15.9.2008 | 10:37
Sköpunarsinnar í USA eru hættulegir öðrum jarðarbúum.
Þróun er margslungin. Aðeins lítill hluti Þeirra sem fjalla um þróun hvort sem þeir eru með eða á móti, hafa lagt vinnu í að skilja í smáatriðum hvað þróun er. Ef þú kallar þróun feril frá einföldum lífverum til flókinna, geta líffræðingar bent þér á að það sé ekki allskostar rétt. Ef þú kallar þróun kenninguna um að hinir hæfustu komist af, munu líffræðingar segja þér að það sé aðeins hluti af mörgum þáttum sem stjórna þróun. Fullyrtu að að þróun sé staðreynd og líffræðingar munu segja þér að hún sé líka kenning. Segði að hún sé kenning og líffræðingar munu segja þér að hún sé líka staðreynd. Það er ekki að furða þótt margir hristi hausinn yfir þessu og spyrji af hverju sé ekki til einfalt svar við spurningunni hvað er þróun.
Svarið er auðvitað að vísindalegar staðreyndir eru jafn einfaldar eða flóknar og náttúran leyfir og náttúran tekur ekki tillit til þeirrar þarfar margra okkar að fá allt skýrt í fimm sekúndna löngum setningum. Það gilda sömu lögmál hvað þetta varðar; um vísindi og heimsspeki. Eðli viðfangsefnisins krefst nákvæmni og þolinmæði.
Sköpunarkenning Biblíunnar er ómótstæðilega aðlaðandi (fyrir þá sem ekki vilja leggja á sig að skilja) og einföld. "Guð gerði það." Heimspekilega forsendan sem gengið er út frá er svo einföld að börn geta skilið hana. "Þú getur ekki sannað að Guð sé ekki til". Framhaldið er auðvelt. Þú þarft engar skýringar því þú hefur allt sem til þarft í hnotskurn í sköpunarsögu Biblíunnar. Og það er satt, vegna þess að efnislega er sköpunarsagan svo einföld að hún rýmast auðveldlega í hnotskurn.
Í flestum löndum hins vestræna heims er sköpunarsagan sem betur fer ekki kennd í skólum sem möguleg skýring á tilurð alheimsins. Þessu er því miður ekki eins farið í Bandaríkjunum. Þetta skýrir að hluta þá gjá sem er að myndast milli heimsmyndar Bandaríkjamanna og Evrópumanna.
Í Bandaríkjunum hafa sköpunarsinnar svokallaðir (ég á við þá sem trúa á bókstaflega túlkun sköpunarsögu gamla testamentisins) reynt að spyrna gegn þróunarkenningunni á öllum sviðum mannlegs samfélags. Fræðileg og vísindaleg deila þeirra var stutt og snörp og þeir töpuðu þeirri umræðu skiljanlega snemma á 20 öldinni. Í dag reyna fáir sköpunarsinna að nota vísindi að einhverju ráði til að verja þá fásinnu að jörðin sé aðeins 6000 ára gömul og að allar lífverur jarðarinnar fyrr og síðar hafi myndast í því formi sem þær eru fyrir skipun Guðs og þær hafi síðan siglt með Nóa í syndaflóðinu.
Eftir að málefnalega umræðan var töpuð reyndu sköpunarsinnar að taka málstað sinn fyrir dómstólanna. Kirkjufeðrunum til forna hafði gagnast sú aðferð ágætlega á þeim tíma þegar lög og biblíubókstafur fóru saman. En ekki í þetta sinn. Sköpunarkenningin stóðst ekki fyrir dómsstólum.
Sköpunarsinnar voru ekki á því að gefast upp og tóku baráttu sína inn á það svið sem fæstum reglum lýtur þ.e. stjórnmálanna. Þar loks náðu þeir árangri. Talið er að 45% Bandaríkjamanna trúi því að Guð hafi skapað manninn í núverandi mynd fyrir 6000 árum.
Nú er svo komið að vinsælustu stjórnmálmenn Bandaríkjanna eru dyggir stuðningsmenn hinnar biblíulegu sköpunarkenningu. Þar með vísa þeir á bug niðurstöðum sem byggja á fjölda mismunandi vísindagreina og sanna að þróun er hluti af náttúrunni.
Þeir draga þar með í efa fjölda vísindalegra staðreynda sem eru undirstöðuatriði í líffræði, læknisfræði, efnafræði og jafnvel stærðfræði. Þeirra skoðun er að Guð hafi skapað heiminn eins og honum er lýst í Biblíunni og láti hann bara líta út eins og Vísindin lýsa honum til þess að reyna á trú okkar. Þannig virkar t.d. geislafræðin ekki í þeirra augum því hún sannar að til eru hlutir í alheiminum og á jörðinni sem eru meira 6000 ára gamlir.
Allt í efnafræðinni og lífræðinni sem sanna að sumir hlutir geti ekki verið til nema af því að þeir hafa fengið hundruð þúsundir ára til að myndast, eru falsvísindi í þeirra augum.
Nú reyna pólitíkusar sem aðhyllast sköpunarsöguna meira að segja að fá skóla til að breyta gildi Pi til samræmis við þá tölu (slétta 3) sem grunnflötur musteri Salómons í Biblíunni var reiknaður út frá.
Fáfræði er skaðleg og sköpunarkenningin sem hluti af pólitískri sannfæringu stjórnmálamanna í Bandaríkjunum gerir þá hættulega öðrum jarðarbúum. Ef heldur fram sem horfir verður litið á afleiðingu bókstafstrúar Votta Jehóva sem ekki vilja þiggja blóð þegar þeir þurfa á blóðgjöf að halda, sem smá sérvisku, miðað við afleiðingarnar af afneitun vísinda í þeim mæli sem sköpunarsinnar gera.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:19 | Facebook
Athugasemdir
Frábær pistill.
Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 11:01
Takk Svanur, eins og talað út úr mínu hjarta.
Rut Sumarliðadóttir, 15.9.2008 kl. 11:46
Kristnir bandaríkjamenn eru hættulegasta aflið í heiminum í dag... þeir eru hættulegri en allt annað.
Mér finnst alveg magnað að ímynduð ævintýrafígura eins og Jesú komi hugsanlega til með að rústa siðmenningunni
DoctorE (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 12:00
takk,takk
Hólmdís Hjartardóttir, 15.9.2008 kl. 12:09
Takka fróðlegan og afar góðan pistil sem snerta mál sem öllum kemur við
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 13:25
Takk fyrir mjög svo góðan pistil Svanur. Þarna útskýrir þú mjög vel hvernig öflugt stórveldi eins og Bandaríkin eru að molna innan frá vegna fáfræði og öfgahyggju. Þú hins vegar gleymir einu (eða kýst að taka það ekki fram) að öll trúarleg öfgahyggja er slæm hvor sem hún kemur frá kristnum, múslimum eða Gyðingum. Tökum sem dæmi hvað öfgahyggja hefur gert við hin arabíska heim. Í sumum löndum múslima ríkja dökar miðaldir öfgahyggju og afturhalds. Sú lexsía sem menn geta lært af þessu er að öll öfgatrú og öfgahyggja er alveg arfaslæm. Það er mikil bil milli fylginga öfgatrúarmanna og vísindahyggjumanna í Bandaríkjunum í dag og alls ekki vís hvernig barátta þessara tveggja fylkinga mun fara ein eitt er víst að þeir eiga á hættu af því að missa af lestinni í framþróun og vísindum. Það eru ýmsar raddir í Bandaríkjunum farnar að hljóma um þetta sérstaklega þegar LHC hraðallinn var opnaðu í Cern í Sviss á dögunum þá sögðu margir í Bandaríkjunum: "Erum við ekki vanir að eiga stærstu og bestu vísindatækin eða hvað???" . Evrópumenn eru búnir að sigla framúr Bandaríkjunum í vísindum og spurningin er sú hvort Evrópumenn ætli einnig að láta sitt þjóðfélag molna að innan vegna öfgahyggju sem vissulega er farið að gæta í stórum stíl. Eina vopnið gegn þessu er fræðsla og aftur fræðsla!!!
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 15:13
Þetta er troðfullt af vitleysu, get ekki orðað það neitt mildara.
Ef umræðan er breyting yfir tíma þá er enginn ósammála því. Dýr breytast með tímanum og allt það. Ef þróunin sem um ræðir að einfrömungar urðu að Einstein með tíma, náttúruvali og tilviljunum þá kemur upp ágreiningur. Breyting er staðreynd en darwinisk þróun sem ætlar að útskýra alla náttúruna með náttúruvali og tilviljunum er guðleysis afsökun fyrir augljósum merkjum hönnunar Guðs sem við sjáum allsstaðar í náttúrunni.
Þú þarft helling af upplýsingum og rannsóknum á hvernig sköpunarverkið er en nei, þú þarft ekki að búa til skáldsögur um hvernig röð af tilviljunum fór að því að búa til meðvitund mannsins, samviskuna og mörg af þeim ótrúlegustu vélum sem við vitum um í náttúrunni eins og t.d. þetta hérna: Mótorinn sem Guð hannaði
Aðeins spurning um hvað er rökréttasta svarið miðað við þau gögn sem við höfum. Eru náttúrulegir ferlar líklegir til að búa til forritunarmál, mótora, og tölvur (heili dýra)? Eru til gögn sem sýna fram á sköpunarmátt þeirra? Svarið er hreint og klárt NEI. Eru til gögn sem sýna fram á sköpunarmátt vitsmuna? Svarið við því er risastórt Já!
Hérna sýnir Svanur algjöra fáfræði á þessu efni. Sköpunarsinnar í Bandaríkjunum eru ekki að berjast fyrir því að sköpunarsagan sé kennd sem sannleikur. Hvergi í Bandaríkjunum er hún kennd sem sannleikur nema þá einkaskólum sem kristnir reka. Það eina sem sköpunarsinnar berjast fyrir er að þróun sé ekki kennd sem heilagur sannleikur og að vandamálin sem kenningin augljóslega glímir við eru kennd en ekki falin. Að nemendur eru fræddir um þessi mál en ekki heilaþvegnir.
Rökvillan ad populum hérna í algleymi...
Getur þú bent á staðreyndir sem stangast á við Biblíulega sköpun? Það er miklu frekar þeir sem aðhyllast Darwinisma sem þurfa að vísa á bug niðurstöðum og þekkingu.
Geturðu stutt þetta með rökum og gögnum? Fyrir mig er þetta gróft skítkast!
Nei, hún virkar ekki af því að hún byggir á óþekktum ályktunum; oftar en ekki frá guðleysis Darwinisma. Að einhverjum detti í hug að treysta mælingum sem enginn hefur getað sannreynt á sýnum sem við vitum aldurinn á er ótrúlega vitlaust. Þetta er einfaldlega gagnrýnin hugsun, að ekki gleypa öllu hráu heldur að... Efast smá
Ertu með einhver gögn sem styðja þessa þvælu? Ég svo sem ber ekki ábyrgð á öllum þeim sem aðhyllast sköpun en ég efast um að þetta sé satt.
Að trúa að tilviljanir geti sett saman manns andann er ekki hið sama og að vera fróður. Hérna gerist þú brotlegur um að ætla að mismuna fólki eftir trúarskoðunum. Aðeins þeir sem trúa eins og ég eru í lagi og aðrir eru hættulegir mannkyninu, hvorki meira né minna!
Áttu við sköpunarsinna eins og Isaac Newton, Michael Faraday, Louis Pasteur, Blaise Pascal, Charlses Babbage, Robert Boyle, David Brewster, Samuel Morse, Matthew Maury, James Joule , Lord Kelvin , Joseph Lister, James Clerk Maxwell og margir fleiri?
Þótt að Bahai þykist taka mark á Móse þá virðist þú gefa algjöran skít í hann og alla þá sem trúa því sem hann skrifaði. Það sem er merkilegt er að Múhammeð er líka með útgáfu af sköpun en þú virðist líka flokka þá þá sem trúa honum sem hættulega jarðarbúum.
Mofi, 15.9.2008 kl. 15:53
Mofi er hættulegur menntun og þekkingu... allt sem stangast á við bronsaldarrit hans er vitleysa að hans mati.
Mofi fer ekki eftir staðreyndum, hann fer eftir því sem segir að hann eigi extra líf að eilífu.... en raunveruleikinn mun bíta hann í rassinn eins og alla aðra.
DoctorE (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 16:05
Áttu ekki við slétta 3, þegar að pí kemur?
Skemmtu þér vel við að svara Mofa
mbk,
Kristinn Theódórsson, 15.9.2008 kl. 16:07
Mófi, ertu að segja að þessir menn hafi afneitað vísindum?
Arnar, 15.9.2008 kl. 16:09
Hann þyrfti ekki annað en taka þig sem lifandi dæmi Mófi, þú efast um líffræði, eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði.. svo fátt sé nefnt.
Arnar, 15.9.2008 kl. 16:12
En Mofi efast ekki eitt augnablik um að ca. 2 milljónir skordýrategunda hafi lifað syndaflóðið af, því hann gerir ekki ráð fyrir þeim kvikindum á örkinni hans Nóa.
Hann þarf engin gögn um slíkar pælingar, því þær henta ofsatrúnni hans
Hefurðu prófað að setja bjöllu í vatnsglas í nokkra daga Mofi?
mbk,
Kristinn Theódórsson, 15.9.2008 kl. 16:17
Rétt Kristinn. Meinleg ásláttarvilla, þetta eiga að vera þrír, frekar en sjö. Takk
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2008 kl. 16:18
Nei, afneitað plat vísindum eins og Darwinisma eða guðleysi.
Bentu mér á staðreynd sem passar ekki við trú mína?
Geturðu nefnt dæmi sem ég efast um í þessum fræðum?
Nei, ég geri það ekki. Þessi dýr eru líkleg til að lifa svona af. Þurfa ekki mikið til að fljóta á og lifa af þannig. Síðan er spurning hve margar tegundir lifðu af flóðið og hve margar af þeim eru afbrigði af þeim en við teljum þær sem sér tegundir en eru í rauninni bara afbrigði.
Mofi, 15.9.2008 kl. 16:28
Sæll Þorvaldur og þakka þér athugasemdina. Það er rétt að ég var fyrst og fremst að vekja athygli á hvernig fáfræði og bókstafstrúarþruglið í Bandaríkjunum hefur nú veruleg áhrif á samfélagið þar. Bandaríkjamen eins og þú bendir á hafa stært sig að því að vera fremstir á sviði nýunga og vísinda um árabil eiga það nú á hættu að menning þeirra verði eins stöðnuð og skaðleg og menning múslíma hefur verið allt frá lokum átjándu aldar. Og aftur eins og þú bendir á er allri heimsbyggðinni ógnað af þessari fáfræði, trúaröfgum og afturhvarfi til löngu úreltrar heimsmyndar, hvaða ættar sem hún kann að vera.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2008 kl. 16:34
Sæll Mofi.
Ég er svo sem ekki hissa á því að þetta granarkorn hafi ýft á þér fjaðrirnar en það sem þú hefur til málanna að leggja er eins og Arnar reyndar bendir á, er aðeins til þess fallið að færa enn frekari sönnur á mál mitt. -
Það er tilgangslaust að skylmast hér á þann hátt sem þú gerir á þinni bloggsíðu, með tilvitnunum í gervi-vísinda netsíður og misvitra sköpunarsinna. Tilraun þín til að hluta grein mína í sundur til að sýna fram á hversu "vitlaus" hún er, minnir á krufningaraðferðir gullgerðarmanna á miðöldum í leit að sál mannsins. Þess vegna mun ég ekki eyða tíma í að fjalla efnislega um athugasemdir þínar, enda hafa aðrir þegar orðið til að benda á glóruleysi þeirra.
Eitt vildi ég samt segja við þig. Þér væri nær að taka þér smá tíma til að skoða hvað sá fornaldarheimur sem þú virðist hrærast í, hefur í raun að bjóða. Það var gerð athyglisverð tilraun á nítjándu öld af fólki sem trúði því að allt sem ekki fyndist í Biblíunni væri mönnum óviðkomandi. Þetta fólk skar sig frá öðrum og setti upp samfélag sem við þekkjum í dag sem Amisha. Þeir aka enn um á hestvögnum, nota ekki síma eða aðrar afurðir nútíma tækni. Jafnvel þótt þér kunni að finnast slíkt líf rómantískt á sinn hátt, mundi heimurinn fljótt deyja úr hungri ef hann tæki upp áþekka stefnu í landbúnaði, svo dæmi sé tekið.
Þú talar um Móses eins og að allt sem upp á hann er hermt sé til eftirbreytni í nútíma þjóðfélagi fallið. Jafnvel þú hlýtur að gera þér grein fyrir að svo er ekki. Lagabálkar GT kenndir við Móses eru t.d. hluti kenninga hans sem þú mundir seint skrifa undir að við ættum að taka upp.
Svo er ekki til ein einasta heimild um að Móses hafi nokkuð komið nálægt því að semja sköpunarsögu Biblíunnar.
Að síðustu ráðlegg ég þér að fara á gott bókasafn og lesa þig aðeins til um alvöru vísindi. Internetið þótt gott sé, er líka hið mesta forað ef þú hefur ekki grunnþekkingu á viðfangsefninu. Þú minnir nefnilega um margt á eineygðu þorskana sem stundum veiddust fyrir vestan. Það eru þorskar sem hringsóla í kring um ísjakana alltaf í sömu átt og birtan frá ísjakanum gerir þá smá saman blinda á örðu auganu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2008 kl. 17:13
Okey, hvaða heimildir hefur þú fyrir því að þeir hafni þróunarkenningu Darwins?
Oh, það væri nú efni í heila bók. Ætlaði alltaf að blogga um þetta en nenni því eiginlega ekki. Slæ kannski til næst þegar það er rólegt í vinnunni. En dæmi:
Arnar, 15.9.2008 kl. 17:27
gaman gaman :)
Óskar Þorkelsson, 15.9.2008 kl. 18:03
Mofi
Bentu mér á staðreynd sem passar ekki við trú mína
Þróun sem og tilurð alheimsins... <-- 2 staðreyndir... ég er reyndar ekkert svo viss um tilurð alheimsins EN ég veit að langalangalanga afi þinn X slatti var einfrumungur í polli
DoctorE (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 18:07
Hér sé stuð!!!
Rut Sumarliðadóttir, 15.9.2008 kl. 18:14
Sæll Svanur!
Það var mikið að við urðum sammála
Þú ert nú samt pínu geðklofa í þessum "fræðum".. þá á ég við, að eins vel upplýstur maður skuli samt falla í þá freistni, eða á mar að segja gryfju; að trúa því að Jesú hafi verið til og Guð líka.. Ég fæ þetta ekki til að ganga upp.. Þessu má líkja við vísindamann sem er við það að leysa tölulega flókna stærðfræðiformúlu, en rétt áður en hann lýkur við formúluna þá hættir hann skyndilega við og skrifar "epli"
Tinni (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 19:20
Góðir hálsar ég ætla bara að segja ykkur eina staðreynd sem er öruggari en að jörðin sé hnöttótt. Þið vitið þetta nú örugglega nú þegar!!!
Mofi hefur alltaf rétt fyrir sér!!!! Það hefur engum tekist að hrekja eina einustu staðreynd sem hann heldur fram.
Allir aðrir en hann vaða í villum vantrúar.
Það er jafn erfitt fyrir ykkur að reyna að fá Mofa til að trúa öðru en nákvæmlega því sem hann túlkar út úr biblíunni eins og að sannfæra Talebana um fjárfesta í Texaco
Það bara best að svara honum ekki og líta framhjá öllu því sem hann skrifar. Það er hvort sem er mest afrit(copy/paste) upp úr gervivísindasíðum sem hann elskar. Er einhver ykkar sem nennir að fara í gegnum allar þessar fjölmörgu blaðsíður af tilvitnunum sem hann tínir endalaust til?
Sem betur fer er Mofi nokkur veginn hættur að svara mér sem er gott því það hefur ákaflega lítinn tilgang. Ég nenni ekki að svara honum.
Varðandi sköpunarsinna almennt þá hafa nokkuð mörg dómsmál verið í gangi sem eiga að vera leiðandi í þeirra málum og hafa þeir(sköpunarsinnar) tapað flestum ef ekki öllum þeim málum ennþá en ég óttast að þessi vitleysta sé búin að gegnsýra þjóðfélagið hjá þeim of mikið. Þá sérstaklega á þetta við biblíubeltið. Ég bjó í 8 ár í Californíu og ég skal segja ykkur eins og er að þar eru menn jafnvel enn harðari á móti sköpurnarsinnum heldur en Íslendingar. Bandaríkin eru sem betur fer mjög stórt land með mörgum ólíkum menningarheimum. Við Íslendingar eigum að vera eitilharðir á móti öllu afturhaldi og þröngsýni og alls ekki að hnika millimeter fyrir bókstafstrúarmönnum hvort sem þeir koma úr austr(múslimar) eða vestri(öfgakristnir).
Kveðja
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 19:24
Ég gerði mig sekan um smá fordóma neðst í pistil mínum þar sem skrifað er (múslimar) ætti að vera öfgamúslimar. Ég hef hitt venjulega múslima sem eru ekki öfgamenn og það er bara allt í lagi að tala við þá og umgangast þá. Regulega fínt fólk. Biðst hér með afsökunar á því.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 19:30
Nú legg ég til að DoctorE og Kofi hittist yfir einu bjórglasi og fari í sjómann upp á hvor hafi frekar rétt fyrir sér.
Þessi umræða er orðin skelfilega þreytandi fyrir þá sem ekki eru innvígðir.
Ég hélt að allir vissu að storkurinn komi með börnin, hundarnir með flærnar, osfrv. Ég veit bara ekki hver kom með storkinn og hundana.
Ég hef reyndar miklu meiri áhuga á að vita hver fann upp brennivínið. Þar hefur Mofi vinninginn og getur bent á Nóa gamla. Hann er því mun traustari heimild en mótherjar hans. Skál!
Sigurður Sigurðsson, 15.9.2008 kl. 19:58
Mofi = Moðhaus = Heilalaus = Sköpunarsinni = trúarnöttari = þvæla..
Tinni (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 20:05
Þú kemur með staðreynda villur ef ekki lygar og áróður sem ég sýni skýrt fram á og er þetta það besta sem þú getur komið með? Ekki eitt einasta málefnalegt innlegg eða andsvar? Afhverju í ósköpunum varstu að skrifa grein sem þú getur ekki varið?
Jæja, ad hominem rökvilla, skárra en ekkert býst ég við.
Isaac Newton talaði gegn guðleysi. Louis Pasteur talaði gegn Darwin og sömuleiðis Gregor Mendel. Hreinlega allir þeir sem ég nefndi sem voru uppi á sama tíma og Darwin.
Það er engin ágreiningur um að dýr breytist ( þróun ) og það var sköpunarsinni sem kom með hugtakið "náttúruval" svo ekkert hérna sem stangast á við mína trú.
Já, skáldsögur guðleysingja um hvernig gas varð að plánetum og stjörnum er eitthvað sem mér finnst fyndið. Aldursgreiningar eru líka dæmi um eitthvað hið óvísindalegasta sem hægt er að hugsa sér.
Það var sköpunarsinni sem kom fyrst með hugmynda að meginlöndin voru eitt sinn saman svo ekkert þar sem passar ekki við trú mína. Það er síðan ekki hluti af þekkingu jarðfræðinga hvernig setlögin urðu til á miljónum árum, það er hluti af þeirra guðlausu útskýringu á tilvist þeirra en flóð er töluvert betri útskýring á þeim.
þú ert langt leiddur Dokksi í draumaheim darwinista ef þú heldur að þetta eru staðreyndir.
Svakalega gaman að rekast á einhvern sem skilur svona grundvallar atriði :)
Mofi, 15.9.2008 kl. 20:53
Ég sé að þú hefur komist í messuvínið Mofi.
Sigurður Sigurðsson, 15.9.2008 kl. 21:04
Eins og vatn af gæs.
Ekkert vitrænt nær að ýfa fjaðrir Mofa, hann greiðir þær svo þétt niður með ofsatrúarkambinum að ekkert nær í gegn; hvorki vatn né bensín.
Kristinn Theódórsson, 15.9.2008 kl. 21:05
Já Mofi, sonur minn er langt leiddur í stærfræði eftir að honum var kennt að 2 + 2 = 4, en ekki bara 2 peningar + 2 peningar = eitthvað af nammi
DoctorE (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 21:40
Já eru þið ekki ánægðir með Mofa. Mikill gleðigjafi en samt svolítið fyrirsjáanlegur ef hann kemst í vandræði með það sem menn segja kemur hann með: Er þatta það besta sem þú getur gert!!!???
Já við höfum rökrætt mikið í gengum tíðina og ég er með Master gráðu í Eðlisfræði og Mofi hefur margoft sagt mér að ég viti ekkert um eðlisfræði. Hann veit allt um ísótópamælingar. Hann reyndar heldur að það sé bara ein slík til þ.e. kolefni 14. Eðlisfræðingar vita betur. Hann hefur einnig sagt mér að ég hafi ekki hugmynd um það hvernig stjörnuþokur myndast og svo má lengi telja. Sem sagt hann veit allt best að sjálfsögðu vegna þess að hann er beintengdur Guði. Þetta er akkúrat það sem byrjunin á þessum þræði var um. Stjórnlaus öfgahyggja sér engin rök.
Kveðja.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 21:57
Gott fólk. Nú skulum við slá saman og leigja jarðfræðing til að labba með Mofa um Elliðaárdalinn. Þrátt fyrir alla góða Darwinumræðu þá eigum við gögn okkur mun auðsóttari og nær eða jarðsöguna sem er að eiga sér stað hér á flekaskilunum.
6000 ár, eða 10.000 er dropi í eilífðina og hvaða barn með lágmarksþekkingu á uppruna íslands getur rölt uppí t.d. Esjujuhlíðar, talið jarðlög og séð raunveruleikann.
Viðbrögð Mofa eru mjög dæmigerð fyrir bókstafstrúarfólk sem byrjar hugsanlega sinn trúferil á ákveðnum "trúarsannleika" sem hálf eða heil mannsæfin fer svo í að réttlæta og stundum tekst það ekki svo ég taki sem dæmi bloggskrif burtfluttra hvítasunnumannanna sem engan veginn gátu látið hlutina stemma, þrátt fyrir mikinn vilja.
Mofi reynir að láta sitt stemma á blogginu því hann er þrátt fyrir allt afar röksýnn maður en þetta getur samt ekki stemmt, nema við Biblíuna eins og honum var kennt að trúa hanni.
Ég held að heimurinn muni versna af völdum bókstafstrúarfólks áður en hann batni aftur. Mofi er fínn og af honum verða engin vandræði en hann á sér mjög hættuleg skoðanasystkyn sem myndu blása til stríðs til að "uppfylla spádóma" eða traðka á mannréttindum þeirra vantrúa sálna sem eiga sér hvort eð er viðreisnar von gagnvart almættinu nú rétt handan heimsenda.
Það væri því góðverk að bjóða Mofa uppá jarðrfræðinámskeið og dokksi býður bjór á eftir.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 22:03
Jebb, það er fjör hjá mér :)
Það hefur enginn einu sinni reynt... þið eruð að valda mér vonbrigðum :(
Það er ekki staðreynd, það er þín trú.
Þetta er algjört kjaftæði hjá þér! Ég hef meira að segja spurt þig sérstaklega um hitt og þetta því að þú segist hafa gráðu í þessum fræðum því ég var forvitinn um hvað þú hefðir um málið að segja.
Jæja, á nú að grípa til lyga?
Ég hef marg oft sagt að enginn veit almennilega hvernig stjörnuþokur myndast og held áfram að segja það á meðan þannig er staðan í þessu. Það eru til sögur og módel en þau eru langt frá því að virkilega útskýra þetta með aðeins náttúrulegum kröftum. Ég er ekkert á móti því að þeir útskýri tilurð þessara hluta með aðeins náttúrulegum kröftum en þegar það eru vandamál í módelunum þá á ekkert að vera fela það í einhverjum aumkunarverðum tilraunum að verja guðleysis trú.
Mofi, 15.9.2008 kl. 22:11
Hvernig veistu hvað það tekur langan tíma að mynda þessi jarðlög?
Mér líst alveg jafn illa á blöndu pólitík og kristni í Bandaríkjunum og þú Sáli. Kannski meira þar sem minn skilningur á spádómum Biblíunnar segir mér að Bandaríkin verði vald sem mun ofsækja fólk. Hvaða spádóma í Biblíunni telur þú að einhverjir kristnir eru að reyna að láta rætast með stríðsrekstri?
Ég hefði svakalega gaman af því og vonandi í lagi að ég fái mér appelsínu safa á eftir í staðinn fyrir bjór
Mofi, 15.9.2008 kl. 22:15
Vá, gaman hjá þér Svanur minn. Trúmál og pólitík = eldfimt efni
Sigrún Jónsdóttir, 15.9.2008 kl. 22:24
Tökum Mofa á orðinu, hver þekkir jarfræðing á lausu? og svo skundum við í kynnisferð.
Hvað aldur jarðlaga snertir þá held ég að betra demo en ísland fáist ekki og jarðfræðingar eru með skýringar sem eru hvorki langsóttar né á skjön við skynsemi.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 22:31
Árið er 2008 og það eru til steingervingar eins og Mofi.....og nógu mikið af þeim til að ógna heimsbyggðinni.
Undarlegur fjandi
Heiða B. Heiðars, 15.9.2008 kl. 22:39
Mofi þegar þú ert að "rökstyðja" eitthvað þá tekur þú alltaf allt sem þú skilur ekki sem "Guddi gerði þetta".
Sem er svona svipað og ef þú finnur 10 kall og enginn veit hver missti hann, að þá hljóti guddi að hafa misst hann.
DoctorE (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 22:44
Sáli... ég mæli með Jóhanni Ísak Péturssyni, kennara í MK. Hann er afspyrnuskemmtilegur jarðfræðikennari, fróður og áhugasamur. Svo er Ari Trausti jarðeðlisfræðingur - flestir þekkja hann.
En Svanur... flottur pistill, athugasemdir athyglisverðar en varast ber að reyna að rökræða við bókstafstrúarmenn.
Lára Hanna Einarsdóttir, 15.9.2008 kl. 22:44
Af hverju er þetta ekki í fréttum hérna?
Jón Ragnarsson, 15.9.2008 kl. 22:55
Zaraþústra, 15.9.2008 kl. 22:58
Svanur er skynsamur maður, hann hefur áreiðanlega skellt sér í bíó í kvöld.
Þessi pistill er ef til vill OF góður...
Kolbrún Hilmars, 15.9.2008 kl. 23:01
jón Ragnarsson.. þetta er hér :
http://visir.is/article/20080915/FRETTIR02/205638381
Óskar Þorkelsson, 15.9.2008 kl. 23:07
Mofi biblían er löngu afsönnuð... menn vita ekki einu sinni hverjir krotuðu hana, menn vita vart hverjir gaurarnir voru sem eiga að hafa skrifað hana.
Ef við tökum bara Nóa... og örkina hans... menn á þessum tíma þekktu líkast til ekki nema max 10-20 dýrategundir... hvað væri örkin stór ef ætti að taka allar þær milljónir tegunda sem eru til.. hvað með ferskvatn vs sjó... hvað borðuðu dýrin eftir að þau tóku land.... einfaldleikinn er takmarkalaus í þessu dæmi öllu saman og ekki nema von að almenningi hafi verið bannað að lesa bókina einföldu.
Það stendur ekki steinn yfir steini í nokkru sem bókin segir en þú trúir henni vegna þess að þú telur að þín bíði bónus fyrir að trúa því sem er ekki hægt að trúa.
DoctorE (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 23:14
Kolbrún átti auðvitað kolgátuna, ekki bíó reyndar heldur sögustund á Raven pubbanum. En það er á við góða bíómynd :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2008 kl. 23:41
Sigrún mín kæra skólasystir; Eldfimt eða ekki, sumt verður ekki umflúið :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2008 kl. 23:47
Tinni: Það að ég dreg ekki tilvisst Guðs eða Jesús í efa þarf ekki að draga úr neinu af því sem ég segi í þessum pistli. Afstaða okkar til hins óþekkta kann ekki að vera sú sama en það er engin tvískinnungur fólgin í því. Hvorugur okkar getur fært einhver óhrekjandi og fullnægjandi rök fyrir því hvað gerðist fyrir stóra hvell eða tilurð alheimsins. Ég hef ákveðna afstöðu til þess sem gerir ráð fyrir hönnuði, þú ekki. Það kemur ekki í veg fyrir að ég sé mótfallinn bábiljum á borð við þá sem Biblíu og Kórans sköpunarsinnar boða.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.9.2008 kl. 00:01
Guðjón Viðar; Ef það er eitthvað sem ég er sannfærður um er það sú einfalda staðreynd að sannleikurinn er einn. Hann er og verður að vera sá sami á hvaða leið sem hann er skoðaður.
Allur "trúarlegur sannleikur" sem heyrir undir náttúruna og ekki fær staðist vísindalega skoðun er einfaldlega ekki sannur. Ég lít á vísindi sem uppgötvaðan sannleika og trúarbrögð sem opinberaðan sannleika. Á milli þeirra verður að ríkja samræmi, annað væri í hrópandi mótsögn við vitsmuni mannsins og eðlislæga þörf hans til að þekkja og elska.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.9.2008 kl. 00:14
Reyndar ekkert skyrt vid thetta hja ther, nema madur se oendanlega thrcngsynn, tha hugsanlega naer madur thessu.
Thu klikkar a ad utskyra hvada stadreyndir skcpunarkenningin utskyrir!
Utskyrdu thetta adeins fyrir mer. Thykir thad forvitnilegt.
Merkilegt hvernig thu talar um verk manna sem "skaldscgur" thegar thad hentar ther. Cnnur mannanna verk, s.s. Bibliuna, er audvitad fraleitt ad ihuga jafnvel minnsta mcguleikann a ad se skaldskapur
Eins finnst mer fyndid ad visindaleg framkvaemd eins og aldursgreining se ovisindaleg i thinum huga medan "Gud gerdi thad!" er visindalegt.
Thu ert fyndinn Mofi!
Páll Geir Bjarnason, 16.9.2008 kl. 00:30
Kæri Mofi.
Gerum aftur aðra tilraun
Ég er jafn vel að mér í rökfræði og þú.
Það sem þú stundar grimmt hér sem og á þinni síðu og er ástæðan fyrir því að það er tilgangslaust að svara þér efnislega, er þessi hermigaldur þinn.
Með öðrum orðum, þá heldur þú að ef þú getir á einhvern hátt flokkað andsvör undir rökfræðivillur eða sett þau í merkt hólf í heila þínum, sértu með þau á valdi þínu.
Rétt eins og Voodoo nornin heldur að hún hafi vald yfir vaxbrúðunni með einu hári þess sem hún vill ná yfirráðum yfir komið fyrir í brúðunni, stundar þú einskonar vitsmunalega voodoo galdra með að taka hluta af merkingu eða jafnvel samhengislaus orð, setur á þau í hugmundabrúðuna í hausnum á þér og heldur að um leið sértu með viðmælanda þinn á þínu valdi. - Wrong my friend.
Slíkt er merki um fornaldarlegt viðhorf þitt til rökræðna og er aftur sönnun fyrir því sem ég held fram í pistli mínum. Taktu ráðum mínum í fyrri athugasemd minni sem var beint til þín og vertu meiri maður fyrir.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.9.2008 kl. 00:37
Takk fyrir góða grein nafni.
Stuðningur við góð vísindi verður aldrei of lítill. Það er sorglegt til þess að vita að fulltrúi íslenskra þingmanna á ráðgefandi þingi evrópskra þingmanna gaf ekki atkvæði sitt til stuðnings ályktun um að sköpunartrú ætti ekki að kenna sem vísindi í skólum og hindra bæri skemmd námsefnis á þann máta. Í stað þess að sitja hjá fyrst að fulltrúinn taldi efnið ekki eiga erindi á þingið, kaus hann á móti ályktuninni sem var þó samþykkt af yfirgnæfandi meirihluta þingmanna úr allri Evrópu. Þetta var myrkur dagur í alþjóðasamstarfi Íslendinga. Félag raungreinakennara við HÍ mótmælti af sjálfsögðu ásamt fleirum. Æ fleiri bloggarar tjá sig um fásinnu sköpunarsinna, m.a. Kristinn Theodórs, Halla Rut og nú þú. Mofi rembist sem rjúpan við staurinn og sýnir svart á hvítu fáránleika bókstafstrúarinnar og tilhneigingu hennar til að reyna að beygja raunveruleikann eftir vilja sínum.
Annars er ágætt að hafa það í huga að "tilgáta" er hugmynd sem er verið að vinna með og prufa en aftur "kenning" er sönnuð tilgáta eða tilgáta sem yfirgnæfandi líkur benda til að sé ekki komin til fyrir tilviljun og prófuð oft og af mörgum samkvæmt fyllstu kröfum um óhlutdræg vísindi. Kenning er því ekki "bara kenning" heldur tilgáta sem hefur staðist próf endurtekið og telst lýsa ákveðnum sannindum um eðli einhvers í náttúrunni. Það er því ekkert bara við þróunarkenningu Darwins og telst hún ein best studda kenning náttúruvísindanna. Þær kenningar sem hafa hve mest gildi og mikilvægi við að skilja náttúruna eru kallaðar "náttúrulögmál" ein og t.d. lögmálið um þyngdaraflið. Þróunarkenningin hefur slíkt gildi.
Svanur Sigurbjörnsson, 16.9.2008 kl. 02:22
Mofi; Þar sem ég er nokkuð viss um að þú óvitlaus þá hlýtur þú að geta séð muninn á því að rökræða og beita fyrir sig "af því bara það stendur í Biblíunni". Þú hlýtur að geta skilið að með þróunarkenningunni er verið að kolvarpa sköpunarkenningunni. Og það að þú kjósir einhverra hluta vegna að ríghalda í sköpunarsöguna er eitt...... en fyrir henni eru bara engin rök og það er það sem skilur á milli skoðana hérna.... Kirkjan er smátt og smátt að koma til og þú hlýtur að gera það líka fyrr en seinna.
En þangað til væri fínt ef þú rústaðir ekki öllum umræðusvæðum um þetta með þessum barnalegu "af því bara"
Heiða B. Heiðars, 16.9.2008 kl. 03:01
Ég sé að fleiri hafa komist í messuvínið en Mofi.
Sigurður Sigurðsson, 16.9.2008 kl. 07:42
Æi Erlingur ekki reyna að vera vísindalegur, nú skalt þú sýna okkur alvöru gögn sem segja að þróunarkenning sé svik, ef þú kemur með hallelúja eða answers in genesis eða stjörnuspá þá skaltu sköpunarsinni heita.
Þróun tekur ekki á tilurð lífs né big bang...
Darwin féll í skóla ohhh man þú ert ekki norm, en hey Einstein gekk illa framan af í skóla líka... þessir menn eru náttlega óupplýstir miðað við kuflana sem krotuðu niður ævintýri til þess eins að skaffa þeim sjálfum og kirkjunni VÖLD og PENINGA
Með Big Bang... allir sem hafa kynnst sér málið vitað að það var ekki stór hvellur, big bang er faktískt öfugmæli en nafnið hélst... er ekki skrítið hvernig þú sérð myndlíkingar í bornsaldarfræðum en ert algerlega blindur fyrir öðru vá
Það kom ógurlegur galdrakarl sem bjó í tímaleysi og sagði abracadabra og galdraði allt dæmið upp, bjó menn til úr skít... vúúúúú
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 07:45
Ætli Mofi sé meðlimur í WBC?
Stonie (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 08:48
Erlingur það eru mikil tengsl við að trúa á galdrakarla/guði og lélegrar menntunar enda eru flestir vísindamenn og aðrir langskólagengnir trúfrjálsir.
Einnig eru sterk tengsl á milli veikinda og trúar... fólk grípur í hálmstrá sem aðrir SELJA þeim.
Skipulögð trúarbrögð eru ultimate Nígeríusvindl af verstu sort.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 09:09
Mörg ykkar hér að ofan tala óafvitandi um sköpunarkenningu. Samkvæmt skilgreiningu er ekki hægt að tala um kenningu nema hún hafi staðist vísindalegt próf. Ég veit ekki um neitt einasta vísindalega próf sem þessi svokallaða sköpunarkenning hefur staðist!!!!!! Eina sem við höfum fyrir okkur er orð og stafir í meira en 3000 ára riti sem sennilega var skrifað í hellisskúta undir áhrifum ofskynjunarsveppa.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 09:21
Hvað eiginlega finnst þér sannfærandi við mikinn aldur jarðarinnar hérna á Íslandi?
Finnst þér ekkert að því að koma með skítkast á einstakling sem þú þekkir ekki og segja að hann sé hættulegur öðru fólki? Er það hættulegt öðru fólki að trúa að Guð er til? Hættulegt að trúa að við eigum að fylgja boðorðunum tíu? Hættulegt að trúa að lífið þurfi skapara? Hvað er það akkúrat sem gerir mig hættulegan?
Þú getur ekki vitað fyrir víst aldurinn á einhverju tré. Þú getur bent á tré sem er með svo og svo marga hringi og menn tengja hringina við ár en allt eru þetta ályktanir. Hvaða tré síðan bentir þú mér á?
Hún útskýrir sköpunina, flóknar nanóvélar í frumum, fullkomnasta upplýsingakerfi og kóða sem mannkynið veit um og svo margt annað sem náttúrulegir kraftar geta ekki gert.
Ég hef ekki skrifað um þetta og það er of langt mál að útskýra hérna í stuttu máli. Besta sem ég get gert er að lofa að ég muni skrifa um þetta en þangað til get ég bent á nokkra fyrirlestra sem útskýra þetta, sjá: The prophecy code Þeir sem koma að þessu umræðuefni eru þessir: Revelation Reveals the Antichrist - 666 and the Mark of the Beast - The USA in Bible Prophecy
Nei, alls ekki. Ég hef bara sannfærst með athugun á Biblíunni að hún er ekki skáldskapur.
Það er margt vísindalegt við aldursgreiningar en menn verða að gera sér grein fyrir hvað er ályktað, hvað er óþekkt og hætta að líta á þannig mælingar sem heilagan sannleika. Að vitsmunir eru líklegri til að orsaka flóknar vélar er vísindalegt á meðan að láta ferla sem hafa enga vitsmuni orsaka flóknar vélar er í virkilega óvísindalegt.
Mofi, 16.9.2008 kl. 09:27
HÉR SÉ STUÐ
Hólmdís Hjartardóttir, 16.9.2008 kl. 09:30
Ég aðeins vitna í þá hluta samræðunnar sem ég er að reyna að svara; geri þetta til að mál mitt er skýrara svo að allir viti hvað það er sem ég er að tala um í sérhvert skipti. Þetta eru ekki voodoo galdrar Svanur :)
Stattu bara fyrir máli þínu og ræddu bullið og rangfærslunar og lygarnar sem þú komst með í þessari grein þinni! Þú segir að ég sé hættulegur samfélaginu og ég tek því algjörlega sem persónulegri árás!
Heyr heyr! Stuðningur við guðleysis darwinisma getur aftur á móti verið of mikill bara ef einn aðili tengir þá vitleysu við vísindi.
Hvernig gengur þá að sýna fram á að náttúrulegir kraftar geta búið til t.d. líf? Er búið að sýna fram á það og prófa og sannreyna eða eru menn ennþá bara að gíska út í loftið í staðinn fyrir að sjá hið augljósa? Hvort heldur þú að sé líklegra til að skila árangri, vísindamenn að nota vit sitt og tækniþekkingu til að búa til líf eða darwinisti hristandi flöskur og láta náttúrulegra ferla gera þetta? Vera nú heiðarlegur þó það sé ekki þín sterka hlið.
Ef þú getur skrifað grein þar sem þú tekur fram bestu gögnin fyrir þessari vitleysu þá kæmir þú mér mikið á óvart. Enn sem komið er þá hefur enginn þorað því enda óverjanleg vitleysa.
Ég hef ekki einu sinni séð neinn reyna að koma með rök á móti mér hérna.
Mofi, 16.9.2008 kl. 09:40
Svanur þú ættir að draga tilvist Guðs í efa m.v. það sem þú segir í þessum pistli.
Byggist afstaða þín til þess óþekkta á Mofa-syndrominu "Guð gerði það" Þ.e. þú lætur trúna fylla upp í þau göt sem vísindin skilja eftir sig? Þó að vísindin geti ekki útskýrt alla hluti, þá ekki = Guð !!. Þú verður að sætta þig við að sumt er ekki hægt að útskýra en það hefur ekkert með hönnuð að gera... EKKERT!
Strengjateorían er talin geta útskýrt allt í okkar alheimi þ.e. frá smæstu eindum til stærstu hluta.. Vandamálið með hana er hinsvegar að ómögulegt hefur reynst að sanna teoríuna með tilraunum þar sem hún byggir á það smáum "eindum/strengjum" að við ráðum ekki yfir þeirri tækni.
Ég veit ekki hvort öreindahraðallinn í Sviss nær að sanna þessa kenningu... það gæti kannski einhver hér sagt til um það.. Ég veit að menn ætla að reyna að finna Higgs-bóseindina ef hún er þá til.
Fyrir Erling þá er ekki enn byrjað á því láta öreindirnar rekast á.. mér skilst að verið sé að keyra þær upp á ljóshraða áður en það gerist og það tekur nokkurn tíma.
Tinni (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 09:51
Þegar Mofi mælir finnst mér oft sem þoku leggi yfir veraldarvefinn.
En þegar Erlingur opnar gáttir visku sinnar þykir mér sem sól hverfi af himni.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 16.9.2008 kl. 10:15
Þið megið ekki ofmeta rökvísi Mofa. Hann er alveg skelfilegur órökvís. Skilur ekki rökvillur (hann á eftir að halda að þetta sé ad hominem hjá mér), er mjög ósamkvæmur sjálfum sér og mótsagnakenndur í röksemdarfærslum sínum.
Hvað segirðu? Hefur enginn þorað því? Hvað með þessa menn? Mofi, þú lýgur eins og þú er langur til.
Ragnar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 10:19
Mofi. Þér er alveg óhætt sé ég að taka orð mín persónulega. Maður sem dregur í efa áreiðanleika árshringja trjáa, fyrirbrigði sem var veitt athygli og sannreynt löngu áður en hefðbundin vísindi urðu til, er til alls vís. - Hver yrðu örlög rannsókna í læknisfræði, jarðfræði, eðlisfræði, stærðfræði o.s.f.r ef Þú Mofi fengir að ráða? Þær mundu leggjast af og þess vegna Mofi, skrifaði ég þessa grein, til að vekja athygli á fólki eins og þér, fólki sem jafnvel gætu nú komist til valda í Bandaríkjunum á þeirri forsendu að þeir eru sköpunarsinnar. Það er hættulegt heimsbyggðinni ef það komast til valda alveg eins og þú yrðir Mofi ef þú kæmist í stöðu til að beita þínum kenningum á sviðum mannlegra athafna, þjóðlegra að maður tali ekki um alþjóðlegra.
Annars þakka ég innlegg Nafna míns og tek undir hans orð og Þorvaldar að það er ekki sæmilegt að kalla sköpunarsöguna kenningu. Hún er saga, táknræn eins og Erlingur bendir á, en ekki á neinn hátt tengd vísindalegum tilgátum hvað þá kenningum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.9.2008 kl. 10:21
Erlingur þú er svona hálfbróði Mofa en ekki alveg eins ruglaður greinilega. Þú reynir að skrifa eins og þú vitir mikið um vísindi og saka aðra um að vita lítið. Ég hef kennt eðilsfræði við háskóla í Bandaríkjunum og ég skal taka þennan pistil aðeins út hjá þér:
1. Einnig hafa ekki komið nein haldbær rök fyrir Big Bang kenningunni.
Ef þú hefðir verið að skrifa þetta árið 1990 hefðir þú haft rétt fyrir þér min vinur. Raunin er sú að á síðustu 15 árum hefur orðið alger sprenging í alheimsfræðum(cosmology) með tilkomu margra nýrra rannsóknartækja. Það helsta er COBE(Cosmig Background Explorer) þar var um algera byltingu að ræða og hefur orðið til þess að engin vísindarmaður(nema gervivísindamenn Mofa) í dag efast um Big Bang. Menn voru áður fyrr fylgjandi svokallaðri "Steady State" kenningu sem segir að alheimurinn hafi alltaf verið þarna og sé ekkert að breytast. Fyrsta múrsteinninn í undirstöður Big Bang lagði Hubble þegar hann lagði fram rannsóknir sem sýndu að fjarlægar stjörnuþokur eru að fjarlægjast okkur og hraðinn fer eftir fjarlægðinni frá okkur. Allar niðurstöður rannsókna á alheiminum benda sem sagt til þess að fyrir rúmlega 14 milljörðum ára hafi alheimurinn byrjaði með Big Bang.
2. Hvers vegna komu allir hnettir út úr Big Bang?
Það komu ekki hnettir út úr Big Bang. Í byrjun varð bara súpa af heitu efni sem samanstóð eingöngu af orku sem smám saman kólnaði við að þenast úr(lögmál hitaaflsfræðinar). Reyndar þandist alheimurinn út hraðar en ljósið í örlítið brot úr sekúndu sem eru orsök þess að við getum aldrei séð nema lítinn hluta alheimsins. Smám saman þéttist efnið og úr urðu ský af efni sem þéttist í hnetti. Ef þú heldur að ég vilji ekki útskýra það nánar þá segðu bara til. Dálítið fræðilegt en sá hluti af dæminu er nokkuð vel útskýrður vísindalega séð. Til dæmis urðu ekki til atóm(þ.e. ójónuð) fyrr en 300.000 árum eftir Big Bang þegar bakgrunnsgeislunin(microwave background radiation) varð til.
3. Hvað sprakk? Í rauninni er ekki hægt að tala um sprengingu í eiginilegri merkingu. Það var rúmið sjálft sem sprakk ekki sprenging eins og við skiljum það. Það má líkja því við blöðru sem búið er að teikna á depla. Þegar hún er blásin upp fjarlægjast allir deplar á blöðrunni hvern annan. Alheimurinn okkar er eins og 4-víð blaðra þar sem hin 3-víði heimur er á yfirborðinu. Þegar þessi 4-víða blaðra springur út þennst rúmið út og allir hlutir fjarlægjast hvern annan. Ég veit að þetta er svolítið erfitt fyrir hugann að melta en þetta er það sem kemur best heim og saman við flestar athuganir vísindamanna.
4. Er líklegt að eftir sprengingu raði plánetur sér í stærðfræðilegri röð, þannig að hægt er að reikna mörg þúsund ára afstöðu
Bíddu hægur minn kæri!!! Hver kom á undan hænan eða eggið hér??? Plánetur hafa alls ekki raðað sér í neina röð. Kepler reiknaði fyrir mörg hundruð árum síðan brautir pláneta. Ég get í dag sagt þér nákvæmlega hvar jörðin verður miðað við mars eftir þúsund ár. Þetta eru ekki flókin vísindi heldur notkun á frekar einföldum jöfnum sem auðvelt er að nota.
Eins og ég hef marsagt Mofa þá er það alls ekki sönnun fyrir Biblíunni þegar einhver vísindamaður finnur eitthvað óvenjulegt sem passar ekki inn í núverandi kenningar. Vísindi munu halda áfram að þróast hægt og örugglega og smám saman munum við komast nær og nær hinum fullkomna sannleika. Munum við einhverntíman ná honum alveg. Það er hæpið.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 10:31
Góður
Síðan eftir svona móðgandi brandara þá endar þú á "með bestu kveðjur"... ég get ekki neitað því að ég hef sérstaklega gaman af þér :)
Ég er auðvitað að tala um hérna á blogginu, þá sem ég er að rökræða við.
Alveg bannað að efast um ákveðin atriði að þínu mati? Jafnvel þótt að það er alveg sannað að tré geta búið til marga hringi á ári ef þannig aðstæður eru fyrir hendi? Hvaða tré síðan akkúrat ertu að vísa til svo ég viti hverju ég á að svara hérna.
Eina sem myndi breytast er að ég myndi ekki vilja að menn eyddu miklum tíma í að búa til skáldsögur hvernig röð af tilviljunum bjuggu til mögnuðustu vélar sem við vitum um. Held að rannsóknir myndu bara ganga miklu betur ef þannig dellu yrði sleppt.
Ég hef ekki Bahai heimsýnina um að ég hafi réttu lausnina til að leysa öll vandamál heimsins. Að stjórna öðru fólki er ekki eitthvað sem vekur áhuga minn; að hvetja fólk til góðra verka aftur á móti er eitthvað sem mér finnst vera verðugt verkefni.
Ég skrifaði alveg sérstaklega um afhverju Big Bang styddi tilvist Guðs hérna: Sönnun fyrir tilvist Guðs: alheimurinn hafði upphaf
Skemmtileg saga en afhverju á gas sem dreifir úr sér í það rúm sem það er í að hafa tekið upp á því að þétta sig saman? Þú segir líklegast þyngdaraflið en gas hér á jörðinni dreifist um það rúm sem það hefur jafnvel þótt að við höfum hellings þyngdarafl; eitthvað sem hefði ekki verið til þegar aðeins helíum og vetni var til. Eina sem ég er að benda á er að það eru erfiðleikar við þessar sögur og óvísindalegt að gera lítið úr þeim.
Veistu það eða trúir þú því? Ef þú telur þig vita það, hvaða gögn eru þá fyrir þessari fullyrðingu þinni?
Mofi, 16.9.2008 kl. 10:55
Við erum ekki að tala um guðleysi heldur þróunuarkenninguna.
Okey, Pasteur var kannski á móti hugmyndum Darwins en hann var ekki á móti þróun, var svoldill rígur á milli bréta og frakka á þessum tíma. Pasteur hefur líklega frekar stutt kenningar Lamarcks, sem var franskur.
Finn ekkert um að Mendel hafi verið á móti þróunarkenningunni, nema á síðum AiG og öðrum sköpunarsinnaáróðurssíðum. Heimildir takk.
Btw, nöfnunum á listanum þínum fækkar jafn hratt og á listanum sem ég fjallaði (meðal annars) um í Þróunarkenningin er umdeild. Tekur bara þrjú órökstudd dæmi sem standast engan vegin það sem þú heldur fram.
Engin ágreiningur? Ertu ekki en búinn að ákveða þig hvort þú ert á móti þróun eða með? Ef þú samþykkir microevolution þá ertu að samþykkja þróunarkenningu Darwins, hún snýst nákvæmlega um samfelda röð af microevolutions. Og af því að það var sköpunarsinni sem fann upp hugtakið.. þá ertu sáttur. Svona svör eru bara hlægileg mófi, þér er alveg sama hvað það stendur fyrir bara ef það er einhver trúbróðir þinn sem fann það upp..
Eðlisfræði er vísindi mófi og þú hafnar þeim af trúarlegum ástæðum. Eðlisfræði hefur ekkert að gera við guðleysi eða þróunarkenningu Darwins.
Ah, það var sköpunarsinni sem fann það upp.. breytir öllu. Samt staðreynd. Og ef það eru ekki jarðfræðingar sem rýna í jarðlög.. hver þá? Hefur ekkert við guðleysi að gera (nema í afbökuðum hugarheimi þínum) heldur vísindi. Skal lofa þér því að það er engin jarðfræðingur sem heldur því fram að syndaflóðið þitt hafi nokkurn tíman 'skéð' nema viðkomandi sé bókstafstrúaður sköpunarsinni á launum hjá AIG. Hinsvegar er hellingur af trúuðum jarðvísindamönnum sem hafna syndaflóðinu út frá þekkingu sinni á jarðsögunni.
Arnar, 16.9.2008 kl. 10:58
Aðferðafræði Erlings... skoðum hana smá
Nafnið á þessu bloggi er SvanurG.. það eru 7 stafir, tökum einn staf í burtu til þess að fá 6
blog.is mínus "." eru 6 stafir, þá erum við komnir með 66
Númer þessarar færslu er "642972"... sex stafir.. BINGO 666 da name of da beast
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 11:10
Það er auðvitað betra að vísa í áður útgefið efni eftir fólk sem hefur mun betri og yfirgripsmeiri þekkingu á efninu en maður sjálfur. Af hverju viltu að við endurskrifum þessar greinar?
Ragnar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 11:50
Finnst þér ekkert að því að koma með skítkast á einstakling sem þú þekkir ekki og segja að hann sé hættulegur öðru fólki? Er það hættulegt öðru fólki að trúa að Guð er til? Hættulegt að trúa að við eigum að fylgja boðorðunum tíu? Hættulegt að trúa að lífið þurfi skapara? Hvað er það akkúrat sem gerir mig hættulegan?
Að nota orðið "steingervingur" yfir manneskju felur ekkert í sér skítkast...nema þú veljir að taka því þannig.
Það sem gerir þig og hugmyndir þínar hættulegar er að þær byggjast á bókstafatrú. Og síðan hvenær hefur bókstafatrú verið heimsbyggðinni til framdráttar?
Heiða B. Heiðars, 16.9.2008 kl. 11:51
Wow!
Mér líður eins og stjarneðlisfræðingi eftir að lesa innlegg Þorvaldar! Frábær samantekt :)
Heiða B. Heiðars, 16.9.2008 kl. 12:02
Mofi minn ég ætlaði nú ekki að svara þér en samt maður bara stenst það ekki. Þessi grein þín(um upphaf alheimsins) byrjaði ágætlega þó svo að hún hafi verið full af þekkingarleysi og svona yfirbreiðslum(þar sem þú varst að breiða yfir þekkingarleysi með skrítnum orðum eins og fudge factor). Þegar þú síðan varst algerlega komin út í þetta trúarrugl þitt í endann missti ég áhugann og nennti ekki að lesa lengra.
Einstein kom fram með almennu afstæðiskenningu sína 1916 og þessi fudge factor sem þú minnist á heitir cosmological constant (alheimsfasti). Einstein var trúaður maður eins og þú bendir á en vísindaleg sannfæring hans var sterkari trúnni.
Þú talar um að Eddington hafi rent stoðum undir tilurð alheimsins með því að mæla fyrstur manna að sólin beygi ljós frá fjarlægum stjörnum. Þarna var hann eingöngu að staðfesta hluti sem almenna afstæðiskenningin staðhæfir. Þ.e. að ljós ferðast stystu leið í rúminu. Sólin með þunga sínum verpir rúmið næst sér (eins og kúla sem situr á mjúkir svampdýnu) þá mun ljósið að sjálfsögðu beygja. Ef þú skilur þetta ekki Mofi þýðir það ekki sjálfkrafa að Guð hafi skapað alheiminn fyrir rúmlega 5000 árum heldur bara einfaldlega að þú skilur þetta ekki. Það er líka í lagi.
Það sem greðist fyrir 300.000 árum þegar svokölluð "deionization period" varð er sannað af svo mikið af gögnum að það er mér sönn ánægja að segja frá því. Þegar vísindamenn gerðu loks nógu nákvæma útvarpssjónauka (1967) til að nema þetta tif(bakgrunnstif) þá héldu menn fyrst að þetta væri tækjunum að kenna eða truflun frá utanaðkomandi áhrifum. Nokkru seinna áttuðu menn sig á því hvað þetta var. Svo Mofi minn það eru svo mikil gögn til um þetta. Leitaðu bara undir Cosmic microwave bacground
Varðandi þéttingu efnis erum við búnir að ræða nokkuð ítarlega fyrir nokkrum árum og þú skildir það ekki þá og er óþarfi að eyða tíma og rúmi í hér til að ræða það.
Varðandi þennan fudge factor eða cosmological constant hjá Einstein þá hélt hann þessum constant inni í sínum jöfnum í 32 ár og varð á endanum að sætta sig við að hann hætti ekki heima þar. Það sem er enn merkilegra er að nú eru allar nýjustu mælingar vísindamanna sem benda til þess að útbreiðsluhraði alheimsins sé að aukast og viti menn eina leiðin til að það komi heim og saman við jöfnur Einsteins er að taka upp þennan béfaða cosmological constant en í þetta skipti með öfugu formerki. Eddington sagði hvergi að Einstein hefði deild með núlli. Hann bara var með + þar sem hann átti að vera með mínus. Þetta var svo ekki alveg "biggest blunder of Einstein's life" heldur bara að trú hans og ímyndunarafl gat ekki formað það að alheimurinn væri að þenjast út með auknum hraða. Einstein var mannlegur eins og við öll hin. Það þýðir ekki að allt sem hann gerði hafi verið rangt heldur að það þurfi að leiðrétta það smávegis til að koma heim og saman við nýjustu rannsóknarniðurstöður.
Kveðja Þovaldur
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 12:03
Það er ekki hægt að segja að Einstein hafi verið trúaður Þrovaldur... þó hann segi: Guð kastar ekki teningum bla bla.. þá er hann ekki að tala um guð í biblískum/trúarlegum skilning
"the word God is for me nothing more than the expression and product of human weaknesses, the Bible a collection of honorable but still primitive legends which are nevertheless pretty childish."
"For me," he added, "the Jewish religion like all other religions is an incarnation of the most childish superstitions."
Addressing the idea that the Jews are God's chosen people, Einstein wrote that "the Jewish people to whom I gladly belong and with whose mentality I have a deep affinity have no different quality for me than all other people. As far as my experience goes, they are also no better than other human groups, although they are protected from the worst cancers by a lack of power. Otherwise I cannot see anything 'chosen' about them."
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 12:13
Takk fyrir þetta innlegg DoctorE. Þessi tilvitnun segir betur en ég að vísindaleg sannfæring hafi verið mikið sterkari en trúarsannfæring. Það er bara hið besta mál. Hins vegar var skammtafræðin ekki eitthvað sem heillaði Einstein það var á móti hans sannfæringu þannig að þetta sýnir betur en annað að Einstein þrátt fyrir að vera ofurmannlegur í sumum hlutum eðlisfræðinar var mannlegur eftir allt.
Þorvaldur
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 12:21
Vá og ég var nærri búin að missa af þessu.
Í fyrst lagi þá er alltaf jafn skemmtilegt og fræðandi að lesa hjá þér Svanur. Takk fyrir það.
Að fjöldi manna afneiti raunveruleikanum og troði honum þar að auki í saklaus börn er siðleysi.
Heyr, heyr, fyrir upplýstum tímum, þ.e. þar sem þá er að finna.
Er ekki Sara Palin sköpunarsinni?
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 12:25
Jú Jenný!
Ég horfði á myndband á youbube með henni og hún er sköpurnasinni. Það var akkúrat gott útspil hjá forsetaefninu að fá í sínar raðir sköpunarsinna(öfgatrúarmanneskju) til að trekkja að fólk í suðurríkjunum. Hann John er nefninlega sjálfur frekar lítið trúaður.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 12:28
Palin er sköpunarsinni og trúir einnig á dómsdag.
Forsendur fyrir dómsdag eru að allt verði í stríðum all over, vill einhver hafa manneskju við stjórn, með kjarnorkuvopn sem trúir því að þegar allt fer í steik, að sússi komi og bjargi öllum ofurkrissunum.
Trúir því einhver að krissi sem trúir á dómsdag.. svona eins og liðið á Omega, að þeir vilji frið.
Þið getið séð þetta pakk tala um hversu allir eru vondir við Ísrael EN draumur þeirra allra er einmitt að þar brjótist út stríð sem endi í heimstyrjöld... og eftir það muni guddi skapa 1000 ára ríkið (Eins og Hitler planaði)... þúsund ár hjá bronsaldarmönnum var eilífðin
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 12:40
Sara Palin er sko bókstafstrúaður sköpunarsinni og gott dæmi um hvernig sköpunarsinnar eru hættulegir fyrir allt mannkyn:
Sjá : The pastor who clashed with Palin
Svo á að veita þessum veruleikafyrta einstaklingi aðgang að kjarnorkuvopnabúri BNA.. hvað gerist þegar hún verður þreytt á því að bíða eftir sússa?
Arnar, 16.9.2008 kl. 12:42
Nákvæmlega...segið svo að þessi stefna sé ekki stórhættuleg! Hún, eins og Bush og væntanlega McCain eru hörð á því að bandaríkjamenn séu í umboði guðs í Írak. Kristnir eru sem sagt ennþá að drepa í nafni Guðs og það finnst kristnum ekkert athugavert.....en að múslimar drepi í nafni Guðs er algjör óhæfa
Hver er munurinn?
Heiða B. Heiðars, 16.9.2008 kl. 12:48
Ég vil koma á framfæri að ekki ekki eru allir kristnir eins og minn ágæti vinur Mofi, eins flottur og hann er, þá greinir okkur á um þetta atriði.
Þróunarkenningin sem slík er of uppfull af götum til þess að geta staðist, en þróunin sem slík á sér stað og er helber raunveruleiki, kenningin sjálf heldur ekki vatni, þótt að þróun manns og dýra standist.
Það er fullvíst að Guð skapaði manninn, en hvernig tilurð þess varð, og hvað gerðist í raun og veru er afar óljóst.
Sköpunarsagan er heldur ekki vísindaleg skýrsla á upphaf mannsins, heldur er hún fagurfræðileg lýsing á upphaf mannkyns og eru flestir guðfræðingar sammála um það atriði. (sbr. ritling Dr. Þóris Kr. Þórðarsonar, Sköpunarsagan í fyrstu Mósebók, ný viðhorf)
Við verðum að gera greinarmun þar á, þ.e.a.s. fagurfræðilegum lýsingum og beinhörðum staðreyndum. Ég lít svo á, og tala ég fyrir persónulega að Guð er ekki yfir það hafinn eða um megn að geta skapað þróunina, og gert okkur sjálfbæra tegund sem er í hans mynd. Adam og Eva voru til, en hvar og hvernig er ekki gott að svara, en mun það allt koma í ljós á þeim degi.
Niðurtaðan er sú að við höfum ekki nema örfá brot úr púsluspili sem vantar talsvert í til að við skiljum heildarmyndina. Og treysti ég fyllilega Guði mínum fyrir því að veita okkur svör við öllum okkar spurningum þegar Drottins dagur kemur.
Svanur - Eina sem mér finnst sárlega vanta í þennan pistil, er hver þín afstaða er Svanur? Þú ert Bæhái ekki satt? Hver er þá ykkar afstaða til þessara mála? Það kemur engan veginn fram, hvorki í athugasemdum né pistli.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.9.2008 kl. 12:48
Hann var kristinn svo hann trúði á sköpun en ekki Lamarcisma sem fáir aðhylltust yfirhöfuð.
Eitthvað um Pasteur fyrir áhugasama: Louis Pasteur - Outstanding scientist and opponent of evolution
Dýr hafa fjölbreytni byggða inn í genin og við sjáum þá fjölbreytni en við sjáum ekki litlar stökkbreytingar breyta einni tegund dýra yfir í aðra. Ágreiningurinn er um sköpunarkrafta tilviljanakenndra stökkbreytinga; hvort að þær ásamt náttúruvali geti útskýrt allt sem við sjáum í náttúrunni ásamt mannkyninu sjálfu.
Hvað segir Svanur um það, skapaði Guð mannkynið eða voru það náttúrulegir ferlar, stökkbreytingar og náttúruval?
Mér finnst einstaklega gaman af eðlisfræði en eðlisfræði er ekki hið sama og guðleysis darwinismi. Aldursgreiningar er ekki hið sama og eðlisfræði þó að menn nota eðlisfræðina til að gera slíkar mælingar. Þær mælingar byggja á óþekktum ályktunum og það væri virkilega óvísindalegt að efast ekki um þær þegar enginn hefur getað sannreynt þær á hlutum sem við vitum aldurinn á. C14 aðferðin er undantekning enda er hægt að nota hana til að afsanna hugmyndina um að hinir og þessir steingervingar eru margra miljón ára gamlir en af trúar ástæðum þá hafna darwinistar niðurstöðum þeirra aldursmælinga...
Það breytir því að ég er sammála því að meginlöndin voru eitt sinn saman og bendi aðeins á að það var sköpunarsinni sem kom fyrst með þá hugmynd en að vísu var hann að taka það frá Biblíunni.
Það eru vísindi, alveg hárrétt. Ályktanir út frá þessum athugunum eru ályktanir og sköpunarsinnar og þróunarsinnar hafa sömu staðreyndir en þeir túlka þær öðru vísi. Ég tel að sagan af flóðinu er betri útskýring á setlögum jarðarinnar á meðan darwinistar eru ósammála því.
Ég vil sjá rökin sett fram í þeirra eigin orðum. Hvort að viðkomandi geti útskýrt þetta sjálfur og fært rök fyrir máli sínu.
Hjálpaði mannkyninu upp úr miðöldum. Ef það var eitthvað sem orsakaði endalok miðalda þá var það prentun og þýðing Biblíunnar á tungu almennings.
Hvað eiginlega myndir þú halda um vinkonu þína sem segðir að þú værir steingervingur sem ógnaði heimsbyggðinni?
Mofi, 16.9.2008 kl. 12:49
Hann var líka kallaður "fudge factor" svo ég var ekkert að fara með rangt mál þar.
Þetta studdi kenningu Einsteins sem frekar studdi Mikla hvells kenninguna.
Ég tala um Cosmic microwave background í greininni minni. Það sem að vantar hjá þér er að útskýra hvernig þú veist hvað gerðist 300.000 árum eftir Mikla hvell
Ég var ósammála þínum guðleysis afsökunum, það er alls ekki hið sama og ég skildi ekki rökleysuna þína.
Miðað við þessi orð þá hreinlega lastu ekki greinina. Ég bendi á að kenning Einsteins hafi stutt það að alheimurinn hafði byrjun en það passaði ekki við trú Einsteins á þeim tíma sem var að alheimurinn væri eilífur. Smá saman skipti hann um skoðun og að lokum hafnaði hann þeirri hugmynd að alheimurinn væri eilífur.
Mofi, 16.9.2008 kl. 12:59
Er guðleysis darwinismi staðreynd Jenny? Er það staðreynd að Guð er ekki til, lífið kviknaði af sjálfu sér og mannkynið er orsök langra röð tilviljanna? Eru þetta staðreyndir sem ríkinu ber skylda að kenna sem heilagan sannleik og þá kannski læsa þá inni sem eru ekki sammála eða hvað?
Þú skalt ekki myrða... þú ert kannski á móti þeim bókstaf?
Auðvitað er það athugavert að einhverjir kalli sig kristna og síðan stunda stríðsrekstur! Mér líst ekkert á hvað er að gerast í Bandaríkjunum en eins og ég benti á áður þá er minn skilningur á spádómum Biblíunnar sá að Bandaríkin breytist úr landi byggt á kristnum gildum yfir í ofsóknunar vald.
Mofi, 16.9.2008 kl. 13:03
Mofi hér kemur ein endaleysan hjá þér:
C14 aðferðin er undantekning enda er hægt að nota hana til að afsanna hugmyndina um að hinir og þessir steingervingar eru margra miljón ára gamlir en af trúar ástæðum þá hafna darwinistar niðurstöðum þeirra aldursmælinga...
C14 aðferðin er ekki notuð til að mæla aldur steingervinga sem eru milljón ára gamlir. Mig minnir að helmingunartími C14 sé um 5730 ár. Það gerir það að verkum að C14 er ágætis aðferð (ekki perfect) til að mæla aldur hluta sem eru minna en 80.000 ára gamalir. Þú getur alls ekki notað 14 til að mæla aldur á steingervingum sem eru nokkur milljón ára með því. það væri jafn viturlegt og að mæla mícrómetra með millimetra kvarða. Sem betur fer höfum við aðra ísótópa sem noðaðir eru til að mæla aldur hluta sem eru eldri en 80.000 ára.
Kveðja Þorvaldur
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:04
Guðsteinn skrifar
Þróunarkenningin sem slík er of uppfull af götum til þess að geta staðist, en þróunin sem slík á sér stað og er helber raunveruleiki, kenningin sjálf heldur ekki vatni, þótt að þróun manns og dýra standist.
Ég viðurkenni að ég er með flensu.. en ég bara skil ekki hvað þú ert að fara Guðsteinn minn... og jú þróunarkenningin heldur einmitt vatni, hún er staðreynd að mati flestra vísindamanna í heiminum... hún er komin á sama level og þyngdaraflið.
Og svo ert þú dottin í sama far og Sannkristinn... guddi skapaði þróun.. vá hahaha
Og það að segja að þegar menn komast að því að biblían er að bulla þá koma alltaf sömu tuggurnar: Þetta eru myndlíkingar, fagurfræði bla bla yadda yadda.
Ég ráðlegg þér Guðsteinn minn að hætta að lesa biblíu og kynna þér málið... ég veit td að fólk hefur orðið háð því að lesa Ísfólkið.. jafnvel talið að þar færi sannleikur
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:04
Það er bara ekki hægt að gera þér til geðs.
Þegar menn setja rökin fram í eigin orðum þá biður þú um heimildir. Þegar menn svo koma með heimildirnar þá biðurðu þá um að setja fram rökin í eigin orðum. Þetta er Circular Reasoning.
Hvað er eiginlega það sem þú vilt?
Ragnar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:04
Mofi
Þorvaldur leiðrétti risastóra skekkju hjá þér þar sem þú sagðir Einstein hafa deilt með 0.
Þú ættir að taka hressilega til í heimildum þínum fyrst þú ert að styðjast við orð manna sem fara með svona hroðalega rangt og vísvitandi niðrandi mál.
Málflutningur þinn er einskis virði á meðan þú ekki bregst á nokkurn hátt við að bent sé á svo alvarlegar rangfærslur útlistunum þinum á því sem þú trúir og af hverju þú trúir því.
Kristinn Theódórsson, 16.9.2008 kl. 13:06
Ég hef sjaldan orðið vitni að einsmiklum dónaskap og hér. Fyrst komst Mofi í messuvínið og í kjölfarið streymdi til hans allskonar fólk og meðtók mjöðinn góða.
Ég er sárspældur yfir því að mér hafi ekki verið boðið með.
Og hana/hæna nú.
En spurningar frá mér, bæði til Mofista og hinna:
Hvers vegna eru menn með geirvörtur? Og hvers er þá Geir Haarde ekki með vörtur?
Sigurður Sigurðsson, 16.9.2008 kl. 13:10
Mofi er VenomFangX Íslands.
Fyndið að Mofi segi að biblían vilji ekki morð... biblían er full af þversögnum og rugli.
Hún talar um að það eigi að myrða allt í einhverju þorpi, að menn eigi að taka hreinar meyjar og gera það sem þeir vilja við þær en drepa alla aðra, ungabörn og alles.
Það er vart til ljótari bók en biblían.. valkvæm blinda ásamt því að prestar og aðrir passa sig á að segja fólki ekki frá því að guddi vill að óstýrilátir táningar verði myrtir, konur sem eru ekki hreinar meyjar á brúðkaupsnótt skulu myrtar... og Sússi kom og sagði að bókin væri í fullu gildi, þar mætti engu breyta.
Ef biblían væri ekki trúarrit þá væri hún líklega bönnuð af stórum hluta.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:12
Guðsteinn
Hvernig skapaði Guð manninn ef hann þróaðist einfrumungi í drullupolli?
Ertu með svona M. Behe pælingu um að Guð hafi látið hlutina þróast til að við yrðum til, blessaðir rjómabossarnir sem höldum að við séum nafli alheimsins?
mbk,
Kristinn Theódórsson, 16.9.2008 kl. 13:14
Þegar ég bið um heimildir þá á ég auðvitað við einhverja tilvitnun eða grein sem hann getur bent á sem styður mál sitt. Ekki bókastafla.
Ef það er rangt hjá mér þá er bara gaman að fá þá leiðréttingu.
Mofi, 16.9.2008 kl. 13:16
Gott dæmi um snilldar hönnun en of langt mál fyrir mig að útskýra hér, vonandi ertu sáttur við grein sem fjallar um þetta mál: http://www.overwhelmingevidence.com/oe/blog/troutmac/nipples_on_men_problem_for_intelligent_design
Ég get ekki tjáð mig um geirvörtur Geirs Haarde eða skort á þeim en er forvitinn að vita hvaðan þú fékkst upplýsingar um þær? :)
Mofi, 16.9.2008 kl. 13:19
Guð á að hafa skapað okkur í sinni mynd... guddi er einfrumungur.
Ég skil ekki hvernig fólk getur blekkt sig svona rosalega.. fólk hlýtur að vita það innst inni að guðir eru ekkert nema skáldskapur.
Ég sé ekki fram á að sjálfsblekkingarsinnar og sjálfselskukútar játi það að guðir séu ekki til fyrr en vísindin geta skaffað fólki eilíft líf.
Það er meira en möguleiki að vísindin geti skaffað okkur eilíft líf í virtual reality, þar sem menn geta fengið raðfullnægingar, þar sem sjúkdómar og slys eru ekki til..
Þar sem við gætum hugsanlega náð að lifa útfyrir hið tehoríska "Big Rip"... :)
Sign me up.... en hvað munu trúaðir menn gera ef þeim bíðst þetta.. munu þeir taka séns á guðum trúarritanna & bronsaldarpælingum eða vísindunum :)
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:26
ID(Idiodic dogma) er faktískt þetta... hér þykjast menn sjá Jesú jafnvel þó enginn maður viti hvernig Jesú var útlits.. jafnvel þó Jesú hafi líkast til ekki verið til... nema hugsanlega sem nokkrir hallelúja wannabe gaurar steyptir saman í einn og síðan skáldað í kringum það, biblían var árhundruð í smíðum af KUFLUM & KIRKJU
Gerið svo vel ID... hvað segir Mofi.. er þetta ekki ID?
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:38
Mofi þú ert ósammála mínum guðleysis afsökunum varðandi þéttingu efnis. Ekki málið mér er alveg slétt sama um það.
Hugsaðu nú aðeins um þessa setningu hér að ofan og taktu orðin guðleysis afsökun aðeins út vegna þess að þetta er það sem einkennir bókstafstrúarmenn og gervivísindamenn þeirra. Þeir kalla það vísindi að koma fram með kenningu um staðreynd sem þeir eru þegar búin að gefa sér.
Eitt af hornsteinum vísindalegrar aðferðar er að það má EKKI gefa sér endaútkomuna áður en farið er af stað að rannsaka tiltekin hlut. Af hverju eru gervivísindamenn að rannsaka tilurð jarðarinnar og alheimsins með "vísindalegum" aðferðum ef þeir vita að Guð hafi skapað allt draslið fyrir rúmlega 5000 árum síðan. Þarna er helsti veikleiki í svokölluðum vísindaiðkunum bókstafstrúarmanna.
Þú (Mofi) ert endalaust að pirra þig út í vísindamenn og kenningar og hvert skipti sem kenning er lagfærð segir þú að það sé sönnun þess að hún sé röng. Þú verður að lesa svolítið um vísindlega aðferð til að átta þig á þessu. Ekkert er gefið í þessum alheimi og ekkert er öruggt nema kannski það að hann mun halda áfram að þenjast út með sívaxandi hraða. Við vísindamenn erum mjög fúsir til að viðurkenna að við höfur rangt fyrir okkur og tilbúnir að breyta kenningum okkar EF við sjáum gögn sem benda til þess. Það er gögn sem eru unnin samkvæmt vísindalegum aðferðum en ekki bókstafir sem voru skrifaðir fyrir 2-3 þúsundum ára síðan undir áhrifum ofskynjunarsveppa.
þorvaldur þórsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:39
Kiddi T:
Ja, fyrstþú spyrð svona þá spyr ég á móti: hvernig varð einfrumungurinn til? Tilviljun? Nei, slíkt er firra, og meira að segja þú viðurkennir það.
Dokksi - ég er aðeins að bergmala það sem þjóðkirkjan boðar og ég sjálfur trúi á og er ekkert nýtt af nálinni, og ef ég hljóma eins og Sannkristinn, gott og vel, þótt hann sé skrítin þá kemur stundum heil brú útúr honum, þótt gaurinn sé afspyrnu furðulegur sé.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.9.2008 kl. 13:40
Svarar með spurningu! Það er svindl!
Þar sem ég hef ekki trú á því að nein vitsmunavera af neinu tagi hafi komið að þessum málum verð ég víst að álykta að umrædd "firra" hafi átt sér stað.
En þú Guðsteinn, hafnar þú því að maðurinn hafi þróast frá forn-öpum?
mbk,
Kristinn Theódórsson, 16.9.2008 kl. 13:45
Þróun tekur ekki á upphafi lífs Guðsteinn... bara svo það sé á hreinu.
Hér er tekið á upphafi lífs í "Made easy" seríu... þá getur þú séð fyrir þér hvernig þetta byrjaði allt saman
http://www.youtube.com/watch?v=ozbFerzjkz4
Að trúa því að geimgaldrakarl hafi búið í ENGU & líka ALLTAF er mesta og fáránlegasta trúarstökk sem hægt er að taka, miðað við það eru einfrumungar í súpu + þróun eins og 2 + 2= 4
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:47
Ég hafna því að maður hafi þróast frá öpum. Maðurinn og apinn áttu sameiginlegan forföður. Það má kannski kalla þennan sameiginilega forfaðir forn-apa.
þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:49
Og þegar menn eru með götóttar skáldsögur til að útskýra tilvist heimsins án Guðs, er þá ekki verið að gefa sér þá útkomu að Guð er ekki til og að allt varð til með aðeins náttúrulegum kröftum? Segðu mér hvernig varð fyrsta nýtilega orkan til þegar lögmál varmafræðinnar segja okkur að nýtileg orka er alltaf að minnka.
Afhverju fóru darwinistar að leita og leita að hlekki milli manna og apa fyrst þeir vissu að menn hefðu þróast frá dýrum? Alveg eins og Louis Pasteur og Gregor Mendel og fleiri þá vilja sköpunarsinnar vita meira um sköpunarverkið því eins og Pasteur sagði "vísindi færa okkur nær Guði"
Pirraður út í darwinista sem rugla saman sínum guðleysis skáldsögum við vísindi.
Mofi, 16.9.2008 kl. 13:49
Já, vegna þess að þróunarKENNINGIN (með áherslu á kenningu) finnst mér ekki ganga upp hvað það varðar, of margir brotnir hlekkir og annað sem passa ekki.
Og hvernig átti þessi firra sér upphaf þá? Eins og þú sérð að hvorki þú eða ég höfum svör við því, sem og okkar trú og skoðanir, þess vegna finnst mér rangt að útiloka Guð.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.9.2008 kl. 13:49
Eh, ég bað sérstaklega um óhlutdrægar heimildir og þú vísar á enn eina sköpunarsinnasíðuna.
Ef ég má leyfa mér að vitna í Mendel: "Isn't anyone listening?"
Arnar, 16.9.2008 kl. 13:51
Ah.. af því að það er bara kenning..
Veistu hvað 'kenning' þýðir í vísindum?
Arnar, 16.9.2008 kl. 13:53
Mofi, 16.9.2008 kl. 13:55
Eftir því sem mér skilst eru lífefnafræðingar alltaf að komast nær því að skilja hvernig fyrstu lífeindirnar urðu til og þekkingin alltaf að aukast sem segir að þetta geti gerst og hafi vitaskuld gerst.
Þróun er síðan svo tær sannleikur að leitun er að öðru eins. Það sjá menn ekki síst þegar þeir kafa ofan í erfðir dýra og allt fellur þetta saman eins og flís við rass. Ekki fara að neita þessu eins og hann Mofi gerir, ég skil alveg að þið félagarnir viljið ekki trúa og það allt.
Abiogenesis eru vissulega óljós fræði ennþá, en að neita erfðum mannsins er bókstafstrú af skondnustu sort og því ekkert við því að segja. Menn sem trúa slíku hafa ekki áhuga á upplýsingum um það mál.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 16.9.2008 kl. 14:01
Hornsteinninn í því sem þú sagir hér síðast Mofi er að vísindi eru alger fjarstæða án þess að viðurkenna tilurð Guðs eða skapara. Þetta er því miður bara akkúrat þinn akkílesar hæll minn vinur. Þar fellur þú á prófinu. Með því að vera að flækja Guði og skapara endalaust inn í vísindi þá ert þú ekki að fara eftir vísindalegri aðferð. Ef þú fengir að ráða væri sennilega jörðinn eitt stórt Amish þorp þar sem engi spyrði neinna spurninga heldur trúa á bókstafinn eingöngu án þess að efast. Oh boy það væri gaman að lifa í svoleiðis heimi. Kannski væri hann friðsamari en sá sem við búum í í dag. Þá kemur spurningin trúa ekki öfgamenn á það að allt fari til fjandans í endan og Guð komi og drepi alla vondu kallana og frelsi hina góðu? Ef allt væri svona svakalega friðsamt á jörðunni mundi þá Guð bara hætta við að koma??? Ég bara spurði!!!!!
Þorvaldur
þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 14:02
óó Guðsteinn.. þú afskrifar þróun vegna þess að "kenning" kemur fyrir í nafninu :)
Það er djúpt ha... þú treystir fornmönnum bara vegna þess að þeir segja EXTRA LÍF... það er gulrótin sem fær þig til þess að trúa :)
En ég ætla að hjálpa þér.. þú ættir að skoða bloggið mitt oftar vinur... svona ef þú hefur einhvern áhuga á að kynna þér málin
Frá apa til manns
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/641982/
Great transformations
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/639660/
Mikli hvellur hugans
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/643934/
The real Eve
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/643318/
Ég skora á þig Guðsteinn og aðra sem trúa á sköpun etc að skoða þessar myndir.. .þó það sé bara til þess að sjá hinn flötinn
Ég veit að það er useless að sýna Mofa þetta því þróun gefur honum ekki von um extra líf með geimpabba(Sjálfselska)
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 14:03
Hversu auður og dimmur væri 6000 ára gamall alheimur?
http://www.youtube.com/watch?v=fgg2tpUVbXQ&eurl=http://svanurg.blog.is/blog/svanurg/?offset=100
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.9.2008 kl. 14:12
Deep field er frábært dæmi Svanur, því miður fær það ekki að láta menn eins og Mofa til þess að sjá ljósið.
Fólk þarf ekki að skoða mikið til þess að sjá að trúarritin eru ekkert nema skilningur fornmanna á dæminu... ef ekki væri minnst á extra líf þá myndi ekki nokkur maður trúa dæminu.
No reward = no religion.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 14:15
Hvað er það sem styður sameiginlegan forfaðir manna sem sameiginlegur hönnuður útskýrir ekki alveg jafn vel?
Hvað ætli Newton, Gregor Mendel og Michael Faraday myndu hafa sagt við þessu? Að vísinindi væri að afneita Guði, það væri hreinlega skilgreining á vísindum?
Guð er samkvæmt þessu útilokaður ekki vegna staðreynda heldur vegna skilgreininga sem þú og aðrir guðleysingjar halda fram að vísindi eru.
Ef ég fengi að ráða þá væru nemendur fræddir og vísindamenn mættu trúa því sem þeir vilja og myndi ekki mismuna þeim á grundvelli trúar þeirra. Ég er mikill fulltrúi efasemda, efast um að ekkert geti orðið að alheimi, efast um að efni og orka geti orðið til af náttúrulegum orsökum, efast um að líf geti kviknað af sjálfu sér, efast um að líf á þessari jörð er marga miljón ára gamalt og efast um að tilviljanir geti gefið efni meðvitund og siðferðiskennd. Í mínum augum ert það þú sem ert aðal trúmaðurinn, well, þú og DoctorE og Kristinn hérna :)
Afhverju er þín trú líkleg til að gera heiminn friðsamari? Hvað með guðleysis stjórnvöld eins og Stalín og Maó og Pol Pott? Afhverju drápu þessi stjórnvöld allar þessar miljónir? Afhverju olli guðleysis trúin og árás á kristni ekki samfélögum sem voru kærleiksrík og umburðarlind? Ég meina, fyrst að þessi guðleysis trú þín er svona frábært, hvar eru ávextir hennar?
Það er góð spurning; kannski myndi Hann hætta við að koma...
Mofi, 16.9.2008 kl. 14:17
Veistu Mofi að ólíkt þér þá myndi ég hafna þróun/big bang eða whatever ef ég hefði GÖGN sem sýndu fram á að þetta væri bull.... það er munurinn á að taka hluti af skynsemi vs trú/von
Þú getur líka verið nokkuð viss um að súpergaur eins og guddi myndi henda þér sem gallaðri "vöru"... þú getur verið alveg viss um að súpernagli eins og guddi myndi ekki hafa sömu þarfir á persónudýrkun og Brithey Spears.
Þegar öllu er á botnin hvolft þá er afstaða þin til þessa alls, guða/vísinda a loose loose situation.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 14:22
Mofi: "Nei, ég kalla afsakanir, sögur sem eru eins götóttar og svissneskur ostur aðeins af því að þeir vilja ekki þann möguleika að Guð kom nálægt sköpunarverkinu."
Ég kalla það blindni, sögur sem eru eins götóttar og svissneskur ostur aðeins af því að þeir vilja ekki þann möguleika að Guð kom ekki nálægt sköpunarverkinu.
Steinn (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 14:29
Ég held við ættum öll að geta verið sammála um það sé ekki í okkar valdi að útskýra okkar tilveru hér, við getum sett fram tilgátur og reynt okkar besta að skilja afhverju hlutirnir eru eins og þeir eru.
Að koma fram og þykjast vita nákvæmlega hvernig heimurinn var til er bara hroki. Biblían er ekki sönnun fyrir einu né neinu. Það er margt fallegt í henni en hún er ekki heilagur sannleikur og er bara skrifuð af mönnum.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 16.9.2008 kl. 14:32
Fólk fer hér um víðan völl vísinda og hjátrúar í bland. Að lesa athugasemdirnar allar (ef einhver nennir því) er eins og horfa á mýflugu skotna með fallbyssu. -
Ég vil spyrja þig Mofi einnar spurningar. Hversu gamla álítur þú jörðina vera og hversu gamlan álítur þú alheiminn vera?
Vinsamlega svaraðu í sér-athugasemd.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.9.2008 kl. 14:34
Jæja Tvær:)
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.9.2008 kl. 14:35
Stormur í vatnsglasi !!!! Aðvörun, aðvörun – sköpunarsinnar í USA eru hættulegir!!! Hvers konar bull er þetta? Af hverju eru þeir hættulegir og vísindamenn sem draga menn frá Guði og vilja hans hættulausir? Og hvernig tengjast vísindamenn þróuninni? Tilheyrir þú þessum litla hluta manna sem hafa lagt í þá vinnu að skilja í smáatriðum hvað þróun er? Þeir sem hafa lagt í þá vinnu – eru þeir hættulausir en aðrir hættulegir? Spurningin sem þú ert að spyrja er í raun þessi: Hvenær sleppti Guð hendi af sköpun sinni og setti hana í hendur mannanna? (þá er hinni augljósu spurningu ósvarað – er Guð til?)
Það er maðurinn sjálfur með öllum sínum vísindatilraunum, þróunaskoðun, efnishyggju og bulli hér á jörðinni sem er að fara með sköpun Guðs í hundanna. Ekki hættulegir „sköpunarsinnar“ í USA, hverjir sem það nú eru – þetta er eins upphrópun um nýjan hóp sem ber að útrýma. Einu sinni voru það Gyðingar og þá var reynt að útrýma þeim, svo voru það Múslimir, nú eru það „sköpunarsinnar“.
Vísindalegar staðreyndir eru úskýringar á því viðfangsefni sem verið er að skoða hverju sinni. Viðfangsefnið er afmarkað og skoðað í tíma og rúmi. Þess vegna getur vísindaleg staðreynd aldrei útskýrt sköpunarverk Guðs. Til þess þyrfti vísindaleg skoðun að geta lifað sjálfstæðu lífi án tíma og rúms. Takmarkaður hugur okkar og skilningur leyfir það ekki. Alla vega ekki ennþá. Við gætum átt eftir að þróast (allavega einhver okkar) á þann stað í tilvist okkar að við náum að yfirstíga þessar efnislegu hindranir vitundarsviðs okkar. En þá værum við orðin – Guð. En ekki vísindamenn sem nenna að skilja allt í smáatriðum.
Það er enginn maður hættulegri öðrum eða minna hættulegur öðrum. Menn geta með heiðarlegum og ærlegum ásetningu og góðu hugarfari þróað vitlausar vísindalegar kenningar og dregið aðra menn á asnaeyrunum frá Guði . Sérstaklega vísindamenn sem ekki trúa á Guð – og eru ekki flestir þannig. Skilningur okkar á vísindum gerir okkur ekki betri eða rétthærri frammi fyrir Guði á æðsta degi. Augu okkar eiga að hvíla á Guði skapara okkar – sem skapaði okkur í sinni mynd og engu öðru. Þannig myndi okkur best farnast. En þannig högum við okkur ekki. Við leitum skýringa í öllu sem í kringum okkur er þ.e. sköpunarverkinu, setjum það á stall, lofum og dáum (skurðgoðadýrkun) og gleymum okkur í stað og á stundu hverri – í stað þess að einblýna á skaparann sjálfan og gera hans vilja.
Ég er kristin, ég trúi því að Biblían sé lifandi orð Guðs - og trúi því að sköpunarsagan sé sönn. Ég trúi því vísindin skýri margt í sköpunarverki Guðs – en langt frá því að þau skýri allt. Einmitt vegna þessara takmarkanna vísindanna eru þau hættuleg í því samhengi þegar þau reyna að útskýra eitthvað hlutlægt viðfangsefni sem virðist rétt innan þess vitundarsviðs sem við náum að skynja. En vísindin eru sannarlega sönn viðleitni manna til að skýra það sem Guð hefur skapað og maðurinn ekki skilur. Það er fyrir þá sem nenna og vilja skilja. Það setur samt engan á stall frammi fyrir Guði. Hvorki vísindamanninn né þann sem stendur á orði Guðs.
Þú veltir fyrir þér þeirri spurningu hvað er þróun? Svarið er einfalt: Þróun er breytingarferli einhvers viðfangsefnis frá einum tíma til annars. Bundin í tíma og rúm. Sambönd þróast, líf þróast, heimurinn þróast, hugsanir þróast, tilfinningar þróast, hlutir þróast …. Stundum þannig að eitthvað einfalt verður flóknara og stundum þannig að eitthvað flókið verður einfaldara og stundum hvorugt. Þróun er því takmörkuð við vitsmunarlíf mannsins og ekki hægt að skoða hana öðru vísi en bundna í tíma og rúmi. Þróun er staðreynd og hefur ekkert með kenningar að gera. Þær eru eingöngu til þess fallnar að útskýra ástand, breytingu og/eða þróun ef svo ber undir. Guð einn er óbreytanlegur og þróast ekki. ... og sköpunarsinnar í USA eru ekki hættulegri en aðrir menn.
gp (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 14:37
Ég er alveg sammála DoctorE um að ef gögn bentu til þess að hundur hefði skapað alheiminn og þessi gögn væru unnin á fullkomlega vísindalegan hátt. Þá væri ég alveg tilbúin að trúa því(sagt í gríni með hundinn). Það sem ég er að segja er að ég er ekki að segja mig á þann stall að vita hinn fullkomna sannleika eins og Mofi. Það er það sem Mofi skilur ekki er að við byggum okkar heimsmynd á gögnum sem eru alltaf að verða fullkomnari og fullkomnari og þess vegna er nauðsynlegt að aðlaga kenningar til að gera þær fullkomnari.
Nanna það er ekki á okkar valdi að vita allt. Það er á okkar valdi að reyna að vita eins mikið og við getum og vera tilbúin að taka breytingum þegar nauðsynleg gögn kalla á þær.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 14:43
Þessi rýri kjaftavaðall gp minnir mig á orð múslíma sem ég las um daginn um CERN verkefni. Þar sagði kauði nokkur að múslímar væru líka að rannsaka heiminn, en þeir væru svo heppnir að þekkja styttri leið, og hún væri um Allah.
Kristinn Theódórsson, 16.9.2008 kl. 14:46
Þorvaldur, það var eiginlega það sem ég er að segja, það er allt í lagi að trúa, svo lengi sem þú setur ekki trúna þína fram fyrir hugmyndir og trú annarra. Að minnsta kosta setja vísindamenn fram kenningar en ekki staðreyndir sem þeir eru tilbúnir að breyta ef eitthvað annað getur afsannað það.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 16.9.2008 kl. 14:47
Ok mófi, segjum að allt líf á jörðinni eigi sér sameiginlegan forföður og sá forfaðir hafi verið hannaður af einhverri yfirnáttúrulegri veru. Það er ID a la Behe ekki satt?
Ef það er rétt þá er biblían og sköpunarsagan þín röng og þú ert að trúa á einhvern ímyndaðan tilbúin guð.
Nákvæmlega þessvegna skil ég ekki akkuru þú ert alltaf að reyna að breiða út ID.
Arnar, 16.9.2008 kl. 14:52
Vá gb er búinn að vinna ræðuna hér... skrifar allt í hástöfum
Magnað að trúa því að biblían sé orð guðs... veit gb að original biblían er ekki til... stærsta snifsið úr henni er á stærð við greiðslukort.
Sér gb ekki að guð biblíu er spitting image af fornum keisurum.
Það er hneyksli í sjálfu sér að draga guð sinn niður á plan fornmanna, það er kannski hið ultimate guðlast.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 14:53
gp. Ef að þú trúir því að það sé til skapari sem standi ofar sköpun sinni er eina leiðin til að þekkja hann og forvitnast eitthvað um hann að rannsaka sköpunina. Þar á meðal manninn sjálfan. Smiðsverkið ber vitni um smiðinn. Ein leiðin og að mínu viti sú besta, er að nota til þess vitsmuni og skærasta ljós vitsmuna mannsins eru án efa vísindin. Þau ein geta gert tilgátu að kenningu sem síðan verður að viðtekinni þekkingu.
Ef þú sérð ekki samhengi milli þess sem fólk trúir og þess sem það gerir eins og fullyrðingar þínar um skaðleysi sköpunarsinna í USA benda til um, skiptir það sem þú trúir (og þú hefur nú upplýst okkur um) ekki neinu máli heldur og þar með ertu stikk frí í þessari umræðu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.9.2008 kl. 14:58
Ég aðeins segi hver mín trú er varðandi uppruna heimsins og lífsins og mannkyns. Það er ekki ég sem fullyrði að það er vísindalegur sannleikur að tilviljanir og náttúruval bjó þetta allt til.
Ég er búinn að spyrja þig að hinu og þessu en þú svarar mér ekki en samt viltu að ég svari þér?
Ég tel að við vitum ekki hve gömul jörðin eða alheimurinn er. Hef hreinlega ekki sterka skoðun á því. Ég aftur á móti trúi að lífið og mannkynið sé innan við tíu þúsund ára.
Segir þróunarkenningin ekki að allar mismunandi tegundir dýra og við mennirnir urðu til með tilviljanakenndum stökkbreytingum og náttúruvali?
Akkúrat það sem ég var að upplifa... takk!
Það er ég sem segi að þetta er mín trú og að ég vil aðeins að fólk sé frætt um þetta efni en ekki heilaþvegið með því að darwinismi er heilagur óvéfenglegur sannleikur.
Mofi, 16.9.2008 kl. 14:59
Mofi:Það er ég sem segi að þetta er mín trú og að ég vil aðeins að fólk sé frætt um þetta efni en ekki heilaþvegið með því að darwinismi er heilagur óvéfenglegur sannleikur.
Ekki rugla saman sannleik og vísindum. Í vísindum eru kenningar til enn ekki sannleikur. Það er það sem skilur vísindi frá gervivísindi er að vísindamenn segjast aldrei vera með fullkominn sannleik eins og gervivísindamenn og sköpunarsinnar. Þeir fela sig alltaf á bakvið hin fullkomna sannleik sem kemur frá Guði í formi gamallar bókar sem skrifuð var af mönnum. .
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 15:06
gb & Mofi sjá Satan í vísindunum... why, vegna þess að þeir vita að vísindin munu á endanum slá guð þeirra út af borðinu.
Vísindin leggja ekki upp með að killa tálsýnina með guð, það er bara hliðarverkun.
Sköpunarsinnar ráðast nú á vísindin með rugli og bulli, það mun eingöngu verða til þess að vísindin munu afsanna tilvist guða fyrr en ella... þannig að þeir trúuðu eru einfaldlega verstu óvinir sinnar trúar.
Ég veit að í dag eru margir vísindamenn sem leggja mikla áherslu á þetta dæmi eingöngu vegna þess að trúarnöttar réðust að þeim af fyrra bragði, ásaka vísindalegar kenningar um að vera orsök helfarar og ég veit ekki hvað og hvað....
Kannski skemmtilegt að benda kristnum á það að Hitler sjálfur var mjög kristinn maður og hann vildi gera 1000 ára ríkið hans gudda.
Perónulega er ég ekki mikið fyrir að nota svona Hitlerium dæmi en Mofi og aðrir eiginlega kalla á það þegar þeir ráðast að saklausum mönnum ok kenna þeim um ég veit ekki hvað
Kristni Hitlers í máli og myndum
http://www.nobeliefs.com/Hitler1.htm
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 15:09
Þetta er svo fjarri því að vera heiðarlegt hjá þér. Þú gerir svo miklu meira en að efast um kenningar og tilgátur, þú hafnar nefnilega staðreyndum - og nei ég nenni ekki að nefna dæmi, þau eru þó mýmörg.
Það er gott og blessað að efast og benda á aðra möguleika, en að gera sér það mögulegt að trúa á aðra möguleika með því að hafna 1.000 ára þekkingu vísindanna er þvermóðska og heimska sem á ekki heima í námunda við kennslustofur af neinu tagi.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 16.9.2008 kl. 15:09
Þá vil ég betri hönnun, takk fyrir
Hákon (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 15:36
Hula þú ert greinilega ekki að skilja það sem ég var að skrifa. Eiginlega skil ekki hvernig þú færð það út að ég var að segja að það væri veikleiki vísinda að setja fram kenningar. Well.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 16.9.2008 kl. 15:39
Ekki alveg viss. Behe trúir á svo kallað "frontloading" sem þýðir að upplýsingarnar voru þegar til en síðan smá saman urðu þær valda af náttúruvali og þannig þróuðust dýr að stórum hluta frá upplýsingum sem voru setta í þau. Held að hann hljóti að trúa því að Guð setti inn nýjar upplýsingar eftir því sem tíminn leið.
ID er ekki hvað Behe trúir. ID er aðeins að sumt í náttúrunni er betur útskýrt með vitsmunalega orsök frekar en tilviljanir og náttúruval. Hvorki meira né minna.
Mofi, 16.9.2008 kl. 15:52
Nanna, skoðaðu:
http://www.bjupress.com/webapp/wcs/stores/servlet/ProductDisplay?parent_category_rn=279832&storeId=10001&catalogId=10001&langId=-1&productId=1514951
Þetta er svona sköpunarvísindaleg kennslubók í líffræði sem sköpunarsinnar eins og mófi vilja láta kenna í skólum. Ef þú ferð í 'look inside this book' og lestu inngangin, bara fyrsta síðan er nóg.
Arnar, 16.9.2008 kl. 15:56
Nei, sjáum óvísindalegar skáld sögur að þykjast vera vísindi í guðleysis darwinisma.
Hitler á persónulegum fundum með sínum nánustu starfsfélögum sagði að kristni samræmdist ekki hans hugmyndum og þyrti að berjast á móti kristni. Hvað hann sagði opinberlega til að veiða atkvæði segir lítið annað en að Hitler var ekki bara morðingi, hann var líka lygari.
Ég bara neita því að ég hafni staðreyndum; studdu þessa mjög svo fáránlegu fullyrðingu með einhverjum dæmum annars er ekkert að marka hana.
Sköpunarsinnar hafa almennt ekki áhuga á því. Vilja aðeins að þessi fræði eru kennd á gagnrýninn hátt en ekki einhver darwiniskur heilaþvottur.
Mofi, 16.9.2008 kl. 15:57
Hvað er guð Mofi... ég sé hann fyrir mér sem slavemaster og þig sem þræl hans.
Ég get bara skilið guð þinn eins og Dear Leader í Norður Kóreu... sem gefur fólki faktískt frjálsan vilja en drepur og pyntar alla sem gera ekki eins og hann segir.
Sérðu virkilega ekki að biblían er stjórntæki, stjórntæki sem Mummi í islam notaði sem fyrirmynd í sína bók... notaði meira að segja sama guð og alles.
Vissir þú að nokkrir kuflar tóku sig saman til þess að finna stað fyrir Sússa í himnaríki og ákváðu fyrir þig hvernig dæmið væri útfært.. sem þrenning
Vissir þú að þessi þrenning er helsti þrándur í götu þess að við sjáum svona Kristlam trúarbrögð.
Finnst þér ekkert leiðinlegt að láta aðra hugsa fyrir þig og apa bara eftir þeim það sem þú telur að gefi þér extra líf?
Heldur þú að það sé tilviljun að menn séu kallaðir sauðir í trúarbröðgum... langar þig að vera sauður?
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:01
Mófi, þetta 'frontloading', aðrar skoðanir Behe og bara flest allt við ID er í mótsögn við sköpunarsöguna, ef sköpunarsagan er ósönn hvað þá?
Arnar, 16.9.2008 kl. 16:03
Ragnar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:21
Þetta er einmitt eitt dæmi þess að Mofi er ekki eins rökvís og margir hérna vilja halda.
Ragnar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:23
Gott dæmi eru aldursmælingar sem þér klókari menn eru búnir að reyna að sýna þér fram á að þú skilur ekki.
Við vitum að menn og dýr voru að bardúsa eitt og annað fyrir Biblíutíma, og því getur ca. 6.000 ára dellan ekki staðist, hvorki hvað heimin eða líf snertir.
Það er staðreynd sem þú horfist ekki í augu við, og rök þín fyrir því eru þau að af því að þú og einhver jólasveinahópur hjá AiG skiljið ekki áreiðanleika mælinganna séu þær lygar og Biblían bókstaflega sönn.
Þetta heitir að afneita staðreyndum og óskiljanlega heimskulegt.
Og komdu nú ekki með enn eina copy/paste ræðuna um að C14 mælingar séu ekki áreiðanlegar. Þú hlustar ekki á neitt sem neinn segir um þessi mál, sem þó eru að reyna að útskýra það fyrir þér og ÞESS VEGNA skilur þú ekki dæmið og trúir því enn síður.
Það að lífið sé eldra en 6.000 ára er ekki kenning eða tilgáta, eða byggt á lélegum gögnum eða misskilningur eða samsæri. Það er STAÐREYND.
Og af því að það er staðreynd eiga sjálfglepjandi fuglar eins og þú ekki að fá að hafa neina áhrif á hvað sé kennt eða ekki kennt í skólum.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 16.9.2008 kl. 16:23
Mofi: Ég aftur á móti trúi að lífið og mannkynið sé innan við tíu þúsund ára.
Jæja Mofi minn það er voða gott að hafa sína barnstrú. Það er eitt að trúa og annað að vita. Krakkar trúa því að jólasveinninn komi með gjafirnar og að storkurinn komi með ungabörnin. Það þýðir ekki að það sé vísindaleg staðreynd. Ég virði þína trú en ekki samt reyna að reyna að kenna þetta öðrum sem fullkomnum vísindalegum staðreyndum sérstaklega ekki börnum. Það er í lagi að útskýra að þetta sé trú manna en ekki að þetta séu vísindalegar staðreyndir.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:29
Mofi reit:
Ég tek undirstrikun þína á orðinu "trúi" sem merki þess að þú trúir þessu þrátt fyrir að niðurstöður jarðfræðinga, líffræðinga og þar með erfðafræðinga, mannfræðinga, fornleyfafræðinga, og yfirleitt allra vísindamanna sem eitthvað hafa látið sig málið varða, bendi eindregið til og hafi fært óyggjandi sönnur á að ´"trú" þín hvað þetta varðar er röng.
Ég reyni hvað ég get að til að skilja þann ótta sem fengið getur mann til að hafna allri skinsemi og rökum eins og þú gerir Mofi. En mér þekst það ekki. Ég skil ekki þann Guðsótta sem hindar fólk í að nota vitsmuni sína til að skilja og grípa í stað þeirra til sjálfssefjunar sem svæfir allar spurningar og vilja til að læra.
Guð sem gerir slíkar kröfur er ekki Guð heldur ímyndun ein. - Og það sem meira og mikilvægara er, er að fólk sem lætur uppi slíka augljósa vanvirðingu fyrir viðleitni þeirra sem vilja skilja og vilja vita, fæla í burtu alla einlæga sannleiksleitendur frá öllu sem heitið getur Guðstrú.
Þú Mofi, með þitt steinrunna viðhorf til þess sem er vitað, þess sem ekki er vitað og jafnvel þess sem aldrei verður vitað, ert holdtekja alls þessa sem gefur trú og trúarbrögðum illt orð.
Hver getur mögulega laðast að Guði fáfræði og forneskju? Hver getur laðast að Guði sem blæs fólki í brjóst að hafna rökum og skynsamlegum ályktunum og láta sér nægja þess í stað margbreyttar og fjölþjóðlegar dæmisögur eins og t.d. sköpunarsaga Biblíunnar er?
Og ef þú berð fyrir þig góðum ásetningi, sem ég svo sem efast ekki um að þú hafir, þá minni ég á að ásetningi sem stýrt er af fáfræði er hættulegur, þér og náunga þínum. UM ÞAÐ FJALLAÐI GREIN MÍN.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.9.2008 kl. 16:33
Klám og trú er greinilega vinsælasta umræðuefnið í dag :)
Óskar Þorkelsson, 16.9.2008 kl. 16:51
Stundum virðist þetta tvennt vera það sama Óskar :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.9.2008 kl. 16:55
Hula ég var fyrst og fremst að gagnrína öfgatrú. Ég er engin fáviti ég veit að vísindi eru nauðsynleg, þó eins og allt annað gott sé það notað til ills líka.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 16.9.2008 kl. 17:09
Ég segi það og skrifa að bloggheimar væru engan vegin jafn litríkir ef við hefðum ekki menn eins og Mofa. ... Mér finnst að Kristinn og Doksi ættu að vera þakklátir að Mofi karlinn skuli standa svona fastur á sínu sama hvað bjátar á. Í það minnsta skemmti ég mér konunglega yfir þessari eilífðarumræðu alltaf þegar ég kemst í hana.
Brynjar Jóhannsson, 16.9.2008 kl. 17:13
Arnar... reyndu nú að skilja þetta. ID segir aðeins að sumt er betur útskýrt með vitrænum orsökum en náttúrulegum ferlum. ID Segir EKKERT ANNAÐ!!! ertu eitthvað tregur eða hvað er málið? Hve oft þarf ég að segja þér þetta?
Þér er velkomið að gera það; samt ekki í minni kirkju því að kirkja er auðvitað samfélag fólk sem sömu trúarskoðanir og augljóslega höfum við ekki sömu trúarskoðanir.
Gaman samt að fá það á hreint að þú ert á móti því að darwinismi er kenndur á gagnrýninn hátt, þú vilt heilaþvott sem enginn má gagnrýna eða efast um. Það er ekki menntun að mínu mati og við skulum bara vera sammála um að vera ósammála um það.
Mofi, 16.9.2008 kl. 17:15
Ég skil þær vel og ég veit að þær byggjast á óþekktum ályktunum og þegar kemur að aðferðum ( að c14 undanskilinni ) þá hefur enginn getað sannreynt þær á sýni sem við vitum aldurinn á. Þú trúir hérna bara blint og mér finnst það ekki gáfulegt.
Þú trúir því, það er alveg komið á hreint en þetta er ekki einhver óvéfengjanleg þekking.
Finnst þér þær áreiðanlegar þegar þær segja að sýni sem darwnistar segja vera margra miljón ára gamla eru aðeins nokkur tugi þúsund ára gamla?
http://www.answersingenesis.org/docs2003/0821rate.asp
Ef einhver er með góð gögn þá er gaman að fá að sjá þau. Þangað til þá trúir þú líka að þessir menn hafa sannarlega mælt eitthvað sem sýni fram á svona mikinn aldur og þér er velkomið að trúa því. Ég lít ekki á þig sem einhvern vitleysing þótt þú trúir því; dáldið trúgjarnann kannski.
Meira skítkast... þú hefur ekki boðið upp neitt mikið í þessari umræðu en skítkast; er búinn að missa allt álit á þér.
Hvaða rökum eiginlega? Hve svakalega áreiðanlegar aldursmælingar eru? Hve svakalega augljóst það er að menn voru eitt sinn einhverjar apalegar verur og tilviljanakenndar stökkbreytingar bjuggu til mannkynið?
Mér finnst bara ekkert skynsamlegt við þessa trú; bara eitt af því heimskasta sem ég veit um!
Grein sem var troðfull af rangfærslum og haturs áróðri!
Mofi, 16.9.2008 kl. 17:26
Það er alltaf dálítið skondið þegar vitleysingar tjá sig.
Miller/Urey tilraunin, sem þú att svo afskaplega bágt með að skilja, gekk ekki út á að skapa líf. Ef þú, Erlingur, værir nándar nærri því að vera fær um að skilja hvað þar gekk á værir þú ekki að skrifa þessa leðju.
Miller/Urey átti einungis að sýna fram á að amínósýrur gætu myndast við tiltölulega einföld skilyrði, og viti menn, hún gerði það!
Það er ekki við Miller eða mig að sakast, Erlingur, að þú skilur ekki þrátt fyrir mörg hundruð innleggja samskipti annarstaðar að það átti aldrei nein rotta eða kakkalakki að skríða upp úr glasinu hjá Miller og félögum.
Gangi þér samt vel að leika þér með þversummur talna og handleika sannleikann karlinn minn.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 16.9.2008 kl. 17:26
Mofi ég er alls ekki á móti því að darvínismi eða önnur vísindi séu kennd á gagnrýninn hátt svo framarlega sem þessi gagnrýni byggi á rökum sem unnin eru á vísindalegan hátt. Ég hvet fólk og mína nemendur til að stunda vísindalega gagnrýni. Alls ekki að taka neinum sem sjálfgefnu. Að byggja gagnrýni á dellu úr biblíunni er bara barnaskapur sem ég vona að komi aldrei inn í íslenska skóla.
Þorvaldur (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 17:35
Mér finnst eins og ég sé að tala við stein...
Hvernig nennir maður að eyða púðri í þetta... við erum að tala um gaura sem nota hnetusmjörskrukkur og banana..
http://www.youtube.com/watch?v=FZFG5PKw504
Alltaf gott að rifja upp hvað lærimeistari Mofa & Erlings segja.. svona 4 fun
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 17:37
Bullið. Það er búið að calibrata C14 og aðrar Isotopa-mælingar við allan fjárann af þekktum hlutum og fræðigreinarnar eru allar meira og minna sáttar við skekkjumörkin sem þekkjast í þessum fræðum.
Það ert þú sem trúir bulli frá AiG sem trúir blint.
Verð að hætta þessu í bili, gangi öllum vel að snúa aldursmælingaþvaðrinu hans Mofa
mbk,
Kristinn Theódórsson, 16.9.2008 kl. 17:51
Hér er það þú sem ekkert skilur, eins og vanalega. Ef ID útskýrir uppruna lífs með einhverjum yfirnáttúrulegum hönnuði betur en abiogenesis þá er biblían þín röng.
Ef ID segir hinsvegar að allar lífverur séu skapaðar í núverandi mynd er ID = sköpun og þú þrætir fyrir það.
Er reyndar eitt sem ég skil ekki og það er hvernig þú getur endalaust sagt að þetta sé sitthvor hluturinn en gerir síðan nánast engan greinarmun á ID og sköpunarsögunni. Ef ég man rétt þá eru vinir þínir hjá AiG ekkert sérstaklega hrifnir af ID..
Arnar, 16.9.2008 kl. 18:29
Ef bara á að komast aftur fyrir 6000 ára markið að þá er hægt að gera það með því að telja sig aftur ábak í árlögum í ísborkjörnum. Þeir sýna líka að ekki hefur flætt yfir Grænlandsjökul síðustu 100.000 árin.
Héðinn Björnsson, 16.9.2008 kl. 19:08
Ég var að opna eina Faustino VII eftir matinn og er að hella í glas þér til heiðurs, Erlingur, skál
Kristinn Theódórsson, 16.9.2008 kl. 19:10
Mofi
Þú ert ekki samkvæmur sjálfum þér. Ef þú vilt að ID sé kennd sem vísindi þá verðurðu að samþykkja vísindakennslu í kirkjum.
Mofi
Það er ekki hægt að vera á móti því að darwinismi sé kenndur á gagnrýninn hátt einfaldlega vegna þess að darwinismi er hvergi kenndur. Ég vil á hinn bóginn að vísindi séu kennd á gagnrýninn hátt, enda er það gert.
Ragnar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 19:11
Ég segi það og skrifa að hver sá sem trúir ruglinu í biblíunni er mjög svo tæpur á því, bara sorry... ég get líka sagt það að hver sá sem hættir að liggja í þessari gömlu skruddu og fer að spá í raunveruleikanum á ágætis möguleika á að ná sér vitsmunalega séð.
Ég veit líka að trú byggir á einu versta eðli manna og það er sjálfselska, án sjálfselsku geta menn ekki trúað því að þeir séu svo rosalega spes að það sé almáttugur geimgaldrakarl í geimnum sem elskar þá..... svona þegar ég hugsa þetta betur þá þá er þetta frekar samblanda af sjálfsfyrirlitningu og sjálfselsku + óstjórnlegri þrá í að vera eitthvað meira en menn raunverulega eru.
Mér finnst trúaðir eiginlega vera eins og ég ímynda mér snákinn í paradís, undirförlir og læðupokalegir.
Disclaimer
Auðvitað var paradís ekki til... og ekki heldur snákurinn talandi með lappirnar
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 19:25
Ég upplifði big bang í morgun. Borðaði tvær rúgbrauðssneiðar með síld í morgunmat.
Meira svartholið sem íbúðin mín varð eftir þessi ósköp.
Sigurður Sigurðsson, 16.9.2008 kl. 19:51
Þar sem það er farið róast yfir þessari umræðu langar mig að nota tækifærið og þakka öllum fyrir athygasemdirnar.
Einkum samt þeim Arnari, Kristni, Þorvaldi, DrE, Erlingi, Guðsteini og síðast en ekki síst Mofa :)
Sigurður; Ég kem ekki í heimsókn í kvöld.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.9.2008 kl. 20:58
Sömuleiðis Svanur og þið öll hin, ég veit ekki hvort ég á að segja að þetta hafi verið áhugavert per se ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:16
Já, takk sömuleiðis Svanur og allir.
Þetta eru sérstakar rimmur
mbk,
Kristinn Theódórsson, 16.9.2008 kl. 21:22
Eru menn og konur hér ekki bara að nota copy and paste í gríð og erg úr gömlum svörum í þessari umræðu? Allavega er vonlaust að koma með einhverjar niðurstöður að viti, og þessi umræða er komin útí klárt einelti gagnvart Halldóri(Mofa)
En það sem sætir furðu hér á blogginu hvað fólk er upptekið af bandaríkjamönnum og skoðunum sumra þeirra, Evrópa er að ganga í gegnum stórmerkilega tíma, efnahagshrunið sem átti upptök sín í USA er heldur betur farið af stað í Evrópu,og ég held að við ættum frekar að hafa áhyggjur af spennunni milli Sovét Írak vs. ESB/Nató
Guðrún Sæmundsdóttir, 16.9.2008 kl. 21:58
Jæja Guðrún mín... Mofi kom hér sjálfviljugur, commentaði í gríð og erg og við á móti.
Rosalega weird að segja það vera einelti og eða árás á kristni að ræða ævintýrið og þær miklu hættur sem af því stafa.
Efnahags bla... ég held frekar að þú ættir að hafa áhyggjur af því að trúsystir þín sprengi okkur öll í klessu... hún hefur jú sagt að stríð við rússa sé inni í myndinni OG hún trúir á dómsdag.... með krissa við stýrið er ekki von á góðu... hún er verri en Bush..
En hey.. einhver til í að veðja um það að Bush gerist kaþólikki þegar hann hættir sem forseti?
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:04
Til hamingju með þessa færslu.
Er þetta ekki met hjá þér?
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:05
Þú ert ágætur dokksi, ég á svo mörg trúsystkin enda kristindómurinn útbreiddur hér á vesturlöndum svo ég er ekki alveg með það á hreinu hvaða trúsystir mín á að hafa verið að hóta því að sprengja okkur öll í klessu...
Eftir því sem efnahagsspekúlantar segja þá er USA og Evrópa hnignandi veldi í heiminum, svo að ekki eru þau hættulegust mannkyni.
Guðrún Sæmundsdóttir, 16.9.2008 kl. 22:22
Mofi skrifar:
Ég er búinn að spyrja þig að hinu og þessu en þú svarar mér ekki en samt viltu að ég svari þér?
Ég tel að við vitum ekki hve gömul jörðin eða alheimurinn er. Hef hreinlega ekki sterka skoðun á því. Ég aftur á móti trúi að lífið og mannkynið sé innan við tíu þúsund ára.
Síðar skrifar Mofi:
Finnst þér þær áreiðanlegar þegar þær segja að sýni sem darwnistar segja vera margra miljón ára gamla eru aðeins nokkur tugi þúsund ára gamla?
Ef að C14 mælingar hafa sýnt fram á að sýnin séu AÐEINS nokkur tugi þúsunda ára gömul, ertu þá ekki að viðurkenna að heimurinn er eldri en tíu þúsund ára?
Ég bara spyr.
Aðalsteinn Baldursson, 16.9.2008 kl. 22:30
Ég þakka öllum kærlega fyrir þetta sérstaklega Svani sem byrjaði þráðinn sem margir hafa skemmt sér yfir. Ég var í mikklum rimmum við Mofa fyrir all nokkrum árum síðan á spjallsvæði hjá Visir.is og sýnist mér hann ekkert hafa þróast hvorki með ID eða á annan hátt. Hann er ennþá með sömu hluti og sömu rök. Ég bara gafst upp á kappanum þá og sýnist mér að það hafi verið alveg hárrétt ákvörðun. En ég þakka nú samt honum Mofa kærlega fyrir spjallið hann æsti sig aldrei eins og forðum daga það er kannski helsti munurinn. Kannski að hann hafði þroskast aðeins, maður verður að gefa honum það.
Kær kveðja Þorvaldur
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:30
Alla vega á einum degi, held ég Davíð :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.9.2008 kl. 22:38
Þetta er frábær umræða og vil ég þakka málshefjanda kærlega fyrir hana. Mig langar til að endurbirta innlegg sem ég setti við eina grein Mofa, hvern ég dái einlæglega fyrir einstaka iðni og dugnað. Innlegg þetta varðar leiðarljós vefjarins Answers in Genesis sem er ein af meginstoðum sköpunarsinna á vefnum.
Innleggið er eftirfarandi:
Mér finnst rétt að benda á að gallharðir sköpunarsinnar hafa m.a. eftirfarandi að leiðarljósi:
Þetta útleggst einhvern veginn svona á okkar ástkæra ylhýra:
Þetta má sjá í lið D.6 (neðst) í trúaryfirlýsingu Answers in Genesis vefjarins. Það er því nokkuð ljóst að þeir sem aðhyllast þau gervivísindi sem þar eru framreidd geta í raun ekki tjáð sig um alvöru vísindi því þeir eru fyrirfram búnir að dæma þau ógild og ómerk, algjörlega óháð því hversu sterk rök alvöru vísindin hafa fram að færa.
Nú má vel segja að við rökhyggjumennirnir séum sama marki brenndir. Sá stóri munur er hins vegar á okkar afstöðu og afstöðu gervivísindamannanna að við höfum ekki séð nokkur sönnunargögn sem styðja kenningar gervivísindanna. Það er ekki nóg að vísa í Biblíuna; hún er mannanna verk og sem slík álíka áreiðanleg og Tinna-bók.
Þannig skiptir ekki máli hvort Neandertals-maðurinn var ögn skarpari en áður var talið. Sönnunargögnin sýna að hann dó út meðan Homo sapiens lifði. Frekari rannsóknir munu vonandi leiða í ljós hvers vegna.
Meðan sköpunarsinnar hafa framangreinda yfirlýsingu að leiðarljósi er ekki hægt að taka þá alvarlega. Það sem meira er, það er stórhættulegt almennri skynsemi að ætla að það sé heil brú í málflutningi þeirra. Þetta má sjá í því að í lið A.1 lýsa þeir því m.a.s. yfir að vísindalegar skoðanir þeirra á sköpunarkenningunni geti aldrei trompað ritninguna:
Þannig eru þeir tilbúnir til að afneita eigin vísindum, gangi þau í berhögg við ritninguna. Þeir eru reyndar búnir að marka sér það svið sem vísindi þeirra hafa, þ.e. þau geta bara miðað við að styðja við sköpunarkenninguna. Ef þeir væru vissir um að óheft vísindavina gæti stutt þessa furðusögu sem sköpun er, þá væri þessi varnagli ekki sleginn!
Óli Jón, 16.9.2008 kl. 23:56
Gudbjcrn og Mofi: Ef Biblian er full af myndlikingum og fagurfraedi hefur hun engan sagnfraedilegan eda visindalegan tilgang. Ef svo er erum vid ekki faer um neitt nema personulega tulkun, en personuleg tulkun hefur ekkert med sannleika og raunveruleikann ad gera. Thannig er nyr sannleikur (tulkun) i huga hvers lesanda.
Páll Geir Bjarnason, 16.9.2008 kl. 23:57
Mofi: "Pirraður út í darwinista sem rugla saman sínum guðleysis skáldsögum við vísindi."
"Hvað ætli Newton, Gregor Mendel og Michael Faraday myndu hafa sagt við þessu? Að vísinindi væri að afneita Guði, það væri hreinlega skilgreining á vísindum?"
Eg held thu sert ad misskilja thetta adeins. Hef a tilfinningunni ad thad se vegna thess ad vidhorf thin eru eiginlega algerlega svart/hvit. Thu virdist halda ad thad ad vera "kristinn" se fastmotad form. Thu utilokar ad menn geti adhyllst throun en samt verid kristnir. Thar liggur villan i mcrgu vardandi thin rck.
"Guð er samkvæmt þessu útilokaður ekki vegna staðreynda heldur vegna skilgreininga sem þú og aðrir guðleysingjar halda fram að vísindi eru."
"Hvað er það sem styður sameiginlegan forfaðir manna sem sameiginlegur hönnuður útskýrir ekki alveg jafn vel?"
"ID segir aðeins að sumt er betur útskýrt með vitrænum orsökum en náttúrulegum ferlum."
Tharna liggur vandinn. Gud er ekkert "utilokadur" heldur lagdur til hlidar af theirri enfcldu astaedu ad vid hcfum (enn sem er alla vega) enga visindalega adferd til ad sannreyna neitt i theim efnum.
Thad er er haegt ad utskyra allt med vitraenum ferlum. En fyrir mer er thad svona svolitid eins og ad "gefast upp". Lyst betur a ad leggja Gud til hlidar thar til annad eitthvad kemur i ljos sem stadfestir tilvist hans an vafa.
...thannig, i stadin fyrir ad segja: "Thetta er svo flokid ad vitsmunir hljota ad hafa buid thetta til" segjum vid: "Stcldrum adeins vid, skodum thetta adeins betur".
Páll Geir Bjarnason, 17.9.2008 kl. 00:44
Ef að Mofi og Jón Valur Jens. réðu ríkjum hér á landi væri sama þruglið uppi á teningnum hér á landi og hefur verið í Bandaríkjunum undanfarið: Síendurteknar tilraunir til að koma biblíuþvælunni inn í líffræðikennslu, heilagt stríð í múslimaríkjum, tilraunir til valdaráns á líkömum allra kvenna, hvers kyns tvískinnungur og kjaftæði út í gegn...Og svona mætti lengi telja.
Síðustu ár hafa dæmin sýnt að klerkastjórnir á borð við Bush stjórnina eru ekki hæfar til þess að höndla völd í nokkru ríki...En samt er ameríska ofstopakjaftæðið enn að breiðast út. Sjáið til dæmis hvað KFUK daman hér fyrir ofan segir þegar hún gerir tilraun til að friða múginn...Jú, hún talar um að við ættum að hafa meiri áhyggjur af "sovétríkjunum" (???) og írak en af sköpunarsinnum á borð við Mofa...Svo bætir hún við að Mofi sé lagður í einelti því að enginn samþykkir þvæluna sem vellur upp úr honum.
Ég hef aldrei hótað því að buffa Mofa í frímínútunum...En ég er hins vegar ósammála nánast hverju orði sem hann segir.
Annars þætti mér gaman að vita hvaða hætta okkur steðjar af Sovétríkjunum sálugu og Írak. Þar sem sovétríkin, líkt og t.d. Satan, eru ekki til, þá eru þau ekkert sérlega hættuleg. Og Írak er sennilega óhæft til að ógna nokkurri annari þjóð en þeirri írösku, a.m.k næstu árin á meðan þar geysar borgarastyrjöld.
naflausa gungan (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 00:58
Það er ekki hægt að efast um tilvist guðs, hvort sem
hann er til í einhverjum geimheimi eða bara í huga
fólks þá í öllu falli er ekki hægt að sniðganga
hann, einfaldlega vegna þess að á meðan það er til
fólk sem trúir á hann að hverfur hann ekki.
Getur ekki alveg eins verið að sagan um Adam og Evu
hafi verið saga um geimfar sem brotlenti á fallegum
stað á jörðinni og á meðan viðgerð fór fram þá hafi
stjórnendur/yfir"menn" þessara geimfara reynt að
halda áhöfninni frá því að setjast hér að eða blanda
sínu aðlaða geimverublóði/genum frá þessum
"hálfmönnum" sem hér voru fyrir. Það líka með þessum
líka refsihótunum og útskúfun.
Svo ef við gefum okkur að þetta sé staðreynd að þá
höfum við fengið skýringu á þessum ægilega
"guðsótta" og ægi"geim"valdi sem altíð hefur hrjáð átrúendur.
Við höfum líka fengið skýringu á þessari þörf fyrir
að trúa alltaf á þetta stjörnulíf í geymnum að
lokinni veru okkar hér á jörð.
Við höfum skýringu á Stonhenge og Pýramídunum og
köllunum á Páskaeyju og allskyns óútskýranlegum
hlutum hér á jörð ef við mundum trúa því að við
værum ekki ein í alheiminum.
Við fengjum líka skýrinugu á þessari óútskýrðu "stökkbreytingu"
mannsins fram á við sem einmitt vantar alveg í
þróunarkenninguna og þyrftum ekki að leita að
Neanderthal manninum eða "týnda hlekknum" meir.
Sko ! Allir hafa rétt fyrir sér, geimverukallinn er til, þróunarkenningin stenst með smá aðstoð og allir kyssa kviðinn hver á öðrum.
Gæti bara ekki einfaldara verið.
Katala (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 08:49
Er þessi Katala meðlimur í Vísindakirkjunni eða hvað????
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 09:11
Nei Þorvaldur ég er meðlimur neinni kirkju og vil helst ekki láta bendla mig við ritningar misvitra manna yfirleitt, því eitt er staðreynd að hvort sem guð er almáttugur eða ekki að þá hafa menn séð um að rita niður öll þau trúarbrögð sem við byggjum trú okkar á.
Hvort sem guð er heiti yfir einhvern æðri mátt sem við trúum á eða persónugervingur einhvers geimkalls verður hver að finna út fyrir sig. Það sem ég vildi gera er að benda á í öllu þessum heimi sem við lifum í er bara lógík, tölfræðin sem segir okkur að það sé líf á fleiri stöðum en hér á okkar jörð, mér finnst það bara tómur hroki að vera svo sjálfmiðuð að ætla að við séum nafli alheimsins.
Þar af leiðandi fannst mér að benda mætti á nýtt sjónarhorn í þessum umræðum, og þetta er ekkert endilega mín trú, bara svona annar vinkill á sama mál.
Katala (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 10:04
Eh.. jú. Just watch me.
Og ef allt líf á jörðinni er komið frá geimverum er guð ekki til, geimverur eru ekki guðir, right? Svo held ég að Stonehenge, Pýramídarnir og 'kallarnir á Páskaeyju' séu bara ágætlega vel útskýrð fyrirbæri. Svo er löngu búið að finna Neanderthalsmanninn..
Btw., það er ekki hægt að giska eitthvað út í loftið og nota það sem útskýringu á nokkrum sköpuðum hlut..
Arnar, 17.9.2008 kl. 10:15
Auðvitað er til líf á fleiri stöðum en hér hjá okkur, annað væri absurd.
En það er mjög hæpið að þetta líf hafi heimsótt okkur, þaðan af síður að það sé á leveli vísindakirkju.
VOru guðirnir geimfarar er samt sem áður skrilljón sinnum líklegra en að einhver súperguð sé að fljúga þarna uppi.
Ef við gerum að því skóna að lífið sé hannað hér á jörðu, þá er það hannað af geimverum í hvítum slopp á rannsóknarstofu...
Ég er samt ekki að segja að þetta sé málið :)
DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 10:49
Óli Jón; Þetta mun vera nokkuð næri lagi samantekt hjá að mínu viti. Takk
Páll Geir; Fyrir bóksrafstrúarfólk eykur fagurfræði og allegóría bara á afneitunina. Þakka þína athugasemd.
Gungan; Góður punktur, ég hugsaði einmitt það sama þegar ég las athugasemd Guðrúnar.
Aðalsteinn; Ég veit ekki hvort Mofi kemur aftur til að svara þér, hann er örugglega enn að jafna sig eftir útreiðina hér í gær. Mér sýnist þú nú bara að vera núa salti í sárin :)
Katala; Erik Von er flottur :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.9.2008 kl. 10:53
Aðalsteinn
Svo þú sért nú ekki að toga í rangan spotta vil ég benda þér á að Mofi trúir á gamla jörð en ungt líf. Þú þarft því að færa sönnur á aldursgreiningar lífs vel aftur fyrir 10.000 árin til að hann gerist nægilega argur til að svara þér.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 17.9.2008 kl. 10:57
Mofi trúði ekki alltaf á gamla jörð. Það varð honum bara ofviða öll rökin sem bentu til hins gagnstæða svo hann skipti um skoðun. Í dag segist hann reyndar vera alveg sama en það er ekki hægt að sjá á málflutningi hans því hann talar hiklaust gegn gamalli jörð, kannski án þess að átta sig á því. Hann reynir að forðast umræðuna sem mest með því að segjast vera sama.
Ragnar (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 11:34
Hræðslan við dauðann er afar sterk tól í höndum biblíuskrifara.
Mesta blekking mannkynssögunnar.
Hver og einn getur séð það í hendi sér að bókin er skrifuð sem stjórntæki... alveg eins og hjá vísindakirkju, mormónum.. eða whatever.
Ef einhver guð er þarna úti þá er næsta víst að ein aðal criterían fyrir að senda fólk í endurvinnslu er að trúa á þessar bækur..... enginn almáttugur gaur myndi skrifa svona bækur EVER... enginn almáttugur gaur myndi skrifa svo auðfalsaðan boðskap í formi bóka
DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 12:15
Þetta er nú samt áhugavert Ragnar og sýnir að Mofi getur breytt um skoðun.
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.9.2008 kl. 12:15
Gaman að heyra að þú telur þig vera með því að darwinismi sé kenndr á gagnrýninn hátt. Efast samt um að þú ert það í raun og veru. Finnst þér í lagi að benda á kerfi sem eru óeinfaldanleg og það er vandamál fyrir röð af tilviljunum að búa þau til? Finnst þér í lagi að benda á að Kambríum sprengingin passar ekki við það sem Darwin, Dawkins og félagar bjuggust við? Er í lagi að benda á það vantar alveg sannanir fyrir sköpunarmætti stökkbreytinga?
Ég tók sérstaklega fram að þetta ætti ekki við C 14. Aðrar Isotopa mælingar hafa ekki getað verið staðfestar á sýnum sem við vitum aldurinn á og afsökunin er að þær eiga ekki við sýni sem eru svona ung. Hvort sem að sú afsökun er góð eða ekki þá breytir það ekki þeirri staðreynd að allar þær mælingar sem mæla í miljónum árum hafa aldrei verið staðfestar á sýnum sem við vitum aldurinn á. Miðað við okkar reynslu af því að calibrata C14 þá ættum við að vita hve ónákvæmt þetta er allt saman.
Þú glímir ekki einu sinni við það að C14 mælingin hefur mælt sýni sem samkvæmt darwinistum eiga að vera miljónir ára gömul vera aðeins einhverra tugþúsunda ára gömul.
Arnar... ég verð að tala harkalega til þín í þetta skiptið. Þetta er bara svo yfirgengilega heimkst hjá þér að það er algjörlega óþolandi!
ID ER... taktu núna eftir; taktu svakalega vel eftir svo það sé einhver smá möguleiki að þú skiljir þetta í þetta skiptið. Ef þú getur ekki náð þessu þá að minnsta kosti ferðu í bann á minni síðu.
ID segir að sumt í náttúrunni er betur útskýrt með vitrænni hönnun en náttúrulegum kröftum. ID SEGIR EKKERT MEIRA EÐA MINNA EN AKKÚRAT ÞETTA!!!
Plís, reyndu nú að skilja drengur; svona heimska er óþolandi!
Háskólar eiga að vera fræðslu stofnanir, ekki samfélag trúaðra eins og það virðist vera í dag og virðist vera samkvæmt þér.
Darwinismi er að allt líf á sér sameiginlegan uppruna og öll náttúran varð til með handahófs kenndum stökkbreytingum og náttúruvali. Ertu að segja mér að það er ekki kennt í skólum?
Mofi, 17.9.2008 kl. 13:01
Ekki snúa út úr Mofi.
Ragnar (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:09
Alveg eins og önnur bókmennta verk þá inniheldur Biblían myndlíkingar en það þýðir ekki að allt er þannig. Alveg eins og önnur ritverk þá getur maður séð myndlíkingar og maður getur séð þar sem er verið að tala um raunverulega atburði eða fólk. Þarf bara smá heilbrigða skynsemi til að vita hvað höfundurinn er að reyna að segja og hvort hann er að nota myndlíkingar til að útskýra mál sitt eða ekki. Ef eitthvað er skirfað eins og ljóð þá á að skilja það sem ljóð; ef eitthvað er skrifað eins og um alvöru atburði er að ræða þá á að lesa það þannig.
Að vera kristinn hlýtur að byggjast á þeirri opunberun á því hver Kristur er og hvað Hann kenndi. Þeir sem velja að trúa guðlausum afsökunum á tilvist lífs og að mannkynið varð til með tilviljunum og náttúruvali þá eru þeir að trúa að Kristur er lygari en sá sem kom með sannleikann í heiminn var Darwin en ekki Kristur.
Það er óþarfi að útskýra t.d. ónæmi baktería við lyfjum með vitrænum ferlum og þar af leiðandi hægt að álykta áreiðanlega að náttúrulegir kraftar orsökuðu t.d. lyfjaþol baktería. Þegar kemur aftur á móti að vélum eða kerfum sem eru samsett úr mörgum tugum af flóknum litlum hlutum þar sem allt verður að vera rétt sett saman og ekkert má vanta til að virka þá er það út fyrir getu tilviljana og náttúruvals að setja saman.
Nei, tölfræðin segir okkur að við gætum ekki einu sinni búist við því að finna nothæft prótein einhversstaðar í alheiminum. Ef líf á að hafa myndast með aðeins náttúrulegum kröftum þá er útilokað að það sé að finna það annars staðar. Aftur á móti ef Guð er til þá er mjög rökrétt að álykta að Hann hafi skapað líf annars staðar og ég trúi að svo er.
I am impressed
Mofi, 17.9.2008 kl. 13:17
Mofi:
Finnst þér í lagi að benda á kerfi sem eru óeinfaldanleg og það er vandamál fyrir röð af tilviljunum að búa þau til? Finnst þér í lagi að benda á að Kambríum sprengingin passar ekki við það sem Darwin, Dawkins og félagar bjuggust við? Er í lagi að benda á það vantar alveg sannanir fyrir sköpunarmætti stökkbreytinga?
Alveg fullkomlega valid spurningar hjá þér Mofi minn. Við höfum rætt um þetta mál áður og eins og ég hef sagt þér þá eru þær upplýsingar sem við höfum um líf í fyrir milljónum ára og hvernig það þróaðist af mjög skornum skammti. Aðeins örlítið brot af lífverum sem dóu eru til sem steingervingar. Þetta notar þú sem dæmi um að þú hafir rétt fyrir þér!!!! þú ættir aðeins að kynna þér vísindalega iðkun!.
Aðeins örlítið brot af þessu broti hefur verið fundið af vísindamönnum. 99.9% af þessu dóti hefur sennilega horfið með rofi eða er ennþá falið í jarðlögum sem við höfum ekki fundiði. Það sem vísindamenn hafa er jafngilt því að hafa bara tætlur úr nokkrum blaðsínum í bók. Þeir gera sitt besta til þess að búa til heilsteypta mynd úr þessu. Á hverju ári safnast saman nýjar upplýsingar. Þegar vantar eitthvað í heildarmyndina stökkvið þið trúarofstækismennirnir upp til handa og fóta og segi það rækilega sönnun fyrir því að kenningin sé kolröng og að ykkar bætta ID kenning hljótið að vera 100% rétt.
Það er það sem skilur gervivísindamennina frá raunverulegum er að raunverulegir vísindamenn eru þeir fyrstu til að viðurkenna að þeir hafi ekki svör við öllu og að heildarmynd þeirra sé ekki fullkomin. Ef heildarmynd þeirra væri fullkomin væri engin ástæða fyrir þá að halda áfram að leita af nýjum steingervingum eða stunda rannsóknir á þessu sviði. Gervivísindamennirnir eru svo sannfærðir um að þér hafi innblástur frá Guði og að þeir hafi 100% rétt fyrir sér. Þar liggur munurinn og það er reyndar ástæða fyrir því að í hvert skipti sem trúarofstækismenn ná völdum verður stöðnun í öllu sem heitir þekking og vísindaiðkun. Ég veit að þú afgreiðir þetta bara meið 3-4 orða setningu en sem betur fer er fleira fólk sem les þetta og skilur fullkomlega hvað ég er að tala um.
Kveðja Þorvaldur
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:47
Sorry með að spamma hér... en ég er að njóta þess í flensunni að hlusta á Charlie Rose - James Watson og E.O. Wilson um Charles Darwin
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/645170/
Enjoy
DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:16
Hérna talar þú um gögn sem eru ekki til eins og þau voru til aðeins vegna þess að þú gerir þegar ráð fyrir því af því að þín trú segir að svona er þetta.
Og hvað er að því að ég sjái hérna aðeins skort á sönnunum að þessi hægfara þróun hafi átt sér stað? Er þetta ekki virkilega ástæða til að efast?
Afhverju er það eitthvað trúarofstæki að vera ósammála einhverjum aðilum? Afhverju er það ekki alveg jafn mikið trúarofstæki að benda á einhvert beinbrot og fullyrða að það sanni að tilviljanir og náttúruval bjó allt til og það er hinn 100% öruggi vísindalegi sannleikur?
Þeir sem aðhyllast sköpun eða ID kalla sína afstöðu trú þó þeir bendi á atriði í náttúrunni sem við teljum styðja þá trú. Þeir sem aðhyllast Darwinismann neita að kalla sína afstöðu trú og heimta að hún sé hinn vísindalegi sannleikur og það er trúarofstæki að efast.
Sammála... Þegar þú talar þá um gervi vísindamenn þá áttu við þá Darwinista sem kalla sína trú vísindalega staðreynd ekki satt?
Nei, þeir einungis trúa að Guð er til og Hann hafi skapað. Þeir eru flestir hreinskilnir og viðurkenna að það er þeirra trú þó hún er byggð á gögnum og rökum.
Mofi, 17.9.2008 kl. 14:25
Hvernig sem þú kvartar og kveinar Mofi minn, þá fær því ekkert breytt að áreiðanleg gögn sýna, svo ekki verður um villst, að líf af ýmsu tagi, og þar með talið mannabörn, voru valhoppandi um á þessari jörð löngu fyrir daga Biblíutíma.
Skekkjumörk geislamælinga af ýmsu tagi kunna að vera stór og mikil, erfið í meðförum og torskilin, en að þau séu ekki fær um að fara með lífið aftur fyrir 10.000 eða jafnvel 100.000 árin er fullkomin sjálfblekking, sem að vísu er dálítið gaman að fylgjast með þér iða í.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 17.9.2008 kl. 14:26
Þannig að þetta er allt saman byggt á þinni ofurtrú að geislaefnis aldursmælingar eru áreiðanlegar? Gott að vita. Þú samt kommentar ekki á að C14 mælingar hafa mælt sýni sem eiga að vera marga miljón ára gömul sem aðeins nokkura tuga þúsunda ára gömul. Eru þær þá áreiðanlegar eða bara þegar þær styðja þína trú?
Hérna er ekkert um einhverja sjálfsblekkingu hjá mér að ræða heldur aðeins heilbrigða efasemdir. Þú ættir að prófa að... efast smá :)
Mofi, 17.9.2008 kl. 14:31
Merkilegt hvað menn sýna Mofa mikla þolinmæði. Eftir að hafa fylgst með honum skrifa um þessi mál í nokkur misseri þá er mér fullljóst að Mofa verður aldrei hnikað. Menn sem þannig er ástatt fyrir eru ekki alveg heilir, sama hvaða viðhorf þeir eru fixeraðir á. Það finnst mér því slá svolítið skökku við að sumir hér hlaða hann lofi fyrir að vera t.d.vel lesinn ?? Hann virðist eingöngu sækja í sama fúla brunninn: AIG ( Ekki tryggingarfélagið!). Sjálfur tók ég rimmu við hann á hans bloggi í fyrra auðvelt og fyrirsjánlegt var að sjá hvernig hann vinnur beint uppúr ruslinu hjá amerískum sköpunarsinnum, aldrei sá ég neitt annað frá honum.
Heiðarleikinn var nú ekki meiri en svo að þegar tókst að snúa hann niður á illa unninni falsgrein af AIG þá eyddi hann athugasemd og lokaði á mig.
Mofi er eins og aðrir hans líkar,,,með ákveðið agenda. Hann er maður með skýr markmið, rétt eins og félagar hans í USA. Hann vill grafa undan vísindum til þess eins að gefa skoðunum sínum meira rými, honum kemur ekki við hvað er rétt eða rangt, hans trú skal fram, fyrr eða síðar og það gerir hans skoðanabræður hættulega og um leið hann sjálfan þó hann sé aðeins ómerkilegur fótgönguliði í þeim tætingslega her sem er að reyna að skipuleggja sig fyrir vestan.
Þar til ég kynntist skrifum Mofa og í framhaldi því ömurlega áróðursstríði sem öfl heimskunnar hafa blásið til í USA, var ég umburðarlyndur gagnvart trúuðum, þetta hefur breyst og ber að þakka Mofa fyrir það. Hann hefur vakið mig og marga aðra af værum blundi til hreinnar andstöðu við lúmskum skæruhernaði kristlinga á skynsemina. Svani þakka ég fyrir prýðisgóða grein og gaman er að sjá hér að ofan hversu margir eru til í að gefa sér tíma til að stýfla strauminn af heimskunni sem Mofi hefur tekið að sér að veita ómælt inn í þjóðfélag okkar frá loddurum og fjárplógsmönnunum sem stjórna trúariðnaðinum í USA
skuggabaldur (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:34
Það fer eftir því hvernig liggur á mér hvort ég nenni eða nenni ekki að demba mér í tilgangslaus ræðuhöld um einstök atriði þegar við erum að karpa. Í dag nenni ég ekki.
En til gamans má náttúrulega geta þess að þetta snýst ekkert um áreiðanleika C14 mælinga einna saman, eða annarra isotopa. Þetta snýst um það net upplýsinga sem til er úr öllum fræðigreinum sem staðfestir þessar mælingar upp að vissri nákvæmni, sem hleypur á nokkrum tugum ára í C14, en ekki þúsundum eins og þú virðist halda.
Svanur G kom inn á þetta í greininni sjálfri, en þú kaust að hoppa yfir það eins og allt annað sem þú ekki nennir að brjóta heilan um, þó að það sé fleygur í fallvaltri heimsmynd þinni.
Svanur sagði:
Því eins og þú vel veist eru öll þessi gögn líka metin út frá þekkingu frá öðrum sviðum, og það að netið virki allt sem ein heild segir okkur miklu meira en einhver orð í Biblíunni.
Það hefur því ekkert að segja að þú getir bent á einhverja AiG grein um aldursgreiningar, það er búið að plokka í sundur öll rök þeirra froðuheila, sem og hans Hovind vinar þíns.
Það er því ekki mitt að sýna fram á að einhver einstök dæmi um skekkjur í C14 séu ekki hægt að skýra, heldur þitt að sýna fram á að öll heimsins þekking í efnafræði, eðlisfræði, líffræði, jarðfræði, erfðafræði, fornleifafræði, sagnfræði og svo framvegis sé röng, því öll eru þau sammála í stórum dráttum um að tímaskalinn sé réttur hjá líffræðingunum og lífið miklum mun eldra en 10.000 ára.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 17.9.2008 kl. 14:55
Punkturinn er hve mikla trú þú setur á þessa aðferð. Þú heldur því fram að þetta er net af upplýsingum en hvaða akkúrat upplýsingar ertu að tala um?
Bara spurning um að efast um einhverjar aðferðir sem menn fullyrða að geta sagt til um aldur hluta. Aðferðir sem ég veit að byggja á óþekktum atriðum en þú virðist annað hvort ekki gera þér grein fyrir því eða vera alveg sama.
Þetta er bara bull fullyrðing og algjörlega úr lausi lofti gripin. Ef einhver heldur að hann geti sýnt fram á að þetta eigi við eitthvað að styðjast þá væri gaman að sjá það. Hvað í líffræði passar ekki við sköpun? Þúsundir dæma af frábæri hönnun á móti örfáum ömurlegum dæmum um sköpunarmátt stökkbreytinga. Hvað eiginlega í efnafræði og læknisfræði passar ekki við Biblíuna? Í því samhengi langar mig að benda á þetta hérna: New Darwin Dissent List for the 60% of U.S. Doctors Skeptical of Darwinian Evolution: List Involves No Commitment to the Theory of Intelligent Design
Hver er með dæmi úr stærðfræði sem passar ekki við Biblíuna?
Ert sem sagt rök þrota og getur aðeins notað ad hominem rökvillu... leitt að sjá.
Mofi, 17.9.2008 kl. 15:23
Mín var ánægjan.
Hann var ekki lengi að staðfesta þessi orð þín
Kristinn Theódórsson, 17.9.2008 kl. 15:29
Sorry Mofi, nenni ekki meira í bili. Þessi þráður er líka orðinn nógu langur
Vonandi ertu með vasaljós í svartnætti ofsatrúar þinnar.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 17.9.2008 kl. 15:31
Mofi:Hérna talar þú um gögn sem eru ekki til eins og þau voru til aðeins vegna þess að þú gerir þegar ráð fyrir því af því að þín trú segir að svona er þetta.
Nei þarna er akkúrat punkturinn sem skilur á milli ofsatrúarmannsins og vísindamannsins. Ofsatrúarmaðurinn gefur sér fyrirfram niðurstöður. Ef eitthvað passar ekki inn í hans trú þá hafnar hann því sama hver gögnin á móti honum eru. Vísindamaðurinn skoðar gögnin og reynir að byggja sér skoðun(eftirá ekki fyrirfram) á því sem hann sér. Ég veit að þú skilur þetta ekki kæri Mofi því ef þú skildir þetta værir þú ekki ofsatrúarmaður.
Mofi:Bara spurning um að efast um einhverjar aðferðir sem menn fullyrða að geta sagt til um aldur hluta. Aðferðir sem ég veit að byggja á óþekktum atriðum en þú virðist annað hvort ekki gera þér grein fyrir því eða vera alveg sama.
Þú treystir ekki geislakolsaðferðum né öðrum aldursgreiningaraðferðum. Þú hafnar árhringjum á trjám sem tómri dellu(ein rimman okkar í den) þú hafnar árlögum á jöklum eins og Grænlandsjökli(ein önnur rimman okkar í den). Eru einu aldurgreiningarsaðferðirnar sem þú skilur fyrir og eftir Krist eða hvað??? Er það bara það sem skiptir máli eða kannski fyrir og eftir syndarflóð??? Hvaða aldursgreiningaraðferiðir eiga vísindamenn að nota. Eru aldursgreiningaraðferðir verk satans og ætti bara ekkert að fara út í að aldursgreina hluti almennt???
Merkilegt með þig Mofi hvað þú ert alvarlega búin að mála þig út í horn rökfræðilega, vísindalega og bara á allan hátt. Er þetta ekki svolítið erfitt??
Kveðja
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 16:34
Heimildir Mofa koma frá svona gaur(um)... geggjaðir gaurar en Mofi trúir þeim vegna þess að þeir segja að hann fái eilíft líf.. gulrót dauðans
DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 16:53
Ef þið lesendur góðir veltið því aðeins fyrir ykkur þá er þessi hugmynd um eilíft líf og himnaríki alveg frábært plott. Hugsið ykkur hér áður fyrr í Evrópu var almúginn látinn þræla í sulti og seyru og lofað betra lífi hinu megin. Þetta hélt í raun lífinu í ótrúlega mörgu fólki sem hefði annars fargað langt fyrir aldur fram. Það var líka talið andstætt Guði að farga sér(að sjálfsögðu). Þeir vildu nota þrælana meðan eitthvert not var fyrir þá. Svo er bussiness hugmynd árþúsundsins að kaupa sér aflátsbréf. Þetta gerði kirkjuna að stórveldi og gerði henni kleift að byggja allar þær kirkjur sem voru byggðar á þeim tíma. Hugsið ykkur bara svalla(ef þú ert ríkur) meðan þú tórir og kaupa sér svo frið í himnaríki með peningum. Menn gátu syndgað eins og óður og kaupa sér svo fyrirgefningu. Þið hljótið að sjá að þetta er alveg brilliant!!!!
þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:08
Feilinn var að fólk á þessum tíma lifði helvíti á jörð, líf þeirra gat ekki verið verra í mörgum tilfellum þannig að GT var ekki að virka á það þar sem ekkert helvíti eða þannig var í gangi.
Kuflar & keisarar spáðu og spekúleruðu, hvernig getum við ógnað fólki sem er að upplifa helvíti í lifandi lífi... jú búum til nýja bók þar sem fólk er ógnað út fyrir gröf og dauða, þar sem fólk verður pyntað að eilífu í milljónfaldri þjáningu ef það hlýðir ekki... og hreinum unað að eilífu ef það hlýðir... BANG NT og Jesú varð til..
DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:14
Ég á kastara sem þú hefðir mjög gott af að fá lánaðann :)
Tónninn í fólkinu hérna er dáldið þannig að það vill taka aftur upp galdra brennur nema þeir sem trúa á Guð og efast um Darwin eru þeir sem á að brenna. Síðan allt í nafni kærleikans og umburðarlindis að sjálfsögðu!
Já, vísindamenn gera þetta sem sannar að darwinistar eru ekki mjög vísindalega þenkjandi. Þegar þeir t.d. fóru um allan heiminn að leita að hlekk milli manns og apa, trúðu kenningunni og fóru að leita að gögnum sem studdi þeirra trú.
Aðeins hve áreiðanlegar þannig aðferðir eru. Það eru ekki miklir árekstar á milil árhringja trjáa og Biblíunnar.
Ég hafna ofur túlkunum og ofur traust á þeirra áreiðanleika og geri það vegna staðreyndanna um þannig mælingar.
Þeir eiga aðeins að gera sér grein fyrir óáreiðanleikanum og hætta að trúa að þær eru óskeikular á sama hátt og kaþólikkar trúa að páfinn sé óskeikull. Það er þessi ofurtrú á þessum aðferðum sem mér finnst fáránleg.
Mofi, 17.9.2008 kl. 17:18
Að taka frjálsan mann í þrældóm var alvarlegur glæpur samkvæmt Biblíunni.
Mjög óbiblíuleg hegðun og með því að prenta Biblíur þá missti Kaþólska kirkjan þetta vald yfir fólki. Það hætti að trúa því að það gæti aðeins frelsast ef það hlýddi Kaþólsku kirkjunni og byrjaði að trúa því sem Biblían sagði, að allir hefðu jafnan aðgang að Guði og fyrirgefningin og himnaríki væri frítt fyrir alla.
Mofi, 17.9.2008 kl. 17:20
Mofi telur að þrælahald hafi verið svona félagslegt kerfi fornmanna... meira að segja mótmælti Jesú ekki þrælahaldi... Jesú sem á að hafa verið besti gaur í heimi mótmælti ekki þrælahaldi vegna þess að þetta var féló hahahah
Biblían MÆLIR með þrælahaldi.. WHY vegna þess að biblían var lögbók fornmanna með ógnum útfyrir gröf og dauða... thats why
DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:25
Mofi:Já, vísindamenn gera þetta sem sannar að darwinistar eru ekki mjög vísindalega þenkjandi. Þegar þeir t.d. fóru um allan heiminn að leita að hlekk milli manns og apa, trúðu kenningunni og fóru að leita að gögnum sem studdi þeirra trú.
Þú talar alltaf um darwinista sem sérstakan hóp???? Ég næ þessu ekki 99,9% af öllum líffræðingum í heiminum eru á því að þróunarkenningin sér rétt það sama á einnnig við um 99,9% af öllum fornleifafræðingum, Eðlisfræðingum og svo má lengi telja. Vísindamenn gera ekkert sem styður þeirra trú, þeir hafa ekki trú á neinu sem þeir eru ekki vissir um. Þeir blanda ekki saman vísindum og trú. Þeir láta vísindin leiða sig áfram eins og sönnunargögn leiða rannsóknarlögreglumann áfram í leit af þeim seka. Þeir hafa kenningar sem þeir leita svara við. Ef þeir finna ekki neitt sem bendir til þess að kenningin sé rétt er hún dregin í efa eða endurbætt þegar aðrar betri upplýsingar koma í ljós. Fleiri tugum ef ekki hundruðum af vísindaritgerðum er hent til hliðar á hverju ári af því að þær voru ekki unnar á nægjanlega fagmannlegan hátt. Er til dæmis eitthvað sem sannar að Guð hafi skapað jörðina fyrir rúmlega 6000 árum. Er eitthvað sem sannar að það hafi gengið syndaflóð yfir jörðina fyrir örfáum árþúsundum.(ekki koma með einhver setlög sem eru á örfáum stöðum á jörðinni ég er búin að heyra það allt áður) Nei því miður fyrir þig.
Mofi:Aðeins hve áreiðanlegar þannig aðferðir eru. Það eru ekki miklir árekstar á milil árhringja trjáa og Biblíunnar.
Vísindamenn eru nú bara þannig að þeir annaðhvort treysta einhverju eða ekki. Ef árhringir trjáa væru ekki áreiðanlegir mundi engin taka mark á þeim. Ef ískjarnar í jöklum eru ekki áreiðanlegir þá mundi heldur engin taka mark á þeim. Við lesum veðurfar og annað út úr árhringjum tráa og út úr ískjörnum og það stemmir upp á ár milli árhringja og ískjarna þannig að sú fræðigrein er alveg fullkomlega pottþétt. Að sjálfsögðu stangast það á við Biblíunna og þá er því bara hent burtu eins og hverri annarri þvælu í þínum huga. Mofi minn þú munt aldrei ná þessu. Þú munt aldrei ná því út á hvað vísindalegar aðgerðir ganga út á. Þú ert því miður "hopeless case".
Kveðja
þorvaldur þórsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 18:08
Ok, en hvernig getur thu verid fullviss um ad thin skynsemi se heilbrigd? Geturdu sannad thad? Ertu med rck fyrir thvi?
En Mofi, skv. eigin sannfaeringu og skilgreiningu thinni a ID, tha utskyrir vitraent ferli onaemi bakteria ALVEG JAFN VEL! Er thad ekki? Ergo, ID gerdi thad. ALLT er jafnvel utskyrt med vitraenu ferli (misvitraent tho, haha).
Tharna kemur thetta svart/hvita vidhorf bersynilega fram. Thu alyktar t.d. ef 90% Bandarikjamanna segjast vera kristnir tha trui 90% Bandarikjamanna skcpunnarscgunni. Thetta er ekki svona einfalt, vegna thess ad meirihluti folks tekur Bibliunni eins og hun er, sem taknraenni scgu, fagurfraedilegri uttekt a thvi hvernig frumkristnir tulkudu og utskyrdu tilverusina. Likt og Snorra-Edda gerir fyrir asatruarfolk. Thar af leidandi erthad einungis bokstafstruarfolk, eins og thu, semalyktar svona svar/hvitt. Th.e. ad fyrst vid adhyllumst kenningar Darwins tha seum vid um leid ad segja krist lygara.
Mofi, ekkert er svart/hvitt i thessum efnum. Thu hlytur ad geta vidurkennt thad?
Páll Geir Bjarnason, 17.9.2008 kl. 19:07
En hvað ég hef gaman að því að horfa upp á íhaldssama trúvitleysinga halda í lygarnar sem þeir trúa og neita að rökræða hlutina.
Gerið það, hætti að reyna að rökræða við Mofa og hans líka, það hefur verið vísindalega sannað að það er ekki hægt að rökræða við íhaldsamt fólk.
http://www.huffingtonpost.com/dan-sweeney/theres-no-arguing-with-co_b_126805.htm
"im not saying all conservatives are un-intelligent, its just most un-intelligent people are conservative"
Sylvester, 17.9.2008 kl. 19:11
Occam's Razor:
A) Við erum DNA: stutt DNA keðja myndaðist. Við hana bindast efni úr umhverfinu sem mynda spegilmynd hennar og þannig getur hún afritað sjálfa sig. Keðjan margfaldast. Á einhverjum tímapunkti fer eitthvað úrskeiðis og keðjan breytist, en þessi nýja keðja er haldin nýjum möguleikum sem gera það að verkum að hún á auðveldara með að fjölga sér. Smátt og smátt breytist keðjan með stökkbreytingum á 4 milljarða ára tímibili og verður að lokum svo stór að út frá henni geta myndast ýmis efni sem verja sjálfa keðjuna frá skaða, s.s. próteinhjúpar. Að lokum mynda þær fjölfruma lífverur sem við þekkum í dag. - Þetta er kenningin um "The selfish gene", einhver besta kenning um uppruna lífs sem ég hef heyrt. Hún útskýrir þróun mannsins og upphaf lífs á hátt sem við getum flest talið "mögulegt".
B) Stór, skeggjaður maður með djúpa rödd sem býr í skýjunum veifar galdrasprota og myndar Adam og Evu, þau fjölga sér síðan og eignast fullt af krökkum, sem síðan fjölga sér innbyrðis og eignast fullt af vengefnum krökkum. Það er talandi snákur sem narrar evu til þess að borða epli og guð verður fúll.
Veldu þér kenningu, þær eru báðar ólíklegar, en önnur þeirra hefur þó allavega einhver rök á bakvið hana...
PS: Guð er greinilega með geðhvarfasýki því hann skiptist á um að veita "valda fólkinu" mat og skjól og land, og að kaffæra það í engusprettum og láta það drepast úr þorsta í eyðimörk (ég vona að guð sé ekki til, þetta er einhver skapversta persóna sem ég hef heyrt um!). Á meðan hann er upptekinn við að leiða ísraela í frá Egyptalandi í gegnum Kanaan land eða eitthvað álíka (jafnvel þó að fáar eða engar tilvitnanir séu um þessa þjóðflutninga utan biblíunnar) veit svarta fólkið í afríki ekkert hvað er að gerast, það lifir bara í fáfræði og fær enga athygli frá guði... ef guð er svona máttugur, hvers vegna hafði enginn í ameríku og austur-Asíu heyrt af honum fyrr en hvítir menn komu þangað til þess að stela matnum og nauðga konunum þeirra??
Vladimir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 20:47
Eðli vísindanna eru að kollvarpast.
Þó upplýsingargildi mannapans um alheiminn sé mun meira en var fyrir hundrað árum er ég sannfærður að víða sé pottur brotin í vísindakenningum sem nú eru í gangi. Mér finnst ansi djarft að reyna bæði að sanna bæði og afsanna tilvist æðri máttar út frá þeim upplýsingum sem við höfum í dag. Ég hef ekki heyrt um nein vísindi sem hafa sannað tilvist æðri máttar en það er ekki þar með sagt að hann sé ekki til.
Sama á við um vísindi Darvinismans... Þó svo að það sé ýmsir vankantar á þróunarkenningu Darvíns er ekki þar með sagt að þróunarkenningin sé ekki staðreynd fortíðar til dagsins í dag.
Persónulega aðhyllist ég þróunarkenninguna en eins og með margar kenningar eru vankantar á henni. Það sem kemur á móti er að ég trúi á æðri mátt en með þeim hætti að hann stjórni lífinu eftir einhverri óhjákvæmilegri örlagalínu og hafi þannig einmitt þróað líf hér á jörðu og jafnvel öðrum hnöttum.
Brynjar Jóhannsson, 17.9.2008 kl. 20:47
Hvað kallarðu vankanta Brynjar?
Ættartréð er að skýrast og vissulega hafa verið einhverjar villur í kenningunni og eru eflaust enn, en það á við um allar kenningar. Þær eru módel sem fellur betur og betur að raunveruleikanum eftir því sem upplýsingar safnast saman.
Eru vankantar á afstæðiskenningunni? Eflaust má þar fínstilla, en módelið er fjandi gott og rétt.
Í hvaða skilningi erum við að tala um vankanta í þessu tilfelli?
mbk,
Kristinn Theódórsson, 17.9.2008 kl. 20:57
Kristn
Ég ekki að tala um að heildarmynd þróunarkenningarinnar komi til með að breytast
Kannski hef ég ekki talað nógu skýrt en ég er á því að þróunarkenningin sé málið en "heildarmyndin er ekki algjörlega skýr" enn þá. Ekki öll kurl alveg komin til grafar.
Brynjar Jóhannsson, 17.9.2008 kl. 21:20
Aaaaaaaaa
þetta er óafsakanlegt...
Kristinn
heitir þú ..
Brynjar Jóhannsson, 17.9.2008 kl. 21:21
Engar áhyggjur, ég hef verið kallaður verri nöfnum en Kristn.
Mig grunaði nú að þú ættir við minniháttar hluti, en langaði bara að fá það útskýrt nánar, því "vankantar á kenningunni" hljómar dálítið sköpunarsinnalega
Hvað í heildarmyndinni finnst þér ekki nægilega skýrt? Fyrir utan kannski abiogenesis?
Kristinn Theódórsson, 17.9.2008 kl. 21:26
Brynjar hefur margt til síns máls. Það er ekkert í vísindum sem afneitar eða afsannar tilvist æðri máttar. það er hins vegar ekkert sem bendir til þess heldur. Þangað til við höfum meiri upplýsingar er alveg eins gott að hafa það uppi í loftinu án þess að afneita neinu.
Varðandi að halda að maður haldi að maður sé kominn með hinn eina og sanna sannleik þá get ég bent á að Newton (sem hefur stundum verið borin saman við Einstein varðandi gáfur). Lagði grunninn af Newtonian gravity sem segir til um það hvernig aðdráttarkraftur milli hluta virkar. Þetta var hinn eini sanni sannleikur í hartnær 300 ár sem er ansi langur tími. Það var aðeins farið að kvarnast úr þessum sannleika á 19. öldinni. Þegar Albert Einstein kom fram með hina Almennu Afstæðiskenningu 1916 útskýrði hún fullkomlega til dæmis af hverju braut Merkúr er ekki nákvæmlega eins og Newton spáði. Það þýddi ekki að kenningar Newtons hafi verið rangar heldur þurfti aðeins að lagfæra þær við ákveðnar aðstæður. Það er mjög líklegt að sama þurfi að gera fyrir jöfnur Einsteins og er ýmislegt sem bendir til þess. Get ég nefnt dæmi um hvað gerist fyrir rúmið mjög nærri og í svartholum. þar brotna jöfnur Einsteins niður. Hawkins og fleiri hafa gert smá lagfæringar þar til að láta allt klabbið virka þar líka. Sem sagt menn þurfa endalaust að vera opnir fyrir nýjum hugmyndum og útiloka ekkert(ekki einu sinni tilvist Guðs).
Eitt dæmi er að hluti af alheimnum er óvenjulega tómur og er ein kenningin á því sú að það sé vegna þess að annar alheimur hafi rekist þar á okkar alheim og um eins konar beyglu sé að ræða. Þetta er dálítið háleit hugmynd en svona eru vísindi maður veit aldrei hvað kemur næst. Samkvæmd nýjustu kenningum eru milljarðar af alheimum til alveg eins og milljarðar af stjörnuþokum sem einu sinni þótti útilokað.
Kveðja Þorvaldur
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:43
Kristinn
Allaveganna hef ég ekki séð neina haldbæra sönnun sem spannar ferðalagið algjörlega frá A-Ö frá því að Big bang varð að veruleika til dagsins í dag. Hvernig mannskepnan og önnur dýr þróuðumst úr nákvæmlega engu í fullvaxta kvikindi sem stjórna þessari veröld. Ef þú gætir bent mér á þá sönnun á svörtu og hvítu ... þá skal ég skoða hana. Ég hef reyndar heyrt að bækur reyna að skýra þetta með þróun mansins úr engu eins og t.d bókin Selfis gene en mér fanst hún samt meira í formi kenninga sem eru ekki alveg fullsannaðar.
Brynjar Jóhannsson, 17.9.2008 kl. 21:49
Ef þú heldur að til sé sönnun á þessu í dag á svart á hvítu þá ofmetur þú vísindi í dag. Vísindi eru að þróast og það besta sem við höfum í dag eru tilgátur. Við skáldum ekki í eyðurnar eins og gervivísindamenn eða útskýrum ekki eitthvað flókið sem við skiljum ekki með því að segja Guð gerði það. Við viðurkennum að við vitum ekki betur í dag og einbeitum okkur að því að vita meira á morgun. Það er hinn eini sannleikur er að við erum alltaf að komast nær og nær sannleikanum en við komumst sennilega aldrei alveg að fullkomnum sannleika. Til þess er veröldin of flókin. Það er ekki til neins að vera að reyna ofureinfalda flókin hlut.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:03
Flott innleggin frá þér Þorvaldur, fáðu þér nú Moggablogg og vertu með í leiknum, alltaf gott að hafa fróðan karl í horninu.
Brynjar, eins og þú veist er ég ekkert að reyna að afsanna Guð á nokkurn hátt, þó ég telji nú ekki eftir mér að reyna að afsanna bókstafstrú. Mig langaði bara að ræða þessa hluti við einhvern á öndverðu meiði sem ekki er eins ýktur og hann Mofi karl.
Það er náttúrulega ekkert til sem heitir ein sönnun, sem þú getur skoðað á einum stað, til að sanna heimsmynd sem er samansett úr milljón litlum atriðum og kenningum, sem allar eiga sér forsendur og sönnunargögn af einhverju tagi.
Það sem þó er deginum ljósara, fyrir fólki sem les vísindagögn en ekki froðu frá ofsatrúarfólki, er að við vitum að lífið þróaðist frá einhverju mjög einföldu lífformi.
Þróunarkenningin sem slík er sem sagt sannleikur á borð við þyngdaraflið, þó að einstök atriði eigi eftir að skýrast með tíð og tíma. Það er ekki rétt að segja að það séu neinir sérstakir vankantar á þeirri kenningu, allavega ekki nægilega stórir til að það sé mögulegt að trúa t.d. á guð-skapað mannkyn.
Heildarmyndin, big bang og það allt er vitaskuld ekki þekkt til hlítar og verður það kannski aldrei, og þar geta menn endalaust holað niður guði-eyðanna.
En bókstafstrú; Guð skapaði manninn í eigin mynd og slíkt píp er einfaldlega búið að afsanna.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 17.9.2008 kl. 22:30
Já.. þú segir nokkuð
Kristinn ... .. á að fara að blanda mér í þessar samræður.
Ég vil meina að menn aðhyllist eitthvað þeim sem er æðra eða ekki sé aðalega vegna persónulegrar reynslu sem erfitt er að sanna eða að afsanna. Ég tel mig hafa orðið fyrir nokkrum andlegum reynslum en tel mig í fullum rétti að tjá mig ekkert um þær frekar ef ég vil því þær eru mitt einkamál.
Svo það sé á hreinu .. .þá andmæli ég ekki afstæðiskenningunni eða neinu sem kalla mætti vísindaleg rök. Ég byggi aðalega rök mín á að æðri máttur sé til vegna þess að hvergi er vitað að líf sé til annars staðar en hér á jörðinni og ef jörðin væri of fær eða nær sólinni þá væri ekki byggilegt hér. Ég tel slíkt vera of mikla tilviljun til að vera tilviljun og hallast því að því að æðri máttur sé að stjórna "einmitt " einhverskonar þróunarsögu í einhverjum tilgangi hér á jörðinni.
Ég sjálfur hef verið t.d í Búddisma og fann mjög sterkt hve bænir Þeirra trúaragða höfðu á mig. Ég fylltist ólýsanlega miklum en friðnæmum krafti sem gerði mér ekkert nema gott. Hvort þar hafi verið bara efnaskipti líkamans eða einhver æðri stjórnun skal ósagt látið. í minni upplifun fanst mér eins og það væri kraftur að handan sem vann í gegnum mig en þar sem ég get ekki sannað það get ég alveg eins sagt að þetta voru "efnaksipti" líkamans því vissulega voru þetta líka efnaskipti líkamans. Mér dettur ekki í hug að reyna að sanna þetta því þetta var bara mín upplifun.
Til þess að hafa allt á hreinu þá hætti ég í búddisma því mér mislíka persónudýrkanir sem voru í gangi á "trúarleiðtoga" samtakanna sem ég var í og skýblindu ýmissa pretikara þessara samtaka á staðreyndir.
Brynjar Jóhannsson, 17.9.2008 kl. 22:56
He he, ekki frekar en þú vilt Brynjar
En til að hrekkja þig og þín afstöðu nú aðeins vil ég benda þér á þessa pælingu mína, smella hér.
Hvernig kemur þín afstaða út úr þessari pælingu hjá mér?
Kristinn Theódórsson, 17.9.2008 kl. 23:07
Ég virði þessar skoðanir þínar Brynjar. Þú telur að eitthvað æðra sé til vegna þess að þú telur þig hafa lent í reynslu sem sannar slíkt. Þú afneitar ekki vísindum eða vísindalegum aðferður(þar skliur á milli þín og Mofa).
Varaðndi tillviljanir þá vil ég koma með eina spurningu. Varðandi að það sé líf hér á jörðinni og að jörðin sé akkúrat á þeim stað á braut í kringum sólina þar sem líf sé mögulegt. Við þurfum að hugsa þetta akkúrat öfugt frá því sem þú gerir. Er ekki líf á jörðinni VEGNA ÞESS AÐ hún er á heppilegum stað? Annað sem ég skal fræða þig um að stjarneðlisfræðingar hafa líka séð að það er einungis um nokkuð mjótt belti í kringum Vetrarbrautina okkar þar sem líf er mögulegt. Ef þú ert komin of nærri miðju er of mikið af vetni og allt of lítið af málmum til að þróa líf. Utar í Vetrarbrautinni er of lítið af vetni og of mikið af málmum til að líf sé mögulegt. Er þetta þá tilvilun að okkar sólkerfi er staðsett á hárréttum stað??? Er ekki bara málið að við erum stödd á akkúrat réttum stað sem leyfir líf.
Svo getum við "fílósóferað" endalaust ef þyngdarkrafturinn væri ekki akkúrat í öfugu hlutfalli við fjarlægðina í öðru veldi heldur örlítið meira eða minna þá myndu hnettir ekki ganga á stabílum sporbaugum heldur hinta spílal sem væri ekki gott. Er ekki bara málið að okkar alheimur er með akkúrat réttan þyngdarkraft til að leyfa stabíla sporbauga og þar af leiðandi leyfa líf. Næsti alheimur gæti verið þannig að slíkt væri ekki mögulegt.
Kveðja. Þorvaldur
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 23:24
Sæll Brynjar,
Þú segir "aðalega rök mín á að æðri máttur sé til vegna þess að hvergi er vitað að líf sé til annars staðar en hér á jörðinni".
Þetta er ekki rétt hjá þér. Þegar NASA sendi viking förin til Mars árið 1976 var í þeim búnaður til að rannsaka hvort líf væri að finna á Mars. Förin fundu merki um lífræn efnahvörf í sýnunum sem þau tóku, en búnaður þeirra var ekki nógu öflugur til að ákvarða hvort þetta væri líf eða eitthvað annað.
Sýni voru tekin, hituð upp þar til þau urðu að gasi og spectrometer var notaður til að greyna sýnin. Ekkert benti til þess að líf væri að finna í sýnunum. Hinsvegar þegar tilraunirnar voru endurteknar á jörðinni með sama hætti kom í ljós að tæknin var ekki nógu öflug og ekki sást nein merki um líf þó að sýnið væri iðandi af lífi.
Flestir vísindamenn vilja meina að þessi lífrænu efnahvörf sem fundust hafi verið líf. Þú spyrð kannski af hverju við höfum ekki fundið líf með nýju förunum sem hafi verið send. Förin sem hafa verið send til Mars hafa leitað að lífi byggt upp af kolefni. Hinsvegar getur líf vel myndast úr sílokoni, nitri og öðrum lífrænum efnum.
Sylvester, 17.9.2008 kl. 23:33
Ja..
þessi pæling kom þess að það er verið að tala um trúmál og þróunarkenningu.. Líklega komu þessar pælingar mínar vegna þess að ég aðhyllist það sé einhver "æðri" stjórnun á þróunarsögunni án þess að ég ætla að gerast svo heimskur að reyna að skilgreina þann æðri mátt eitthvað mikið frekar. Ég get samt fullvissað þig að fyrir mér er sá máttur ekki gamall karl með hvítt skegg og segir alltaf eitthvað voðalega viturlegt þegar hann talar.
Ég trúi því að lífið sé óhjáhvæmileg lína. Að allt sem þú eða ég gerum rétt eins og allir er ekki af tilviljun og það sem þú gerir geti ekki gerst öðruvísi. Sem sagt að allir atburðir gerist óhjáhvæmilega frá A-Ö og þeir hefðu ekki getað gerst öðruvísi.... Fyrir þessari kenningu sem félagi minn Jón Þór Ólafsson kom með eru mjög sterk rök því flestir hafa tilhneigingu að gera t.d hluti sem eru sér og sínum fyrir bestu. Þessi kenning er dálítið ýkt því að t.d veðurfar hefur áhrif á skapgerð og hvort menn séu heima fyrir en utandyra.... en ef þú hugsar kannski út í það að EINMITT VEGNA veðurfarsins ertu á þeim stað sem þú ert akkurat núna í dag þegar þú lest þetta.
Eins og ég sagði... vegna minnar persónulegur reynslu .trúi ég því að það sé æðri stjórnun sem ráði þessari óhjáhvæmilegu línu en vel má vera að svo sé ekki.
Varðandi pistilinn sem þú sendir mér .. þá hrekkir það afstöðu mína voðalega lítið. Ég er nefnilega á svipaðari skoðun og því sem stendur þarna. Mannapin er ekkert merkilegra fyrir bæri fyrir mér en svín eða einhver önnur dýr. Þetta er allt sami skíturinn og ég kalla það dýralíf jarðar. Hvort það væri einhver æðri stjórnun á hlutum eða ekki finnst mér ekki skipta neinu máli þegar á botnin er hvolft.
aðalmálið er að vera upplýst og góð manneskja.
Þorvaldur
Ég var að sjá spurninguna þína rétt í þessu. Eins og ég segi ... þá dettur mér ekki í hug að afsanna eða sanna tilvist æðri máttar. Hvort jörðin sé hér vegna þess að æðris stjórnunar eða vegna þess að þetta hafi verið einhver þróunarsaga í gangi. Það er ekki að ástæðulaus að trú á almætti er kallað trú og það má vel vera að ég eigi að hugsa þetta öfugt. Mér finnst það ekki skipta neinu höfuð atriði samt sem áður, heldur hvort að mín persónulega trú "betri" mig sem manneskju eður ei.
Reyndar tel ég mig hafa skýrt mína afstöðu betur þegar ég svaraði Kristinni.. að mér finnst eins og lífið sé óhjáhvæmileg lína sem getur ekki farið öðruvísi.
Brynjar Jóhannsson, 17.9.2008 kl. 23:39
Sylvester..
Ég átti nú meira við líf eins og það myndast hér á jörðinni ... en þessi sýni sem þú talar um. Hitt er að það fittar alveg inn í mína lífsskoðun því eins og ég segi mótmæli ég ekki með nokkru móti þróunarsögunni.
Brynjar Jóhannsson, 17.9.2008 kl. 23:45
Ljómandi, það segir mér að ég sé með möskvana á netinu í réttri stærð, veiði sem sagt bara rétta fiska - þá sem eru uppfullir af skít og sleppa ekki í gegnum götin.
En þú greinilega lifir á sæmilega heilbrigðu fæði og kannt þér magamál.
Kristinn Theódórsson, 18.9.2008 kl. 00:05
HJÚKKET:..
ÉG slapp út úr ofsatrúar-internet-möskvunum hans Kristinns ....
Brynjar Jóhannsson, 18.9.2008 kl. 00:28
Vonum að hann Kristinn sé nógu gamall til að sleppa þegar Guð fer í "berjið börnunum við steininn" eða "ég skal deyða alla frumburði" gírana.
Steinn (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 08:07
Nógu gamall til að skilja að þjóðsögur og ævintýri eru...þjóðsögur og ævintýri.
Kristinn Theódórsson, 18.9.2008 kl. 08:28
Fyndið hvað Erlingur kippir í trúarkynið með þessum spurningum um hversu gamlir menn eru og annað....
DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 09:45
Merkilegt hvernig svona fínt bloggþema fer beint í gamla skotgrafahernaðinn. Mofi mætir á svæðið og karp um sjálfsagða hluti hefst. Við sem ekki erum fullkomlega stöðnuð í ranghugmyndum förum allt of oft að diskútera við þetta fólk, ég hefði viljað sjá mun meiri analýsu á hvað gæti gerst ef Palin með varalitinn kemst í nágrenni við Hvíta húsið.
Sköpun versus þróun ER útrætt mál.
Ef fygli eins og Mofi svo ekki sé talað um Erling fara að reyna að drepa umræðuna með því að diskútera það hvort 2+2 séu jafnt og fjórir eður ei þá á að leiða þá hjá sér. Hér hefur mikilli orku verið varið í að gefa kolrugluðu fólki tækifæri til að blása bullinu framan í fólk. Þetta eru ær og kýr Mofa og nú hafa menn spilað sig upp í hendurnar á honum einn ganginn enn.
Það er ljótt að espa upp svona einstaklinga, svona rétt eins og að stríða fötluðum.
Anars er það að frétta að ultra-hægri MENN í USA eru orðnir afhuga McCain þar sem hann stillir upp konu í vara-embættið. Þeir álíta, margir, að konur eigi ekkert erindi í stjórnun af neinu tagi, reyndar vitna þeir í biblíuna þessu til stuðnings.
skuggabaldur (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 10:20
Ad populum rökvilla... einhvern veginn grunaði mig að þú hefðir ekkert betra fram að færa.
Og margir líta ekki á þessar mælingar sem óvéfengjanlegan heilagan sannleika enda fátt jafn óvísindalegt og að gera þð.
Ég tek því í trú, af því að ég trúi að Guð hafi skapað mig með getu til að hugsa rökrétt. Þeir sem trúa því að röð af tilviljunum settu saman þeirra eigin heila hafa mjög góðar ástæður til að efast um hvort að tilviljanir hafi sett heilan þeirra þannig saman að hann hugsi rökrétt eða ekki. Persónulega finnst mér öll skynsemi og vísindi verða að engu ef maður ályktar að tilviljanir og náttúruval bjó til skynsemina.
ID segir aðeins að sumt í náttúrunni er betur útskýrt með vitsmunalegri hönnun en náttúrulegum kröftum. Þar af leiðandi notar maður hina vísindalegu aðferð til að greina þarna á milli. Ónæmi baktería við lyfjum er eitthvað sem náttúrulegir kraftar útskýra vel og passar við tilraunir; það er að segja að við getum ályktað að tilviljanakenndar stökkbreytingar geta orsakað það að bakteríur verða ónæmar fyrir ákveðnum lyfjum.
Það sem Darwin kenndi var að tilviljanir og náttúruval getur útskýrt allt í náttúrunni. Þeir sem blanda Guði inn í málið, eða að Guð leiðbeindi þróuninni eru þannig ósammála Darwin í mjög miklu grundvallar atriði. Hljómar vel á ensku "God can't guid an unguided process" en darwinísk þróun er ekki leiðbeint, hún er algjörlega tilviljanakennd með náttúruval sem dómara yfir hvaða tilviljanir fá að lifa og hverjar ekki.
Skiptingin er sirka að 45% trúa að Guð hafi skapað mannkynið fyrir innan við tíu þúsund árum síðan en 45% trúa að Guð hafi leiðbeint þróuninni. Aðeins 10% aðhyllast guðlausan darwinisma. Þeir sem halda að allir vísindamennirnir eru í þessum 10% hópi eru "delusional"
Mofi, 18.9.2008 kl. 10:58
Enn eina ferðina er fólk sett í einhverja kassa í þróunar/sköpunakenningum. hvorug kenningin gengur 100% upp.Það er ótrúleg einföldun að skipta fólki svona upp.
Ég er á því að Guð hafi skapað alheiminn og allt sem í honum er, og þurft til þess nokkrar milljónir ára. Að sumuleyti er ég sammála Mofa og að sumu leyti sammála síðueiganda. Það að ég sé kristin gerir mig ekki að repúblikana Síðast kaus ég vinstri græna svo ég held að vegurinn til repó sé mjög langur fyrir mig. Ég er í kfum&k og veit ekki til þess að fólk þar sé almennt sammála um annaðhvort sköpunar eða þróunarkenninguna. Þar er fólk með allskonar skoðanir á pólitík, vísindum, evrópumálum, hundahaldi, og fiskveiðum semsagt dæmigerðir íslendingar.
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.9.2008 kl. 11:16
Eina leiðin fyrir DNA að afritast er með mjög flóknum vélum eins og þú getur skoðað hérna: http://www.youtube.com/watch?v=4jtmOZaIvS0
Að það er hægt að búa til afrit af DNA án þessara flókna véla er ekkert annað en ímyndunarveiki orsökuð af guðleysis trú.
Strámannsrökvilla og ekkert annað. Til að búa til vélinna sem þú sást og allar þær upplýsingar þarf vitsmuni til. Galdrarnir eru allir á vegum darwinista.
Guð er aðeins réttlátur og hefur stundum stöðvað illsku en ég trúi því að Hann gerði það aðeins ef það var hið besta sem hægt var að gera í stöðunni. En að lokum mun Guð dæma glæpamenn því að himnaríki væri ekki himnaríki ef það væri fullt af lygurum, þjófum, nauðgurum og morðingjum. Þú kannski vonar að Guð er ekki til því þú veist að Hann myndi finna þig sekan um eitthvað af þessu en þess vegna skipar Hann þér og öllum öðrum að iðrast, snúa við frá allri illsku og setja trú sína og traust á Krists svo þú mættir lifa.
Steingervingarnir passa ekki við hægfara breytingar þar sem við sjáum hvernig tegundirnar urðu til. Mjög flóknar vélar sem enginn hefur einu sinni skáldsögu hvernig darwinisk þróun gat búið þá til. Kambríum sprengingin og svo svo margt margt annað.
Óheiðarlegt að setja þetta þannig upp að þetta er bara allt á hreinu og allt passi við þessa darwinisku þróun.
Mofi, 18.9.2008 kl. 11:29
Ég sagði aldrei að 90% Bandaríkjamanna væru kristnir! Einhverjir lestrar örðugleikar þarna á ferðinni hjá þér. The Attitude of Various Populations toward teaching Creation and Evolution in Public Schools
Er þinn Guð svo... máttvana að Hann þurfti allan þennan tíma? Er þinn Guð þá kannski lygari fyrst að Hann gat ekki sagt neinum frá þessu og laug marg oft um að Hann skapaði heiminn á sex dögum og hvíldist hinn sjöunda? Hvað er það akkúrat sem þér finnst svo sannfærandi að það þurfti allan þennan tíma?
Það hefur kannski ekki komið nógu vel fram en ég tel hið kristna batterí í Bandaríkjunum hættulegt og trúi því að Bandaríkin verði ofsóknunarvald og ég trúi því vegna þess að spádómarnir um það eru nokkuð skýrir.
Mofi, 18.9.2008 kl. 11:34
Guðrún. Ég er ekki að vega Kristnum sem slíkum í grein minni. ÉG er miklu frekar að vara við þessari blindu og skaðlegu bókstafstrú sem gerir ákveðin skilning á sköpunarsögunni að sálarhjálparatriði eins og Mofi gerir og títt er erum Talibana og öfgamenn Íslam í þeirri trú. Ég sé nákvæmlega engan mun á manni sem neitar augljósum staðreyndum á trúarlegum forsendum hvort sem hann er fundamental kristin, Talibani eða Tórurýnir. - Þínar skoðanir eins og þú lýsir þeim, gera þig ekki að trúsystur Mofa svo dæmi sé tekið, hverju sem kfumogk starfi þínu líður.
Skuggabaldurhefur rétt fyrir sér, það hefði eflaust verið gagnlegra að eyða þessu púðri sem við erum búin að nota til að hrekja vitleysuna í einum eða tveimur kristnum Talibönum til að kryfja afleiðingar stefnu þeirra á heiminn. Ég er t.d. viss um að Bush hefði ekki fengið kosningu í annað sinn ef hann hefði ekki spilað trúarspilinu og brúkað krossferðar-demógógíu í kosningunum 2004. Ef hann hefði tapað væri trúlega ekki verið að murka lífið úr hermönnum nato eða usa og almennum borgurum í Írak og Íran. - Efnahagur heimsins væri betri, olía og matvæli ódýrari, skuldir minni og baráttan gegn loftslagsbreytingum mun lengra komin. Það skiptir nefnilega máli hverju fólk trúir.
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 11:47
Guð er andi og hann skapaði manninn í sinni mynd, getur ekki verið að Guð hafi skapað efnisveröldina á milljónum ára, og blásið síðan sínum anda í brjóst mannsins fyrir þessum árþúsundum sem sköpunarsinnar tala um?
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.9.2008 kl. 12:13
Fyrir Guði er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur segir í hinni kæru bók Biblíunni.
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.9.2008 kl. 12:15
Guðrún, guð er ekkert nema þín óskhyggja, óskhyggja sem þú byggir á sýn fornmanna á heiminn.
Ef þú hefði fæðst í Íran þá væri þú að tilbiða Muhammad
DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 12:45
Já Erling... allir hafa rangt fyrir sér í trúmálum nema þeir sem trúa á sama stöff og þú, stöff sem hefur enginn gögn nema gamlar bækur og hjátrú.
DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 12:47
Er bara ekki alvega að fatta hvernig þið nennið að þræta við þenna Mofa alltaf hreint, þetta er svo löngu útrætt umræðuefni. Er samt alveg búin að ná því hvernig Svanur sér fyrir sér hvað heimurinn yrði hættulegur með svona fólk við stjórvölinn í BNA. Og mikið hjartanlega er ég sammála honum.
Það er alveg nóg af svona ofstækisliði við stjórn víða um heim án þess að það hafi sömu áhrif á hnattpólitíkina og BNA.
Málið er að ég sé bara ekki miklu skárri kost í Barak Obama en McCain, finnst hann koma fyrir sem einskonar rassakyssir sem gerir allt til að ná markmiði sínu, hiki ekki við að freta á þá sem áður studdu hann henti það honum.
Verði hann forseti þá er bara að sjá hvort Al-Kaída-istar verði ekki búnir að skella á eins og einu kynlífshneiksli, fjármálasukki já eða bara skotglöðum geðskjúklingi til að losna við hann á innan við ári.
Katala (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 12:48
Svanur:Ég er t.d. viss um að Bush hefði ekki fengið kosningu í annað sinn ef hann hefði ekki spilað trúarspilinu og brúkað krossferðar-demógógíu í kosningunum 2004.
Svanur ég vil minna þig á að Bush fékk ekki lögmæta kosningu. Báðar kosningarnar voru svo augljós svik að það var með ólíkindum. Jay Leno sagði frá því í þætti sínum um seinni kosningarnar að til dæmis í Iowa, sem var lykilríkið, í einni sýslu þar hefðu 430 manns verið skráðir til að kjósa og Bush fékk 470 atkvæði og mótherjinn fékk minna an 200. Hvað segir þetta okkur??? Í fyrri kosningunum var svindlað í Flórída (þar sem bróðir hans er ríkisstjóri, alríkisdómari dæmi að þetta hefði ekki verið svindl.
Mofi: Skiptingin er sirka að 45% trúa að Guð hafi skapað mannkynið fyrir innan við tíu þúsund árum síðan en 45% trúa að Guð hafi leiðbeint þróuninni. Aðeins 10% aðhyllast guðlausan darwinisma. Þeir sem
Ad populum rökvilla... einhvern veginn grunaði mig að þú hefðir ekkert betra fram að færa.
Mofi hvað eru annars margar rökvillur til hjá þér og hvernig virka þær??
Mofi þú ert ekki ennþá búin að svara spurningum mínum varðandi Sköpuina og syndaflóðið. Hvað er það sem sannar það hvenær þetta gerðist og hvað segir biblían að það séu mörg ár síðan.???
Síðan vil ég spyrja þig. Jesús á að hafa sagt alls konar hluti. Hvernig veistu að þetta sé rétt eftir honum haft þegar þetta var skrifað nokkur hundruðum ára eftir dauða hans. Nú veit ég að jafnvel í dag ættum við erfitt með að staðfesta hvað Bóluhjálmar sagði þegar hann var 28 ára. það yrði alla vega erfitt að staðfesta að það væri rétt eftir haft frá orði til orðs. Breyttust ekki orðin svolítið í munnmælum???
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 12:49
Dokksi ég er nú búin að "hitta" Allah sem er guðinn hans Múhameðs og ég var ekki hrifin, svo ég held mig við Jesú Krist
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.9.2008 kl. 13:02
Erlingur:Pytturinn, sem þú svamlar í er sá að þú ert fyrirfram búinn að ákveða í huga þér niðurstöðuna. (ekki sérlega vísindalegt það)
Erlingur minn ég held annað hvort að þú hafir ekki skilið hvað ég skrifaði eða bara ekki lesið það nógu vel. Hugsanlega hef ég ekki komið því nógu skilmerkilega frá mér. Það sem ég átti við með þessu er að "vísindamennirnir" hans Mofa eru að rannsaka uppruna lífsins og þróun lífsins. Þeir eru þegar búnir að gefa sér þá staðreynd að uppruni lífsins hafi verið í sköpum fyrir minna en 10.000 árum síðan. Einnig að það sé ekki um neina raunverulega þróun að ræða. Hvernig er hægt að gefa sér það sem óhagganlegri staðreynd áður en þú byrjar að rannsaka?? (var þetta skýrara).
Erlingur:Ekki bara það, lærisveinarnir skildu í mesta lagi 5% sjálfir af því sem þeir skrifuðu.
Ég veit að það er til eitthvað sem heitir Matteusar guðspjall og svo framvegis. Eru til bækur eða heimildir beint frá þessum mönnum. Ég meina heimildir sem þessir menn skrifuðu sjálfir ekki afritaf nokkur hundruð árum seinna. Við vitum ekki hvað mikið er misminni og hverju hefur verið breytt. Samt tökum við þessu sem algerum sannleika!!!!!
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 13:45
Þetta er ekki rökvilla því ég er að leiðrétta rangar fullyrðingar.
Ef að svona flóð ætti sér stað þá myndu við búast við að finna miljónir dýra grafin í setlög ( jarðvegur blandaður vatni sem harðnar og verður að steini ) og það er akkúrat það sem við finnum. Við myndum heldur ekki búast við því að finna steingervinga sem sýna hvernig tegundirnar þróuðust og það passar líka. Þetta er annars stór umræðuefni og ég þarf að taka það sérstaklega fyrir á minni síðu.
Megnið af handritunum sem Nýja Testamentið er samsett úr er frá þeim sem þekktu Jesú persónulega ( fyrir utan Lúkas ) og kirkju feðurnir vitna um það og þeir voru uppi sirka 70 árum eftir krossfestinguna.
Mofi, 18.9.2008 kl. 13:57
Það er ekkert gefið sem óhagganleg staðreynd. Það er einfaldlega trú og síðan fara menn og athuga hvort að trúin samræmist þeim staðreyndum sem við finnum. Í þessu tilfelli þá er engin spurning að það þarf vitsmuni til að búa til líf enda er líf blanda af upplýsingakerfi og vélum sem framfylgja þeim upplýsingum.
Ég sé ekki betur en guðlausir vísindamenn rannaska uppruna lífs með þá grunnforsendu að það var ekki hannað og jafnvel útiloka þann möguleika fyrirfram.
Mofi, 18.9.2008 kl. 14:00
Er þá ekki líka sanngjarnt að þú gerir sömu kröfu um haldbærar sannanir fyrir tilvist Guðs? Hvernig varð hann til, hvernig þróaðist hann, hvernig bjó hann til jörðina og lífið?
Ragnar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 14:31
Guðrún guð biblíu er sá sami og í kóran... þeir hafa sömu sköpun, þeir hafa Adam og Evu.
Mesta þrætueplið er að kristni er með þrenningu en múslimar segja að guð sé bara einn.
Þrenningin var búin til af kuflum í gamladaga sem þurftu að finna lausn á því hvort Jesú væri maður eða guð, niðurstaða þeirra var þrenning; Faðir + sonur + heilagur andi = eitt og það sama.
DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 14:38
Þegar jarðvegur er blandaður vatni þá sorterast hann sjálfkrafa í lög. Vatnið er ennþá hérna, jörðin er bara ekki eins slétt og hún var.
Þarftu að nota lygar til að halda í þína trú?
Auðvitað en trúin er ekki byggð á engu.
Mofi, 18.9.2008 kl. 14:42
Mofi:Það er ekkert gefið sem óhagganleg staðreynd. Það er einfaldlega trú og síðan fara menn og athuga hvort að trúin samræmist þeim staðreyndum sem við finnum.
Ef staðreyndirnar sem þú finnur samræmast ekki trúnni??? Hverju breytir þú gögnunum eða trúnni??????
Mofi:Ég sé ekki betur en guðlausir vísindamenn rannaska uppruna lífs með þá grunnforsendu að það var ekki hannað og jafnvel útiloka þann möguleika fyrirfram.
Þarna er um stórkostlegt þekkingarleysi að ræða hjá þér Mofi. Vísindamenn gefa sér ekkert fyrirfram. Hvorki að líf hafi verið skapað eða kviknað af sjálfu sér. Það bendir hins vegar ekkert til þess að líf hafi verið skapað. Það bendir allt til þess að líf hafi þróast.
Erlingur:Hins vegar eru skýringar Big Bang sinna og Darwinista ósannfærandi að ekki sé dýpra í árinni tekið.
Hverjir eru Darwinistar???? Ert þú með sama misskilning og Mofi á þessu? Hvaða skýringar? Skýringar á hverju? Big Bang kenningin er það skársta sem við höfum í dag um uppruna alheimsins. Mjög margar athuganir benda til þess að Big Bang kenningin sé það réttasta sem við höfum í dag. Ég get nefnt þér á mjög frægar rannsóknir sem benda sterklega til þessa.
Svo virðist þú vera að rugla saman Big Ban sinnum og Darwinistum. Þetta eru tveir mjög ólíkir hlutir. Þróunarkenning Darwins er skársta kenningin sem við höfum í dag um það hvernig líf þróaðist á jörðinni. Big Bang kenningin fjallar um það hvernig alheimurinn varð til. Það er varla hægt að rugla þessum ólíku hlutum saman.
þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 14:54
Mofi einfaldlega sér ekki skóginn fyrir trjám.
Þetta er svipað og verðlaunin sem Hovind býður hverjum þeim sem getur sannað þróunarkenningu.
Það sem menn þurfa til þess að fá verðlaunin hjá Hovind er að endurskapa Big Bang og allt heila klappið til dagsins í dag, það er náttúrulega vonlaust case en sýnir mjög vel óheiðarleika sköpunarsinna sem steypa þróun saman við algerlega óskyld mál
DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 14:55
Ragnar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 14:56
Trúnni auðvitað.
Hvað eiginlega bendir til þess að náttúrulegir kraftar geta orsakað upplýsingakerfið sem lífið byggist á? Hvað eiginlega bendir til þess að náttúrulegir kraftar geta ákveðið þýðingu merkja og búið til vélar sem skilja merki sem innihalda álíkar upplýsingar og tugir alfræðiorðabóka?
Ég fullyrði án nokkurs vafa að uppruni lífs bendir ótvírætt til sköpunar og allt annað er óvísindaleg guðleysis trú.
Mofi, 18.9.2008 kl. 15:18
doktor eGuðrún guð biblíu er sá sami og í kóran... þeir hafa sömu sköpun, þeir hafa Adam og Evu.
Mesta þrætueplið er að kristni er með þrenningu en múslimar segja að guð sé bara einn.
Þrenningin var búin til af kuflum í gamladaga sem þurftu að finna lausn á því hvort Jesú væri maður eða guð, niðurstaða þeirra var þrenning; Faðir + sonur + heilagur andi = eitt og það sama.
Þetta er nákvæmlega það sama og að halda því fram að Geir Haarde og Steingrímur J séu einn og sami maðurinn, þeir tala báðir íslensku og eru báðir ljósbleikir á litinn.
Það eina sem kristni á sameiginlegt með múhameðtrúnni að bæði trúarbrögðin trúa á andlegan Guð, lengra nær það ekki. sannkristnir einstaklingar upplifa guð fyrir heilagan anda vegna þess að þeir hafa tekið við Jesú Kristi
múslimar upplifa Guð sem heitir Allah fyrir Múhameð
þessir tveir Guðir eru gjörólíkir.
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.9.2008 kl. 15:30
Mofi:Trúnni auðvitað.
Frábært Mofi nú erum við komnir á sömu blaðsíðu og hefur trúnni þinni oft verið breytt vegna nýrra vísindagagna sem komið hafa fram?????? Tekur þú kannski bara mark á ákveðnum hópi manna þ.e. gervivísindamömmi eingöngu en hlustar ekki á hina????
Mofi: Ég fullyrði án nokkurs vafa að uppruni lífs bendir ótvírætt til sköpunar og allt annað er óvísindaleg guðleysis trú.
Það þýðir ekkert að koma fram með fullyrðingar eins og þessa mofi þú verður að færa rök fyrir þínu máli(og ekki benda á gervivísindasíður)
Mofi:Hvað eiginlega bendir til þess að náttúrulegir kraftar geta orsakað upplýsingakerfið sem lífið byggist á? Hvað eiginlega bendir til þess að náttúrulegir kraftar geta ákveðið þýðingu merkja og búið til vélar sem skilja merki sem innihalda álíkar upplýsingar og tugir alfræðiorðabóka?
Mofi minn þó við skiljum ekki fullkomlega hlutina getum við ekki leyft okkur að einfalda málin að segja af því bara eða segja Guð gerði það. Það er of mikil einföldun og ekki mjög vísindalegt við það. Við verðum að nálgast viðfangsefnið með opnum huga. Ekki með fyrirfram skrifuðum niðurstöðum. Þó málið sé flókið í dag þýðir það ekki að það sé okkur ofviða í framtíðinni.
Ef við færum með nýjustu ofurtölvur afur í tímann svona 300 ár er ég sannfærður um að engin vísindamaður gæti ímyndað sér að þær hefðu verið gerðar af mönnum. Þeir mundu segja þetta yfirskilvitslegar vélar sennilega ekki búnar til af mönnum. Væri það rétt hjá þeim eða einfaldlega skortur á þekkingu og ímyndunarafli???
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:30
Mofi
Ég fullyrði án nokkurs vafa að uppruni lífs bendir ótvírætt til sköpunar og allt annað er óvísindaleg guðleysis trú.
Þetta svar hans Mofa segir allt sem segja þarf... allt sem snertir á trú hans er óvísindalegt og guðleysislegt.... sem er skondið þegar Mofi svarar
Þorvaldur
Ef staðreyndirnar sem þú finnur samræmast ekki trúnni??? Hverju breytir þú gögnunum eða trúnni??????
Mofi
Trúnni auðvitað.
Ég ætla ekki að þræta við Mofa um það að þróun er orðin staðreynd.. það er algerlega vonlaust að rífast við trúmenn sem bíta eitthvað í sig, það er bara eins og að rífast við alka um að hann sé alki þegar hann er ekki búinn að finna botninn
DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:31
Jæja Guðrún mín... hvað með guð GT.. er hann annar guð líka?.. honum er lýst sem skrímsli sko..
Engilinn Gabríel kom og talaði við Mumma samkvæmt sögunni, múslímar viðurkenna Jesú sem spámann en ekki sem guð.
Kóran er faktískt ~3ja útgáfa af biblíu... margt í kóran er tekið beint úr biblíu, þú getur fundið nákvæmlega sömu hluti.. þeir hafa meira að segja vit á að segja að ef það koma þversagnir þá gildi nýrra dæmið (Þróun) :)
Þegar þú afneitar einni trú þá skilur þú hvað mér finnst um öll trúarbrögð :)
Það eru búnir að vera þúsundir guða í gegnum söguna, það eru búnir að vera menn sem eru 99.99% eins og Jesú, gert meira og minna það sama og hann.. og þeir komu á undan Jesú.
Trúarbrögðin byggja langflest á endurvinnslu á öðrum trúarbrögðum og goðsögnum
DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:38
Guðrún:Það eina sem kristni á sameiginlegt með múhameðtrúnni að bæði trúarbrögðin trúa á andlegan Guð, lengra nær það ekki. sannkristnir einstaklingar upplifa guð fyrir heilagan anda vegna þess að þeir hafa tekið við Jesú Guðrún:Kristi
Þarna ert þú að setja þig og þína trú á svolítið háan stall. Gamlatextamenntið er hluti af Kóraninum og Jesú er viðurkenndur spámaður í Kóraninum. Hvernig getur Guð þinn verið annar en Guð múslima?. Það er alger mótsögn að ætla að til séu margir Guðir. Guð kristna, múslima, gyðinga, hindúa hlýtur að vera sá sami annað er óhugsandi.Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:39
Ekki minni trú að Guð skapaði heiminn, nei. Fyrir mig þá eru þeir vísindamenn sem halda því fram að það þurfi ekki vitsmuni til að búa til forritunarmál og flóknar vélar gervivísindamenn.
Hérna eru mínar ástæður fyrir því að ég trúi að lífið sé hannað, sjá: Sönnun fyrir tilvist Guðs - uppruni lífs
Myndir þú nota þessa rökleysu til að svara einhverjum sem heldur því fram að vindar og regn bjó til andlitin í Rush Moore fjallinu? Hvorki ég eða nokkur annar skilur hvernig náttúrulegir kraftar bjuggu þessi undur til og ég álykta út frá þeirri þekkingu sem við höfum á vitrænni hönnun til að álykta að það þarf vitsmuni til að búa samskonar hluti til sem við sjáum í náttúrunni.
Það er ekki að gefast upp að álykta að eitthvað var hannað heldur að draga rökrétta ályktun út frá þeirri þekkingu sem við höfum.
Ertu að segja mér að þú viljir að svona hlutir í náttúrunni séu metnir og reynt að komast að því hvort er líklegra til að orsaka þannig hluti, vitsmunir eða náttúrulegir kraftar?
Eða er kannski sannleikurinn að þú útilokar hönnun sem möguleika á meðan ég er opin fyrir báðum möguleikum. Náttúruval og stökkbreytingar geta gert margt að mínu mati en með rannsóknum getum við útilokað þessa þætti sem líklega orsök.
Mofi, 18.9.2008 kl. 16:57
Dokksi og Þorvaldur, þegar að stórt er spurt........... maður veit eiginlega ekki hvernig og hvar á að byrja við að svara þessu frá ykkur tveimur, svipað og að útskýra fyrir 5 ára afhverju himinninn er blár, (er hann blár?) ef þið hafið eitthvað stúderað andans mál þá hljótið þið að sjá muninn á milli mismunandi Guða trúarbragðanna. hindúar trúa t.d. á marga guði nú og svo eru það búddistar sem trúa á að maðurinn sé einhvert guðlegt form. Kóraninn hef ég sjálf lesið ásamt Biblíunni og þau trúarrit eru gjörólík, rétt einsog guðirinir að baki þeim.
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.9.2008 kl. 17:30
Guðrún, guð gyðinga, kristinna og múslima er einn og sami guðinn. Það eina sem aðskilur þessi trúarbrögð eru mismunandi túlkanir.
Sylvester, 18.9.2008 kl. 18:16
Nei Sylvester, það er ekki rétt hjá þér. Guð kristinna er sá sami og gamla testamentisins. Sá guð gaf okkur son sinn Jesú Krist til að brúa bilið milli manns og Guðs, sem síðan gaf heilagan anda sem hjálpara.
En af ávöxtunum skulum við þekkja þá
Dokksi og Svanur síðueigandi eruð þið ekkert að ræða Evrópusambandsaðild? hvar finn ég skoðanir ykkar í þeim málum?
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.9.2008 kl. 18:43
og Mofi þú hefur heldur ekki rætt ESB málið! þið ættuð að vita hvar ég stend í því máli málanna, og nú verð ég hreinlega að vita hvort þið strákar eruð föðurlandssvikarar eða ei
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.9.2008 kl. 18:47
Mofi:Eða er kannski sannleikurinn að þú útilokar hönnun sem möguleika á meðan ég er opin fyrir báðum möguleikum.
Lestu nú það sem ég skrifa mofi í stað þess að sleppa því. Þú hefur greinilega ekki lesið ýtarlega það sem ég skrifa. Tvisvar hér að ofan hef ég skrifað. Ég og aðrir vísindamenn útiloka ekkert. Hvorki hönnun né þróun. Við útilokum ekkert allt er inni. Hins vegar í dag er ekkert sem bendir til hönnunar og öll gögn benda til þróunar þannig er staðan í dag
Er þetta nógu skýrt fyrir þig mofi??? Það eru hins vegar góðar fréttir þegar ég les eftir þig sennilega í fyrsta skipti að þú íhugir báða möguleika (... á meðan ég er opin fyrir báðum möguleikum. (á meðan ég er opin fyrir báðum möguleikum. ) Þetta eru stór fréttir. Hversu opin ertu fyrir þróun??? Galopin eins og framsókn eða???
Mofi:Myndir þú nota þessa rökleysu til að svara einhverjum sem heldur því fram að vindar og regn bjó til andlitin í Rush Moore fjallinu?
Þetta er mjög auðveld spurning(áttu fleiri svona??) ég mundi hiklaust svara því að menn hefðu búið það til vegna þess að ég hefði mjög auðveld gögn til að styðja það. Það er auðvelt að sjá meitlaförin eftir mennina og alls konar grjót fyrir neðan sem greinilega hefur ekki fallið úr fjallinu vegna veðrunar. Þarna höfum við greinileg ummerki mannlegrar sköpunar.
Mofi:Hérna eru mínar ástæður fyrir því að ég trúi að lífið sé hannað, sjá
Sorry þessi grein þín er svo full af tilvitnunum í gervivísindasíður að það var næstum fyndið. Fyndnasta var samt greinin!!! Hvílík tilraun til að berja eitthvað að viti saman ég bara skellihló. Þú mátt endilega gefa mér fleiri svona tilvitnanir því þetta heldur mér í í hláturspreng langt fram á nótt. Það er þó eitt sorglegt við greinina. Þú lagðir greinilega mikla vinnu í þessa grein til þess eins að "bullshitta" svona herfilega. úfff hvílík tímasóun!!! Þú ættir að snúa þér að vísindaskáldsögum mofi.
Mofi:Ekki minni trú að Guð skapaði heiminn, nei. Fyrir mig þá eru þeir vísindamenn sem halda því fram að það þurfi ekki vitsmuni til að búa til forritunarmál og flóknar vélar gervivísindamenn.
Sem sagt þú ert búin að ákveða fyrirfram hverju þú trúir alveg sama hvaða sannanir þú sérð??? Þarna ert þú í algerri mótsögn við sjálfan þig þegar þú sagðir að þú mundir breyta trúnni. Þetta er circle logic hjá þér Mofi á íslensku kallast það "hundalógía"
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 21:39
Sæl Guðrún. Þér hefur greinilega tekist að glæða nýju lífi í þessar umræður sem ég hélt að væru að lognast út af. Og nú viltu líka fara að ræða pólitík. Ég ætla að svara þér betur í kvöld af því akkúrat núna þarf ég að sinna öðru.
Heyrumst,
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 21:51
ESB er mér bara svo ofarlega í huga, að fátt annað kemst að, ég held að mér hætti frekar til að flokka fólk eftir afstöðu í þeim málum heldur en trúmálum.
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.9.2008 kl. 22:25
Ekki málið Guðrún. Þú vilt umræðu um ESB!!! Ef við göngum ekki í ESB getum við gleymt að skipta yfir í Evru. Hvað gerist þá fer allt til fjandans eða skiptum við yfir í dollara eða japönsk yen. Ef við göngum í ESB þá eru allar líkur á því að við horfum á eftir fiskveiðum sem atvinnugrein í framtíðinni. ESB hefur sagt að þeirra stefna sé að við verðum að leyfa örðum ESB þjóðum aðgang að fiskimiðunum. þá fer örugglega fyrir þeim eins og fiskimiðum allra ESB landana. Þau verða ryksuguð upp á fáeinum árum. Ef okkur er alveg sama um það er ekkert því til fyrirstöðu að ganga í ESB. Við lítum á að upptaka Evru sé algert forgangsmál og muni leysa öll okkar efnahagsvandamál. Þessi hugsun hljómar eins og töfrapillan sem allir eru að leita af. Þið vitið eins og það að gera matvælaverð hér á landi sambærilegt matvælaverði á norðurlöndum var alger forsenda að fella niður viðisaukaskatt það átti að leysa öll vandamál. Hvað gerðist?? Jú smásalar og heildsalar skiptu smám saman milli sín ágóðanum og á fáeinum mánuðum hvarf allur ávinningur af því að fella niður Vaskinn. Er þetta nóg til að taka afstöðu?? Ég er ekki búin að taka afstöðu sjálfur en er að skoða málin eins og þú sérð.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 22:39
Nú fer ég að halda að messuvínið sé að verða uppselt í ÁTVR.
Sigurður Sigurðsson, 18.9.2008 kl. 22:53
Siggi, varstu enn að borða rúgbrauð og síld? Úff....
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 22:58
Komið að skuldadögum Guðrún.
Fyrst pínu um Guð.
Guð vors lands er Guð Krishna Indlands, enda orðið IndóEvrópskt og þýðir upphaflega á prótí-sanskrítinni "hinn ákallaði" og er sama orðið og Bagdavagíta notar. Zaraþústra notar sama ávarp og Abraham eða El, sem Móse reyndar notar líka um Guð, Kristur sem talaði arameísku kallaði Hann Elláh sem er eiginlega eins á arabískunni eða Allah. Í trúarbrögðunum sem þessir menn eru sagðir hafa stofnsett er Þessi sami Guð skilgreindur eins, eða; Hinn almáttugi Guðsandi, skapari alheimsins og sá faðir sem allir menn tilbiðja.-
Að þræta fyrir þetta er eins og að þræta fyrir það að rafmagnið í ljósaperunni í eldhúsinu sé af öðrum toga en það sem gefur perunni í ganginum ljós. Þú ert eflaust þeirrar skoðunnar að herbergisljósið þitt sé flottast og best en það gera þeir sem búa í ganginum líka :) Þegar allt kemur til alls er það ljósið sem máli skiptir, ekki perurnar, sem allar fórna lífi sínu á endanum fyrir ljósið.
Þá um Evrópusambandið.
Það er eitt að þessum þjóðasamböndum sem þjóðir heimsins sem eru að feta sig í átt til sameiningar eru að gera tilraunir með. Það er auðvitað tilkomið á efnahagslegum grundvelli eins og þau öll enn sem komið er, sem er mikill galli því á meðan að hagkvæmni og arður einn ræður för, verða öll samskiptin metin út frá þeim mælikvarða. -
Þótt ég sé í grundvallaratriðum hlynntur sameiningu þjóða, er ég afar hallur undir fjölbreytileika. Þjóðareinkenni og mismunandi menningarverðmæti eru mikilvæg. Vegna smæðar Íslands er hætt við að allt slíkt mundi vera fljótt að hverfa í skeytingarlausu Evrópusambandi. Þess vegna er ég hlynntur því að við Íslendingar, höldum okkur til hlés eins lengi og unnt er með þá von í huga að verðmætamatið eigi eftir að breytast.
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 23:25
Heimskur maður segir "Enginn Guð". Það er sorglegt að sjá hér mæður, feður, ömmur og afa tala hér á móti Skapara sínum. Hvert snúið þið ykkur í sorg ykkar. Ég hef heyrt til mestu trúleysingja biðja til Guðs þegar mótlætið herjar á. Þar sem vísindunum sleppir þar tekur trúin við.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 19.9.2008 kl. 02:26
Sólveg þu ert augljóslega að apa úr biblíu að menn séu vitlausir sem trúa ekki á guði... staðreyndir segja anna... mest allt vísindasamfélagið er trúfrjálst.
Ég get sagt þér fyrir mig að ég sé enga huggun í að biðja til einhvers sem er ekki til.. ég sé enga huggun í hjátrú af neinu tagi.
Guðrún, ég myndi helst vilja sleppa að ganga í sambandið; Ég veit bara ekki hvort við getum plummað okkur utan þess.
Ég hef oft sagt að íslendingar eru íslendingum verstir... það þarf að laga mikið í þjóðarsálinni sem er rotin að miðju....
Ég er eiginlega sammála Svan með að sjá til... mér finnst gjaldmiðill eiginlega vera mesta issuið eins og er
DoctorE (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 09:25
Rétt hjá þér DoktorE. Þetta er setning úr Biblíunni enda er ég þess ekki umkomin að dæma um gáfnafar fólks. Mér finnst þú að mörgu leiti skemmtilegur penni en ef við hugsum okkur að Biblían hefði aldrei verið skrifuð og enginn Guð væri til eða trúarbrögð almennt. Um hvað myndir þú þá skrifa um á þinni bloggsíðu? Ekki það að það komi mér neitt við, bara forvitni hjá mér. Væri leiðinlegt að missa góðan penna eins og þig.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 19.9.2008 kl. 09:45
Ef biblían hefði ekki komið þá væri kóran ekki heldur til... við værum einfaldlega að kljást við einhver önnur trúarbrögð.
Ef engin trú væri til... ætli ég væri þá ekki að skrifa um einhver önnur mannréttindamál, mér dettur ekki til hugar að allt verði í lagi án trúar... það er eiginlega ómögulegt að gera sér grein fyrir þvi hvernig heimurinn væri án trúar, ég vil faktískt ekkert að heimurinn verði algerlega trúlaus, ég vil bara ekki að hann stjórnist af trú.
Ef ég tek mið af þeim trúfrjálsu mönnum sem ég þekki til þá væri heimurinn örugglega betri... en ég veit að það eru til fullt af ruglukollum sem eru trúlausir líka.
Við eigum alveg að getað lifað saman, allir verða bara að taka skref tilbaka og horfa á hlutina í víðara samhengi, trúarbrögð eiga td að láta vísindin/stjórnmál eiga sig, hvort sem við erum trúuð eða ekki þá eigum við sameiginleg takmörk um frið , jafnrétti, réttlæti & örugga framtíð barna okkar.
Við eigum öll að standa saman gegn öfgum á alla bóga.
Takk fyrir hrósið!
DoctorE (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:18
Ég er að mörgu leiti sammála þér DoktorE. Þó ég trúi að Guð sé til þá er ég ekki bókstafstrúarmanneska þ.e. ég tek öllu með vara, bæði í trú og vísindum. Ég held aö öfgar af öllu tagi séu hættulegir. En trú mín á Guð hefur hjálpað mér í gegnum þetta líf mitt hér á jörðinni og það að mér finnist sorglegt að aðrir skulu ekki eiga þessa trú er ekki illa meint hjá mér. Svo ætla ég að koma með innlegg í umræðuna hvað varðar sköpunarsögu Biblíunnar vs vísindin, þá hef ég ekki hugmynd hvort er rétt annaðhvort eða jafnvel bæði. Ef ég vissi það væri ég sjálfsagt heimsfræg. Vísindamenn eru enn að reyna að komast að kjarna lífsins eins og við vitum með þessari rannsókn (CERN) sem er í gangi núna. Vísindamenn eru alltaf að leita að sannleikanum því þeir hafa ekki fundið hann ennþá.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 19.9.2008 kl. 10:59
Ég er að mörgu leiti sammála DoctorE varðandi trúmál og þá sérstaklega varðandi að trúarbrögðu eiga að láta vísindi og stjórnmál í friði. Margir finna frið í trú og það er bara hið besta mál. Ég bara öfunda þannig fólk frekar en hitt. Þegar trúarbrögð eru notuð sem stjórntæki yfir fóki er verið að misnota trúarbrögð og það er mikið um misnotkun á trúarbrögðum hvarvetna.
Mínir krakkar eru á unglingsaldri. Þegar þeir spurðu mig spurningar um trúmál sagði ég þeim alltaf hvað trúarlegt svar væri en sagði síðan, "sumir halda því fram að......" og gaf síðan svar sem var vísindalegt þannig að þau fengju báðar hliðar á málinu. Ég reyndi að taka ekki afstöðu fyrir þau heldur lofa þeim að taka sjálf afstöðu. Þó foreldrar séu báðir trúlausir þá þýðir það ekki að börnin þurfi að vera það. Það er jafnslæmt og þegar trúarofstækismenn eru að neyða sína trú á börnin.
Ofstæki í trú er jafnslæmt og ofstæki í trúleysi.
Ég var einu sinni vitni af ofsatrú. Ég var í Californíu að fara að ganga á mjög hátt fjall með vinafólki. Þar var einnig samankominn hópur af fólki með manni sem bar kross á herðum sér upp fjöll og á alls konar skrítna staði. Krakkar þessa fólks voru að leika sér að ærslast eins og 6-8 ára krakkar gera. Allt í einu hleypur ein kona að 6 ára barni og löðrungar það svo glymur í öllu og skammar það fyrir að vera með of mikil læti og segir í lokin "Farðu að trjánum þarna og biddu til Jesú og ekki hreyfa þig fyrr en ég segi!!" Krakkagreyið var með tárin á kinnunum hlýddi strax. Þarna var trúin notuð á mjög ljótan hátt sem svipa. Okkur brá svakalega. Þetta urðu svona straumhvörf hjá mér varðandi trú.
Kveðja
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:00
Vitiði, ég er rosalega kristin, gjörsamlega alveg í gegn! en kristnin hefur þau áhrif á mig að ég fæ styrk í bæninni, og innri frið og gleði, bænin gefur mér svo mikla lífsfyllingu og stundum upplifi ég undursamlegan kærleik Drottins. Ég er samt algjör gallagripur og verð langt í frá fullkomin eða eitthvað betri en aðrir.
EN ég hef algjöra viðurstyggð á fólki sem vogar sér að bendla Jesú Krist við eitthvet andlegt eða líkamlegt ofeldi einsog þú Þorvaldur ert að lýsa, og mér finnst hryllingur þegar að fólk bendlar trúna á Jesú Kristi við fjárplógsstarfssemi eða blekkingar einsog við erum farin að sjá hérlendis.
Guðrún Sæmundsdóttir, 19.9.2008 kl. 11:23
Mitt föðurland er fyrst og fremst guðsríki en ekki Ísland. Vil auðvitað hið besta fyrir landið okkar en hef ekki sett mig inn í ESB málið. Er örugglega sammála þér í þeim efnum Guðrún :)
Það bendir ekki til hönnunar að finna upplýsingakerfi og flóknar vélar í minnstu einingum lífs? Jæja... fyrir mig er það bara það fáránlegasta sem ég hef heyrt! Fyrir mitt leiti þá útilokar þú hönnun vegna þinna trúarskoðanna og það er ekkert vísindalegt við það.
Það er hitt og þetta sem tilviljanakenndar stökkbreytingar geta útskýrt. Samt ekki tæki eins og þetta: http://www.youtube.com/watch?v=0N09BIEzDlI
Og ef þú hefðir ekki gögn ( eins og kristnir eiga gögn fyrir tilvist og kraftaverkum Krists ); hvað myndir þú þá álykta? Hefðir aðeins andlitin?
Ad hominem rökvillur held ég henti þér bara vel. Efast um að þú hafir eitthvað gáfulegra fram að færa en það.
Nei, ég hef ekki góð rök og gögn fyrir því sem er andstætt minni trú.
Mofi, 19.9.2008 kl. 12:41
Mofi:Fyrir mitt leiti þá útilokar þú hönnun vegna þinna trúarskoðanna og það er ekkert vísindalegt við það.
Sígilt dæmi um að annað hvort lest þú ekki eða skilur ekki hvað ég segi.
Þorvaldur:Ég og aðrir vísindamenn útiloka ekkert. Hvorki hönnun né þróun. Við útilokum ekkert allt er inni. Hins vegar í dag er ekkert sem bendir til hönnunar og öll gögn benda til þróunar þannig er staðan í dag
Mofi:Og ef þú hefðir ekki gögn ( eins og kristnir eiga gögn fyrir tilvist og kraftaverkum Krists ); hvað myndir þú þá álykta? Hefðir aðeins andlitin?
Akkúrat mofi minn þú skilur mig greinilega ekki, þú ert ekki einu sinni á sömu blaðsíðu og ég. Að hafa bara andlitin og álykta út frá því er það sama og hafa öll dýrin og alla náttúruna og rannsaka ekkert og álykta(án þess að gera neinar rannsóknir) að þetta hljóti að vera hönnun því ekkert annað kemur til greina. Þetta er sígilt dæmum um það þegar maður fellur í þá gildru að taka ályktun of snemma án þess að skoða málið. Það sem þú er voða hrifin af rökfræðitilvitnunum þá kallast þetta hasty conclusion rökvilla
Mofi:Nei, ég hef ekki góð rök og gögn fyrir því sem er andstætt minni trú.
Þetta mundi ég kalla adMofi rökvillu.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 13:35
Ég trúi þér ekki þegar þú segist vera opin fyrir þeim möguleika að eitthvað sé hannað í náttúrunni. Lífið með upplýsingakerfi, forritunarmáli og upplýsingum upp á tugi ef ekki hundruði alfræðiorðabóka og það bendir til hönnunar. Þú lifir í fáránlegri afneitun ef þú neitar því. Ef þú trúir að það finnist lausn á þessu, að náttúrulegir kraftar gátu gert þetta, þá ekkert mál; þú mátt trúa því sem þú vilt. En það er einfaldlega óheiðarlegt að segja að þetta bendi ekki til hönnunar.
Þetta er auðvitað byggt á þeim rannsóknum sem við höfum gert, þeirri þekkingu sem við höfum núna. Aðeins að trúa í samræmi við þá bestu þekkingu sem við höfum.
Já, takk :) Ég viðurkenni að þetta var frekar erfið setning. Skal reyna aftur.
"Ég hef ekki rekist á góð rök eða gögn sem stangast á við mína trú."
Mofi, 19.9.2008 kl. 14:45
Ragnar (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 16:05
1. Mofi gefur sér þá forsendu að guð sé til. Við getum ekki afsannað tilveru hans.
2. Ein besta leiðin til að skera úr um hvort tiltekin kenning er vísindaleg eða ekki, er sú, að athuga hvort hún býður upp á að vera afsönnuð.
3. Kenningu, sem vísar til guðs (vitræns hönnuðar), er ekki hægt að afsanna.
4. Slík kenning er því ekki vísindaleg.
-----------
Mofi, skoðanir þínar eru áhugaverðar og fróðlegar. Það færi samt betur á því að þú reyndir ekki að dulbúa þær í vísindagervi. Þú ert fyrst og fremst staðfastur trúmaður. Það er í sjálfu sér virðingarvert, þótt ég deili ekki skoðunum þínum. En þú ert ekki vísindamaður og berð ekki með þér að hugsa sem slíkur. Það er aldeilis í lagi.
Er þér ekki nóg að trúa? Það hryggir mig ef þú ætlar að verja tíma þínum í að staðfesta trú þína með aðferðum sem geta aldrei staðfest neitt í þeim efnum. Vísindaleg aðferð byggir á útskýringum án vísunar til yfirnáttúrulegra fyrirbæra. Trúarleg aðferð byggir á útskýringum með vísun til yfirnáttúrulegra fyrirbæra. Þetta fer ekki sérlega vel saman. Af hverju viltu ekki halda þig við það síðarnefnda, þar sem þú ert sterkastur?
Með kveðju,
Andri
Andri (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.