Brúðkaupið í Kína

Brúðkaupsmyndir, eru misjafnlega góðar og spennandi fyrir ókunnuga á að líta. Fólk er yfirleitt brosandi á góðri stundu og brúðhjónin leika við hvern sinn fingur. Hér koma afar óvenjulegar brúðkaupsmyndir.

Þann tólfta Maí síðastliðinn (2008) var efnt til brúðkaups í um eitt hundarð ára gamalli kirkju í þorpinu Sichuan í Kína.

sichuan1Hjónavígslan hófst rétt um klukkan 14:00 á hefðbundinn hátt. Þessi mynd var tekin af brúðhjónunum á kirkjutröppunum.

 

sichuan2Skyndilega, kl:14:28 að staðartíma hófust miklar jarðhræringar. Yfir reið mesti og mannskæðasti jarðskjálfti í Kína síðan að Tangshan skjálftinn 1976 skók landið.

Jörðin skalf í þrjár mínútur og kirkjan byrjaði að hrynja. Brúðkaupsgestirnir 33 stóðu enn fyrir utan kirkjuna sem betur fór.

Stórir hnullungar hrundu úr kirkjunni yfir kirkjugesti.

sichuan31Brúðguminn sást varla fyrir ryki

sichuan4Og brúðurin sést hér með kirkjurústirnar í bakgrunni.

sichuan7Skelfingu lostnir brúðkaupsgestir eftir að aðalskjálftanum lauk.

sichuan6Það sem eftir stóð af kirkjunni

sichuan5Jarðskjálftinn varð um 100.000 manns að bana og enn er verið að grafa lík úr rústum húsa eftir þennan skjálfta í Kína. 17.000 manns er enn saknað.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

fall er vonandi fararheill fyrir þessi brúðhjón

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, vonandi eru verstu hamfarirnar að baki í þessu hjónabandi.

Kolbrún Hilmars, 13.9.2008 kl. 17:00

3 Smámynd: Gulli litli

Hallgrímskirkja hélt alveg út þegar ég gifti mig....ég held hún standi enn..og hjónabandið líka...

Gulli litli, 13.9.2008 kl. 17:08

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Góð Kolbrún:)

Hólmdís, Gulli, They brought down the house!

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.9.2008 kl. 18:32

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó, nú hlýtur þetta að verða tóm sæla.  Þau eiga það skilið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband