Konan í apelsínugula jogging gallanum

Vanessa_Redgrave_536916876Þær eru ekki margar bresku leikkonurnar fyrir utan Glendu Jackson og Helen Mirren sem ég hef verið afskaplega hrifinn af. Ein hefur þó alltaf átt alla mína aðdáun, ekki bara af því að hún er frábær leikkona, heldur einnig vegna þess að hún er frábær einstaklingur. Ég er að tala um stórleikkonuna Vannessu Redgrave. 

Allt frá því snemma á sjöunda áratug síðustu aldar hefur hún studd dyggilega við bakið á ýmsum mannréttindasamtökum, afvopnunarhreyfingum og friðarhreyfingum vítt og breitt um heiminn. Hún hefur varið meira af tekjum sínum til þessara málefna en nokkur önnur kvikmyndastjarna og verið ötulli talsmaður verðugra málstaða en flestir stjórnmálamenn. Starf hennar og framganga er of viðamikið til að gera því einhver almennileg skil í þessari færslu en þeir sem hafa áhuga geta lesið sér til um Vannessu m.a. á síðunni sem ég linka við nafnið hennar hér að ofan.

Sem einlægur aðdáandi Vannessu varð ég glaður mjög þegar mér áskotnaðist í fyrradag miði á leiksýningu hennar "The year of Magical thinking" (Ár töfrandi hugsanna) sem sýnt er um þessar mundir í Theatre Royal hér í borg. (Bath)

Ég flýtti mér niður í leikhús til að ná í miðann en sýningin er á morgunn (Laugargdag). Þegar ég kom að leikhúsinu sé ég hvar kona ein, klædd í appelsínu-gulan jogging-galla með baseball-derhúfu á höfði, dálítið hokin í herðum, stendur og púar sígarettu. Ég þekkti hana vitaskuld strax. Þetta var Vanessa Redgrave.

a-vanessa-redgraveUm leið og ég gekk fram hjá henni, kinkaði ég kolli til hennar og ávarpaði hana. "Þú ert Vanessa er það ekki".

Hún brosti með sígarettuna í miðjum munninum og kinkaði kolli.

"Ég er mikill aðdáandi þinn" sagði ég aulalega.

Hún tók sígarettuna út úr sér og sagði brosandi. "Ertu búin að sjá sýninguna"? 

"Eh, nei, ég er að ná í miða á sýninguna á laugardaginn".

Vannessa henti sígarettunni í götuna, steig á stubbinn.

"Ég sé þig þá" sagði hún glaðhlakkalega og hvarf svo inn um hliðardyrnar á leikhúsinu, snör og kvik eins og táningur. (hún er 72 ára)

Ég hlakka mikið til að sjá leikritið á morgunn. Það er eftir Joan Didion blaðakonu til margra ára og er einleikur. Það verður ekki ónýtt að fá að fylgjast með Vanessu Redgrave í 90 mínútur einsamalli á sviði.

Verkið hefur að sjálfsögðu fengið frábæra dóma þrátt fyrir að vera eintal einmanna konu um dauða eiginmanns síns. Segi kannski meira frá því á morgunn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árný Leifsdóttir

Svalt!

Árný Leifsdóttir, 12.9.2008 kl. 16:17

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þú hefur sama smekk og ég á konum. Geislandi fallegar og greindar allar saman. Hefði svo gjarnan farið á þessa sýningu. Ég öfunda þig.

Rut Sumarliðadóttir, 12.9.2008 kl. 16:19

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kÚL.  Þetta eru allt afbragðs leikkonur.  En þau er held ég 3 Redgave systkinin sem hafa getið sér gott orð sem leikarar.  Skemmtu þér vel.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 17:23

4 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Góða skemmtun.

Aðalsteinn Baldursson, 12.9.2008 kl. 17:57

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Aðalsteinn.

Hárrétt Hólmdís. Lynn og Corin vinna líka í "bransanum". Takk fyrir:)

Rut, við höfum einfaldan smekk ;)

Ubercool Árný

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.9.2008 kl. 18:33

6 Smámynd: Anna

Fróðlegt og skemmtilegt bloggið þitt og takk fyrir bloggvinskapinn. Góða skemmtun á leiksýningunni.

Anna, 12.9.2008 kl. 20:28

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, ég er auðvitað græn af öfund vegna sýningarinnar á morgun - njóttu kvöldsins!   

En þetta er ekki alfarið óeigingjarn póstur  mig langar nefnilega til þess að "fletta upp í þér":  Hvaða  spekingur var það sem sagði að orðið gæti verið/væri  jafnbeitt og sverðið?   

PS.  Nei nei, ekki Alzheimer - bara hversdagsleg gleymska...

Kolbrún Hilmars, 12.9.2008 kl. 22:05

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Cool...þetta eru líka mínar uppáhaldsleikkonur, ég veit fátt skemmtilegra en að fara í leikhús  ja....nema að vinna þar sem ég reyndar gerði um tíma sælla minninga, góða skemmtun á morgun.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.9.2008 kl. 22:31

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Upphalds mínar líka.

Elska leikhús og Redgrave er übertöffari.  Góða skemmtun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 23:34

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Kolbrún. Það hafa margir orðið til að líkja orðinu við sverð með mismunandi niðurröðun orðanna. Orðin; orð, tunga, munnur, penni og rit eru notuð í fyrri hluta og orðin rýtingur, ör, spjót og sverð í  seinni hluta. Sú elsta og sú frægasta er aflaust úr Gamla testamentinu.

 Heyrið mig, þér eylönd, og hyggið að, þér fjarlægar þjóðir! Drottinn hefir kallað mig allt í frá móðurlífi, nefnt nafn mitt frá því ég var í kviði móður minnar. 2Hann hefir gjört munn minn sem beitt sverð og hulið mig í skugga handar sinnar. Hann hefir gjört mig að fágaðri ör og falið mig í örvamæli sínum. Jesaja:49:2

Næstelsta heimildin kemur líka úr Biblíunni eða Hebreabréfinu 4:12. Þar er notuð svipuð myndlíking nema talað er um orð og tvíeggja sverð.

Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans. 13Enginn skapaður hlutur er honum hulinn, allt er bert og öndvert augum hans. Honum eigum vér reikningsskil að gjöra.

Vona að þetta hjálpi eitthvað.

Kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.9.2008 kl. 23:39

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er náttúrulega allt í klessu eins og allt sem er kópí peist úr Biblíunni. Vona samt að þetta skiljist.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.9.2008 kl. 23:40

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það stöllur Jenný og Hrafnhildur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.9.2008 kl. 23:41

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Og takk sömuleiðis Anna

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.9.2008 kl. 23:42

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, ég átti ekki við alveg svona fornt eins og Biblíuna, heldur eins og Words cut more than swords, en ég get ekki fyrir mitt litla líf komið "ábyrgðarmanninum" fyrir mig.  En ég sé þó hvaðan hugmyndin er komin - takk fyrir það.

Kolbrún Hilmars, 13.9.2008 kl. 00:06

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða skemmtun í leikhúsinu Svanur.  Þú getur örugglega bætt Dame Dudi Dench á þennan lista afbragðs leikkvenna

Sigrún Jónsdóttir, 13.9.2008 kl. 00:26

16 Smámynd: Viðar Eggertsson

Takk fyrir þetta.

Er sjálfur að fara að sjá Vanessu Redgrave í þessum einleik hennar í Madrid síðar í mánuðinum, hlakka til!

ég er sammála um þær bresku leikkonur sem þú nefndir, en ein liggur þó óbætt hjá garði, það er snilligurinn hún JUDY DENCH. Frábær leikkona satt að segja, bæði í kvikmyndum og á sviði.

Viðar Eggertsson, 13.9.2008 kl. 01:08

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já auðvitað má ekki gleyma Dench. Hún er eins og stofnun næstum því.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.9.2008 kl. 01:40

18 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þær eru allar æði sem þú og Viddi nefnið.

Vanessa hefur verið mikið uppáhald hjá mér ekki síst fyrir kjarkinn, s.b. þegar hún tók við Óskarnum.

Edda Agnarsdóttir, 13.9.2008 kl. 01:47

19 identicon

Þú ert æði, þær eru æði, allt of mikið um æði hér!  Öfunda þig samt af miðanum á sýninguna, þú verður að skrifa um hvernig var!

kær kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband