Ár töfrandi hugsunnar

Um þessar mundir fer breska leikkonan Vanessa Regrave um Bretland og sýnir í öllum betri leikhúsum landsins einleikinn The year of Magical thinking (Ár töfrandi hugsunnar). Verkið er eftir JoanDidion_051230123023263_wideweb__300x440 Bandaríska blaðkonu sem skrifar um lífsreynslu sína, einkum þá sem tengist andláti eiginmanns síns og dóttur. Verkinu er leikstýrt af David Hare og sem fyrr segir fer Vanessa Redgrave með hlutverk blaðakonunnar Joan Didion.

Hugmyndin var nú ekki að skrifa neina leikrýni hér, en ég var svo heppinn að sjá sýningu þessa í dag í Theatre Royal í Bath.

the-year-of-magical-thinking_003463_1_MainPictureVanessa situr á sviðinu og segir sögu sína í réttar 90 mínútur. Mér fannst þessi upplifun eins og að lenda við hliðina á afar ræðinni manneskju í langferðabíl eða flugvél.

Hún byrjar að kynna fyrir þér ytri umgjörð lífs síns en brátt ertu komin á kaf í allt það sem að baki býr. Lífið,gleðin ástin, dauðinn,sorgin,  allt það sem máli skiptir í lífshlaupi allra. - Sviðsetning þessa verks ber þess auðvitað merki að vera unnin upp úr bók,  ævisögu Joan Didion. En viðvera og nálægðin við Vanessu er svo sterk að þú finnur ekki fyrir monologískum textanum sem  rennur upp úr leikkonunni eins og ferskt sætt vatn úr lind.

Hrærandi reynsla sem ég vildi óska sem flestum að upplifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svanur: Þú ert öfundsverður.  Hvergi í heiminum finnst mér leikhús betra en á Bretlandi og ég myndi nánast myrða fyrir að fá að sjá þetta verk.

Úff, þarf að safna mér fyrir leikhúsferð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Oh, já öfundsverður, ég væri til í að sjá þessa sýningu og bloggin þín eru frábær. Takk.

Marta Gunnarsdóttir, 14.9.2008 kl. 11:46

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hversvegna koma svona sýningar sem ekkert þarf að hafa fyrir nema að flytja leikarann yfir hafið, aldrei til Íslands. Vanessa mundi fylla háskólabíó tvisvar allavega. Hvar eru allir þessi umboðsmenn Íslands?

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.9.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband