Elsti bloggarinn

Þetta ku vera einn af elstu, ef ekki sá al-elsti, bloggari í heimi. Hann heitir Donald Crowdis og skrifar bloggið "Don to Earth" sem er virkilega skemmtilegt aflestrar. Hann á heima í Kanada og er níutíu og fjögra ára gamall. Konan hans er á elliheimili en sjálfur býr hann enn heima hjá sér að mér skilst. Don er afar vinsæll bloggari en nú fyrir stuttu brá svo við að hann hætti að blogga.

Eftir dúk og disk kom svo stutt yfirlýsing frá honum þar sem hann sagðist ekki vera dauður, heldur hefði hann þurft að sinna mikilvægum fjölskyldumálum. Þið getið lesið þessa sérkennilegu yfirlýsingu hér ásamt öðrum pistlum hans Dons. Einn þeirra fjallar að hluta til um afa hans sem bjó í Kanada á nítjándu öld. 

Mín stefna er að verða svona krúttlegur eins og þessi kall.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Já, þessi er flott fyrirmynd...

Brattur, 13.9.2008 kl. 08:46

2 Smámynd: Gulli litli

Þú og Donald eru töffarar..

Gulli litli, 13.9.2008 kl. 09:19

3 identicon

nýja bloggið hans er hérna: http://dontoearthagain.wordpress.com/

Þannig að karlinn er enn að, þó það hafi ekki verið skrifað þarna inní í 2 mánuði.

steini (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 09:35

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir  slóðina Steini. Ég var ekki búin að sjá þessa nýju síðu. Það er heldur ekki nein tilkynning á þeirri gömlu um að hann hafi flutt sig. Annað hvort var hann búinn að gleyma að hann var með síðu eða hann er svona frábærlega "sjálfstæður". En það var/er mikill fjöldi sem fylgist með skrifum hans. Oft langt yfir 100 athugasemdir.

Gulli og Brattur; Þið munduð láta mig vita ef ég byrjaði allt í einu að blogga nýja síðu svona upp úr þurru, er það ekki? :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.9.2008 kl. 09:51

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Snilli

Edda Agnarsdóttir, 13.9.2008 kl. 10:01

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þið eruð krútt þú og Don.

Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 10:28

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

frábært.........flott að blogga fram í rauðan dauðann

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband