Hvað er að vera Englendingur?

i004Af og til birtast í breskum fjölmiðlum kannanir um hvað sé enskast af öllu ensku og útkoman er afar fyrirsjáanleg, fiskur og flögur í fyrsta sæti, drottningin og fjölskylda í öðru og Paul McCarney í þriðja til tíunda. Leit Englendinga að sjálfum sér er jafn óþreytandi og hún er tilgangslaus. Þeir eiga ríka sögu sem um leið er saga Evrópu, Indlands, Ástralíu, Ameríku og Afríku. Þeir tala tungumál sem sigrað hefur heiminn sem þeir bókstaflega réðu einu sinni yfir enda minjasöfn þeirra full af menningu annarra þjóða. 

Samt er eins og þeir hafi ekki neina skýra mynd af hverjir þeir eru eða fyrir hvað þeir standa. Jafnvel fótboltafélögin þeirra eru smá saman að fyllast af útlenskum spilurum, þjálfurum og eigendum. Í byrjunarliði Chelsea í síðasta leik held ég að hafi verið einn Englendingur.

Aðrir Bretar þurfa ekki að efna til skoðunarkönnuna af og til til að muna hvað þeir eru.

Skotar vita alveg hvað það er að vera Skoti. Skotapils og sekkjapípugaul, blóðpylsa og Nessí ásamt öllum slagorðunum um frjálst Skotland og óborganlegum hreiminum gera Skota að sérstakri þjóð. Welsbúar með sín óskiljanlega-löngu orð, sér fótboltalið og heimaræktaða molbúahátt eru sömuleiðis öruggir með sjálfa sig.

Aðeins Englendingar eru í endalausri tilvistarkreppu að manni sýnist. Kannski er það hin stöðuga afneitun þeirra á borgarlífinu sem gerir þeim svona erfitt fyrir. Allir Englendingar sakna sveitarinnar. Iðnbyltingin sem þeir voru fyrstir til að láta endurmóta þjóð sína er enn ófreskja í þeirra augum. Þeir telja það til dyggða að fara í gúmmístígvéli og ganga um sveitina. Þeim finnst það hreinsandi fyrir sálu sína. Þeir eru flestir en haldnir sektarkennd yfir að hafa mergsogið aðrar þjóðir á heimsveldistímabilinu og lifað á auði þeirra. Þess vegna hleypa þeim öllum inn í land sitt án þess að hafa nokkra stjórn á innflytjendum. Stjórnkerfi þeirra er gamalt og nánast úrelt og þess vegna eru þeir efar þolinmóðir gagnvart "manlegum mistökum" sem samt bætta úr með smá kerfisbreytingu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Köflóttar buxur, pípa og Noddy Holder....enskara verður það ekki!

Gulli litli, 8.9.2008 kl. 12:01

2 identicon

Englendingar hafa ekkert til að skammast sín fyrir. Þeir stóðu vaktina í heimstyrjöldinni, leystu upp heimsveldið að mestum hluta með góðu, hleyptu inn í land sitt miklum fjölda af íbúum fyrrverandi nýlendna.

Ég var á nokkrum tónleikum í Albert Hall í síðustu viku. Þar sá maður bregða fyrir eldra fólki, körlum í flauelsjökkum, sköllóttum en samt með hárbrúska út í loftið, gleraugu - vantaði bara reiðhjólaklemmurnar – að borða nesti sem það hafði tekið með sér í hléinu.

Það fannst mér mjög enskt. Enginn Frakki myndi smyrja sér nesti til að taka með á tónleika eða leiksýningu. 

Egill (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 12:11

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

svartir leigubílar og Guinness

Hólmdís Hjartardóttir, 8.9.2008 kl. 12:25

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Bloody ´ell lad, you know it all.

Rut Sumarliðadóttir, 8.9.2008 kl. 12:32

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hef tekið þessa umræðu nokkrum sinnum með mínum - sem er Englendingur. Hann hefur engin endanleg svör en veit engu að síður hvað þjóð hans á sér merkilega sögu. Englendingar virðast samt ekki gera sér almennt grein fyrir því og óttast nú að "enskan" fari að verða undir í sambúð við aðra menningu sem flýtur yfir landið þeirra á ógnarhraða.

Bill Bryson hefur skrifað um þetta. Bryson er Bandaríkjamaður sem settist að á Englandi rúmlega tvítugur og hefur búið þar í 30 ár eða svo. Í lok bókarinnar "Notes from a small island" segir hann m.a.:

"What an enigma Britain will seem to historians when they look back on the second half of the twentieth centrury. Here is a country that fought and won a noble war, dismantled a mighty empire in a generally benign and enlightened way, created a far-seeing welfare state - in short, did nearly everything right - and then spent the rest of the century looking on itself as a chronic failure."

Fyrir nokkrum árum eignaðist ég bók sem heitir "Watching the English" eftir Katie Fox, mannfræðing. Hún er óborganlega skemmtileg, vel skrifuð á fínu mannamáli, með geislandi húmor og innilegri væntumþykju. Mæli eindregið með henni.

Aðra bók á ég, "The English" eftir Jeremy Paxman en hef ekki lesið hana ennþá. Ég hef heyrt að hún sé mjög góð.

Líklega er ekkert, altækt svar við því af hverju Englendingar eiga svona erfitt með að finna sitt "identity". En það er sorglegt og ósanngjarnt í ljósi sögu þeirra.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.9.2008 kl. 12:41

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gulli: Köflóttu buxurnar eiga víst rætur sínar að rekja til skosku hálandanna þar sem þeir sniðu sér brækur úr ættarklæðinu til að spila í golf.  

Egill: Ekki svo að ég telji að Englendingar þurfi að skammast sín, en gallinn er að þeim finnst sumum það sjálfum. Ég held að skemmtileg lýsing þín á breskum karlmönnum á tónleikum í Albert Hall eigi meira við sérvitringana sem eru sem betur fer enn að finna víða á Englandi.

Hólmdís; Verða Írar ekki að fá að eiga Guinnes?

Rut: Don´t know nothin ;)

Lára. Jamm, ég hef bæði lesið Paxman og Bryson og þótt ólíkir séu í nálgun sinni eru niðurstöður þeirra áþekkar, eða að ; sambræðingurinn sem við köllum England er alheimsþorpið í hnotskurn. Englendingum líður miklu betur með að kalla sig Breta en Englendinga. Þá verða köflóttar buxur, Guinnes og svartir leigubílar og sköllóttir kallar með hárbrúska sönn þjóðareinkenni. Hef ekki lesið Fox :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.9.2008 kl. 13:36

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

veit vel að Guinness er írskur........en hvað er enskara en að fá sér einn eftir vinnu?

Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 02:02

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nákvæmlega Hólmdís, að fá sér Guinness er afar breskt en er það enskt? :) Spurninginer hvað stendur eftir ef við tökum allt í burtu sem er breskt. Hvað verður eftir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.9.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband