hafi ekki verið meiri sögur frá innfæddum, aðeins óljósar um hjálp guðs eða konu uppá fjalli. (annars viðurkenni ég að eg á eftir að kanna það betur. Gæti verið eitthvað meira)
Og þó... td með Íslendingasögurnar, að það bara virtist gleymast fljótt hver hefði skrifað þær og til hvers. Kannski má sko bera þetta saman að sumu leiti. Þe. á tímabili náðu innbyggjar á Íslandi ótrúlegu valdi á ritlistinni og "reistu styttur" með orðum... svo bara allt í einu búmm. Allt búið og enginn vissi mikið um tilurð og tilgang o.s.frv.
En samt... efinn nagar mig ennþá varðandi Páskaey. Virkar svo yfirþyrmandi. Annars er víst til mikið magn smærri grjótlistaverka á eyjunni sem fallið hefur í skuggann af styttunum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2008 kl. 00:23
Ómar, fyrstu stytturnar eru miklu eldri held ég. Þær eru líka aðeins öðruvísi. Og svo þetta með sögurnar, allri þjóðinni var nánast slátrað eða hún hneppt í þrældóm. Það voru rétt um 200 eftir þegar verst var. Ekki nema von að allt hafi glatast.
Jæja Ómar, við verðum bara að gera út smá leiðangur þangað.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.9.2008 kl. 00:30
Jú jú, fyrstu eru eldri sko. En menn vilja meina, skilst mér, að styttutímabilið hafði staðið til um 1500, sumsstaðar sagt 1600.
Einmitt, það verður að taka það með í reikninginn. Mannfallið. (skoða það)
Og já, það væri sannarlega áhugavert. Örugglega rándýrt að komast þangað.
En með stytturnar þá má ekki gleyma höttunum. Rauðir hattar á höfði, allavega á sumum upprunalega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2008 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.