Blásokkur

Bluestockings3Í kring um 1750 varð til kvennahreyfing á Bretlandi sem kenndi sig við bláa hásokka og var kölluð blásokku-hreyfingin. Að mörgu leiti var um að ræða stælingu á franskri hreyfingu með áþekku nafni en áherslur þeirrar ensku voru öðruvísi þar sem þær lögðu meiri áherslu á menntun og samvinnu frekar en einstaklingshyggjuna sem einkenndi frönsku hreyfinguna. 

Stofnandi ensku blásokku-hreyfingarinnar hét Elizabeth Montagu.Hún kallaði saman nokkrar aðalskonur í einskonar bókaklúbb. Til sín buðu konurnar ýmsum fyrirlesurum þar á meðal hin fræga útgefanda og þýðanda Benjamín Stillingfleet. Segir sagan að hann hafi verið svo fátækur að hann hafi ekki haft efni á að klæðast hinum svörtu silkisokkum sem tilheyrðu viðhafnarklæðnaði þess tíma og í staðinn komið í hversdaglegum bláum sokkum. Þannig fékk hugtakið blásokkahreyfing þá merkingu að hugsa meira um menningarlegar samræður heldur en tískuna sem fram að því þótti eina sæmilega umræðuefni kvenna.

Rowlandson-BluestockingsHreyfingin varð að lauslega samanhnýttum samtökum forréttinda kvenna sem höfðu áhuga á menntun og komu saman til að ræða bókmenntir. Konurnar áttu það sameiginlegt að vera ekki eins barnmargar og flestar stöllur þeirra á Bretlandi á þeim tímum. Menntun kvenna afmarkaðist öllu jöfnu við saumaskap og bandprjón og aðeins karlmenn fengu aðgang að háskólum. Það var talið afar "óaðlaðandi" fyrir konur að kunna latínu eða grísku og sérstaklega framhleypnilegt ef þær vildu verða rithöfundar. Það þótti sjálfsagt mál að fertug kona væri fáfróðari en tólf ára drengur. Blásokkurnar héldu enga meðlimaskrá og fundir þeirra voru óformlegir, sumir fámennir aðrir fjölmennir. Yfirleitt voru þeir í formi fyrirlestra um stjórnmál og bókmenntir þar sem boðið var upp á samræður á eftir ásamt te og kökubita.

E-MontaguMargar af blásokkunum styrktu hvor aðra í viðleitni þeirra til að mennta sig frekar með lestri, listgerð og skrifum. Meðal þeirra sem mest bar á eru Elisabeth Carter(1717-1806) sem gaf út fjölda ritgerða, ljóðabækur og þýddi Epictetus á ensku. Þá ber að geta Önnu Miegon sem samdi samtímalýsingar á konum og gaf út á bók sem ber heitið Biographical Sketches of Principal Bluestocking Women.

Þótt að blásokku-hreyfingin yrði ekki langlíf og yrði á meðan hún lifði fyrir barðinu á hæðni karla og þeirra kvenna sem ekki sáu tilgang í menntun, hafa margir seinni tíma rithöfundar orðið til að benda á að í henni megi finna neistann sem seinna varð að báli kveinréttindabarátunnar á vesturlöndum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

enn og aftur takk fyrir fróðleik

Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 22:50

2 identicon

Takk fyrir frábæran fróðleik !  Rétt skaust hér inn milli stærðfræðiþrauta :)

kær kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þetta. Verð að játa að ég vissi nánast ekkert um Blásokkur.  Nú veit ég meira.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 13:27

4 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Áhugavert. Þú ert óþrjótandi viskubrunnur.

EN! Þú hefur verið klukkarður.
http://nkosi.blog.is/blog/nkosi/entry/638950/

Aðalsteinn Baldursson, 10.9.2008 kl. 15:54

5 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Þetta átti að sjálfsögðu að vera klukkaður.

Aðalsteinn Baldursson, 10.9.2008 kl. 15:55

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Aðalsteinn, klukkaður. Ég hef séð þetta á nokkrum bloggum og hún Rúna bloggvinkona mín klukkaði mig fyrir stuttu þegar ég eiginlega vissi ekki hvað um var ða vera. En nú veit ég betur og verð við þínu og hennar klukki. :

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.9.2008 kl. 16:48

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábærir pistlar hjá þér Svanur.  Takk fyrir mig

Sigrún Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 21:32

8 Smámynd: Árný Leifsdóttir

Skemmtilegir pistlar, ég verð að kíkja oftar.

Hvernig var War of the worlds?  Söngleikur, leikrit?  Segðu endilega frá.

Kv. Árný

Árný Leifsdóttir, 10.9.2008 kl. 22:46

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Árný; Það fór nú ekki betur en svo að klukkustund fyrir sýningu var henni aflýst vegna veðurs. (Of mikil rigning.) Ég sá leikhúsið en ekki sýninguna sem var söngleikur.

Takk öll fyrir vinsamlegar athugasemdir

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.9.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband