Cheddar ostur og mannát

800px-Somerset-CheddarÞað þykir sjálfsagður hluti af allri sannri siðfágun nú til dags að kunna skil á vínum og ostum. Íslendingar, sem lengi vel þekktu aðeins sinn mjúka mjólkurost og mysuost,  geta nú valið úr fjölda tegunda osta í matvöruverslunum, bæði íslenskum og erlendum, þar á meðal Cheddar ostum sem vafalaust eru frægastir allra enskra osta. 

cheddar2Cheddar ostur er gerður af kúamjólk og getur verið bæði sterkur og mildur, harður eða mjúkur. Það sem fyrst og fremst gerir alvöru Cheddar ost að Cheddar osti, er að hann sé búin til í Cheddar, fornfrægu þorpi sem stendur við enda Cheddar gils í Somerset sýslu í mið-suðaustur Englandi. Elstu ritaðar heimildir um  þessa osta eru þúsund ára gamlar og talið er víst að þekkingin á gerð þeirra sé miklu eldri. Eftir endilöngu gilinu er að finna fjölda hella og voru sumir þeirra notaðir til að geyma í ostinn sem þarf allt að 15 mánuði í þurru og köldu lofti til að taka sig rétt.   

4196cheddargorgeCheddar gil er dýpsta og lengsta gil á Bretlandi. Þar hafa fundist mannvistarleifar sem eru 100.000 gamlar. Í einum hellinum fannst árið 1903 afar heilleg beinagrind af manni sem er 9.000 ára gömul (Cheddar maðurinn). Beinagrindin er elsta beinagrind sem fundist hefur á Bretlandi.  Þá  hafa fundist talvert eldri mannbein á þessum slóðum eða allt að 13.000 ára gamlar. Rannsóknir á litningum beina þessara fornaldarmanna sem voru uppi a.m.k. 3.000 árum áður en landbúnaður hófst á Bretlandi, sýna að enn í dag er að finna ættingja þeirra í Cheddar og sanna að ekki eru allir Bretar afkomendur hirðingja (Kelta) frá Miðjarðarhafslöndunum eins og haldið hefur verið fram.

CheddarmanSum af þeim mannbeinum sem fundist hafa í hellunum í Cheddar gili, þar á meðal bein Cheddar mannsins sjálfs, bera þess merki að egghvöss steináhöld hafa verið notuð til að granda viðkomandi. Sýnt þykir að sumir hafi verið teknir af lífi (skornir á háls) líkt og skepnur. Þetta hefur rennt stoðum undir þær kenningar að fornmenn í Cheddar gili hafi stundað mannát. cheddar_man_203x152


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir þennan fróðleik Svanur, þetta verður til þess að maður gúgglar eitthvað í kvöld :9

Óskar Þorkelsson, 4.9.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Fróðlegt eins og alltaf.

Rut Sumarliðadóttir, 4.9.2008 kl. 13:05

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hvernig á maður að geta borðað, annars ljúffengan Cheddar eftir þessa lesningu Svanur minn?  Beinagrindur og mannát munu eflaust koma í hugann við hvern bita.

"Skemmtilegur" fróðleikur engu að síður.

Sigrún Jónsdóttir, 4.9.2008 kl. 13:09

4 Smámynd: Gulli litli

Mmmmm girnilegt og fróðlegt..

Gulli litli, 4.9.2008 kl. 13:27

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ekki var nú meiningin að hafa neitt Hannibals-legt yfirbragð á þessari færslu kæra Sigrún. Það er algjört og óvart aukabragð :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.9.2008 kl. 13:48

6 identicon

Nú verður maður bara svangur en cheddarinn er auðvitað alveg nauðsyn á flatbökuna... hef bara því miður ekki rekist á yndið í hverfisverslununum.

...désú (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 14:24

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hefur einhver hvíslað því að þér Svanur minn Gísli að þú ert frábær sögusmiður...og þú gætir logið hverju sem er að mér. Ég er svo einföld og trúgjörn kona!

Svo hreint elska ég ost....

Rúna Guðfinnsdóttir, 4.9.2008 kl. 19:47

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

innlitskvitt

Edda Agnarsdóttir, 4.9.2008 kl. 20:17

9 Smámynd: Brattur

... þeir sem í dag eru bæði sterkir og mildir... harðir og mjúkir menn, mætti sem sagt kalla Cheddar menn... er það ekki bara ágætis nafngift?... en skildu slíkir menn vera til?

Brattur, 4.9.2008 kl. 22:03

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Góður Brattur.

 Rúna; ekki trúa öllu sem hvíslað er :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.9.2008 kl. 23:47

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó nú fórstu með það, var alsæl að lesa um cheddarostinn þegar ég kom inn á mannátspartinn.  Hehemm.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2008 kl. 00:22

12 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Algerlega pistlinum óviðkomandi. Ég fékk klukk á mig og klukka þig áfram.

Kveðjur og heilsanir.

Rúna Guðfinnsdóttir, 5.9.2008 kl. 19:49

13 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Rúna Guðfinnsdóttir, 5.9.2008 kl. 19:52

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú ert hafsjór

Hólmdís Hjartardóttir, 5.9.2008 kl. 22:52

15 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Ætli mannátsþátturinn sé gengatengdur og finnist frekar í afkomendum dalamanna heldur annarra?

Datt þetta bara sí svona í hug.

Marta Gunnarsdóttir, 7.9.2008 kl. 13:43

16 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Alltaf heiður að lesa færslur þínar...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 7.9.2008 kl. 23:34

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Rúna; Hvað er þetta klukk ????

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.9.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband